Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 20

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 20
Neskaupstaður ÁRSFUNDUR Hafnarsambands sveitarfélaga hófst í Neskaupstað, Fjarðabyggð sl. föstudag og er það í fyrsta sinn í átta ár sem þingið er haldið í Austurlandskjördæmi. Um 100 fulltrúar víðs vegar að af landinu sátu fundinn, sem nú er haldinn í 32. sinn. Meðal gesta sem ávörpuðu fund- inn við setningu hans voru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Wollert Krohn-Hansen, hafnar- stjóri, Þrándheimi, Noregi. Meðal efnis sem tekið var fyrir á fundinum er tillaga að nýju hafnar- lagafrumvarpi sem áætlað er að tek- ið verið fyrir á þingi í vetur, gjald- skrá og fjárhagur hafna. Einnig var kynnt úttekt á samkeppnisstöðu sjó- flutninga gagnvart landflutningum sem Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands hefur unnið fyrir Hafnarsam- band sveitarfélaga. Fram kom í setningarræðu Árna Þórs Sigurðssonar, formanns stjórn- ar Hafnarsambands sveitarfélaga, að sambandið telur samkeppnis- stöðu flutninga á sjó gagnvart flutn- ingum á landi skekkta vegna niður- greiðslu landflutninga, enlandflutn- ingar hafa aukist verulega á undaförnum árum á kostnað sjó- flutninga. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, sátu fundinn. 32. ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga haldinn í Fjarðabyggð Skekkt samkeppn- isstaða flutninga á sjó og landi SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FULLORÐIN ær náðist nýlega við bæinn Eyri á Flat- eyjardal eftir rúm- lega þriggja ára útigöngu í svoköll- uðum Hágöngum norðan Víkna- fjalla, en þar er snarbratt í sjó fram og má teljast furðulegt kindin skyldi lifa af þrjá vetur á þessu svæði. Hún fór sem lamb frá eiganda sínum Tryggva Stefánssyni á Hall- gilsstöðum á afrétt sumarið 1998 og hefur ekki náðst fyrr en nú þar sem aldrei hefur verið hægt að nálgast hana áður. Hún hafðist mikið við í tveimur torfum sem nefnast Stapatorfa og Bríkurtorfa auk þess að beita sér í aðliggjandi bjargi þar sem nokk- urn gróður er að finna. Að sögn Þórðar Péturssonar á Húsavík sem fylgst hefur með henni af sjó í þrjá vetur má telja lík- legt að þarna gangi hellisskútar inn í bergið þar sem hægt er að hafast við í vond- um veðrum. Ærin hefur ver- ið mikið ein og hefur ekki átt lamb en hrútur sem var á móti henni sumarið 1998 fórst í klett- unum og fannst dauður í fjörunni. Móðir hennar fannst á Eyrarfjöru sumarið 1999 og þá löngu dauð. Að sögn Tryggva sem nú er búinn að fá kindina heim, kann hún ekki átið og vill því ekki hey. Hún var 90 kíló þegar hún var vigtuð og hefur því þrifist vel og segir Tryggvi þessa kind dæmi um fádæma hreysti og dugnað íslensku sauðkindarinnar. Kind náðist eftir þriggja ára útigöngu í Hágöngum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Útigönguærin við fjárhúsin á Hallgilsstöðum ásamt lambi annarrar kindar. Laxamýri NÚ í haust var hafin bygging á fisk- verkunarhúsi hér á Stöðvarfirði. Það er fyrirtækið Skútklöpp ehf. Fá- skrúðsfirði sem reisir þetta hús, en það er um 300 fermetrar að flatar- máli. Í húsinu verður starfrækt að- gerðarþjónusta og saltfiskverkun en fyrirtækið rekur slíka starfsemi á Fáskúðsfirði. Fyrirhugað er að starfsemi fyrir- tækisins á Fáskrúðsfirði verði að öllu óbreyttu hætt og flutt í þetta nýja hús hér á Stöðvarfirði. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun í des- ember næstkomandi. Í fiskvinnsl- unni mun starfa 6-8 starfsmenn en talið er að 1.000-1.200 tonn af hráefni fari í vinnslu á ári. Húsið er stál- grindarhús, járnklætt að utan og innan. Í húsinu verður vinnslusalur og starfsmannaðstaða og einnig sér rými fyrir lyftara. Byggingarverk- taki er Þorsteinn Bjarnason, húsa- smíðameistari á Fáskrúðsfirði. Nýtt fiskverkunar- hús í byggingu Stöðvarfjörður VERIÐ er að skoða hvað best sé að gera til að minnka slysahættu í grjóthaugunum við gömlu grjót- námuna norðan við Keflavík. Ljóst er þó að grjótið verður fjarlægt. Alvarlegt slys varð um helgina þegar grjót féll ofan á sjö ára gaml- an dreng sem þar var að leik. Að sögn Viðars Más Aðalsteins- sonar, bæjarverkfræðings Reykja- nesbæjar, hefur grjótnáman verið ófrágengin í fjölda ára. Seinni árin hafi verktakar ekið á svæðið grjóti sem fallið hafi til við ýmis verk, meðal annars fyrir bæjarfélagið. Hugmyndin hafi verið að geyma grjótið þarna og nota það síðar við hafnarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir þar sem nota þyrfti grjót, enda væri það dýrt efni. Hins vegar viðurkennir Viðar Már að frágangur sé ekki til fyrirmynd- ar. Lausir steinar Hann segir að á vegum bæjarins sé verið að kanna hvernig best sé að bregðast við slysinu um helgina, til að minnka slysahættu. Telur hann einsýnt að fjarlægja verði grjótið og loka námunni í samræmi við almennar kröfur sem uppi eru í dag. „Við viljum gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að svona gerist,“ segir Viðar Már. Grjótinu hefur verið sturtað í hauga á svæðinu og eru stórir og smáir steinar lausir ofan á hrúg- unum. Litli drengurinn varð undir 300-400 kílóa steini, að mati lög- reglu, og þurfti hjálp til að losna undan honum. Drengurinn liggur enn á sjúkrahúsi í Reykjavík. Grjóthaugarnir eru skammt frá barnmörgu hverfi, til dæmis rétt hjá blokkunum við Heiðarholt. Börn hafa eitthvað sótt í að leika sér þarna. Viðar Már segist ekki hafa orðið mikið var við óánægju íbúa vegna þessa, ekki fyrr en nú eftir slysið. Aðspurður segir bæjarverkfræð- ingur að leiksvæði hefði verið útbú- ið fyrir börnin í þessu hverfi og til standi að bæta það. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Slysagildrur eru í grjóthaugunum við Heiðarholts-blokkirnar. Þar valt stór steinn ofan á dreng um helgina. Ráðgera að fjar- lægja grjóthaugana Keflavík SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gall- erý Hringlist í Keflavík, næstkom- andi laugardag, 13. október. Sýn- ingin verður opnuð klukkan 14. Sigríður er fædd að Snæfjöllum við Ísafjarðardjúp. Hún stundaði nám hjá Eiríki Smith við myndlist- ardeild Baðstofunnar í Keflavík. Sigríður hefur haldið margar einkasýningar, meðal annars á Suð- urnesjum, í Hveragerði og á Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Síðasta einka- sýning Sigríðar var í Stöðlakoti í Reykjavík um síðastliðna páska. Sig- ríður hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis, að því er fram kemur í fréttatilkynnngu. Hún sýndi til dæmis í boði International art exchanging í Gallery Newform í Sparreholm 1997 og í Frölunda kult- urhus í Gautaborg 1998. Sigríður er félagi í Norræna vatnslitafélaginu. Gallerý Hringlist er að Hafn- argötu 29 í Keflavík. Sýningin stendur til 27. október og er opin alla virka daga frá klukkan 13 til 18 og laugardaga frá 10 til 16. Sigríður Rósinkarsdóttir opnar á morgun sýningu í Hringlist. Sigríður sýnir í Hringlist Keflavík SAMÞYKKT hefur verið að taka tilboði Íslenskra aðalverk- taka hf. í lagningu 400 m kafla á Stafnesvegi úr Sandgerði. Fyr- irtækið var með þriðja lægsta tilboðið. Sjö tilboð bárust í útboði Sandgerðisbæjar á lagningu Stafnesvegar, úr Sandgerði og í áttina að Hvalnesi. Þegar til- boðin voru opnuð í síðustu viku kom í ljós að Toppurinn var með lægsta tilboðið, rétt rúmar 23 milljónir kr. sem er 68,5% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Ellert Skúlason bauð tæpar 23,7 milljónir sem er 70,3% af áætlun og Íslenskir aðalverkt- ar buðu rúmar 23,9 milljónir, 71% af kostnaðaráætlun. Bæjarráð Sandgerðisbæjar samþykki á fundi sínum í fyrra- kvöld að taka tilboði Íslenskra aðalverktaka og bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi sem fyrst. Bókað er að við ákvörðunina hafi verið tekið til- lit til skuldastöðu [verktaka] við ríkissjóð, mannafla og tækjakosts. Þriðja lægsta tilboði tekið Sandgerði LÆGRA tilboðið í dýpkun Sand- gerðishafnar reyndist 34 milljónir undir kostnaðaráætlun Siglinga- stofnunar. Dýpka á Sandgerðishöfn í vetur og sprengja fyrir stálþili vegna lag- færinga og lengingar á Norðurgarði um 25 metra. Er það gert til að bæta aðstöðu fyrir loðnu- og síldarskipin. Tvö tilboð bárust í útboði Siglinga- stofnunar og Hafnarráðs Sandgerð- is. Ístak hf. bauð tæpar 59,7 milljónir og Hagtak hf. bauð tæpar 24,4 millj- ónir. Kostnaðaráætlun Siglinga- stofnunar hljóðaði upp á 58 milljónir. Er tilboð Hagtaks því 42% af áætlun og tæpum 34 milljónum undir kostn- aðaráætlun Siglingastofnunar. 34 milljónir undir áætlun Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.