Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 1
233. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. OKTÓBER 2001 BANDARÍSKAR flugvélar gerðu í gærkvöldi harðar árásir á höfuðborg Afganistans, Kabúl, en nokkrum stundum fyrr höfðu verið gerðar fyrstu árásirnar í dagsbirtu, áður hafði eingöngu verið lagt til atlögu að næturlagi. Sjónarvottar sögðu að miklar sprengingar hefðu heyrst í Kabúl, einnig var ráðist að höfuðvígi talibana, Kandahar. Voru árásirnar hinar öflugustu sem gerðar hafa ver- ið síðan aðgerðir vesturveldanna hóf- ust sl. sunnudag. Forseti herráðs Bretlands, Michael Joyce flotafor- ingi, sagði í gær að árásirnar á talib- ana og stöðvar Osamas bin Ladens gætu staðið langt fram á næsta ár. Rumsfeld harmar mannfall „Þetta gæti orðið mjög stutt en við verðum að búa okkur undir að það geti varað út veturinn og fram á næsta sumar að minnsta kosti,“ sagði Boyce. Fréttavefur BBC hafði eftir honum að ef gripið yrði til þess að senda landher á vettvang myndi það aðeins verða í skamman tíma og til að sinna afmörkuðum verkefnum. Talibanar sögðu að 100 manns hefðu fallið í þorpi skammt frá Jalala- bad í fyrrinótt og 15 manns er flug- skeyti hafi lent á mosku í norðaust- urhluta landsins en engir hlutlausir aðilar hafa staðfest tölurnar. „Eng- inn skyldi vera í vafa um að ég og aðrir sem hlut eiga að máli harma mannfall sem ekki er stefnt að,“ sagði Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. Alls hafa nú 36 ríki sagst vera reiðubúin að leggja til hermenn eða annað hernaðarlegt framlag til árás- anna á talibana. Pakistanar leyfðu í gær Bandaríkjamönnum að nota tvo herflugvelli. Búist er við hörðum mótmælum gegn stuðningnum við vesturveldin í dag en þá er bænadag- ur múslíma. Öryggislögregla hefur aukið mjög viðbúnað sinn og innan- ríkisráðherra Pakistans, Moinuddin Haider, sagði í yfirlýsingu í gær að stjórnvöld myndu ekki líða ofbeldis- full mótmæli gegn loftárásunum. Ef afganskir flóttamenn tækju þátt í mótmælum yrðu þeir reknir burt. Herþotur yfir Washington Fimm AWACS-ratsjárflugvélar Atlantshafsbandalagsins, sem hafa haft aðsetur í Þýskalandi, munu í dag verða sendar til Bandaríkjanna til að annast þar eftirlit en menn hafa enn mikinn vara á sér þar í landi vegna flugumferðar. Bandaríska alríkislög- reglan, FBI, sagðist í gær hafa undir höndum upplýsingar sem bentu til þess að mikil hætta væri á hryðju- verkum gegn Bandaríkjamönnum, annaðhvort í landinu sjálfu eða utan- lands, á næstu dögum. Ráðherra bandaríska flughersins sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í gær að herþotur héldu nú að staðaldri uppi eftirliti yfir höfuðborginni, Wash- ington, á nóttunni. Bílalest með mat og aðrar nauð- synjar á vegum Sameinuðu þjóðanna var í gær stöðvuð á leið sinni frá Pak- istan til Herat í vesturhluta Afganist- an. Talibanahermenn kröfðust þess að greiddur yrði hár „vegatollur“ og var málið enn í hnút er síðast fréttist. Bretar segja átökin geta staðið fram á sumar Kabúl, Washington, London. AP, AFP. FBI varar við hryðjuverkum á næstu dögum AP Liðsmenn skriðdrekasveitar Norðurbandalagsins, sem berst gegn talibönum, biðjast fyrir í gær í Dasht- I-Qala, um tíu kílómetra frá landamærunum að Tadjikistan. Skýrt var frá hörðum bardögum víða í landinu.  Hörðustu/24 ÞINGNEFND í Danmörku samþykkti í gær sem samsvar- ar rúmlega 400 milljónum ísl. króna framlag á þessu ári til meiri viðbúnaðar vegna hættu á hryðjuverkum, að sögn Berl- ingske Tidende. Eftirlit í Krist- jánsborgarhöll, þinghúsi Dana, hefur þegar verið hert og sett öryggisgler í fimm metra háa aðalgluggana. Erik Dalgaard, talsmaður al- mannavarna í Kaupmannahöfn, segir að daglega berist nokkrar fyrirspurnir frá skólum og fyrirtækjum sem vilji vita hvernig bregðast skuli við hót- unum um sýklavopna- eða efna- vopnaárásir. Rangt að leggja áherslu á gasgrímur Sjálfur segist Dalgaard ekki ráðleggja fólki að kaupa gas- grímur. „Ég segi nei. Kostnað- urinn við grímurnar er meiri en svo að hann svari til hættunnar á að þeirra verði þörf,“ segir Dalgaard. Hann segist telja að landsmenn séu almennt vel búnir til að verjast gasárás og bendir auk þess á að landið sé vindasamt og gasið muni því fljótt fjúka burt. Þegar hefur verið gefin skip- un um að bréf og pakkar til þingmanna í Kristjánsborg skuli afhentir við innganginn en ekki beint til þeirra. Forsætis- nefnd þingsins ræðir nú tillög- ur lögreglunnar um að allir sem koma inn í húsið skuli fara um málmleitarhlið, ganga með skil- ríki í barminum og skrá sig. Danmörk Öryggis- gler í þinghúsið BJÖRGUNARMENN sem unnið hafa í rústum World Trade Center- skýjakljúfanna í New York sjást hér virða einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömb hryðju- verkanna. Þess var minnst víða um heim í gær að mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Við minningarathöfn í New York sagði borgarstjórinn, Rudolph Giuliani, að enduruppbygging á Manhattan yrði tileinkuð minningu þeirra 5.000 manna, sem talið er að hafi farist í árásunum á World Trade Center-skýjakljúfana. Björg- unarmenn sem unnið hafa að hreinsun í rústum bygginganna gerðu hlé á störfum sínum í eina mínútu kl. 8.48 í gærmorgun en á þeim tíma skall fyrri flugvélin á öðrum turninum 11. september. George W. Bush Bandaríkja- forseti var viðstaddur athöfn í Washington þar sem um 20.000 manns minntust þeirra sem féllu í árásinni á varnarmálaráðuneytið, Pentagon. 125 starfsmenn í bygg- ingunni biðu bana, auk þeirra 64 sem voru um borð í flugvélinni sem flaug á hana. Jóhannes Páll II páfi stýrði bænastund í Róm í gær til minningar um fórnarlömbin og víða um heim var flaggað í hálfa stöng við opinberar byggingar. Fórnar- lamba minnst Reuters TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hélt í gær heimleiðis úr ferð sinni til Mið-Austurlanda sem farin var til að efla baráttuna gegn stjórn talibana. Er hann var í Óman ræddi hann símleiðis við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. „Það er brýnt að við komum friðarviðræðum aftur af stað svo að ekki verði til hver kynslóðin á fætur annarri sem mis- notar málstað Palestínumanna til að fremja hermdarverk,“ sagði Blair. Borgarstjórinn í New York, Rud- olph Giuliani, neitaði í gær að taka við tíu milljóna dollara gjöf til hjálp- arstarfsins frá sádi-arabískum prinsi, Alwaleed Bin Talal. Prinsinn lýsti harmi sínum yfir árásunum en sagði jafnframt að Bandaríkin yrðu að endurskoða stefnu sína gagnvart deilum Ísraela og Palestínumanna. „Á tímum sem þessum verður að taka á ákveðnum málum sem ollu þessari glæpsamlegu árás,“ sagði í yfirlýsingu Talal. The New York Times fullyrti að í Washington væri mikil óánægja með að Sádi-Arabar neituðu enn að frysta eignir samtaka Osamas bin Ladens, al-Qaeda. Síðast ræddi Blair við Hosni Mub- arak Egyptalandsforseta í Kaíró og tók þá undir hugmynd Mubaraks um alþjóðlega ráðstefnu til að ræða um hryðjuverk og orsakir þeirra. For- setinn sagði að ekki yrði hægt að tryggja öryggi fyrr en búið væri að finna heildarlausn á deilunum í Mið- Austurlöndum. Ný skoðanakönnun á vegum Bir Zeit-háskólans á Vestur- bakkanum gefur til kynna að um 90% Palestínumanna séu andvíg árásum á Afganistan og 26% telji að árásirnar á Bandaríkin hafi verið í samræmi við lög íslams. Friðarsamn- ingar skilyrði fyrir öryggi Kaíró, Washington. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.