Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 41

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 41 BLÓMLEG og öflug miðborgarverslun er undirstaða fjölbreyttr- ar og skemmtilegrar miðborgar. Yfirleitt leggja borgaryfirvöld áherslu á að hafa áhrif á þróun miðborga. Markmiðið er að þróa miðborg þar sem skipulögð íbúðarbyggð og fjölbreytt atvinnu- starfsemi, s.s. verslun, veitingastarfsemi og önnur þjónusta þrífst og styður hver aðra. Miðborgin er að öllu jöfnu hjarta borgarinn- ar og andlit útávið. Með þetta í huga verður að skoða samspil skipulags miðborgar, m.a. með tilliti til nýbygginga og endurnýjunar hús- næðis. Því miður er það svo að borgaryf- irvöldum í Reykjavík hefur gjörsam- lega mistekist í þessum efnum. Því má halda fram að kaupmenn í miðbæ Reykjavíkur séu í gíslingu skipulags- yfirvalda. Það má nánast ekki hreyfa við neinu. Flest hús, eldri en hundrað ára, eru á verndarskrá, sem er í raun fáránlegt og á ekkert skylt við að eðlilega verndarstefnu. Fyrir til- stuðlan skipulagsyfirvalda má segja að fyrri kynslóðir hafi tekið núver- andi miðbæjarkaupmenn í gíslingu. Kaupmenn og fjárfestar verða að fá að breyta og fjarlægja ýmis gömul og úr sér gengin hús til að rýma fyrir nýju og betra húsnæði sem hentar verslun í dag. Annars er úti um mið- bæjarverslun. Klámstaðir eru orðnir æ meira áberandi í miðborg Reykjavíkur. Þessum stöðum hefur fylgt eitur- lyfjaneysla, glæpir, kvenfyrirlitning og önnur vandræði. Þetta verður að uppræta. Ein afleiðing þessarar þró- unar er að verslun hefur hörfað. Það er skylda borgaryfirvalda að stýra þróun miðborgarinnar og leggja megináherslu á að gera hana að öruggum, skemmtilegum og fjöl- breyttum stað þar sem óhætt er að fara um á öllum tímum. Þær skyldur sínar hafa borgaryfirvöld í Reykjavík gjörsamlega vanrækt. Á næstu misserum mun framtíð miðborgar Reykjavíkur ráðast. Smáralind í Kópavogi, stærsta verslunarmið- stöð á Íslandi, er eitt öruggusta merki um athafna- stefnu- og metnaðarleysi borgar- stjórnar Reykjavíkur. Kaupmenn fagna nýj- um og glæsilegum verslunarmiðstöðum, sem sinna sí- breytilegum þörfum viðskiptavina, en telja það jafnframt vera skyldu sína að standa vörð um uppbyggingu og viðgang miðborgar Reykjavíkur. Með áframhaldandi undanhaldi breytist miðborg Reykjavíkur í sam- safn sóðabúlla þar sem stórhættu- legt er að fara um þegar skyggja tek- ur. Við kaupmenn hvetjum alla til að standa saman í að skapa lifandi mið- borg með fjölbreytta starfsemi, sem getur verið okkur öllum til sóma. Haukur Þór Hauksson Miðborgin Miðborg Reykjavíkur breytist í samsafn sóðabúlla, segir Haukur Þór Hauksson, þar sem stórhættulegt er að fara um þegar skyggja tekur. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík og formaður Samtaka verslunarinnar – FIS. Miðbæjarverslun í gíslingu borgar- yfirvalda „FACTORING“ og „outsourcing“ eru orð sem koma aftur og aftur fyrir í umræðum manna á meðal og gott ís- lenskt orð sem lýsir þjónustunni eru ekki vel þekkt. „Factoring“ er þýtt í orðabókum sem kröfukaup en orðið factor kemur úr latínu og hefur fjöl- margar þýðingar í ensku t.d. stærð- fræði en er á ensku viðskiptamáli not- að yfir þá sem sjá um innheimtu og fjármögnun viðskiptakrafna. „Fac- toring“ er í dag notað um þá þjónustu sem felur í sér mat á lánshæfi skuld- ara, ráðgjöf í fjárstýringu, fjármögn- un, tryggingar og innheimtu á við- skiptakröfum auk bókunar og afstemmingar innborgana. Fyrirtæki sem veita slíka þjónustu að fullu eða að hluta, geta verið bankar, trygg- ingafélög eða fjármálafyrirtæki sem sérhæfa sig á þessu sviði. Orðið greiðsluþjónusta hefur verið notað í stað „factoring“ hér á landi. „Outsourcing“ er hins vegar notað óbreytt í flestum tungumálum t.d. í Skandinavíu og er lýsing á þjónustu fyrirtækja sem taka að sér ákveðna þætti í rekstri fyrirtækja svo sem tölvumál, lagermál eða fjármál eins og lánsviðskipti sbr. greiðsluþjón- ustu. Hér notum við orðið vistun, þ.e. að vista ákveðna starfsemi hjá öðrum en einnig hefur verið notað orðið hýs- ing. Í þessari grein mun ég reyna að svara því hvort og þá fyrir hverja borgar sig að nýta sér vistunarþjón- ustu og þá sérstaklega greiðsluþjón- ustu. Í Bretlandi og Skandinavíu hefur þeim fyrirtækjum fjölgað mikið sem nýta sér nútíma greiðsluþjónustu („factoring“) og mark- miðið er það sama hjá þeim öllum, að ná auknu hagræði í rekstri og geta vaxið með lágmarkstilkostn- aði. Það hentar þó ekki öllum fyrirtækjum að nýta sér þessa þjón- ustu og leiðir ekki allt- af til sparnaðar. Fyrirtæki, sem velta meira en 30 m.kr. á ári, hafa skipulag á bókhaldinu, eiga möguleika á að stækka á markaðinum og selja til fleiri en 5 til 10 aðila að jafnaði í lánsviðskiptum, eiga góða möguleika á að bæta afkomu sína með því að nýta sér vistun eða greiðsluþjónustu. Í „factoring“-viðskiptum kemur fram tvenns konar sparnaður við vist- un, í fyrsta lagi vegna aukins fjár- magns í rekstrinum og í öðru lagi vegna beins sparnaðar við að flytja ákveðna hluta starfseminnar yfir til þjónustufyrirtækisins. Það fjármagn sem kemur í stað við- skiptakrafnanna nýtist til áframhald- andi vaxtar, bætir lánskjör hjá birgj- um og gefur möguleika á staðgreiðsluafslætti. Fjármagnið má einnig nýta í arðbærar fjárfestingar, kaup á annarri rekstrareiningu, tækjabúnaði eða til hagræðingar. Skoðum lítið dæmi um sparnað. Lánskjör hjá ákveðnum birgi eru sögð vaxtalaus til 30 daga (án þess að vera það í raun). Vaxta- þátturinn kemur í ljós þegar leitað er eftir stað- greiðsluafslætti, sem gæti verið 4,0% en það segir okkur að ársvextir í þessum greiðslufresti eru 48% (sé miðað við flata vexti). Því er það sparnaður fyrir öll fyrir- tæki sem hafa slík greiðslukjör að velja greiðsluafsláttinn ef það er nokkur kostur jafnvel þótt greiða þurfi allt að 48% ársvexti af lánum sem tekin eru til að fjár- magna staðgreiðsluna. Hér á landi er auðvelt að benda á hagkvæmni stærðarinnar enda flest íslensk fyrirtæki smá í sniðum í alþjóðlegum samanburði. Þau fyrirtæki sem geta stækkað án verulegra takmarkana annaðhvort á innanlandsmarkaði eða í útflutningi geta nýtt sér þessa augljósu hag- kvæmni. Stjórnandi í slíku fyrirtæki þarf að spyrja sig hver jaðarhagnað- urinn sé af hverri krónu sem veltan er aukin um og hvaða möguleikar og hvaða takmarkanir séu á stækkun. Þarf að stækka húsnæði, fjölga starfsmönnum, fjárfesta í vélbúnaði o.s.frv.? Niðurstaðan úr slíkum athugunum leiðir oftast í ljós, sumum til mikillar furðu, að arðsemi hverrar krónu (eða milljóna króna) í veltuaukningu, er margföld á við þá arðsemi sem fengist hefur af rekstrinum hingað til. Með greiðsluþjónustu og vistun annarrar sérhæfðrar þjónustu er fyr- irtækjum gert kleift að ráða við enn meiri veltu en ella án fjárfestinga í húsnæði, tækjum og mannskap. Svig- rúm fyrirtækja eykst, tækifæri er til að ná í aukin verkefni og lausafjár- staða fyrirtækja batnar. Á sama tíma verður áhættan í lánsviðskiptum minni með fyrirbyggjandi aðgerðum annars vegar og greiðslutryggingum hins vegar. Samstarf við þjónustufyrirtæki á þessu sviði veitir mörgum stjórnend- um aðhald og auðveldar skipulag á verkferlum í skrifstofustörfum. Báðir aðilar verða að geta treyst hvor öðr- um fullkomlega og þeir þurfa að hafa sömu hagsmuni. Það er verið að koma á verkaskiptingu sem aðilar eru sam- mála um og mikil samskipti eru nauð- synleg til að samstarfið gangi vel upp. Þjónustufyrirtækin segja gjarnan „Sinntu því sem þú gerir best, það gerum við“. Stjórnendur fyrirtækja sem stunda lánsviðskipti og hafa möguleika á vistun geta tekið undir þetta slagorð og sparað töluvert í sín- um rekstri með því að nýta greiðslu- þjónustu og vistun. Hlutverk þeirra sem sinna greiðsluþjónustu er meðal annars að fylgjast með stöðu atvinnugreina um allan heim og vera vakandi varðandi breytingar sem geta verið af efna- hagslegum toga eða stjórnmálaleg- um. Það verður sérstaklega áhuga- vert að fylgjast með þróun heimsmála frá sjónarhól þeirra sem sinna inn- heimtu í alþjóðaviðskiptum. Eftir því sem áhætta af lánsviðskiptum eykst bæði innanlands sem utan, verða rök- in enn sterkari fyrir því sjónarmiði að hagkvæmast sé að láta aðra sjá um stjórnun lánsviðskipta þannig að hver sinni því sem hann er gerir best. Agnar Kofoed-Hansen Höfundur er rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri Midt Factoring á Íslandi hf. Hagræðing Með greiðsluþjónustu og vistun annarrar sér- hæfðrar þjónustu er fyrirtækjum gert kleift, segir Agnar Kofoed- Hansen, að ráða við meiri veltu en ella. Sparnaður eða sóun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.