Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JARÐVEGURINN fyrir Starsail- or er bæði vondur og góður, eftir því hvernig á það er litið. Vondur því hver einasta unga sveit sem leikur tilfinningaþrungið, melód- ískt popprokk, leidd af söngvara sem getur sungið í falsettu, er nú sögð apa eftir Coldplay, sem sögð var apa eftir Travis, sem sögð var apa eftir Rad- iohead. Góður vegna þess að þökk sé ofannefndum sveitum að hluta, þá er vönduð og vel samin tónlist, leikin af hæfileikaríkum hljóðfæra- leikurum, í tísku. Plötukaupendur eru ginnkeyptir fyrir dramatískum og háfleygum lagasmíðum, sömd- um og fluttum af tónlistarmönnum sem skammast sín ekkert fyrir að vera með brennandi metnað fyrir því sem þeir eru að gera. Slíkt er náttúrlega alveg ferlega pirrandi ástand í augum þeirra sem telja hið eina sanna rokk og ról vera flutt af kærulausum, groddaralegum, rétt svo spilandi föntum sem gefa skít í allt og alla og mata blaðamenn af fúkyrðum í garð starfsbræðra sinna. Þeim sem segja að rokkið snúist um rétt hugarástand fyrst og fremst - réttu stellingarnar. Starsailor pirrar vafalítið þennan síðarnefnda hóp því sveitin er skip- uð hæfileikaríkum ungum og ein- lægum drengjum sem leggja metn- að sinn í að semja góða tónlist, mikinn metnað. Sem sagt, eftirlæti tengdamæðra. Það er skemmst frá því að segja að Love is Here stendur fyllilega undir þeim væntingum sem gerðar voru til sveitarinnar í kjölfar smá- skífunnar frábæru „Good Souls“, þar sem komið var fram besta Echo and The Bunnymen-lagið síð- an „Killing Moon“. Til mikillar blessunar er þetta kanínubergmál einstakt tilfelli og áhrif Liverpool- sveitarinnar svo gott sem ógreini- leg hinum tíu lögunum á plötunni. Ennfremur er samlíkingin við Coldplay og Travis ósanngjörn því eina sem þessar þrjár sveitir eiga sameiginlegt er að samanstanda af breskum, enskum og skoskum, prúðmennum sem leika aðgengi- lega og dægilega rokktónlist. Helsti galli annars heilsteyptrar plötu er að þrátt fyrir að dramatík- in virki oftast á réttan veg á hún til að fara á stundum yfir strikið og verða hvimleið, einkum þegar söngvarinn James Walsh dembir barka sínum dýrmæta út í full strembnar leikfimisæfingar. Að öðru leyti eru þessir efnilegu stjörnusjóarar færir í flestan sjó og ættu í réttlátum heimi að verða aflakóngar hinir mestu.  Tónlist Færir í flestan sjó Starsailor Love is Here Chrysalis/Skífan Fyrsta breiðskífa björtustu vonar Breta. Þola ekki að vera kallaðir nýju Coldplay, hvað þá nýju Travis. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Way to Fall“, „Talk Her Down“, „Poor Misguided Fool“. SÝN þeirra kringlóttu á góða skemmtan hefur ávallt verið öðrum lögmálum bundin en hins venjulega teitisgosa, ef hann er þá einhvers staðar til. Hér hljómar sveitin líkt og brúðkaupsband á tunglinu; kl. 4 að nóttu, og allir farnir heim nema stöku rauðeygð partídýr. Eða þá ein tékknesk teiknimyndagrúppa úr Klaufabárðaþátt- unum; skipuð létt- kenndum sígaun- um. Eða það sem ég er að reyna fálma eftir: Hunda- diskó hljómar eins og ein skemmtilegasta og um leið súrrealískasta plata sem ég hefi heyrt á árinu. Þeir hundvísu félagar; Hörður, Kristinn og Kormákur hafa lengi eldað eldrautt gleði- og stuðsilfur saman. Sveit þeirra, Hringir, er orð- in meira en áratugs gömul og byrjaði víst sem afleggjari úr hinni alís- lensku karnival- og heimstónlistar- sveit Júpíters og hafa þeir verið vin- sælir á mannamótum ýmiss konar í gegnum tíðina. En ekki búast við „Long train running“ eða „Autumn leaves“ frá þessari sjálfskipuðu sýrupolkasveit. Nei, Hringirnir spila ókennilega blöndu af kokkteilmúsík, sirkustón- list, gamaldag rokki og róli og létt- hlustunartónlist og bregða fyrir sig alls kyns hundakúnstum á meðan þeir eru að því. Þessi skekkta og skemmtilega sýn sveitarinnar gerir að verkum að einatt er eitthvað óvænt og nýtt í vændum; einatt er líf og fjör. Undir niðri liggur svo sterk- ur og kæruleysislegur „mér er alveg sama“ pönktónn, viðhorf sem er þessari karnival-krossferð mikill styrkur. Lögin hér eru frumsamin; bæði hröð og ærslafull en líka hæg og þá næsta stórskrýtin („LSD“ t.d.). Lagatitill eins og „Lygn streymir Rangá“, titill plötunnar, setninga- brot eins og „megi maurar naga burt mitt hold“ og hin stórfenglega útgáfa af „Pop Corn“ ættu að gefa einhverja hugmynd um hið oft og tíðum sér- kennilega en ávallt stórskemmtilega innihald. Gítarleikur Kristins er hugmyndaríkur; orgelleikur Harðar er einfaldlega yndislegur og öllu þessu er haldið örugglega saman af trymblinum knáa, honum Kormáki. Og laglaus og raulkenndur söngur þeirra félaga er punkturinn yfir hið undursamlega i. Hundadiskó er langt í frá eitthvert hundafæði heldur miklu fremur helj- argott og grasserandi æði. Já – bara algert hundaæði! Tónlist Heljar- gott hundaæði Hringir Hundadiskó Edda – miðlun og útgáfa Hundadiskó, geisladiskur Hringja eða sýrupolkasveitarinnar Hr. ingi-R. Sveitina skipa Hörður Bragason (farfísa orgel, bassagítar, söngur, saxófónn, róds píanó og A.R.P. könnuður), Kormákur Geir- harðsson (trommur, slagverk, söngur, básúna og júmbóhrista) og Kristinn H. Árnason (gítar, þeremín, söngur og síló- fónn). Lög og textar eftir Hr. ingi-R, Stein- grím, Þorgeir, Eirík Stephensen, Paul Co- caine og Kingsley. Eitt lagið, „Jenka“, er þjóðlag. Valgeir Sigurðsson tók upp og hljóðblandaði. 45.41 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Ásdís „Sýn þeirra kringlóttu á góða skemmtan hefur ávallt verið öðrum lög- málum bundin en hins venjulega teitisgosa,“ segir Arnar Eggert m.a. um nýja plötu Hringja, Hundadiskó. ÞEIM fjölgar æ sem leggja í útgáfu á tónsmíð- um sínum upp á sitt ein- dæmi. Greiðari og um margt einfaldari aðgangur að nýjustu tækni og vís- indum í upptöku- og út- gáfumálum hefur m.a. stuðlað að þessu og reglu- lega líta dagsins ljós eft- irtektarverðar einyrkjaút- gáfur. Gissur Björn Eiríksson er einn þessara manna en fyrir stuttu gaf hann út sinn fyrsta geisladisk, sem ber hið hæfandi nafn The Beginning. Athygli vekur að ljóðin sem prýða lögin voru samin fyrir tuttugu og sex árum en lagasmíð- arnar sjálfar eru frá þessu ári. Gissur leitaði til Axels Einarssonar tónlistar- manns, sem rekur hljóð- stúdíóið og útgáfufyrir- tækið Stúdíó Stöðin, og var platan tekin upp þar. „Hann birtist bara hérna einn daginn,“ segir Axel Einarsson, „Og það sem hann syng- ur á plötunni er iðulega gert í einni töku,“ rifjar hann upp með nokkurri aðdáun í röddinni. Var það Gissur sem stjórnaði upptökum en Axel að- stoðaði við hljóðfæraleik og slíkt. Í stuttu spjalli við Morgunblaðið sagðist Gissur, sem fæddur er í Skaftafelli, hafa unnið diskinn ásamt áðurnefndum Axeli Einarssyni, í Stöðinni. „Ég hafði aldrei komið í stúdíó áð- ur og þetta er frumraun mín.“ Hann segir að Axel hafi sannar- lega reynst betri en enginn við upp- tökurnar sem hafi tekið þetta einn til tvo mánuði. „Þær gengu alveg prýðilega fyrir sig,“ segir Gissur og er ekkert um það að stæra sig of mikið af útgáf- unni. Þess má að lokum geta að Gissur er með myndband í bígerð við eitt laganna, sem unnið verður í sam- vinnu við Axel. Gissur Björn Eiríksson gefur út geisladisk Tónlistar- æfingar Ljósmynd/Jim Smart Gissur Björn Eiríksson er höfundur hljóm- disksins The Beginning. arnart@mbl.is SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.10. Frá leikstjóra Romeo & Juliet. Stórkostleg mynd með mögnuðum leikurum og frábærum lögum Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com Empire FRUMSÝNING FRUMSÝNING FRUMSÝNING Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. MOULIN ROUGE!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.