Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 33 Samfylkingarfólk Hafnarfirði Takið þátt í skoðanakönnuninni í Alþýðuhúsinu: Í dag, föstudag, kl. 14-18, á morgun, laugardag, kl. 10-18, og á sunnudag kl. 14-18. Samfylkingin Hafnarfirði. SIGURBJÖRN Jónsson sýnir ná- kvæmlega þrjátíu verk í öllum söl- um Hafnarborgar. Obbinn er stór verk, nær tveggja metra á hvora vegu, en í Kaffístofunni eru hátt í tíu smáverk sem vega upp á móti risa- flekunum í aðalsalnum. Það er merkilegt að bera saman þessar tvær stærðir, svo gjörólík er virknin. Myndir Sigurbjörns eru flestar óhlutbundnar þótt víða megi sjá þar leifar hlutbundins myndefnis. Lá- deyða inni á fjörðum, með þoku- slæðingi og hömrum sem speglast í haffletinum. Hér er að vísu djarflega getið í eyðurnar, því varla er okkur ætlað að standa frammi fyrir verk- unum og spá í hugsanlegar fyrir- myndir. Einungis á einum vegg kaffistofunnar er myndröð með auð- læsu myndefni; knattspyrnumönn- um mitt í hita leiks. Tækni Sigurbjörns byggist á þunnu vaski út frá ákveðnum af- mörkuðum formum neðarlega á myndfletinum. Áhorfandanum verð- ur þegar hugsað til þýsk-bandaríska abstraktmálarans Hans Hofmanns og hins rússnesk-franska starfs- bróður hans Nicolas de Stäel, en báðir fengust þeir við togstreitu frjálsrar og bundinnar tjáningar í verkum sínum þar sem geómetrísk form rekast saman við loftkennda heild. Ýmislegt er ágætlega gert í myndum Sigurbjörns, en stærð flat- arins ber þó tæknina alltof oft of- urliði. Breiðar pensilstrokurnar breytast í þunna slikju og losara- bragur læðist inn í heildina með þeim afleiðingum að samhengið verður alltof veikt í ljósi stærðar myndanna. Minni flötur myndi þétta betur samhengið og styrkja. Það sannast á minni myndunum. Þar verður ákveðin þykkt í litnum sem gefur til kynna að málarinn ráði vel við viðfangsefnið. Það hlýtur því að vera spurning hvort Sigurbjörn ætti ekki að minnka snarlega myndir sínar og dvelja lengur við hverja þeirra. Sennilega myndi það gera gæfu- muninn og færa verkum hans þann nauðsynlega þunga sem stóru verk- in skortir. Málverk, stór og smá MYNDLIST H a f n a r b o r g Til 15. október. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK SIGURBJÖRN JÓNSSON Morgunblaðið/Þorkell Eitt efnilegasta verkið á sýningu Sigurbjörns Jónssonar í Hafnarborg. Halldór Björn Runólfsson ÁRNI Ingólfsson var meðal eft- irtektarverðustu listamanna ungu kynslóðarinnar á níunda áratugnum þegar hann tók allt í einu upp á því að hverfa af sjónarsviðinu. Síðan hef- ur lítið farið fyrir honum þar til fyrir skömmu að hann fór aftur að segja til sín. Með þessari sýningu hjá Sæv- ari Karli er von til þess að Árni blandi sér í reykvískt listalíf með varanlegum hætti því hann á þar ótvírætt erindi. Það var helsta gildi Árna sem listamanns á árum áður að hann kunni að fanga augnablik tíðarand- ans með mjög nærtækum hætti. Það var engu líkara en það að nema birt- ingarmyndir tilverunnar hér og nú væri hin brennandi krafa allra list- rænna kvaða. Þannig geislaði fram- lag Árna ætíð af þeirri áhvílandi af- stöðu hans að hvorki þar né þá, né þegar tímar koma, tryggði listaverki brautargengi ef það væri ekki í stundlegum takti við áhorfendur sína. Sama tilfinningin fyrir tíðarand- anum svífur yfir vötnum í Galleríi Sævars Karls, þar sem Árni sýnir fjölda smárra og hrárra höggmynda úr gipsi og leir. Hvílandi á stöplum mynda þessar smáveraldir skipan sem gengur upp með lunknum og drepfyndnum hætti. Á veggnum í gryfju gallerísins er ljósmynd full af sauðslegri sveitarómantík en eilítið á sveig við höggmyndirnar. Öll hafa verkin sína sérstæðu titla sem sprottnir eru úr frásagnaumhverfi sveitamannsins, auk nokkurra heita sem lesa má sem hláturpillur sendar inngrónu lista- og athafnasamfélagi okkar mörlandans. Ef til vill eru það þessir titlar sem eru veikasti hlekkurinn í sýningunni. Þeir eru of nærri tungutaki Magn- úsar Pálssonar til að Árni geti leyft sér að brúka þá umyrðalaust. Þessir hnökrar breyta þó ekki þeirri stað- reynd að litlu leiksviðshöggmyndirn- ar á stöplunum bera sprengikrafti listamannsins órækt vitni og sýna að hann hefur fáu gleymt í útlegðinni frá listalífinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frá sýningu Árna Ingólfssonar í Galleríi Sævars Karls. Fáu gleymt í útlegðinni MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 18. október. Opið á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI ÁRNI INGÓLFSSON Halldór Björn Runólfsson MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að bjóða myndlistarmann- inum Rúrí að verða fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum árið 2003, á grundvelli tillögu frá mynd- listarnefnd ráðuneytisins. Formleg þátttaka Íslands í Fen- eyja-tvíæringnum hófst árið 1984 og hafa íslenskir myndlistarmenn sýnt í skála sem Alvar Aalto teikn- aði. Finnar hafa leigt Íslendingum þennan skála. Finnbogi Pétursson var fulltrúi Íslands í Feneyja- tvíæringnum í ár. Rúrí á Feneyja- tvíæringinn Morgunblaðið/Golli Myndlistarmaðurinn Rúrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.