Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í FRAMHALDI af skýrslu nefndar
sem skilaði af sér til Árna M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra í
síðustu viku og fjallaði um framtíð-
armöguleika fiskvinnslunnar hefur
ráðherra ákveðið að setja af stað
vinnu er hafi það að markmiði að
auka verðmæti sjávarfangs og ýta
undir nýsköpun í greininni. Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins hefur
verið falið að koma með tillögur er
lúta að því með hvaða hætti slík
vinna skuli unnin og tilgreina nauð-
synlega samstarfsaðila innan og ut-
an greinarinnar. Skulu tillögurnar
ná yfir;
vinnslu- og vöruþróun
í hefðbundnum greinum
fiskvinnslunnar
vinnslu aukaafurða
leit að efnum sem ekki eru
þegar nýtt af fiskvinnslunni,
eflingu og frekari fjölbreytni
í fiskeldi,
aukinn útflutning tækja
og þjónustu.
Aukið verðmæti
sjávarfangs
ÓHJÁKVÆMILEGT er að sam-
dráttur verði í efnahagskerfinu um
tíma, að minnsta kosti þegar litið er
til eftirspurnar og umsvifa í þjóð-
arbúskapnum. Þetta kom fram í máli
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu um
fjármál sveitarfélaga í gær. Hann
sagði að að baki lægi að þjóðarút-
gjöldin hafi aukist langt umfram
þjóðartekjur á undanförnum árum.
Þetta verði að laga því annars verði
framhald á þeirri ókyrrð sem hefur
einkennt efnahagslífið að undan-
förnu.
Þórður sagði einnig engan vafa í
sínum huga að ókyrrð og sveiflur
skaði hagvöxt og lífskjör til lengri
tíma. Það sé því grundvallaratriði að
leggja traustan grunn að stöðugleika
og jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Þetta verði hins vegar ekki gert án
þess að tekið verði við afleiðingum
niðursveiflunnar. Þannig verði best
búið í haginn fyrir hagvöxt og batn-
andi lífskjör í framtíðinni.
Þá sagði Þórður í þriðja lagi að
helsta vekefni hagstjórnar á næst-
unni væri að aðlögun þjóðarútgjalda
að þjóðartekjum gangi hratt og
vandræðalítið fyrir sig. Sú aðlögun
þurfi að eiga sér stað án þess að
verðbólga fari úr böndum og án þess
að fjármálakerfið skaðist.
Þjóðarútgjöld hafa aukist
hraðar en þjóðartekjur
Fram kom í máli Þórðar að mikil
umskipti hafi orðið í efnahagsmálum
að undanförnu, bæði innanlands og
erlendis. Veikleikar hafi birst á al-
þjóðavettvangi þegar á síðasta ári og
vonir um skjótan bata hafi jafnharð-
an beðið hnekki, nú síðast með
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum
og eftirköstum þeirra.
Hann sagði að horfur séu á að hag-
vöxtur í iðnríkjunum á þessu ári
verði innan við helmingur af því sem
hann hefur verið á undanförnum ár-
um. Efnahagsstarfsemin hér á landi
eigi þó ekki síður undir högg að
sækja, bæði vegna ytri skilyrða og
einnig vegna þess misvægis sem
myndast hafi í þjóðarbúskapnum á
undanförnum árum.
„Þetta misvægi stafar af því að
þjóðarútgjöld hafa aukist mun hrað-
ar en þjóðartekjur um árabil og því
hefur fylgt, eins og gefur að skilja,
mikill viðskiptahalli og erlend
skuldasöfnun,“ sagði Þórður. „Við
erum nú að taka á afleiðingum þess-
arar þróunar. Óhjákvæmilegt er að
þjóðarútgjöld dragist saman bæði á
þessu ári og því næsta til að betra
samræmi komist á á milli þjóðarút-
gjalda og þjóðartekna. Um sinn
verður því hlé á hagvexti hér á landi
og vörn mun einkenna efnahagslífið
fremur en sókn.“
Dýpri lægð hér á landi
Þórður sagði að Ísland komi vel út
í samanburði við Bandaríkin og Evr-
ópusambandið þegar litið sé til hag-
vaxtar á undanförnum árum. Hins
vegar megi búast við að lægðin verði
dýpri hér á landi en í þessum ríkjum
vegna þess að hér þurfi að laga þjóð-
arútgjöldin að þjóðartekjunum, þ.e.
minnka eyðslu þjóðarinnar umfram
tekjur. Fyrir vikið sé því spáð að
landsframleiðsalan dragist lítillega
saman á Íslandi á næsta ári, eða um
0,3%, samanborið við nálægt 2% vöxt
í Bandaríkjunum og Evrópusam-
bandinu. Næstu árin þar á eftir gæti
hagvöxtur hins vegar náð sér á strik
hér á landi, ekki síst ef ráðist verði í
nýjar framkvæmdir á sviði stóriðju.
Svipuð niðursveifla og á
miðjum níunda áratugnum
„Þótt landsframleiðsla dragist
ekki saman um nema 0,3%, eins og
hér er spáð, munum við finna meira
fyrir lægðinni en sú tala gefur til
kynna. Skýringin er sú að umsvif og
innlend eftirspurn munu að líkindum
dragast talsvert meira saman. Þann-
ig er áætlað að þjóðarútgjöld minnki
um nær 2% á þessu ári og 2,5% á
næsta ári. Að baki liggur verulegur
samdráttur fjárfestingar og nokkur
samdráttur einkaneyslu. Samneysl-
an er hins vegar talin aukast talsvert
eins og undanfarin ár. Þegar á allt er
litið svipar til með þessari niður-
sveiflu og þeirri sem varð eftir góð-
ærið um miðjan níunda áratuginn,“
sagði Þórður.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna
Samdráttur
er óhjá-
kvæmilegur
STJÓRN Íslandssíma hf. hefur
boðað til hluthafafundar hinn 18.
október þar sem lagðar verða fram
tillögur um heimildir til alls 716
milljóna króna hlutafjáraukningar
og til kaupa á allt að 10% eigin
bréfa í fjárfestingarskyni.
Eyþór Arnalds, forstjóri Ís-
landssíma, segir að með hlutafjár-
aukningunni eigi annars vegar að
styrkja eiginfjárstöðu félagsins og
hins vegar að fjármagna kaup í
öðrum fjarskiptafyrirtækjum.
Hann segir eiginfjárstöðu Ís-
landssíma vera sterka fyrir, eða
yfir 40%, en það hafi sýnt sig að
við hátt vaxtastig skipti það máli
fyrir fyrirtæki að hafa sem sterk-
asta eiginfjárstöðu og sem minnst-
ar skuldir. „Við erum ánægðir með
að hafa tekið þessa stefnu strax í
upphafi að fjármagna okkur tals-
vert mikið með eiginfjármögnun
og viljum gera það áfram frekar
en að stunda skuldasöfnun.“
Hvað fjármögnun til kaupa í
öðrum fjarskiptafyrirtækjum varð-
ar segir Eyþór að með því vilji fé-
lagið nýta ákveðin sóknarfæri sem
séu á markaðnum í dag. „Það má
segja að ákveðin kauptækifæri
liggi í loftinu. Við höfum verið að
horfa í kringum okkur, á keppi-
nauta okkar og aðra möguleika,“
segir Eyþór en vill ekki gefa upp
um hverja er að ræða enda sé það
háð samningum við viðkomandi að-
ila.
410 milljónir króna til útboðssölu
til hluthafa á genginu 1,0
Eins og fyrr segir er alls farið
fram á 716 milljóna króna aukn-
ingu hlutafjár. Óskað er eftir
heimild til aukningar hlutafjár um
rúmar 410 milljónir króna til sölu í
forgangsréttarútboði til núverandi
hluthafa, að því er segir í tilkynn-
ingu. Hluthafar munu þannig geta
skráð sig fyrir sömu upphæð að
nafnverði í útboðinu og þeir eiga
fyrir í félaginu en sölugengið verð-
ur 1,0. Tekið er fram að þeir hlut-
hafar sem hafi eignast hlut í félag-
inu árið 1999 eða fyrr hafi
samþykkt að falla frá forkaups-
rétti vegna hlutafjáreignar sinnar
að nafnvirði um 178 milljónir
króna. Þetta sé m.a. gert til að
gefa öðrum hluthöfum tækifæri til
að lækka meðalkaupgengi sitt.
Jafnframt er óskað eftir heimild
til að veita þeim sem falla frá for-
kaupsrétti áskriftarrétt að hluta-
bréfum í félaginu að fjárhæð tæp-
ar 178 milljónir króna að
nafnverði. Rétturinn verður til 18
mánaða á genginu 4,5.
Þá er óskað eftir heimild til 100
milljóna króna hlutafjáraukningar
að nafnvirði til frekari fjárfestinga
Íslandssíma í félögum í skyldum
rekstri. Loks er heimild til 28
milljóna króna aukningar til
greiðslu fyrir hlutabréf í Títan,
sem nýlega var sameinað Íslands-
síma.
Þá er lögð til hlutafjáraukning
að nafnvirði 100 milljónir króna til
frekari fjárfestinga Íslandssíma í
félögum í skyldum rekstri.
Ennfremur óskar stjórnin eftir
heimild til kaupa á allt að 10% af
hlutafé félagsins í fjárfestingar-
skyni. Kaupverðið skal að lág-
marki vera nafnverð hlutabréf-
anna og að hámarki 10% yfir
markaðsverði bréfanna hverju
sinni.
Gengið lækkað um 69% frá útboði
Gengi hlutabréfa í Íslandssíma
var 2,7 við lok viðskiptadags á
Verðbréfaþingi í gær. Það er
15,6% lækkun frá síðustu viðskipt-
um. Sé miðað við útboðsgengi fé-
lagsins í vor, sem var 8,75, hefur
gengið lækkað um 69% frá útboð-
inu en 67% frá skráningardegi á
VÞÍ en þá var gengið 8,2.
Markaðsvirði félagsins er nú
tæplega 1,6 milljarðar króna en fé-
lagið var metið á um 5 milljarða í
útboðinu.
Stjórn Íslandssíma hf. boðar til hluthafafundar í næstu viku
Fara fram á 716 milljóna
króna hlutafjáraukningu
! "#
$%& '%()
* * *
$%+ (,-)* ./)*
* *
* * *
* * *
*
!"#
!#
LYFJAVERSLUN Íslands hf.
hefur höfðað mál til endurheimtu
hlutafjár í félaginu að nafnverði
170 milljónir króna úr hendi Jó-
hanns Óla Guðmundssonar. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Lyfjaverslun á Verðbréfaþingi Ís-
lands í gær.
Jóhann Óli fékk hlutaféð afhent
hinn 20. júní síðastliðinn sem end-
urgjald fyrir Frumafl ehf.
Í tilkynningu Lyfjaverslunar
segir að málshöfðun þessi komi í
framhaldi af ákvörðun hluthafa-
fundar í Lyfjaverslun 10. júlí síð-
astliðinn eins og tilkynnt hafi verið
þegar 6 mánaða uppgjör félagsins
var birt í lok ágúst.
Jóhann Óli krefst bóta
vegna samningsrofs
Í tilkynningunni til VÞÍ segir
jafnframt að Jóhann Óli hafi gagn-
stefnt Lyfjaverslun og tveimur
hluthöfum í félaginu og gert þær
dómkröfur að Lyfjaverslun og
hluthöfunum verði gert að bæta
honum ótilgreint tjón vegna samn-
ingsrofs.
Jóhann Óli hefur einnig höfðað
mál á hendur Lyfjaverslun Íslands
hf. og seljendum A. Karlssonar hf.
og krafist þess að kaup Lyfjaversl-
unar á A. Karlssyni verði ógilt.
Fram kemur í tilkynningu
Lyfjaverslunar að það er mat
stjórnar félagsins að höfðu sam-
ráði við lögmann að málshöfðanir
Jóhanns Óla séu með öllu tilefn-
islausar.
Frestur til 18. október
til að leggja fram gögn
Samkvæmt upplýsingum frá
Hróbjarti Jónatanssyni hrl., lög-
manni Jóhanns Óla Guðmundsson-
ar, hefur hann frest til 18. október
næstkomandi til að leggja fram
gögn fyrir Héraðsdóm Reykjavík-
ur vegna staðfestingarmáls þeirra
sem fengu sett á lögbann vegna
hlutafjár sem Jóhann Óli hafði
fengið afhent vegna sölu á Frum-
afli ehf. Hæstiréttur Íslands úr-
skurðaði að kröfu þriggja hluthafa
í Lyfjaverslun Íslands, að Sýslu-
maðurinn í Reykjavík legði lög-
bann við því að Jóhann Óli gæti
hagnýtt sér þann rétt sem fylgdi
170 milljóna króna hlutafjáreign
hans í Lyfjaverslun Íslands.
Hróbjartur segir að ákveðið hafi
verið að láta reyna á það í sama
máli að fá viðurkennda bótaskyldu
Lyfjaverslunar og tveggja hlut-
hafa vegna samningsrofs. Krafa
Jóhanns Óla um ógildingu á kaup-
um Lyfjaverslunar á A. Karlssyni
hf. verður tekin fyrir hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur 25. október.
Krefjast
endur-
heimtu
hlutafjár
Lyfjaverslun
Íslands hf.