Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 23
MJÖG lítið framboð hefur verið á
keilu- og löngukvóta það sem af er
fiskveiðiárinu, en eins og kunnugt er
voru þessar tegundir settar í kvóta
hinn 1. september sl. Útgerð fjölda
krókabáta, aðallega sunnanlands,
hefur stöðvast vegna þess, en króka-
bátar fengu ekki úthlutað kvóta í
keilu og löngu á þessu fiskveiðiári.
Alls var úthlutað 1.875 tonna
löngukvóta við upphaf fiskveiðiárs-
ins, en 3.232 tonna keilukvóta. Sam-
kvæmt upplýsingum Fiskistofu hafa
alls verið færð 47.257 kíló af löngu og
70.301 kíló af keilu milli skipa það
sem af er fiskveiðiárinu. Þá er ekki
talinn með flutningur aflamarks á
milli skipa í eigu sama aðila, einstak-
lings og lögaðila. Í fæstum tilfellum
er hinsvegar greitt fyrir aflamarks-
færslur í keilu og löngu og má ætla
að þar sé um að ræða jöfn skipti á
aflamarki eða svokölluð tonn á móti
tonni viðskipti. Í þeim tilfellum sem
greitt er fyrir aflamarkið hefur verð-
ið farið hæst í um 35 krónur fyrir
kílóið bæði af keilu og löngu.
Ekki róið í þrjár vikur
Þorvaldur Garðsson, útgerðar-
maður Sæunnar Sæmundsdóttur ÁR
og fiskverkandi í Þorlákshöfn, segir
kvótaskort í keilu og löngu verulega
koma niður á útgerð krókabáta og
menn þurft að binda báta sína lang-
tímum saman vegna þessa. „Bátarn-
ir hafa lítið getað róið vegna þess að
þeir fengu ekki úthlutað kvóta í þess-
um tegundum, auk þess sem það er
ekki neinn kvóta að fá á leigumark-
aðnum. Ég reri sjálfur ekkert í þrjár
vikur og sendi starfsfólk vinnslunnar
heim á meðan. Núna er maður að
vonast til að það sé komið eitthvað af
ýsu á þessar hefðbundnu slóðir og þá
ættum við vonandi að geta byrjað að
róa aftur. Það þarf hinsvegar að
leysa þessi mál, annaðhvort að færa
fiskveiðistjórnun krókabáta í fyrra
horf eða að úthluta þeim kvóta í þess-
um tegundum,“ segir Þorvaldur.
Meira en helmingur keilukvótans
sem úthlutað var um fiskveiðiára-
mótin er vistaður í Grindavík en tvö
fyrirtæki, Vísir hf. og Þorbjörn-
Fiskanes hf., ráða yfir um 51% kvót-
ans. Vísir hf. ræður yfir langstærst-
um hluta keilukvótans en alls fengu
skip fyrirtækisins úthlutað 1.319
tonna kvóta um fiskveiðiáramótin
sem eru ríflega 40% af þeim keilu-
kvóta sem úthlutað var. Pétur H.
Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis,
segist fagna kvótasetningu á keilu og
löngu, enda hafi veiðar á þessum
stofnum stefnt í óefni vegna veiða er-
lendra skipa. „Hinsvegar finnst mér
skjóta skökku við að á meðan smá-
bátarnir fá ekki að veiða neitt af keilu
og löngu fá Norðmenn og Færeying-
ar að veiðar þessar tegundir tiltölu-
lega frjálst í okkar eigin landhelgi.
Þorskkvóti Íslendinga í Barentshafi
var á sínum tíma greiddur með
löngu- og keilu- og loðnukvóta innan
okkar landhelgi. Krókabátar veiddu
um 7- 800 tonn af keilu á fiskveiði-
árinu, ef ég man rétt, á meðan erlend
skip veiddu um 1.500 tonn. Ég skil
vel að smábátaeigendum gremjist að
fá ekki úthlutað kvóta samkvæmt
þeirra veiðireynslu í keilu, því ef ekki
kæmu til veiðar annarra þjóða væri
nóg til skiptanna handa öllum þeim
sem þessar veiðar hafa stundað und-
anfarin ár. Að mínu viti ætti það að
vera sameiginlegt hagsmunamál
allra línuskipa, hvort sem þau eru í
krókakerfinu eða aflamarkskerfinu,
að fá norska samningnum breytt
þannig togararnir borguðu sjálfir
fyrir sínar heimildir í Barentshafi. Ef
síðan menn vilja rækta frændsemina
við Færeyinga eiga allir að greiða þá
götu jafnt,“ segir Pétur.
Mjög lítið framboð af
keilu- og löngukvóta
Útgerð krókabáta hefur stöðvast langtímum saman þar sem bátarnir hafa ekki kvóta í löngu og keilu
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
boðar á næstu vikum til umræðu-
funda um haf- og fiskirannsóknir
og ráðgjöf stofnunarinnar í bæjar-
og sveitarfélögum við sjávarsíðuna.
Tilgangurinn er að styrkja tengsl
stofnunarinnar við þá sem vinna
við sjávarútveg, útskýra eðli rann-
sókna, niðurstöður og ráðgjöf
stofnunarinnar.
„Þá telur stofnunin ekki síður
nauðsynlegt að vera í lifandi sam-
bandi við þá sem sækja sjóinn svo
virkja megi þekkingu þeirra í rann-
sóknunum. Á fundunum verða flutt
stutt erindi og gefinn tími til fyr-
irspurna og umræðna,“ segir í frétt
frá stofnuninni.
Fundirnir verða haldnir sem hér
segir:
Í Félagsheimili Patreksfjarðar
12.10. klukkan 19.30, í Þróunar-
setri Vestfjarða á Ísafirði 13.10.
klukkan 12.30, í Félagsheimilinu
Fellsborg á Skagaströnd 15.10.
klukkan 16.30, á Kaffi Krók, Sauð-
árkróki 15.10. klukkan 20.30, Safn-
aðarheimilinu Dalvík 16.10. klukk-
an 17.00, Háskólanum á Akureyri
16.10. klukkan 20.30, Hótel Húsa-
vík 17.10. klukkan 17.00, Félags-
heimilinu Þórsveri, Þórshöfn 18.10.
klukkan 16.30, Félagsheimilinu
Miklagarði, Vopnafirði 18.10.
klukkan 20.30, Félagsheimilinu
Valhöll, Eskifirði 19.10. klukkan
20.30, Gunnskólanum á Stöðvar-
firði 19.10. klukkan 16.30, Hótel
Höfn, Hornafirði 20.10. klukkan
13.00.
Hinn 22.10. klukkan 20.00 verður
fundað á Ólafsvík, 24.10. í Þorláks-
höfn, 26.10. í Hafnarfirði, 29.10. í
Reykjavík, 30.10. á Suðurnesjum,
31.10. á Akranesi og 7.11. í Vest-
mannaeyjum. Fundarstaðir á þess-
um stöðum verða ákveðnir síðar.
Fundað
um fiski-
rannsóknir