Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 21 Ársþing Samtaka fámennra skóla Ársþing Samtaka fámennra skóla verður haldið í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði 20. október 2001 og hefst kl. 9:30. Flutt verða erindi um:  Sérstöðu fámennra skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.  Áhrif nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla á starf fámennra framhaldsskóla.  Samstarf leikskóla og grunnskóla á Íslandi og í Noregi. Meðal fyrirlesara á þinginu er Bjarne Bjørkevoll, skólastjóri sameinaðs leik- og grunnskóla í Fresvik í Noregi. Í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur Samtaka fámennra skóla og árshátíið samtakanna. Þingið er opið öllu áhugafólki um skólamál, en er ekki síst ætlað kennurum og stjórnendum á öllum skólastigum. Skráning á þingið er hjá Ólafi Arngrímssyni í síma 464 3224 og á netfanginu oliarn@ismennt.is fyrir miðvikudaginn 17. október. Hægt er að nálgast dagskrána og skráningarblaðið á heimasíðu SFS http://www.ismennt.is/vefir/sfs/ NÁTTÚRUSTOFA Vesturlands var formlega opnuð í Stykkishólmi 28. júní síðastliðinn. Forstöðumaður hennar er Róbert Arnar Stefánsson, ungur líffræðingur úr Reykjavík. Eitt af fyrstu verkefnum Náttúru- stofunnar er að mæla stærð minka- stofnsins á Snæfellsnesi. Það er allviðamikið verkefni sem felst í því að veiða minka í lífgildrur vítt og breitt um Snæfellsnes, mæla þá og merkja og sleppa þeim síðan aftur. Sleppt lifandi Minkurinn er ekki vel séður gestur hjá flestum íbúum við Breiðafjörð og talinn helsti óvinurinn í dýraríkinu. Því hljómaði það furðulega þegar fréttist að nýi forstöðumaðurinn væri á minkaveiðum en sleppti bráðinni aftur lifandi út í náttúruna. Til að for- vitnast um það hvað um væri að vera fór fréttaritari á fund forstöðu- mannsins og spurði hvað þessi hátt- semi hans ætti að merkja. Róbert Arnar sagði að Náttúru- stofan stæði fyrir rannsókn á stærð minkastofsins á Snæfellsnesi. Til þess hafa fengist styrkir frá stofnun- um og fyrirtækjum. Róbert Arnar hefur unnið við rannsóknina og feng- ið Heimi Kristinsson í Stykkishólmi sér til aðstoðar. Þeir hafa frá því í byrjun ágúst sett út um 110 lífgildrur um allt Snæfellsnes. Gildrunum er komið fyrir við strendur, ár og vötn og verður veiðunum haldið áfram út októbermánuð. Þegar veiði fer fram er vitjað dag- lega um gildrurnar. Farið er með minkana sem veiðast til Stykkis- hólms þar sem þeir eru kyngreindir, mældir og merktir og daginn eftir er þeim sleppt á sama stað og þeir komu í gildruna Nú hafa veiðst um 70 mink- ar í gildurnar og hafa sumir látið sjá sig oftar en einu sinni í gildru. Stærð minkastofnsins óþekkt Róbert Arnar, forstöðumaður, seg- ir að áhugi sinn á minkum hafi haft mikið um það að segja að farið var af stað með áðurgreint verkefni. Hann hafi í lokaritgerð sinni í líffræði rann- sakað ferðir og fæðu minka við fersk- vatn. Hann segir að stærð íslenska minkastofnsins sé óþekkt og engar tilraunir hafi verið gerðar til að meta hana. Vitað er að fjöldi veiddra minka hefur vaxið að jafnaði ár frá ári. Hins vegar vantar forsendur til að hægt sé að áætla raunverulega stofnstærð út frá veiðitölum, sérstaklega þar sem veiðarnar virðast ekki hafa haft veru- leg áhrif á stofninn í heild. Róbert segir að markmið verkefn- isins sé meðal annars að meta stærð stofnsins á Snæfellsnesi með þröng- um og vel skilgreindum öryggis- mörkum og að ákvarða hvort minka- veiðar séu af þeirri stærðargráðu að þær séu líklegar til þess að hafa áhrif á stofnstærðina. Þá á að meta nátt- úruleg vanhöld meðal minka eftir aldri og kyni og reikna út vegalengdir sem minkar fara á haustin og á fengi- tíma eftir kyni og aldri. Skammlífir en frjósamir Að sögn Róberts eru minkar frjó- samir en skammlífir. Fæstir þeirra ná meira en tveggja ára aldri, en dæmi eru um minka sem hafa orðið sjö ára gamlir. Læðan gengur með 6 –7 hvolpa en í besta falli komast upp 3 til 4 hvolpar að hausti og síðan verða afföll á fyrsta vetri. Minkurinn er duglegur að bjarga sér. Fiskur er mikilvæg fæða og því er kjörlendi hans þar sem fisk er að finna, við sjó, ár og vötn. Minkurinn hefur valdið breyting- um á lífríki landsins og það hefur stuðlað að óvinsældum hans. Lengst af hefur verið stefnt að útrýmingu minksins á Íslandi, en Róbert segir að flestum sé það nú ljóst að það markmið er óraunhæft með þeim að- ferðum sem nú eru stundaðar. Því sé mikilvægt að stjórna minkaveiðum þannig að tjóni af völdum minka sé haldið í lágmarki og það fjármagn sem til þeirra er varið nýtist sem best. Róbert Arnar vonar að niður- stöður verkefnisins hjálpi þar til. Óskar eftir samvinnu við minkabana Róbert Arnar segir að athyglis- verðar niðurstöður liggi nú þegar fyr- ir úr þessu verkefni, sem sýna að ungir minkar fara langar leiðir til að helga sér óðul. Þrjú ung dýr sem veiddust aftur í gildrur höfðu ferðast ótrúlega langar vegalengdir á stutt- um tíma. Eitt dýrið hafði farið 38 kíló- metra á innan við fjórum vikum, ann- að 35 kílómetra á tíu dögum og það þriðja 6 kílómetra. Þetta segir okkur að næsta óvinnandi vegur er að halda ákveðnum svæði hreinum til lengri tíma. Til að halda minkastofni í lág- marki þurfa minkabanar að hafa stöðugt eftirlit. Að sögn Róberts ráðast endanleg- ar niðurstöður rannsóknarinnar af því hverjar endurheimtur verða. Hann segir að endurheimtur verði með hefðbundnum veiðum minka- bana. Óskar hann eftir góðri sam- vinnu við þá og segir að mjög mik- ilvægt sé að allir minkar sem veiðast á Vesturlandi á næstu misserum ber- ist til Náttúrustofunnar. Náttúrufræðistofa Vesturlands rannsakar stærð minkastofnsins á Snæfellsnesi Einn hljóp 35 kíló- metra á tíu dögum Forstöðumaður Nátt- úrufræðistofu Vest- urlands veiðir minka og sleppir þeim aftur lifandi út í náttúruna. Vekur þetta furðu manna og leitaði Gunnlaugur Árnason fréttaritari skýringa Róberts Arnars Stef- ánssonar. Kom fram að ýmislegt athyglisvert hefur komið í ljós við minkarannsóknina. Minkarnir eru vegnir í þessu plasthylki í Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, ýmsar aðrar rannsóknir eru á þeim gerðar og þeir síðan merktir áður en þeim er sleppt í nágrenni veiðistaðarins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Minkaveiðimennirnir Heimir Kristinsson t.v. og Róbert Arnar Stefáns- son komnir með tvo minka til rannsóknar. Minkurinn er frelsinu feginn og lætur sig hverfa á örskotsstundu þegar Róbert sleppir honum í skurði í Grundarfirði. Snæfellsnes KORNSKURÐUR á þessu hausti er nú langt kominn og er uppskera víðast hvar góð eða 4–5 tonn af hektara að meðaltali en þó allt upp í 6 tonn. Þeim bændum fer fjölgandi sem stunda kornrækt í uppsveitum Árnessýslu. Hér í Hrunamannahreppi voru þrettán bændur sem ræktuðu korn á þessu ári í 80–90 hekturum lands, fimm af þeim sáðu korni í fyrsta sinn í vor. Eingöngu er um að ræða bygg, að meirihluta til sex raða af teg- undinni Olsok, og kemur sáðkorn- ið frá Svíþjóð. Einnig er ræktað tveggja raða bygg af íslenska af- brigðinu Súlu sem þykir harðgerð- ara og stendur betur í roki en gef- ur að jafnaði minni uppskeru. Að langmestu leyti er kornið súrsað í stórum pokum og notað sem fóður handa mjólkurkúm og þykir gott fóður. Dálítið er þó þurrkað við jarðhita og hluti af því notaður sem sáðkorn. Bændum þykir það mjög gefandi að rækta korn og góð búbót að þurfa ekki að kaupa allt sitt kjarnfóður að ut- an. Það er vissulega fögur sjón að sjá bleika akrana bylgjast í haust- blænum og er sönnun þess að fóst- urmoldin frjóa getur gefið okkur margt sé vel að henni hlúð. Heyfengur er mjög mikill en hey eru misjöfn að gæðum samkvæmt fyrstu niðurstöðum heysýna. Met- uppskera er af kartöflum og verð- ur ekki nærri allt tekið upp þar sem geymslur eru fullar en enn tekið upp eftir því hve markaður- inn tekur við. Garðyrkjumenn eru einnig enn við uppskerustörf og er uppskera góð enda grænmeti í vexti í þeirri góðu hausttíð sem verið hefur að undanförnu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við kornskurð á bænum Dalbæ í Hrunamannahreppi. Góð kornuppskera í Árnessýslu Hrunamannahreppur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.