Morgunblaðið - 17.10.2001, Page 1
BANDARÍKJAMENN og Pakistan-
ar eru sammála um að ekki beri að
útiloka „hófsama“ liðsmenn talibana-
hreyfingarinnar í Afganistan frá
nýrri ríkisstjórn. Kom þetta fram í
viðræðum Colins Powells, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og pakist-
anskra ráðamanna í Islamabad í gær.
Powell hét því einnig að Bandaríkin
myndu ekki styðja nýja stjórn Afgan-
istan nema hún yrði vinsamleg í garð
„allra nágrannaríkja, þar á meðal
Pakistans“. Ráðherrrann ræðir í dag
við Atal Behari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands.
Gerðar voru áfram miklar loftárás-
ir á Afganistan í gær og farnar meira
en 100 árásarferðir. Talibanar og
hermenn Norðurbandalagsins börð-
ust ákaft um flugvöll við borgina
Mazar-e-Sharif í norðurhluta lands-
ins. Fullyrt var að einn af leiðtogum
talibana hefði beðið um að hlé yrði
gert á loftárásunum til að hægt yrði
að telja Mohammad Omar, voldug-
asta mann talibana, á að framselja
Osama bin Laden. Óskinni var hafn-
að og Ari Fleischer, talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta,
sagði að talibanar vissu vel að þeir
yrðu að framselja bin Laden.
Powell hvatti til þess að mynduð
yrði stjórn á breiðum grundvelli í
Afganistan. „Hugtakið taliban er not-
að um núverandi stjórn en það á einn-
ig við um hóp einstaklinga eða þjóð
og ef stjórnin verður brotin á bak aft-
ur geta enn verið til staðar menn sem
eftir sem áður telja að kenningar og
trú hreyfingarinnar séu mjög mikil-
væg,“ sagði Powell áður en hann hélt
frá Pakistan. Hann sagði að vildu þeir
taka þátt í að byggja upp nýtt Afgan-
„Hófsamir“ talibanar
verði með í nýrri stjórn
Nýju-Delhí, Kabúl, Islamabad, London, Jerú-
salem. AP, AFP.
AP
Slökkviliðsmaður í Kabúl dælir vatni á eld í birgðageymslu Rauða
krossins í gær. Talið er að bandarísk sprengja hafi lent á húsinu.
istan yrði einnig að hlýða á raddir
þeirra. Talibanar eru flestir úr röðum
stærsta þjóðarbrotsins, pashtúna.
Pervez Musharraf Pakistansfor-
seti hét því á blaðamannafundi með
Powell að hvika hvergi í stuðningi
sínum við Bandaríkin þrátt fyrir hörð
mótmæli múslímaleiðtoga landsins.
„Við munum halda þessu samstarfi
áfram meðan aðgerðirnar standa yf-
ir,“ sagði hann. En aðeins yrði hægt
að koma á endanlegum friði í Afgan-
istan ef þar næðist breið samstaða.
Musharraf sagði marga hófsama
menn vera í hópi ráðamanna talibana.
Powell sagði að Bandaríkjamenn
álitu brýnt að hafnar yrðu viðræður
um deiluna milli Pakistana og Ind-
verja um Kasmír en Indverjar líta
svo á að um innanlandsmál sé að
ræða. Pakistanar styðja múslima-
hópa sem berjast gegn indverskum
yfirráðum í héraðinu með hryðju-
verkum.
Samþykkir Palestínuríki
með skilyrðum
Ein helsta ástæða gagnrýni
margra múslíma á vesturveldin er
deilan um hlutskipti Palestínumanna.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, sagðist í gær myndu samþykkja
að Palestínumenn fengju að stofna
sjálfstætt ríki á svæðum sínum en
með því skilyrði að þar yrði ekki her.
Ísraelar myndu hafa eftirlit með
landamærum ríkisins og ráða áfram
yfir Jerúsalem, helgum stöðum borg-
arinnar og umdeildum hverfum Pal-
estínumanna. Bæði Bush forseti og
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, hafa lýst ákveðnum stuðningi
við sjálfstætt ríki Palestínumanna.
Powell hvetur til
viðræðna Ind-
verja og Pakist-
ana um Kasmír
Lágflugsárásir/19
237. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 17. OKTÓBER 2001
TALSMENN tollgæslunnar í Rúss-
landi segja að gripið hafi verið til
sérstakra ráðstafana til að hindra
að send séu bréf með miltisbrands-
sýklum til landsins. Ritstjórar dag-
blaðsins Komsomolskaja Pravda
sögðust í gær hafa fengið tortryggi-
legan pakka frá Ástralíu, í honum
fannst flaska með vökva sem lög-
regla ákvað að rannsaka. Rússar
hafa mikla reynslu í að fást við sjúk-
dóminn og er talið að þeir geti gefið
Bandaríkjamönnum góð ráð. Hugs-
anlegt er talið að miltisbrands-
afbrigðið sem greinst hefur vestra
hafi upprunalega komið frá rann-
sóknastöðvum Sovétríkjanna
gömlu.
„Rússneskir sérfræðingar eru
reiðubúnir að veita þegar í stað öðr-
um þjóðum aðstoð í þessum mál-
um,“ sagði Alexander Ívanov, sem
situr í opinberri nefnd er annast
farsóttaeftirlit. Rússar gerðu í
nokkra áratugi tilraunir með af-
brigði af miltisbrandi með sýkla-
hernað í huga og árið 1979 varð slys
í leynilegri rannsóknastofu hersins
skammt frá Sverdlovsk í Úralfjöll-
um. Duft með óvenju hættulegu af-
brigði af sýklinum slapp út í and-
rúmsloftið og að sögn stjórnvalda
fórust 68 manns, aðrir telja að fórn-
arlömbin hafi verið margfalt fleiri.
Líffræðingurinn Alexei Jablokov,
sem var formaður umhverfisnefnd-
ar rússneska öryggisráðsins 1992–
1996, segir að Rússar hafi af þess-
um sökum ræktað fjölmörg afbrigði
miltisbrandsspora í miklu magni til
að geta framleitt nægt bóluefni ef
nauðsyn krefði. Jablokov telur lík-
legast að hafi hryðjuverkamenn
komist yfir spora sé um að ræða
efni úr rannsóknastofum í Kazakst-
an eða öðrum fyrrverandi sovétlýð-
veldum í Mið-Asíu. Vitað er að Írak-
ar hafa gert tilraunir með
sýklavopn en ekki eru neinar vís-
bendingar um að þeir eigi aðild að
sýklahernaðinum í Bandaríkjunum.
Enn berst fjöldi tilkynninga um
grunsamleg bréf til yfirvalda í
Bandaríkjunum en staðfest hefur
verið að fjórir hafi fengið miltis-
brand. Oft er um að ræða gabb og
fordæmdi John Ashcroft dómsmála-
ráðherra í gær þá sem stæðu fyrir
sendingunum. „Falskar hótanir um
hryðjuverk valda álagi á lögreglu-
stofnanir sem þegar hafa of mikið
að gera og einnig heilbrigðisstofn-
anir,“ sagði ráðherrann.
Bjóða aðstoð
gegn sýkla-
vopnum
Moskvu, Washington. AFP, AP.
Reuters
Portúgalskir hermenn í Lissabon rannsaka kassa sem þótti grunsamlegur. Víða um heim er mikill viðbúnaður
vegna ótta við sýklavopnaárásir hryðjuverkamanna sem ljóst er að gerðar voru í Bandaríkjunum.
Sjö mánaða/20
Rússar þjálfaðir í að eiga við miltisbrand og sagðir eiga miklar birgðir af bóluefni
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsríkjanna samþykktu í
gær á fundi í Lúxemborg að grípa til
mjög víðtækra aðgerða gegn pen-
ingaþvætti og aðferðum til að hafa
áhrif á markaðinn í því skyni að fjár-
magna hryðjuverkastarfsemi.
Núgildandi lög um peningaþvætti
ná aðeins til afbrota, sem tengjast
eiturlyfjasölu, en nú hefur verið
lagður fram langur listi yfir alls kon-
ar starfsemi og starfsgreinar, sem
hætta er talin á að verði misnotaðar.
Öllum fasteignasölum, lögbókend-
um, lögfræðingum, seljendum dýrra
steina og málma, listaverkasölum,
uppboðshöldurum, þeim sem annast
yfirfærslur, og spilavítum, svo
nokkrir séu nefndir, verður nú skylt
að skýra frá öllum grunsamlegum
fjármagnshreyfingum.
Frits Bolkestein, sem fer með
málefni innri markaðarins í Evrópu,
sagði, að með samþykktinni hefði
verið stigið stórt skref í baráttunni
gegn hryðjuverkamönnum og skipu-
lögðum glæpasamtökum.
Bönkum verður skylt að gefa upp-
lýsingar um grunsamlega viðskipta-
vini sína og fjármagnsfærslur þeirra
og muni þeir ella verða beittir hörð-
um refsiaðgerðum. Alþjóðleg stofn-
un, sem berst gegn peningaþvætti,
FATF, hefur raunar þegar lagt til,
að eyríkið Nauru í Kyrrahafi verði
beitt refsiaðgerðum nema það hafi
bætt ráð sitt fyrir nóvemberlok.
Banka-
leynd
afnumin?
Lúxemborg. AFP.
ESB gegn
peningaþvætti