Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Evrópusamtök félagsmiðstöðva Tækifærin alltaf að aukast EVRÓPUSAMTÖKfélagsmiðstöðvaeiga 25 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni munu Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, halda alþjóðlega ráðstefnu um opið æsku- lýðsstarf með ungu fólki. Rástefnan er í Rúgbrauðs- gerðinni í dag og setur Páll Pétursson félagsmálaráð- herra hana klukkan níu ár- degis. Jón Rúnar Hilmars- son, framkvæmdastjóri Samfés, hefur haldið utan um skipulagningu ráð- stefnunnar og hann ræddi um hana við Morgunblaðið í vikunni. Fyrir hvað stendur Samfés og hvert er hlut- verk þess hér á landi? „Samfés, Samtök félagsmið- stöðva á Íslandi, eru fagsamtök þeirra stofnana sveitarstjórna er vinna að æskulýðs- og tómstunda- málum. Aðilar í samtökunum eru t.d. félags-, tómstunda- og hverfa- miðstöðvar og skrifstofur æsku- lýðsfulltrúa. Samtökin voru stofn- uð á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík af félagsmiðstöðvum í Reykjavík og nágrenni árið 1985. Eitt af hlutverkum Samfés er að efla samskipti og einingu og miðla fræðslu milli félagsmiðstöðva á innlendum og erlendum vett- vangi. Samfés stendur fyrir marg- víslegum viðburðum, námskeið- um, ráðstefnum o.fl. fyrir bæði unglinga og starfsmenn þeirra. Í gegnum Samfés geta starfs- menn ráðfært sig hver við annan, fengið hugmyndir sem gagnast í starfi og unnið saman að ákveðn- um verkefnum. Samfés þjónar unglingum á aldrinum 12–16 ára með fjölbreyttum og áhugaverð- um tilboðum í félagsmiðstöðvum. Stjórn Samfés er kosin árlega á aðalfundi samtakanna og er skip- uð formanni, varaformanni, gjald- kera og tveimur meðstjórnendum. Rekstur samtakanna er fjár- magnaður með árgjöldum og af ráðstefnuhaldi, námskeiðum og stórum skemmtunum eins og söngkeppni og balli.“ Er nægileg gróska í umræddu félagsstarfi ungs fólks á Íslandi? „Það er mjög mikið að gerast í starfi með ungu fólki og tækifærin alltaf að aukast. Ungt fólk sem hefur áhuga og vilja til að gera eitthvað í sínum frítíma hefur úr miklu að moða og er oft mjög upp- tekið. Við hjá Samfés finnum þetta greinilega, samtökin hafa vaxið gífurlega undanfarin tvö ár. Núna eru aðildarfélagar rúmlega sjötíu, en voru fyrir tveimur árum um fimmtíu. Þeir viðburðir sem við stöndum fyrir eru að sprengja öll hús utan af sér vegna mikillar þátttöku.“ Segðu okkur frá ráðstefnunni? „Eftir að félagsmálaráðherra hefur sett ráðstefnuna þá mun varaforseti European Youth For- um kynna evrópskt æskulýðs- starf. Ágúst Einarsson prófessor mun fjalla um hnattvæðingu menntunar og menn- ingar, Heather Roy, framkvæmdastjóri heimssambands stúlknaleiðbeinanda, kynnir óformlegt nám. Dr. Þórólfur Þór- lindsson kynnir æskulýðsrann- sóknir í hnattrænu samhengi og svo verða styttri kynningar á al- þjóðlegu útvarpi ungs fólks, há- lendishópi, vottun í æskulýðs- starfi Breta, vinahópum, hverfastarfi og Samfés. Í lok dagsins verða svo pallborðsum- ræður þar sem sérstök áhersla verður lögð á unglingalýðræði. Mun Andrew J. Cummings, fram- kvæmdastjóri ECYC, stýra pall- borðinu, en hann hefur verið virk- ur þátttakandi í slíku starfi í tengslum við Evrópusambandið.“ Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ráðstefnan er hugsuð fyrir alla þá sem eru að vinna með ungu fólki eða eru áhugasamir um það hvað ungt fólk er að gera í dag. Titilinn á ráðstefnunni, Opið starf fyrir ungt fólk í Evrópu, segir allt sem segja þarf. Allir áhugamenn sem og fagmenn í æskulýðsstarfi eru hvattir til að taka þátt í þessu einstaka tækifæri sem gefst til að skoða heildrænt opið æskulýðs- starf í alþjóðlegu samhengi. Ráð- stefnan er styrkt af Æskulýðsráði ríkisins, ÍTR og menntamálaráð- herra.“ Hver er væntanlegur árangur umræddrar ráðstefnu, þ.e.a.s. hvaða vonir gera menn sér um eft- irmála? „Við erum að fá á ráðstefnuna fyrirlesara bæði frá Íslandi og Evrópu þar sem verið er að kynna það helsta sem er að gerast með ungu fólki. Kynntar verða rann- sóknir og kannanir sem tengjast áhugasviðum og virkni ungs fólks og vandað afþreyingarefni og staða mála á Íslandi með neyslu vímuefna verður einnig kynnt. Við gerum okkur vonir um að fólk verði upplýstara um það sem er að gerast hjá ungu fólki í dag, bæði hér á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Einnig er það mikilvægt að fá fólk sem er að vinna með þessum aldurshópi saman til að skiptast á skoðunum, fá nýjar hugmyndir sem gætu gagnast í starfi og mynda tengsl við aðra.“ Jón Rúnar Hilmarsson  Jón Rúnar Hilmarsson er fæddur Keflvíkingur. Hann lauk B.ed. námi við Kennaraháskóla Íslands árið 1992. Stundar nú fjarnám í rekstrarfræði hjá Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum samhliða vinnu hjá Háskólanum á Akureyri. Jón kenndi við Holtaskóla í Keflavík árin 1987– 89 og aftur 1992–97. Skólastjóri/ yfirflokksstjóri Vinnuskóla Keflavíkur 1991–95. Forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Ungó í Keflavík 1997–99 og um leið formaður Samsuð, samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. 1998–99 í stjórn Samfés, sem eru samtök félagsmiðstöðva á Ís- landi, en framkvæmdastjóri Samfés frá 1999. Jón hefur unnið ýmis önnur störf, flest tengd félagsmálum og vímuvörnum. Hann á soninn Arnór Inga. Samfés þjón- ar unglingum á aldrinum 12–16 ára Það hlýtur að vera orðið tímabært fyrir þjóðina að skipta um þjálfara. ÁÆTLAÐ er að launakostnaður sveitarfélaga nemi 40 milljörðum kr. á yfirstandandi ári og hækki um 5,5 milljarða frá seinasta ári. Þetta kom fram í máli Karls Björnssonar, for- manns launanefndar sveitarfélaga, á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í fyrradag. Miðað við skatttekjur árið 2000 er hlutur launagreiðslna um 62% og á þessu ári er búist við því að launa- hlutfallið verði það sama. ,,Á næsta ári gæti þessi þróun á hinn bóginn orðið óhagstæð, þrátt fyrir væntan- lega útsvarshækkun um 0,33%-stig hjá flestum sveitarfélögum. Vegna ótal óvissuþátta við slíka áætlunar- gerð birti ég engar tölur í því efni að svo stöddu. Miklar líkur eru þó á að launakostnaður muni aukast um- fram tekjuaukningu á næsta ári sem kallar á enn frekari hagræðingu í rekstri sveitarfélaga. Það þýðir að rekstrarafgangur mun minnka og möguleikar sveitarfélaga til nýfram- kvæmda og greiðslu lána munu rýrna,“ sagði hann. Í ræðu sinni gagnrýndi Karl skort á samráði milli sveitarfélaga og rík- isins við gerð kjarasamninga og sagði: „Ég ætla ekki að benda á sökudólg í þeim efnum enda eru að- stæður þannig þegar kjarasamn- ingaviðræður standa yfir að erfitt getur verið að finna tíma hjá forystu- mönnum aðila til samráðs. Samráðsleysi ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum Engu að síður er samráð sveitar- félaga og ríkis svo mikilvægt við undirbúning kjarasamningavið- ræðna og meðan á þeim viðræðum stendur að ekki eru til nægjanlega góðar afsakanir sem réttlæta það samráðsleysi sem átt hefur sér stað milli þessara aðila á vettvangi kjara- mála um langt skeið. Um er að ræða svo stórar hagstærðir sem fjallað er um að það er með ólíkindum að svona samráðsleysi hafi viðgengist. Það nægir ekki að tala um gott sam- ráð þessara aðila á hátíðarstundum. Hugur verður að fylgja máli. Ég tel að fulltrúar í launanefnd sveitarfé- laga séu reiðubúnir til að bæta úr svo um munar á þessu sviði. Einnig hef- ur launanefndin áhuga á að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins verði virkir þátttakendur í þessu samráði en samskipti launanefndar og Samtaka atvinnulífsins voru með ágætum við gerð kjarasamninga nú. Sameiginleg stefnumótun þessara þriggja aðila fyrir gerð kjarasamninga er þjóð- félaginu mjög mikilvæg,“ sagði hann. Mælir með einum óskiptum vinnumarkaði Karl furðaði sig einnig á að vinnu- markaðinum væri skipt í almennan og opinberan vinnumarkað. ,,Eigum við ekki öll að stefna að einum óskiptum vinnumarkaði hér á landi sem byggist á að ýmsir grunnþættir kjarasamninga séu sem líkastir? Í því sambandi nefni ég sérstaklega lífeyrisréttindi og ýmis ákvæði um réttindi og skyldur starfsmanna,“ sagði Karl. Morgunblaðið/Þorkell Fjölmargir sveitarstjórnarmenn hlýddu á erindi á tveggja daga ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga. Formaður launanefndar sveitarfélaga Launakostnaður talinn aukast um 5,5 milljarða í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.