Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Bretlandi og Bandaríkjunum eru sammála um, að hernaðaraðgerðir tengdar bar- áttunni gegn hryðjuverkamönnum beinist gegn ráðamönnum í Afgan- istan og engar áætlanir séu um árásir á önnur ríki. Kom þetta fram hjá Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, í gær. Straw vitnaði í opinbert skjal, sem afhent var í fyrradag þeim fréttamönnum, sem fylgdu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til Ómans, en þar var getið meg- inmarkmiðanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Þar sagði berum orðum, að árásir á Írak væru ekki inni í myndinni. Ítrek- aði Straw það í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í fyrradag og sagði, að engar sannanir væru fyr- ir aðild Íraka að hryðjuverkunum 11. september. Kæmi annað í ljós síðar yrði tekið á því á þeirri stundu. Bréfið til SÞ Í bréfi, sem Bandaríkjastjórn sendi Sameinuðu þjóðunum, áskildi hún sér rétt til að ráðast gegn öðrum samtökum og öðrum ríkjum ef hún teldi ástæðu til en Straw hélt því samt fram, að þau ummæli, sem höfð hefðu verið eftir George W. Bush forseta og Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, væru í raun samhljóða sínum. Breskir fjölmiðlar segja hins vegar, að breska stjórnin hafi miklar áhyggjur af haukunum í Bandaríkjastjórn og óttist, að þeir geti eyðilagt þann stuðning, sem herferðin gegn hryðjuverkamönn- um nýtur í arabaríkjunum. Breskir ráðamenn sagðir hafa áhyggjur af haukunum innan Bandaríkjastjórnar Hernaður gegn Írak ekki inni í myndinni Reuters Bandarískur hermaður gefur merki eftir að hafa leiðbeint EA-6B herþotu til lendingar á þilfari flugmóð- urskipsins USS Carl Vinson á Arabíuhafi í gær, en þaðan hafa herflugvélar farið í árásarferðir. London. AP, AFP. YFIRLÝSING Osama bin Ladens um „heilagt stríð“ gegn Bandaríkja- mönnum á sér rætur í draumi hans og annarra bókstafstrúarmanna um nýtt, íslamskt kalífadæmi. Svo virð- ist sem hann hafi tekið af öll tvímæli um það í myndbandsupptökunni, sem sjónvarpað var sl. sunnudag, en þá sagði hann, að nú hefðu Banda- ríkjamenn fengið smjörþefinn af þeirri „niðurlægingu“, sem múslim- ar hefðu mátt búa við í „80 ár“. Sérfræðingar segja, að hér eigi bin Laden örugglega við endalok ka- lífadæmisins, íslamska stórríkisins, sem var við lýði frá dauða spámanns- ins Múhameðs 632 til 1924 þegar tyrkneski þjóðernissinninn Kemal Atatürk batt enda á það. Hefur kalíf- adæmið lengi haft táknræna merk- ingu í augum öfgatrúarmanna, sem vilja steypa af stóli veraldlegum rík- isstjórnum og koma á einni íslamskri stjórn. Fyrir bin Laden voru endalok kal- ífadæmisins upphafið að sundrungu múslíma í mörg þjóðríki. Þá hvarf að hans mati eða minnkaði samkenndin, sem þeir höfðu hver með öðrum, og við tók arabísk, tyrknesk og pers- nesk þjóðernishyggja. Tvær höfuðsyndir „Bin Laden og aðrir bókstafs- trúarmenn líta svo á, að hrun kalíf- adæmisins hafi rutt brautina fyrir yfirráðum vestrænu nýlenduveld- anna,“ segir Diaa Rashwan en hún er sérfræðingur í málefnum bók- stafstrúarmanna og starfar við Al- Ahram-rannsóknamiðstöðina í Kairó. „Í þeirra augum greiddi það götuna fyrir tveimur höfuðsyndum, nýlendustefnunni og þjóðernis- hyggjunni.“ Aðrir herskáir hópar hafa haldið kalífadæminu hátt á loft í áróðri sín- um, til dæmis Jihad-hreyfingin í Egyptalandi, sem varð Anwar Sadat, forseta landsins, að bana. Liðsmenn hennar kölluðu sig „foringja kalíf- ans“. „Kalífadæmið er mikilvægt tákn fyrir marga múslíma, einkum þá, sem vilja skapa samfélag þar sem ísl- ömsk lög og reglur eru í heiðri höfð,“ segir Abu Ala al-Madi, fyrrverandi formaður Múslímska bræðralagsins, elstu samtaka bókstafstrúarmanna í Egyptalandi, en þau hafa fordæmt hryðjuverk. „Það var engin tilviljun, að þeir, sem myrtu Sadat, skyldu kenna sig við kalífann.“ Úr öskunni í eldinn Eftirmenn Múhameðs sóttu sitt veraldlega og andlega vald til kalíf- adæmisins en þegar íslamska heims- veldið þandist út var miðstöð þess ýmist í Damaskus, Bagdad eða í Granada á Spáni. 1517 hvarf þetta vald síðan til soldánanna í hinu tyrk- neska Ottómanaríki. Arabar og flestir aðrir múslímar voru langt í frá sælir með yfirráð Tyrkja en ekki tók betra við er veldi þeirra hrundi. Þá seildust Bretar og Frakkar til áhrifa í Miðausturlönd- um og í augum múslíma var það há- mark niðurlægingarinnar að vera orðnir undirsátar kristinna villu- trúarmanna. Af þessari uppsprettu hafa herskáir múslímar ausið alla tíð síðan og þeir líta á Bandaríkin og Ísrael sem arftaka evrópsku ný- lenduveldanna. Óbeinar vísanir bin Ladens í kalíf- adæmið sýna vel á hvaða strengi hann er að slá og nú hefur hann bætt við nýjum áróðursatriðum, refsiað- gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Írak og átökum Ísraela og Palest- ínumanna. Í hlutverki fórnarlambsins Bin Laden hefur gefið út tvær trúarlegar tilskipanir um heilagt stríð gegn Bandaríkjunum, 1996 og 1998. Sú fyrri átti rætur að rekja til óánægju hans með, að bandarískt herlið skyldi hafa aðsetur í hinu helga landi Sádi-Arabíu, og í þeirri síðari hvetur hann til „morða á Bandaríkjamönnum og bandamönn- um þeirra hvar og hvenær sem er“. Einn mikilvægasti þátturinn í áróðri hans er þó sá, að Bandaríkjamenn og aðrir villutrúarmenn hafi orðið fyrri til að ráðast á múslíma og því eigi þeir ekki um annað að velja en bregðast til varnar. Heimild: Los Angeles Times. Í heilögu stríði fyrir kalífann Nýlendustefna villutrúarmanna og þjóð- ernishyggja meðal múslíma eru tvær mestu höfuðsyndirnar í augum íslamskra bókstafstrúarmanna. Þeirra hugsjón er nýtt kalífadæmi þar sem farið yrði í einu og öllu eftir lögum og reglum trúarinnar. Reuters Ungir piltar lesa Kóraninn í kennslustund í trúfræðum við barnaskóla í bænum Dashti Kola í norðurhluta Afganistans í gær. FIMM stærstu sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum samþykktu í fyrra- kvöld að verða við beiðni yfirvalda um að fara vandlega yfir allar upp- tökur af yfirlýsingum hryðju- verkamannsins Osama bin Ladens og stuðningsmanna hans og senda ekki út ummæli þar sem hvatt er til ofbeldisverka. Þetta er í fyrsta sinn sem sjón- varpsstöðvarnar ákveða í samein- ingu að leggja takmarkanir á frétta- flutning, en forsvarsmenn þeirra komust að þessari niðurstöðu eftir símafund með þjóðaröryggisráð- gjafa Bandaríkjaforseta, Cond- oleezza Rice, í gær. Sjónvarpsstöðvarnar fimm, ABC News, CBS News, NBC News (ásamt dótturstöðinni MSNBC), CNN og Fox News Channel höfðu allar sent út óstytta yfirlýsingu frá bin Laden á sunnudag og þrjár stöðvanna höfðu ennfremur sýnt óstytt ávarp talsmanns samtaka bin Ladens, al-Qaeda, á þriðjudag. Stjórnvöld leggja áherslu á að ekki sé um að ræða ritskoðun, heldur vinsamleg tilmæli til fjölmiðla. Hafa þau áhyggjur af því að hryðjuverka- samtök geti notað slíkar sjónvarps- útsendingar til að koma skilaboðum áleiðis til liðsmanna sinna eða kynda undir hatri og ofbeldisverkum. Sjónvarpsstöðvar samþykkja tilmæli FJÓRIR menn voru handteknir í Þýskalandi og á Ítalíu í gær grun- aðir um að tengjast hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum. Þá voru fjórir menn, sem taldir eru tengj- ast íslömskum öfgasamtökum, ákærðir í Frakklandi. Þrír voru handteknir í Mílanó en þeir eru sakaðir um að hafa reynt að fá unga karla til að hljóta þjálfun í hryðjuverkum í búðum Osama bin Ladens í Afganistan. Sá fjórði var handtekinn í Münc- hen en hann er talinn hafa tengst hópnum í Mílanó. Fimm menn grunaðir um hryðjuverkastarfsemi voru hand- teknir á Ítalíu í apríl og sagði sak- sóknari í Mílanó í gær að lögregl- una á Spáni grunaði að einn þeirra hefði í fyrra átt þar fund með Mo- hammed Atta, sem stýrði annarri þotunni er flogið var á World Trade Center. Á miðvikudag voru fjórir menn færðir til yfirheyrslu á Írlandi sökum hugsanlegra tengsla við hryðjuverkanet bin Ladens. Handtökur í Evrópu ÍSLAMSKUR öfgamaður, sem dæmdur hefur verið til dauða í Egyptalandi fyrir sprengjutilræði og er talinn hafa tengsl við Osama bin Laden, býr nú í Aust- urríki þar sem hann og fjöl- skyldan eru á opinberu framfæri. Adel Al Sayed Mohammed Quddous var dæmdur til dauða árið 1993 fyrir að reyna að myrða Atef Sidki, þáverandi for- sætisráðherra Egyptalands. Tals- maður egypska sendiráðsins í Vín sagði, að Quddous væri númer þrjú á lista yfir þá menn, sem egypsk stjórnvöld vildu helst koma höndum yfir. Hann hefur verið í Austurríki frá 1996 og bíður þess enn að fá landvist- arleyfi. Austurrísk stjórnvöld segja að fylgst sé með Quddous og að áreiðanlega væri búið að framselja hann, biði hans ekki dauðarefsing í Egyptalandi. Egypskur hryðjuverkamaður á velferðarbótum í Austurríki Vín. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.