Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 39

Morgunblaðið - 12.10.2001, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 39 „Umræða og fræðsla um húsgögn og innréttingar hér á landi er alltof lítil,“ segir Árni Björn í húsgag- naversluninni Micasa. „Þessi skortur á umræðu verður til þess að valið á húsgögnum er of einstrengingslegt og suðræn húsgögn hafa verið útundan í innkaupum hér. Þetta er mjög sérstakt þegar það er haft í huga að suðræn húsgögn eru mjög vönduð og falleg og eiga miklum vinsældum að fagna út um allan heim“ Fræðslu er þörf Árni er húsgagnasmíðameistari að mennt og rak trésmiðju í tvo áratugi en síðustu fimm árin hefur hann rekið húsgagnaver- slunina Micasa við Síðumúla. Hann flytur inn húsgögn frá Suður-Spáni og er fyrsti íslendingurinn sem tekur þátt í húsgagnasýningu í Valencia á Spáni, en þar sýndi hann eigin hönnun, Aris Design í fyrra. Glæsivara frá Spáni “Ég sýndi hilluveggi í Valencia. Þeir vöktu feikilega athygli því hilluveggir eru séríslenskt fyrir- bæri og menn höfðu ekki séð þá fyrr. Ég bý vel að þessari sýningu og komst þar í góð sam- bönd við spænskar húsgagna- verslanir. Húsgagnaiðnaður á Spáni sten- dur mjög sterkum fótum og er rómaður fyrir hversu vandaður hann er. Það er algengt að spænsk fyrirtæki taki að sér að innrétta hús frá grunni, þau gera tilboð í allt tréverk meðan húsið er enn fokhelt og síðan eru allar innréttingar og húsgögn hönnuð í sama stíl. Ég er m.a. með umboð fyrir Canella í Valencia, en þeirra stíl sér maður helst í kvikmyndasenum frá suðrænum höllum og það er gaman að geta boðið þessa glæsivöru á Íslandi. Fagmennska er aðalsmerki þessara fyrirtækja og það sést vel á húsgögnunum að það er metnaður að baki allri hönnun og vinnu. Mismunandi stílar Suðræn húsgagnagerð er list og hver einstakur hlutur getur verið listaverk. Flest húsgögnin eru þannig gerð að þau geta staðið ein og sér og sum þeirra njóta sín best þannig. Húsgögnin í Micasa eru nokkuð ólík innbyrðis þar sem um marga, mismunandi stíla er að ræða og verðmunurinn er einnig mjög áberandi. Mikið er um fremur nett húsgögn með klassísku, vönduðu yfirbragði sem draga að sér athygli fyrir glæsilega hönnun. “Hér eru bæði gegnheil húsgögn úr viði sem búin er að þorna árum saman áður en smíðað er úr honum og svo önnur sem smíðuð eru úr MDF. Það er einmitt þessi munur sem fólk þekkir oftast ekki nógu vel. Víða erlendis eru þættir í sjónvarpi um húsgögn, skemmtileg fræðsla fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun og faglegri vinnu við húsgögn og mér finnst slíkt vanta hér svo fólk geti kynnt sér mismunandi aðferðir og efni í húsgagnaframleiðslun- ni. Ég er með sýnishorn af ýmsum húsgagnastílum hér, s.s. húsgögn í Lúðvíks IV stíl, stál- húsgögn með gleri og margt, margt fleira og það getur verið gaman fyrir fólk að kynna sér muninn.” Ég flyt inn húsgögn frá mörgun spænskum framleiðendum og þessar gerðir húsgagna eru gjör- ólíkar. Það er auðvitað ekki mögulegt að eiga allt á lager, en ég sérpanta eftir listum fyrir viðskiptavini mína. Sjaldgæf gjafavara Í Micasa eru mjög sérstakir lam- par á glerfæti sem raðað hefur verið í þurrkuðum blómum. Ljósakrónur eru í sama stíl og þessir ljósgjafar eru hvergi fáan- legir annars staðar á Íslandi. “Þessir lampar eru mjög vinsælir erlendis og þeir hafa rokið út hjá mér síðan þeir komu. Það eru engir tveir alveg eins og þetta er mjög vinsæl gjafavara. Það sama má segja um handsaumuðu púðana sem ég flyt inn sjálfur, þeir vekja athygli fyrir efnið og vinnuna og eru feikilega vinsælir.” Auglýsing Árni umkringdur spænskum húsgögnum. Handunnir lampar og púðar eru meðal þess sem fæst í Micasa. úsgögn geta verið listaverkH segir Árni Björn Guðjónsson í Micasa HRYGGIKT (anky- losing spondylitis) er bólgusjúkdómur sem leggst á hrygginn og miðlæga liði líkamans. Ekki er með vissu vit- að um tíðni hryggiktar en talið er að 0,1–0,5% þjóðarinnar geti verið með sjúkdóminn. Hér áður var talið að sjúk- dómurinn væri allt að tíu sinnum algengari meðal karla en kvenna, en nú er ljóst að mun- urinn er nær því að vera þrefaldur. Hjá konum er sjúkdómur- inn yfirleitt vægari með óljósari ein- kennum og því gengur að jafnaði verr að greina sjúkdóminn hjá þeim en körlum. Greiningartöf, þ.e. sá tími sem líður frá upphafi einkenna til greiningar, er að jafnaði þrjú ár meðal karla en tíu ár hjá konum. Orsakir hryggiktar Um 1950 tóku menn eftir því að hryggikt er ættlægur sjúkdómur. Upphaflega var talið að um ríkjandi erfðir væri að ræða með mismikilli tjáningu. Árið 1973 sýndu menn fram á tengsl vefjaflokksins HLA- B27 við hryggikt. Talið er að u.þ.b. 95% þeirra sem eru með hryggikt hafi þennan vefjaflokk. Með tví- burarannsóknum hefur verið sýnt fram á að annar erfðaþáttur en HLA-B27 ræður jafnmiklu um það hvort menn fá sjúkdóminn, jafn- framt að óþekktir umhverfisþættir hafa áhrif. Þannig er ekki hægt að spá fyrir með vissu um hættu afkomenda hryggiktarsjúklinga á að fá sjúkdóminn, en ljóst er að erfðirnar eru margþátta og flóknari en talið var í upphafi. Einkenni hryggiktar Hryggikt er sjúk- dómur ungs fólks, ein- kennin byrja yfirleitt á unglingsárum eða snemma á þriðja ára- tug ævinnar. Fyrstu einkennin eru oftast langvinnir mjóbaksverkir og verkir í rasskinnum yfir spjaldliðum, með leiðni niður aftanverð læri. Verk- irnir geta truflað nætursvefn, þeir eru verstir á morgnana þar sem stirðnun við hvíld er eitt aðalein- kenni sjúkdómsins. Annað aðalein- kenni bakverkja með hryggikt er að verkirnir lagast við áreynslu og æf- ingar. Sjúkdómurinn getur þróast mishratt, í vægu formi er hann bundinn við spjaldliði og mjóbak. Stirðnun getur þá orðið í spjald- liðunum og lendhryggnum ef ekkert að gert, en sjúkdómurinn þróast þá ekki frekar. Í sinni verstu mynd getur sjúkdómurinn valdið verkjum og stirðleika frá allri hryggjarsúl- unni og bólguvirknin verið stöðug. Allt að 20% sjúklinganna fá liðbólg- ur sem fyrstu einkenni hryggiktar. Útlimaliðir, einkum liðir neðri út- lima, bólgna. Liðbólgur eru algeng- ari í konum en körlum með hrygg- ikt. Óalgengt er að sjúkdómurinn byrji með bólgum í liðum við bringubein og í liðum á milli rifja og hryggjar, þó geta bólgur í þessum miðlægu liðum líkamans gefið ein- kenni þegar líða tekur á sjúkdóm- inn. Stirðleiki í þessum liðum verður til þess að brjóstkassaþan minnkar. Einkenni utan liða eru algeng, þannig er verulega aukin tíðni á langvinnum bólgum í blöðruháls- kirtli meðal karla. Um 30% sjúk- linganna fá lithimnubólgu í annað eða bæði augu. Skert hreyfigeta í hryggnum verður er fram líður eitt aðaleinkenni hryggiktar, fyrst neðst, en síðan getur stirðleikinn teygt sig ofar í hrygginn og jafnvel náð til hálshryggjarins. Stundum festist hálshryggurinn í beygju og eiga sjúklingarnir þá mjög erfitt með að líta upp, en beina augum þess í stað til jarðar. Sjúklingarnir geta átt erfitt með að beygja sig eft- ir hlutum, snúa sér, hreyfa höfuðið og finna góða stellingu í rúminu, svo eitthvað sé nefnt. Þótt bakverkir séu mjög algengir eru stöðugir bak- verkir hjá ungu fólki sjaldgæfir og ættu að vekja grunsemdir um hryggikt. Meingerð hryggiktar Í upphafi sjúkdómsins verður bólga í festum liðbanda og liðpoka við bein, þetta verður einkum í spjaldliðum og við festur liðþófa og liðbanda á liðbol hryggjarins. Þegar á líður verður beinnýmyndun við þessar festur, þannig að liðbönd og liðpokar beingerast og stirðna. Yf- irbrúandi beinbryggjur myndast á milli hryggjarbola og spjaldliðirnir geta vaxið saman og beingerst. Þessar breytingar sjást vel á rönt- genmyndum og eru oft grundvöllur að greiningu sjúkdómsins. Horfur Horfurnar eru venjulega góðar. Í flestum tilvikum segja fyrstu árin til um framhaldið. Ef sjúkdómurinn er slæmur kemur það fljótt í ljós, með miklum bakverkjum, vaxandi stirð- leika og liðbólgum í útlimaliðum, 10–20% sjúklinganna fá illvígan sjúkdóm. Í flestum tilvikum er sjúk- dómurinn þó mildur, svarar vel meðferð og hefur ekki áhrif á starfs- getu. Meðferð hryggiktar Í flestum tilvikum þurfa sjúkling- arnir ekki að breyta lífsvenjum sín- um þrátt fyrir langvinnan sjúkdóm og oft og tíðum langvinnar þrautir. Markmið meðferðarinnar er að koma í veg fyrir stirðnun og minnka verki og bólgu. Mikilvægt er að gott samstarf og náin samvinna skapist á milli sjúklings, læknis og sjúkra- þjálfara. Sjúklingar með hryggikt þurfa á reglubundinni sjúkraþjálfun að halda og er það mikilvægur þátt- ur meðferðarinnar. Bólgueyðandi giktarlyf eru notuð til að draga úr verkjum, bólgu og stirðleika. Þessi lyf duga oft ein og sér til að gera sjúklingana ein- kennalausa og færa um að stunda æfingar af kappi. Talið er að þessi lyf hafi ekki áhrif á gang sjúkdóms- ins, tefji t.d. ekki fyrir liðskemmd- um og nýmyndun beins. Ef ljóst er að ofangreind meðferð hrífur ekki eru notuð kröftugri lyf. Salazopyrin er það lyf sem mest reynsla er af og sýna rannsóknir að þetta lyf getur dregið úr virkni sjúkdómsins og taf- ið fyrir skemmdum af völdum hans. Methotrexate er annað lyf sem einnig er notað ef í ljós kemur að hefðbundin meðferð dugar ekki. Gefa þarf hryggiktarsjúklingum ýmis ráð og benda þeim á þætti í daglegu lífi sem betur mega fara, svo sem að nota réttan kodda, fá næga hvíld, gæta að vinnuaðstöðu og stunda reglubundnar æfingar. Ekki er talið að mataræði hafi áhrif á gang sjúkdómsins. Meginmark- miðið er að koma í veg fyrir að hryggurinn stirðni í óheppilegri stöðu. Hryggikt – ættlægur sjúkdómur Árni Jón Geirsson Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og gigtarsjúkdómum við gigtardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Gigt Hryggikt er sjúkdómur ungs fólks, segir Árni Jón Geirsson, einkennin byrja yfirleitt á ung- lingsárum eða snemma á þriðja áratug ævinnar. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.