Morgunblaðið - 02.10.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 02.10.2001, Síða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 17 JÓAKIM Danaprins og Alexandra prinsessa voru gestir Ólafs Ragnars og Dorrit Moussaieff á Norðurlandi í liðinni viku ásamt fylgdarliði. Þau snæddu hádegisverð í Hótel Reyni- hlíð en fóru síðan austur fyrir Námafjall og gengu um hverasvæð- ið þar. Leiðsögumaður þeirra í Mý- vatnssveit var Friðriki Dagur Arn- arson frá Skútustöðum. Heiðskírt veður var í sveitinni en strekkings sunnan kaldi og svalt í veðri. Fyrr á öldum áttu Danakonungar brennisteinsnámur allar í Þingeyj- arsýslu og höfðu af þeim fjárhags- legan og hernaðarlegan styrk. Með- al þeirra náma sem mest voru nýttar voru þær á Námafjalli, en það er nú löngu búið spil. Á þeim árum voru Reykhlíð- ungar umboðsmenn konungs með námunum, en nú stunda Reykhlíð- ungar ferðaþjónustu og veittu þess- um góðu gestum silung, vill- isveppasúpu ásamt bláberjum í hádegismat. Frá hverasvæðinu hélt hópurinn að Grjótagjá, sem enn er of heit til baða, en þaðan var farið í Dimmu- borgir. Danaprins og fylgdarlið í Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH Jóakim Danaprins og fylgdarlið skoða Námaskarð í Mývatnssveit. Skoðuðu hverasvæðið sem áður var í eigu Danakonunga ÞAÐ var handagangur í öskjunni við höfnina í Grímsey á dögunum, því eftir 1. september eru dagabát- ar teknir upp. Sigurður Ingi Bjarnason eigandi vélaverkstæðis- ins hér sagði að á tveimur dögum væri hann búinn að hífa 16 báta á land. Nú má ekki bara sjá báta í og við höfnina heldur líka upp um mela og móa. Geysileg breyting hefur orðið á bátafjölda í Grímsey. Alfreð Garð- arsson útgerðarmaður sagði ástæð- una vera minnkandi kvóta og menn því að fjárfesta í dagabátum sem síðan standa ónotaðir í heila 9 mán- uði. Sigurður Ingi sagðist hafa talið 36 báta sem gerðir hefðu verið út hér í sumar, af heimamönnum og aðkomumönnum. Alfreð lýsti því yfir að veiðin hefði verið góð og sjómenn þokka- lega ánægðir með sumaraflann en það sama væri ekki hægt að segja um fiskveiðistefnuna. Það sem var kvótasett í ýsu og steinbít 1. sept- ember sl. kemur mjög illa niður á trillusjómönnum í Grímsey, þar sem menn eiga enga aflareynslu frá viðmiðunarárunum. Á þeim tíma var sáralítið um þessar fisk- tegundir en nú er annað upp ten- ingnum og ýsan og steinbíturinn virðast alls staðar vera að aukast. Sigurður Ingi sagði að engu lík- ara væri en að ráðamenn hefðu hreinlega dottið á höfuðið og Alfreð sagði að eftir kvótasetninguna hefðu sjómenn velt því fyrir sér hvort allir í sjávarútvegsráðuneyt- inu væru orðnir Grænfriðungar. Bátar líka upp um mela og móa Morgunblaðið/Helga Mattína Alfreð Garðarsson t.v. og Sigurður Ingi Bjarnason innan um smábáta. Grímsey ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hef- ur óskað eftir því að bæjarráð veiti Golfklúbbi Akureyrar, KA og Þór fjárstyrk, samtals að upphæð 3 milljónir króna, vegna rekstrar íþróttasvæða félaganna á þessu ári. Rekstrarsamningar Akureyr- arbæjar og viðkomandi íþrótta- félaga munu taka gildi um næstu áramót en á meðan unnið var að undirbúningi rekstrarsamning- anna var erindum íþróttafélag- anna vegna rekstrar íþróttasvæð- anna frestað. Einnig var á fundi ÍTA farið yf- ir fjárhagsstöðu Skautahallarinn- ar á Akureyri, þar sem Skauta- félag Akureyrar sótti um leiðréttingu á styrkveitingu vegna rekstrar Skautahallarinnar. Samkvæmt útreikningum íþrótta- og tómstundafulltrúa þarf að leiðrétta rekstrarfé Skauta- hallarinnar á ársgrundvelli um rúmar 2,5 milljónir króna. ÍTA samþykkti að samningur bæjarins og Skautafélagsins yrði tekinn til endurskoðunar og jafnframt ósk- aði ÍTA eftir endurskoðun á rekstrarstyrk bæjarins að upp- hæð rúmar 2,5 milljónir króna. ÍTA vill styrkja íþróttafélög DILBERT mbl.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Starfsmaður óskast í hálft starf allt árið frá 15. október 2001. Starfið felst í því að kynna safnið út á við, (auglýsingar, fréttatilkynningar), hafa samskipti við ferðaþjónustuaðila, önnur söfn o.fl., taka á móti safngestum, skipuleggja heimsóknir skólahópa og sjá um rekstur safnsins í samráði við Nonnanefnd Zontaklúbbs Akureyrar. Starfið krefst góðrar íslenskukunnáttu, kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. Þýskukunnátta æskileg. Umsækjandi þarf að hafa nokkra reynslu í tölvuvinnslu, geta unnið sjálfstætt en líka eiga auðvelt með að umgangast fólk. (Ekki er verra að hafa reynslu af kennslu eða öðru starfi tengdu börnum og unglingum). Umsóknir, ásamt ferilsskrá, skulu sendar fyrir 10. október í Nonnahús, pósthólf 281, 602 Akureyri, eða í tölvupósti nonnahus@ismennt.is Nonnahús

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.