Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 48

Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég minnist sem ung- ur drengur tilhlökkun- arinnar þegar til stóð að skeppa í heimsókn upp í Brekkugerði. Fyrst var að stafla okkur systkinunum aftur í Landroverinn og svo var haldið af stað. Í þá daga var það dálítið ferða- lag að fara upp í Fljótsdal en nú þyk- ir það ekki tiltökumál og fara sumir margar ferðir á dag. Ég sé ljóslifandi fyrir mér hvernig allt var í Brekku- gerði á þessum tíma, Addi afi situr við endann á eldhúsborðinu, tekur hlýlega á móti okkur og laumar brjóstsykri í lófa okkar en alltaf átti afi eitthvað gott. Amma stendur yfir pottunum og eflaust er hún að sjóða hangikjöt handa gestunum, en aldrei hef ég smakkað betra hangikjöt en það sem var til í Brekkugerði. Amma snýr sér nú að gestunum glöð og ánægð en fátt þótti henni skemmti- legra en að fá gesti. Ef við krakk- arnir vorum sérstaklega góð þá máttum við fara inn í betri stofuna og spilaði þá amma stundum fyrir okkur á orgelið og söng. Við systkinin dvöldum tíma og tíma í Brekkugerði, var það bæði eft- irminnileg og dýrmæt reynsla. Amma var að mörgu leyti sérstök kona, var hún hrókur alls fagnaðar á mannamótum, gat blótað svo að hörðustu karlmenn bliknuðu í sam- anburði og er hún eina konan sem ég veit um sem tók í nefið að staðaldri, það er víst svo gott fyrir sjónina, sagði hún. Amma dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu á Egilsstöðum síðustu æviárin og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyr- ir góða umönnun og vil ég sérstak- lega þakka Sigríði tengdadóttur ömmu fyrir hversu góð og hjálpsöm hún var henni. Nú ertu horfin til nýrra heim- kynna, amma mín, svo að við sjáumst nú ekki í bráð, þú ert efalaust búin að hitta fólkið þitt og hafa það verið fagnaðarfundir og vonandi færðu annað slagið í nefið.Vertu nú bless- uð, amma mín, og þakka þér fyrir ár- in sem þú gafst mér. Kynni mín af þér munu aldrei gleymast. Minning þín er ljós í lífi okkar. Fyrir hönd barnabarna og barna- barna barna, þinn Þorsteinn Óli. Það er kyrrlátur útmánaðardagur líklega veturinn 1952, stillt veður, JÓHANNA J. KJERÚLF ✝ Jóhanna Sigríð-ur J. Kjerúlf fæddist í Brekku- gerði í Fljótsdal 14. september 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu á Egils- stöðum 31. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Val- þjófsstaðakirkju 8. september. dálítill snjór á jörðu, daginn tekið að lengja. Ungur drengur er á leið í skólann. Faðir hans fylgir honum. Þeir ferðast ríðandi og fara hægt inn dalinn. Ferð- inni er heitið að Brekkugerði, þar sem farskólinn skyldi hald- inn næstu vikurnar. Riðið er í hlað í Brekkugerði, þar sem húsfreyjan tekur á móti gestunum opnum örmum, lágvaxin kona, röskleg og með spaugs- yrði á vör. Boðið er upp á kaffi í eld- húsinu við notalegan yl frá stóru kokseldavélinni. Síðan heldur faðir- inn aftur heimleiðis, en drengurinn verður eftir. Hann á að vera í skól- anum næstu vikur og halda til í Brekkugerði. Drengurinn, sem hér um ræðir, er sá sem þessar línur ritar, en hús- freyjan Jóhanna J. Kjerúlf, sem nú er nýlátin tæplega níræð að aldri, og fór útför hennar fram frá Valþjófs- staðarkirkju 8. sept sl. Ekki man ég nú sérlega mikið frá þessari skóladvöl minni í Brekku- gerði, enda stóð hún stutt, þá var skólinn fluttur á annan bæ. Kennari var Guttormur V. Þormar í Geita- gerði. Í Brekkugerði var gamalt hús, sem enn stendur, með útveggjum úr torfi, en timburstafni fram á hlað. Eldhús niðri, en stofa og svefnher- bergi uppi á lofti. Þar fór kennslan fram og þar sváfum við krakkarnir. Stundum svalt á nóttunni, þegar frost var, því upphitun var af skorn- um skammti. Eitt man ég þó, að skólatíminn var liðinn óðar en varði, enda viðfangs- efni næg við nám og leik. Og yfir velferð okkar vakti hús- freyjan, Jóhanna, stjórnsöm og ákveðin, en glaðlynd og gamansöm og án þess að þurfa að beita neinum járnaga. Það heyrðist til hennar, þegar hún talaði eða hló, því henni lá hátt rómur, en ekki minnist ég þess, að hún legði náunganum misjafnt til. Í Brekkugerði stóð heimili Jó- hönnu. Þar bjó hún ásamt seinni manni sínum, Andrési M. Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum, góðum dreng, sem lést fyrir aldur fram í janúar 1979. Fyrri maður Jóhönnu, Stefán Sveinsson frá Glúmsstöðum, lést af slysförum árið 1943. Synir þeirra, sem upp komust, voru Sveinn, Jörg- en og Þorvarður. Einnig var á heim- ilinu aldraður maður, Sveinn Jóns- son, tengdafaðir Jóhönnu af fyrra hjónabandi, greindur karl og orð- heppinn. Á Brekkugerðishúsum, næsta bæ, bjuggu svo heiðurshjónin, Jón J. Kjerúlf, bróðir Jóhönnu, ásamt konu sinni Þorbjörgu Metúsalemsdóttur Kjerúlf, systur Andrésar í Brekku- gerði. Jón lifir enn í hárri elli, búsett- ur í Holti undir Eyjafjöllum. Við allt þetta góða fólk höfðum við fjölskyldan á Droplaugarstöðum ým- is samskipti, sem öll voru góð. Ég á góðar minningar um Jó- hönnu og fjölskylduna í Brekku- gerði. Oft var komið við þar og þegn- ar góðgerðir, sem alltaf voru fram bornar af rausnarskap og gestrisni. Svo vildi til, að við Þorvarður, yngsti bróðirinn í Brekkugerði, vorum fermingarbræður. Vikuna fyrir ferminguna fórum við krakkarnir þrjú af útbæjunum ríðandi til spurn- inga upp í Valþjófsstað hjá sóknar- prestinum, sr. Marinó Kristinssyni. Þar sem ég átti um lengstan veg að fara frá ysta bæ sveitarinnar var alltaf stansað í Brekkugerði og ekki við annað komandi en þiggja þar mat, áður en lengra var haldið. Þessir björtu júnídagar eru mér minnisstæðir og svo auðvitað ferm- ingardagurinn, þegar hann rann upp. Jóhanna var sönghneigð kona, hafði góða söngrödd og söng um nokkurt skeið í kirkjukór Valþjófs- staðarsóknar undir stjórn sr. Mar- inós, sem var annálaður söngmaður. Það fylgdi henni ævinlega hress- andi andblær, hvar sem hún fór. Henni var lagið að koma fremur auga á hinar björtu hliðar lífsins og láta aðra njóta þess, kunni þá list að gleðjast með glöðum og syrgja með syrgjendum. Hún hafði stórt hjarta, þess nutu ýmsir, sem orðið höfðu fyrir áföllum í lífinu. Þeim var styrk- ur í nærveru hennar. Þó fór Jóhanna ekki varhluta af mótlæti lífsins, varð að sjá á bak báð- um eiginmönnum sínum og tveimur sonum á fullorðinsaldri, auk tveggja ungra barna sem hún missti. En fáir heyrðu Jóhönnu æðrast, hún bar harm sinn í hljóði og setti traust á Drottin sinn og frelsara. Síðari árin dvaldi hún á Egilsstöð- um hjá syni sínum, Þorvarði, og konu hans, Sigríði Bergþórsdóttur. Þar átti hún gott og friðsælt ævi- kvöld og hélt andlegum kröftum allt fram undir hið síðasta. Ég mæli fyrir munn móður minnar og systkina, þegar ég votta Jóhönnu í Brekku- gerði þökk að leiðarlokum. Minning- in um mæta konu og þá liðnu daga í Fljótsdalnum yljar. Guð blessi minningu Jóhönnu í Brekkugerði og samúðarkveðjur eru fluttar öllu hennar fólki. Ólafur Þ. Hallgrímsson. Þegar einhver ná- kominn fellur frá verða kaflaskipti í lífi manns, margt breytist en minningarnar verða eftir. Ég minnist föður míns sem glaðsinna, heiðarlegs, vinnusams manns sem mátti ekki vamm sitt vita. Hann var spaugari og gat alltaf séð björtu hliðarnar í erfiði dagsins. Þau voru ófá skiptin sem hann sýndi okkur krökkunum hvernig átti að dansa charleston. Þrátt fyrir það var hann svartsýnn að eðlisfari, sérstaklega hvað viðkom fjölskyldunni. Ég minnist hans við skrifborðið á kvöldin, vinnandi m.a. fyrir Búnað- arfélagið. Það fór mikill tími í það GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON ✝ Guðmundur Eyj-ólfsson, bóndi á Húsatóftum á Skeið- um, fæddist þar hinn 23. maí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 6. október. enda rak hann félagið með glæsibrag. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæm- um, fannst gaman að dansa, enda kallaður danskóngurinn er hann var á Hvanneyri. Stundum tók hann mig með sér á kvöldvökur sem haldnar voru í sveitinni, fyrst var spil- uð framsóknarvist og síðan var dansað. Og hann kenndi mér að hægt er að skemmta sér án þess að hafa vín um hönd. Hann hafði gaman af vísum og kvæðum og á unglingsárum mínum fór hann oft með kvæði og ég átti að finna út höfundana. Varð oft af því hin besta skemmtun. Hann var einstaklega natinn við móður mína eftir að hún varð sjúk- lingur og eru ekki margir sem fara í sporin hans í þeim efnum. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa átt góðan föður. Hvíl þú í friði pabbi minn. Guðrún. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 )     / !      %  (   %%  !  &   (                ?* 62 46/8  , 9      &4 &  &%  4!    ' )!8!  &%  4   ' 4 &     ' ,"!4& &%  63   ' '!, ,"   $  6 ) 12 1 //2 %,   &0! !  "#  $%     6 4 % '  1 /           0 1 8  &  !, %  &   2   !     &  !   &    "3  ",,#   &1  &%  $"   & ' *% +-  &%   !3 $ &%  *% ?   ' !-  &$ &%  )      /     ( ! % ! &    * 1 // 6!  "  '       45   $(!   % ( %  $%     *% $'  '  6         ( ! % ! &  (          ?@/ =8  & 5     !?!3 &%  $%   ' ?!3 ' $'  &%  $% ?!3 ' $',"!$'  &%  2 ! ,"!?!3 &%  6 !4! '      ," '! !,"  6         (   %%  !  &    (   )62?8  A'!B"   )  & 9C&   " ' 2 !% ' ?  ' ?!3  &%  !  '  '  ! '  ; &% 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.