Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Kópavogi er með hátt í þrjátíu manns í um- ferðargæslu í tengslum við opnunarhátíð Smáralindar. Varðstjóri lögreglunnar segir umferð hafa gengið nánast snurðulaust fyrir sig á opnun- ardaginn þrátt fyrir að um 45 þúsund manns hafi komið í Smáralind þann dag. Lárus Ragnarsson, varð- stjóri hjá lögreglunni í Kópa- vogi, segir að vegna mikillar umferðar þessa fyrstu opnun- ardaga Smáralindar sé mjög aukin vakt lögreglumanna. „Við erum með uppundir 30 manns í þessu. Þetta er mikið álag því það eru allir tiltækir lögreglumenn hér á vakt sem eru dreifðir um hverfið auk þess sem við erum líka með mannskap inni í Smáralind. Þarna erum við að gæta að því að borgarinn komist leiðar sinnar og liðka fyrir umferð, bæði gangandi og akandi veg- farenda.“ Hann segir að þessi aukna vakt verði til staðar meðan á hátíðahöldunum stendur eða í fimm daga frá og með opnun- ardeginum, en ekki sé farið að skipuleggja umferðargæslu í tengslum við verslunarmið- stöðina að því loknu. Að sögn Lárusar voru á opnunardaginn brögð að því að fótgangandi vegfarendur styttu sér leið til að komast að Smáralind. Ungmenni fóru yfir umferðarþungar götur „Við vorum í vandræðum með unglingahópa sem voru að fara yfir Reykjanesbraut- ina og við vorum að reyna að passa upp á að þeir gerðu þetta ekki heldur færu göngu- leiðir. Það eru göng undir Fífuhvammsveginn en þeir vildu síður nota þau og sjálf- sagt voru þau líka illa merkt. En þetta eru bara byrjunar- örðugleikar.“ Hann segir að sjálfsagt þurfi að skoða það í framtíðinni hvort þörf verði á að setja grindverk á umferð- areyjur stærstu gatnanna til að koma í veg fyrir slíka yf- irferð gangandi vegfarenda. Að öðru leyti segir hann umferð í kingum opnun Smáralindar hafa gengið gríð- arlega vel. „Við erum afskaplega ánægðir yfir því hvað þessi umferðarmannvirki hafa stað- ist vel þessa þolraun. Það er varla hægt að segja það að það hafi nokkurs staðar stíf- last umferð og þetta gekk gersamlega óhappalaust fyrir sig. Þannig að hönnunin á mannvirkjunum þarna í kring og bílastæðunum er mjög vel skipulögð.“ Mjög aukin um- ferðarvakt kring- um Smáralind Kópavogur Morgunblaðið/Kristinn Lögreglan mælist til þess að fólk noti göng undir Fífu- hvammsveg til að komast að Smáralind. NÝR hátíðarsalur Fjöl- brautaskóla Garðabæjar var formlega tekinn í notkun á miðvikudag. Með byggingu og frágangi salarins er síð- asta byggingaráfanga skól- ans lokið samkvæmt þeim samningi er gerður var um skólabygginguna árið 1993. Salurinn nýtist sem setustofa nemenda og þar verður enn- fremur rekið mötuneyti skól- ans. Salurinn rúmar um 550 manns í sæti og er hugsaður sem fjölnotasalur fyrir skól- ann og bæjarfélögin tvö, Garðabæ og Bessa- staðahrepp. Þar er góð að- staða til að setja upp leiksýn- ingar og tónleika og mun þvílík starfsemi á vegum Nemendafélagsins fá þar að- stöðu. Fyrsta stóra uppá- koman er þó tónleikar Vín- ardrengjakórsins í kvöld og annað kvöld og þá mun Sin- fóníuhljómsveitin halda þarna tónleika 1. desember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölnota hátíðar- salur í Garðabæ Garðabær Í BYRJUN sumars bárust fé- lagsmálaráðuneytinu stjórn- sýslukærur frá tveimur aðil- um vegna úthlutunar lóða í febrúar síðastliðnum í Ás- landi í Hafnarfirði. Kröfðust kærendur þess að ráðuneytið úrskurðaði um hvort lóðaút- hlutunin hafi farið fram með lögmætum hætti og að bæj- aryfirvöldum í Hafnarfjarðar- kaupstað yrði gert skylt að upplýsa raunverulegar ástæður þess að þeir hlutu ekki lóð. Úrskurður félagsmálaráðu- neytisins liggur nú fyrir og er niðurstaðan sú að við máls- meðferð og gerð tillögu bæj- arráðs Hafnarfjarðarkaup- staðar frá 8. febrúar 2001 síðastliðnum og við ákvörðun bæjarstjórnar frá 13. febrúar hafi ekki verið fylgt nægilega ákvæðum stjórnsýslulaga og að hún brjóti því í veigamikl- um atriðum gegn megin- reglum stjórnsýsluréttar hvað varðar rannsóknar- skyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, tilkynningu til aðila, rétt til rökstuðnings og að er- indum skuli svarað innan hæfilegs tíma. Ráðuneytið taldi ennfremur að ekki hafi skýrar viðmiðunarreglur leg- ið til grundvallar úthlutun. Þá segir í úrskurðinum að ákvörðun bæjarstjórnar um úthlutun lóðanna í Áslandi skuli standa óhögguð. Upplýsinga um búsetu óskað í umsókn Málavextir eru þeir að í desember á síðasta ári var auglýst eftir umsóknum um lóðaúthlutun í 3. hluta 2. áfanga í Áslandi. Alls bárust 504 umsóknir um alls 98 ein- býlis,- rað- og parhúsalóðir. Kærendur sóttu báðir um lóð undir einbýlishús en fengu ekki úthlutað. Þeir hafa báðir verið lengi búsettir í Hafnar- firði og óskuðu skýringa á ástæðum þess að þeir voru ekki á meðal þeirra umsækj- enda sem fengu lóðir. Í úrskurði félagsmálaráðu- neytis segir að ástæða þess að ráðuneytið ákvað að hefja rannsókn málsins að eigin frumkvæði var aðallega sú að í 2. grein úthlutunarreglna lóða í Áslandi 2. áfanga kom fram að umsækjendur um lóðir skyldu tilgreina búsetu og atvinnu í Hafnarfirði. Er rannsókn málsins hófst hafði ráðuneytið nýlokið meðferð á stjórnsýslukærum vegna lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að gera búsetu í sveitarfé- laginu að skilyrði fyrir lóðaút- hlutun. Í úrskurði ráðuneytisins vegna úthlutunar í Áslandi er þó ekki tekið undir þau sjón- armið kærenda að bæjaryfir- völd hefðu átt að láta umsækj- endur, sem búa í eða starfa í Hafnarfirði, njóta forgangs og ekki sé hægt að túlka út- hlutunarreglur á þann hátt líkt og kærendur héldu fram. Enda kom fram í svari Hafn- arfjarðarkaupstaðar til ráðu- neytisins í málinu að þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir upplýsingum um búsetu í reglunum hafi engir umsæk- endur verið útilokaðir á grundvelli hennar. Ráðuneytið óskaði skýr- inga frá Hafnarfjarðarkaup- stað á því að erindi kærenda vegna lóðaúthlutunar hafi ekki verið svarað, en sam- kvæmt stjórnsýslulögum er forseta bæjarstjórnar skylt að færa rök fyrir ákvörðun bæjarstjórnar. Í úrskurðinum kemur hins vegar fram að umbeðin gögn hefðu ekki ver- ið afhent kærendum þrátt fyrir ítrekaðar útskýringar ráðuneytisins á skyldum bæj- arins í því sambandi. Kærendum var aldrei til- kynnt formlega að umsóknir þeirra hefðu ekki verið teknar til greina og brjóti það í bága við stjórnsýslulög. Telur áðuneytið einnig að ekki hafi verið gefnar viðhlít- andi skýringar á því af hálfu Hafnarfjarðarkaupstaðar hvers vegna kærendum hafi ekki verið veittur fullnægj- andi rökstuðningur. Fjölskylduaðstæður teknar til greina Í svari Hafnarfjarðarbæjar við beiðni um ítarlega útskýr- ingu á úthlutnarreglum kom fram að unnið var samkvæmt reglunum með hlutlægum hætti og „þegar t.d. aðstæður umsækjenda voru metnar fengu þeir umsækjendur út- hlutað lóðum sem voru taldir hafa mesta þörf fyrir að fá lóð með tilliti til allra kringum- stæðna“. Einnig kemur fram að í engu tilviki hafi lóð verið út- hlutað til umsækjanda sem ekki uppfylltu skilyrði fyrr- greindra reglna. Ráðuneytið óskaði þá eftir samantekt um hverjir umsækjenda voru taldir hafa mesta þörf fyrir að fá lóð, því vanta þótti upplýs- ingar um á hvaða gögnum bæjarráð gat byggt ofan- greint mat sitt. Í svari Hafnarfjarðarkaup- staðar segir að bæjarráðs- menn hafi sjálfir metið fjöl- skylduaðstæður fólks út frá lóðaumsóknum. Ítrekað var að um afar hlutlægan mæli- kvarða var að ræða á fjöl- skyldustærð, stærð húsnæðis og fjölskylduaðstæðum. Þess- ar skýringar taldi ráðuneytið ófullnægjandi og misvísandi og kemur fram í úrskurðinum að ef fjölskylduaðstæður skyldu hafðar að leiðarljósi í vali hefði þurft að spyrja sér- staklega um þær á umsókn- areyðublaði sem ekki var gert. Í svari Hafnarfjarðarkaup- staðar til ráðuneytisins kem- ur ennfremur fram að 1. grein úthlutunarreglna, um stað- festingu á greiðslugetu, hafi verið ófrávíkjanleg. Ráðu- neytið telur hins vegar að vik- ið hafi verið frá þessari reglu þar sem að í hópi þeirra um- sækjenda sem fengu úthlutað lóð virtust vera a.m.k. tveir sem ekki skiluðu inn staðfest- ingu á greiðslugetu og hefði því átt að hafna þeim umsókn- um á grundvelli reglnanna. Telur ráðuneytið því að sú leið sem bæjarráð fór við val umsækjenda hafi verið til þess falin að vekja tortryggni um að eitthvað annað en mál- efnaleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu um val umsækj- enda. Lög um lóðaúthlutanir Í úrskurðinum kemur fram að ekki sé að finna ákvæði í lögum sem fjalla með beinum hætti um framkvæmd lóðaút- hlutunar sveitarfélaga. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að virða verði sjálfstjórn sveitarfélaga og því sé ekki einfalt að setja stífar reglur. „Úrskurðurinn byggist fyrst og fremst á því að jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga var ekki fylgt og svo var einnig í Mosfellsbæ. Vilj- um við því stuðla að góðum starfsháttum varðandi úthlut- un þannig að enginn geti með rökum, beint eða óbeint, talið að framhjá sér sé gengið.“ Páll segir að setja beri ná- kvæm grundvallarskilyrði sem umsækjendur verði að uppfylla, t.d. varðandi greiðslugetu. „Þessar reglur verður að setja fyrirfram og kynna þær með eðlilegum hætti. Frá þeim má svo ekki víkja. Síðan á að draga úr um- sóknum, við þá aðferð er ekk- ert að athuga.“ Páll telur ekki að krefja beri sveitarfélög um að utan- aðkomandi aðilar sjái um framkvæmd úthlutunar, en benti á sveitarfélög geti látið draga úr umsóknum hjá sýslumanni ef þau vilji enn- frekar komast hjá grunsemd- um um óeðlileg vinnubrögð. Ákvörðun stendur Ákvörðun bæjarstjórnar um lóðaúthlutun stendur, en skilyrði til þess að hún verði ógilt er að á henni séu veru- legir formgallar segir í úr- skurðinum. Í sambærilegu máli um lóðaúthlutun í Mos- fellsbæ taldi félagsmálaráðu- neytið að þeir sem fengu út- hlutað lóðum hefðu af því mikla og skýra hagsmuni að ákvörðun stæði óhögguð. Kærendur hafa áskilið sér rétt til að hafa uppi skaða- bótakröfur, en í úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins er ekki tekin afstaða til þess hvort bótaréttur sé fyrir hendi. Úrskurður félagsmálaráðuneytis vegna lóðaúthlutana í Áslandi Morgunblaðið/Kristinn Nú er unnið að því að reisa fjölbýlis-, par- og einbýlishús í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Viðmiðunarreglur ekki nógu skýrar MAGNÚS Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segir að niðurstaða bæjarstjórnar í málinu standi þó svo að fund- ið sé að ákveðnum atriðum varðandi úthlutunina. Hann segir málið verða rætt í bæj- arráði í dag. „Ég held að alltaf verði erfitt að komast að nið- urstöðu sem allir geta sætt sig við þegar á þriðja hundr- að manns sækja um 48 lóðir, og ég get aðeins flutt þau skilaboð að bæjarráð og bæj- arstjórnin öll, sem var ein- huga í úthlutuninni þar sem ellefu fulltrúar samþykktu hana eftir tillögu frá bæj- arráði, var að gera sitt besta,“ sagði Magnús. Málið verður rætt á fundi bæjarráðs fyrir hádegi í dag. „Við munum fara yfir mál- ið og reyna að átta okkur á með hvaða hætti á að standa að úthlutun. Ég held að menn hafi reynt að leitast við að vanda sig eins og mögulegt var en félagsmálaráðuneytið telur að þetta megi gera bet- ur og við reynum að gera það á einhvern þann hátt sem fellur að niðurstöðu þess.“ Málið verður rætt í bæjarráði í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.