Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIN stærsta sýning sem haldin hef- ur verið á íslenskri myndlist erlendis var opnuð í hinu virta Corcoran- safni í Washington í fyrrakvöld. Sýn- ingin „Confronting Nature“ eða Andspænis náttúrunni hefur að geyma verk 24 listamanna og spann- ar svið íslenskrar myndlistar á 20. öld, frá verkum Þórarins B. Þorláks- sonar til Ólafs Elíassonar og Steinu Vasulka. Sýningarstjóri er Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, og eru langflest verkanna á sýning- unni úr eigu safnsins. Landbúnaðar- ráðherra, Guðni Ágústsson, opnaði sýninguna að viðstöddum fjölda gesta við móttöku í safninu. Corcoran-safnið, sem stendur í næsta nágrenni við Hvíta húsið, var stofnað árið 1869 og er eitt þriggja elstu listasafna í Bandaríkjunum, ásamt Metropolitan-safninu í New York og Fagurlistasafninu í Boston. Þangað koma hundruð þúsunda gesta ár hvert. Að sögn Ólafs Kvaran var það ósk stjórnenda Corcoran-safnsins að sýningin brygði upp sögulegu yfirliti yfir íslenska myndlist á 20. öld. Þetta er stærsta sýningin sem hald- in hefur verið á íslenskri myndlist í Bandaríkjunum og segir Ólafur að íslensk myndlist hafi með þessu ver- ið sett í samhengi sem hún hefur ekki verið í áður. Bæði sé það fyrir innbyrðis samhengi verkanna sem spanni áhrif og þróun í íslenskri myndlist í heila öld og það að hér sé veitt sýn inn í heim íslenskrar mynd- listar sem sett er fram á hennar eig- in forsendum. Hefur hann kosið að fara þá leið að takmarka fjölda lista- manna en sýna heldur fleiri verk hvers þeirra og gefa þannig skýrari mynd af verkum einstakra lista- manna. Verk 24 listamanna, þar af 14 núlifandi Af 24 myndlistamönnum sem verk eiga á sýningunni eru 14 starfandi listamenn í dag. Þar er m.a. að finna verk á borð við stóru Heklumynd Ásgríms Jónssonar frá 1909, Gull- fjöll Svavars Guðnasonar frá 1946, málverk eftir Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur, Erró, Helga Þorgils Friðjónsson og Georg Guðna, röð ljósmynda af gjörningum Sigurðar Guðmundssonar frá 1975– 82, innsetningu Rögnu Róbertsdótt- ur og Finnboga Péturssonar, skúlp- túr Brynhildar Þorgeirsdóttur og ljósmyndir Hrafnkels Sigurðssonar auk myndbandsinnsetningar Steinu Vasulka. Þá eru 8 málverka Kjarvals á sýningunni. Sýningin fetar því breitt svið myndlistar þar sem landslagssýnin er alltaf til staðar þótt birtingar- formið sé margslungið. Leitast er við að varpa ljósi á áhrif náttúrunnar í verkum íslensku listamannanna í sýningarskrá þar sem m.a. má finna greinar eftir bandaríska heimspek- inginn Arthur C. Danto og listfræð- ingana Marticu Sawin og Auði Ólafsdóttur. Það var að frumkvæði Landa- fundanefndar, og formanns hennar, Einars Benediktssonar, fyrrverandi sendiherra, að undirbúningur fyrir þessa sýningu hófst fyrir tveim ár- um. Sýningin er síðasti viðburður- inn í því kynningarstarfi sem Landafundanefnd hefur staðið að í Bandaríkjunum síðastliðið ár til að minnast 1.000 ára afmælis landa- funda Leifs Eiríkssonar í vestur- heimi. Sýningin er einnig styrkt af rík- isstjórn Íslands, Eimskipi, Flugleið- um og átaksverkefninu Iceland Nat- urally í Bandaríkjunum. Ein stærsta sýning á íslenskri myndlist erlendis opnuð í Washington Íslensk myndlist í nýju samhengi Washington. Morgunblaðið. Sýningunni lýkur á myndbandsinnsetningu eftir Steinu Vasulku. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, ræðir verk sýning- arinnar við landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústsson, og aðstoðarmann hans, Sveinbjörn Eyjólfsson. Verk Gunnlaugs Scheving í bakgrunni. Þrjú málverka Nínu Tryggvadóttur er að finna á sýningunni í Corcor- an-safninu en listakonan starfaði lengst af ævi sinnar í Bandaríkjunum. SÝNINGIN Lífræna – vélræna verður opnuð í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi í kvöld kl. 20. Þar hefur Einar Már Guðvarðar- son skapað einfalda og hljóðláta innsetningu og boðið vini sínum Bjarne Lönnroos að deila með sér sýningu um hið lífræna – vélræna og stöðu mannsins í tilverunni. Í kynningu frá listasafninu seg- ir: „Í sýningunni er tekist á við til- veruna, eins og við mennirnir skil- greinum hana. Líf kviknar, vex og þroskast, hnignar og deyr. Slík er hringrás náttúrunnar og við sjáum hana í öllu í kringum okkur og hvert í öðru; við fæðumst, döfnum og deyjum. Utan jarðarinnar virð- ast gilda sömu lögmál; einstakir heimar og stjörnukerfi verða til, þroskast, hnigna og hverfa að lok- um. Allt bendir til að hið sama gildi um alheiminn sjálfan; hann varð til með Stóra hvelli, og mun hverfa í andhverfu þess viðburðar. Þrátt fyrir að öll okkar vísindi hafi leitt mannkynið til þessarar niðurstöðu læðist að okkur sá grunur að það sé eitthvað til sem standi utan við þetta ferli. Sá grunur kemur fram í voninni um eilífðina að loknu jarðlífinu og í ótta okkar við vélina – að tæknin verði eilíf, að hið vélræna taki við, þar sem hinni lífrænu tilveru sleppir.“ Hljóðlát innsetn- ing um tilveruna Innsetning Einars Más Guðvarðarsonar. DANSKA uppboðsfyrirtækið Bruun og Rasmussen seldi íslensk- ar bækur að andvirði tæpra átta milljóna íslenskra króna á uppboði í Kaupmannahöfn í gær. Bækurnar voru úr einkasafni Eyvind og Er- ling Finsen sem var stærsta safn sinnar tegundar í Danmörku. Meðal bóka voru Íslendingasögur í út- gáfum frá 18. öld, Þorláksbiblía prentuð á Hólum í Hjaltadal 1607 og Guðbrandsbiblía einnig prentuð á Hólum 1584, Grallari prentaður á Hólum 1649, Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar, prentaðir á Hólum 1745, Lögþingsbók prentuð í Hrappsey 1775, Landnámasaga prentuð í Skálholti 1688, auk ferða- sagna og náttúrufræðirita af ýmsu tagi. Kóngsskuggsjá á háu verði Að sögn Flemmings Pedersens sem hafði umsjón með uppboðinu seldust allar bækurnar, en eins og gengur fóru sumar undir ásettu verði og aðrar langt yfir. Hann kvaðst mjög undrandi á því hve ís- lensku biblíurnar seldust ódýrt, Þorláksbiblía á andvirði 312.000 ís- lenskra króna og Guðbrandsbiblían á 320.000 krónur. „Við byrjuðum á Íslendingasögunum. Þær seldust vel, en ekki á mjög háu verði; sum- ar aðeins yfir uppsettum prís og aðrar undir. Það sem kom mest á óvart þar var að Kóngsskuggsjá gefin út af Hálfdani Einarssyni 1748 seldist á hærra verði en við bjuggumst við, eða á rúmar 180.000 íslenskar krónur. Þetta var reyndar mjög fallegt eintak. Salan á biblíun- um er talsverð vonbrigði. Ég seldi lélegra eintak af Þorláksbiblíunni fyrir þremur árum á tæpar 370.000 íslenskar krónur, en eintakið sem fór nú á 320.000 var miklu heillegra og betur með farið. Guðbrands- biblían hafði reyndar lent í elds- voða, og var svolítið skemmd, en verðið var samt of lágt. Dýrasta bókin var landafræðibókin Historia Vinlandiæ Antiquæ, sem seldist á rúmlega tvöföldu því verði sem upp var sett, eða á um 740.000 íslenskar krónur.“ Að sögn Flemmings Ped- ersens var sú bók í mjög góðu ásig- komulagi og eitt af fáum eintökum sem til er, því stærsti hluti lagersins brann í eldinum í Kaupmannahöfn 1728. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar prentuð í Sorø 1772 seldist líka langt yfir settu verði, eða á 275.000 krónur. Flemming Pedersen segir að kaup- endur stærstu og dýrustu bókanna hafi verið danskir og norskir, en veit ekki hvort Íslendingar tóku þátt í uppboðinu. Guðbrands- biblía á góðu verði Saurblað Guðbrandsbiblíunnar sem seld var á uppboði Bruun og Rasm- ussen í Kaupmannahöfn í gær. BLÁI hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason verður tekinn aftur til sýn- inga í Þjóðleikhúsinu og verður fyrsta sýning á sunnudag. Þar segir frá villibörnunum á Bláa hnettinum sem eru algerlega frjáls og halda að lífið geti ekki orðið fallegra og skemmtilegra. En þegar geimsk- rímsli lendir þar og kennir börnunum að fljúga upphefst ótrúlegra ævintýri en nokkurt barn á Bláa hnettinum hefði getað grunað að það lenti í. Blái hnötturinn aftur á fjalirnar TÓNLISTARFÉLAG Borgarfjarð- ar hefur nú sitt 35. starfsár með tón- leikum í Borgarneskirkju í kvöld kl. 20.30. Þar munu þeir Haukur Guð- laugsson orgelleikari og sr. Gunnar Björnsson sellóleikari flytja fjöl- breytta tónlist auk þess sem sr. Gunnar mun ræða við áheyrendur um verkin og höfunda þeirra. Tónleikar í Borgarnesi JÓNAS Viðar opnar málverkasýn- ingu í IsKunst Gallery í Ósló á morg- un, laugardag. Jónas sýnir málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland og nýtir hann sér þar tölvutækni og aðrar aðferðir. Verkin eru hefðbund- in landslagsverk með tilvísun í ís- lenska landslagið. Þetta er 19. einkasýning Jónasar en hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 4. nóvember. Slóðin á heimasíðu Jónasar er www.jvs.is. Jónas Viðar sýnir í Ósló ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.