Morgunblaðið - 02.10.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. OKTÓBER 2001 31
a ríkja sé
að senda
iða.
ar þjóðir
heimfæra
ða draga
ríki muni
fiskveiði-
ara þjóða
andi auð-
rnað með
staðar í
egt sam-
iðar ætti
mvinnu á
vísinda.
msmark-
uðlaði að
Jafnframt
ðning við
um. Enn-
ng stjórn-
mhverfis-
gs um
ýtingar á
tvegsráð-
nnig ráð-
nar í gær.
purn eftir
æknifram-
iri sókn í
ns. Hann
unni öðl-
kilning á
g nýtingu
tjórnað.
na
athafnar-
arar, sem
kra hags-
munahópa, grein fyrir sýn sinni á
efni ráðstefnunnar. Þar sagði m.a.
Serge Garcia, forstöðumaður fisk-
veiðideildar FAO, að mistekist hefði
að vernda fiskistofnana og einkum
væri um að kenna skorti á veiði-
stjórnun á úthöfunum. Hann sagði
að þrátt fyrir að sumstaðar hafi tek-
ist vel til, hafi fiskveiðistjórn brugð-
ist því hlutverki sínu að tryggja
sjálfbærar veiðar. Höfuðorsök
þessa væri almennt talin frjáls og
opinn aðgangur að auðlindum hafs-
ins og skortur á tilgreindum fisk-
veiðiréttindum.
Í máli Garcia kom fram að sam-
kvæmt gögnum FAO er um fjórð-
ungur allra fiskistofna í hafinu of-
nýttur. Að auki er um fjórðungi
aflans hent í sjóinn vegna kvóta-
kerfa og annarra fiskveiðireglna.
Fiskframleiðsla í heiminum hefur
aukist úr 19 milljónum tonna árið
1950 í um 130 milljónir tonna árið
2000. Þar af koma um 36 milljónir
tonna úr fiskeldi.
Samkvæmt upplýsingum FAO
hefur sjávarafli dregist saman eða
nokkurn veginn staðið í stað í Norð-
austur-Atlantshafi, Vestur-Atlants-
hafi, Norðaustur-Kyrrahafi, Mið-
jarðarhafi og Svartahafi, austur–
hluta Kyrrahafs og suðvestur-
hluta Kyrrahafs. Hins vegar er sam-
drátturinn mestur í Suðvestur-Atl-
antshafi og Suðaustur-Kyrrahafi.
Síðdegis í gær hófst vísindahluti
ráðstefnunnar. Hann skiptist í þrjá
hluta. Í þeim fyrsta var rætt um
samspilið í vistkerfi hafsins, í næsta
er horft á hlutverk mannsins í vist-
kerfi hafsins út frá mismunandi
sjónarhornum og þriðji hluti fjallar
um hvernig hægt er að flétta
vistkerfisnálgun inn í fiskveiði-
stjórnun. Þriðji meginhluti ráð-
stefnunnar er alþjóðleg ráðstefna
þar sem sendinefndir ríkja ræða
áherslur sínar hvað varðar vistkerf-
isnálgun.
Ráðstefnunni lýkur á fimmtudag.
hófst í Reykjavík í gær
ip elt-
fiska“
Forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, var viðstaddur
setningu ráðstefnunnar í gær
og er hér ásamt dr. Jacques
Diouf, aðalframkvæmda-
stjóra FAO.
tanrík-
stefnu
eiðar.
Morgunblaðið/Þorkell
um ábyrgar fiskveiðar sem hófst í Reykjavík
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og
son, deildarstjóri fiskideildar FAO.
ALLS hafa um 380 sjúkra-liðar lagt niður störfvegna verkfalls sjúkra-liða hjá um tuttugu rík-
isstofnunum víða um land og tveim-
ur sjálfseignarstofnunum – elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík og dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði.
Verkfallið nær til um rúmlega
átta hundruð sjúkraliða en vegna
öryggislista sem samkomulag hefur
náðst um milli Sjúkraliðafélags Ís-
lands og Landspítalans-háskóla-
sjúkrahúss annars vegar og Sjúkra-
liðafélagsins og Grundar hins vegar
starfa samtals um 380 sjúkraliðar
hjá viðkomandi stofnunum í verk-
fallinu. Verkfallið hófst aðfaranótt
mánudags en þá gengu auk þess í
gildi uppsagnir 96 sjúkraliða hjá
Landspítalanum-háskólasjúkra-
húsi. Samtals létu því um 470
sjúkraliðar af störfum aðfaranótt
mánudags. Verkfallið á að standa yf-
ir í þrjá daga en auk þess hafa verið
boðuð tvö önnur þriggja daga verk-
föll; hið fyrra á að hefjast 15. októ-
ber nk. og hið síðara 29. október nk.
Ekkert þokaðist í samkomulags-
átt á fundi deiluaðila, sjúkraliða og
viðsemjenda þeirra, um helgina en
formaður Sjúkraliðafélags Íslands,
Kristín Á. Guðmundsdóttir, sagði
við Morgunblaðið í gær að staðan í
viðræðunum væri í reynd „stál í
stál“. Undir þau orð tók Gunnar
Björnsson, formaður samninga-
nefndar ríkisins. Nýr samninga-
fundur hefur ekki verið boðaður.
Verkfallið kemur hvað verst niður
á starfsemi Landspítalans – há-
skólasjúkrahúss en þar hafa samtals
um 130 sjúkraliðar lagt niður störf
auk hinna 96 sem sagt hafa störfum
sínum lausum. Alls hafa um 550
sjúkraliðar starfað hjá sjúkrahús-
inu.
Loka þurfti fimm deildum; þrem-
ur skurðlækningadeildum, einni
barnadeild og einni lyflækninga-
deild, á Landspítala-háskólasjúkra-
húsi vegna verkfallsins og uppsagn-
anna og draga hefur þurft úr
starfsemi einnar deildar til viðbótar.
Auglýst eftir starfsfólki
á næstu dögum
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri á Landspítalanum-háskóla-
sjúkrahúsi, segir að uppsagnir
sjúkraliðanna 96 hafi í raun meiri
áhrif á starfsemi sjúkrahússins en
verkfall hinna 130 ekki síst þegar til
lengri tíma væri litið. „Við lokuðum
fimm deildum á sjúkrahúsinu [að
kvöldi sunnudagsins] og fluttum þá
sjúklinga sem þar voru inn á aðrar
deildir. Auk þess þurftum við að
fresta fyrirhuguðum aðgerðum í
gær [mánudag].
Á venjulegum virkum degi gerum
við um sextíu skurðaðgerðir en í
gær voru þær tuttugu og tvær.
Þetta er mikil fækkun. En hún kem-
ur fyrst og fremst til vegna þess að
96 sjúkraliðar hafa sagt upp störf-
um. Þeir störfuðu aðallega á lyf-
lækninga- og skurðlækningadeild-
um,“ segir Anna en bætir því við að
verkfall sjúkraliðanna 130 hafi „auð-
vitað heilmikil áhrif á starfsemina“.
Aðspurð hvort auglýst verði á
næstunni eftir starfsmönnum í þau
störf sem losnað hafi um mánaða-
mótin segir hún svo vera. „Við mun-
um auglýsa eftir starfsfólki; sjúkra-
liðum og öðrum á allra næstu
dögum,“ segir hún.
Meira álag
Meira álag en ella er á starfsfólki
deilda Landspítalans – háskóla-
sjúkrahúss sem fengið hafa til sín
sjúklinga af öðrum deildum vegna
lokana að sögn Önnu og í sama
streng tekur Cecilie B. Björgvins-
dóttir deildarstjóri á almennri
skurðlækningadeild á spítalanum í
Fossvogi. „Ég rek 27 rúma skurð-
lækningadeild en þar starfa þeir
sjúkraliðar sem ekki hafa sagt upp
eða lagt niður störf vegna undan-
þágna,“ segir hún og heldur áfram:
„Ég þurfti að taka til mín fimm
sjúklinga af háls-, nef- og eyrna-
skurðlækningadeild þannig að það
er meira álag á deildinni en venju-
lega.“ Hún segir að í gærmorgun
hafi einn sjúklinganna þurft að
dvelja frammi á gangi vegna sam-
einingar deildanna en síðar um dag-
inn hafi tekist að leysa hans mál og
hann fengið pláss inni á deildinni.
Hins vegar þurftu nokkrir sjúkling-
ar annarra deilda spítalans að dvelja
frammi á gangi í gær vegna samein-
ingar deilda.
Cecilie tekur einnig fram eins og
Anna Stefánsdóttir að vegna upp-
sagnanna og verkfallsins hafi þó
þurft að stöðva alla rannsóknar-
vinnu og hætta við aðgerðir á fólki
sem væri á biðlistum eftir slíku.
„Eins og staðan er núna erum við
eingöngu að þjóna þeim sjúklingum
sem koma inn vegna bráðatilfella,“
útskýrir hún.
Margrét R. Hafsteinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri
Grundar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að verkfall sjúkraliða
hefði ekki teljandi áhrif á starfsemi
hjúkrunarheimilisins og sömu sögu
er af segja af dvalarheimilinu Ási. Af
þeim fjórtán sjúkraliðum sem starfa
á Grund hafa þrír til fjórir lagt niður
vinnu í verkfallinu. Hinir starfa
áfram þar sem störf þeirra eru á
svokölluðum öryggislistum sem
Sjúkraliðafélagið og Grund hafa náð
samkomulagi um.
Allir þeir sjúkraliðar sem starfa á
Ási, alls tíu manns, hafa hins vegar
lagt niður störf. „Verkfallið hefur
þrátt fyrir það ekki mikil áhrif á
starfsemina,“ sagði Gísli Páll Páls-
son framkvæmdastjóri Áss. Gísli
Páll kveðst reyndar ekki sjá tilgang
með verkfalli sjúkraliðanna hjá
sjálfseignarstofnunum tveimur því
þær muni ekki semja við sjúkraliða
fyrr en ríkið sé búið að ganga frá
samningum sínum við Sjúkraliða-
félagið.
Þá segja stjórnendur Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri (FSA) að
verkfallið muni ekki hafa mikil áhrif
á starfsemina þar sökum þess að
flestir sjúkraliðanna sem þar starfi
séu ekki í Sjúkraliðafélagi Íslands
heldur Starfsmannafélagi Akureyr-
arbæjar.
Þungt hljóð var í forsvarsmönn-
um sjúkraliða í gær og sagði Kristín
Á. Guðmundsdóttir formaður
Sjúkraliðafélagsins að ekkert hefði
miðað á samningfundum deiluaðila á
fundum þeirra um helgina. „Hvað
varðar launalið samningsins er stað-
an í raun stál í stál,“ segir hún en
sjúkraliðar hafa m.a. farið fram á að
byrjunarlaun þeirra verði við lok
samningstímabilsins – árið 2004 eða
2005 – um 150 þúsund krónur á
mánuði. Nú séu þessi byrjunarlaun
um 89 þúsund krónur á mánuði.
Kristín gagnrýnir einnig fjár-
málaráðherra, Geir H. Haarde, og
segir hann hafa sýnt samningavið-
ræðunum lítinn áhuga. „Hann kom
heim til landsins úr fríi á sunnudag
og hefur á ögurstundu ekki haft eina
einustu skoðun á málinu,“ segir hún.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, staðfestir
að viðræður við sjúkraliða hafi ekki
borið neinn árangur um helgina en
óvíst er hvenær næsti fundur deilu-
aðila verður boðaður. „Ríkissátta-
semjari æltar að vera í sambandi við
okkur og sjá til hvort hann boði fund
á föstudag eða mánudag,“ segir
hann.
Þegar Gunnar er inntur eftir því
hvort viðræðurnar hafi strandað á
launalið samninganna segir hann
það rétt. „En þetta er bara spurning
um hvað hlutirnir mega kosta,“ seg-
ir hann og minnir á að samninga-
nefnd ríkisins hafi lagt fram tilboð
til sjúkraliða 23. ágúst sl. Það tilboð
standi enn.
„Auk þess höfum við gert tillögur
um að fara út í ákveðin kaup, þ.e. við
höfum verið tilbúin til að borga fyrir
það að sjúkraliðar láti eftir ákveðin
atriði í þeirra samningum. Þeir hafa
hins vegar ekki verið tilbúnir til þess
að gangast við því.“ Aðspurður
kveðst Gunnar ekki geta skýrt frá
tilboðinu sem samninganefndin
lagði fram 23. ágúst sl.
Anna Stefánsdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri Landspítalans-
háskólasjúkrahúss ítrekar að drög
að stofnanasamningi milli sjúkraliða
og sjúkrahússins liggi fyrir sam-
þykktur af báðum aðilum en segist
jafnframt hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með að sá samningur hafi ekki
liðkað fyrir lausn kjaradeilunnar.
„Við höfum verið í viðræðum við
Sjúkraliðafélagið um stofnanasamn-
ing undanfarnar vikur og hafa þær
viðræður gengið vel. Að okkar mati
er í drögunum um að ræða mjög
breyttar áherslur í störfum sjúkra-
liða sem felast m.a. í meiri ábyrgð
þeim til handa sem og vandasamari
störf en áður.
Jafnframt er í þessum drögum
viðleitni til þess að gera sjúkraliðum
kleift að sækja um hærri laun innan
stofnunarinnar með því að taka á sig
meiri ábyrgð. Við urðum því fyrir
miklum vonbrigðum með að þessi
drög skyldu ekki vega þyngra í
þessu samningaferli samninga-
nefnda sjúkraliða og ríkisins en
raun ber vitni,“ segir hún og bætir
við: „Við teljum að með þessum
drögum hafi sjúkrahúsið komið
mjög mikið til móts við kröfur
Sjúkraliðafélagsins um endurskipu-
lagningu á störfum sjúkraliða.“
Mikil röskun vegna uppsagna og verkfalls sjúkraliða
„Staða
samninga-
viðræðna
stál í stál“
Loka þurfti fimm deildum á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi vegna verkfalls og uppsagna
sjúkraliða sem þar starfa en hið fyrsta af
þremur þriggja daga verkföllum sjúkraliða
víða um land hófst á miðnætti aðfaranótt
mánudags. Arna Schram kannaði stöðu mála.
Morgunblaðið/Þorkell
Tómar stofur og sjúklingar frammi á gangi blöstu við gestum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í gær.