Morgunblaðið - 17.10.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.10.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAtvinnumannsferli Bjarka Gunnlaugssonar lokið / B3 Sigurganga Hauka og Vals heldur áfram / B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag RÍKISSTJÓRNIN ætlar að beita sér fyrir því að 2.700 milljarða rík- isábyrgð vegna trygginga íslensku flugfélaganna, sem gildir til 25. október, verði framlengd til ára- móta. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, hefur hvatt öll flugfélög til að fá framlengingu á ríkisábyrgðum vegna trygginga þeirra til 1. apríl á næsta ári. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra lagði fram minnisblað um málið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun og var ákveðið að rík- isstjórnin beitti sér fyrir því að tíma- bil ríkisábyrgðarinnar yrði fram- lengt til 31. desember. Hins vegar segir fjármálaráðherra að allt kapp sé lagt á að málin leysist með öðrum hætti löngu fyrir þann tíma og sé það í samræmi við það sem Evrópu- sambandið sé að beita sér fyrir. Í kjölfar árásarinnar á Bandaríkin 11. september sl. sögðu trygginga- félög upp tryggingum flugfélaga, ekki síst vegna ótta þeirra við stríðs- átök og frekari hryðjuverk. 23. sept- ember sl. ákvað íslenska ríkisstjórn- in að setja bráðabirgðalög sem heimiluðu henni að veita ábyrgð á tryggingum íslenskra flugfélaga. Ábyrgðin hljóðaði upp á 2.700 millj- arða króna og gildir til 25. október. Geir H. Haarde flutti frumvarp til staðfestingar bráðabirgðalögunum og er það í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, en nú þarf að flytja breytingartillögu við frumvarpið um að breyta dagsetningunni. Afgreiða verður málið í vikunni því þinghlé verður í næstu viku. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að ekki sé búið að leysa tryggingamál flug- félaga IATA og þótt þokast hafi áleiðis sé langt í land. Trygging, sem ekki hafi staðið til boða, sé nú að ein- hverju leyti í boði en IATA telji að flugfélögin geti ekki gengið að sett- um skilyrðum og hafi því hvatt til áframhaldandi ríkisábyrgðar. For- seti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar hafi tekið í sama streng og ætli að senda viðkomandi ríkisstjórnum áskorun sína skriflega, en 63 ríki veittu ríkisábyrgð vegna trygginga viðkomandi flugfélaga. Ábyrgðartrygging flugfélaga rennur út 25. október Ríkisábyrgðin fram- lengd til áramóta VEL viðraði til útiverka á höfuð- borgarsvæðinu í gær þótt októ- bermánuður sé nú meira en hálfnaður. Sólin varpaði geislum sínum á menn og vélar sem unnu af kappi að verkum sínum eins og sjá má af skuggamyndunum. Miklar annir hafa verið hjá iðn- aðarmönnum á höfuðborgarsvæð- inu að undanförnu, en margt bendir til þess að heldur minna verði að gera hjá þeim á næst- unni. Sama má segja um þá sem vinna að jarðvinnu. Morgunblaðið/RAX Viðrar vel til útiverka ALMANNAVARNIR ríkisins og landlæknisembættið telja afar litlar líkur á að miltisbrandur eða aðrar sýkingar berist hingað til lands með póstsendingum. Engin ástæða sé fyrir almenning að breyta daglegum athöfum sín- um vegna þessa. Í fréttatilkynningu frá Al- mannavörnum og landlækni kemur fram að eigi að síður hafi margar spurningar borist til landlæknisembættisins og Al- mannavarna um málið, en þær funduðu með ríkislögreglustjóra í gær til að skilgreina það sem kalla mætti grunsamlegan póst. Helstu spurningarnar og svör við þeim eru á heimsíðu land- læknis, www.landlaeknir.is og tenging þangað frá heimasíðu Almannavarna www.avrik.is. Þessar upplýsingar verða endur- skoðaðar eftir þörfum. Í tilkynningunni er þó áréttað að berist grunsamlegur póstur megi hafa eftirfarandi í huga: „Póstur gæti talist grunsamleg- ur ef fleira en eitt af eftirfarandi á við: Sending stíluð á þekkta einstaklinga eða þekktar stofn- anir, uppruni óþekktur, viðtak- andi óljós, sending berst frá landi þar sem miltisbrandstilvik hafa komið upp, sendingar velkt- ar, óhreinar eða einkennilega stafsettar. Mestu máli skiptir þó mat viðtakanda sjálfs á eðli sendingarinnar. Teljist sending grunsamleg samkvæmt ofanskráðu má setja hana í loftþéttan, gagnsæjan plastpoka. Það útilokar að milt- isbrandur geti borist út í and- rúmsloftið. Forðast skal að handleika bréfið með berum höndum meira en nauðsyn kref- ur áður en það er sett í plastpok- ann, en best er að nota hanska við það. Þvo skal hendur með heitu vatni og sápu eftir að bréf- ið er handleikið. Hægt er að nota poka með loftþéttum plastrenni- lásum eða venjulegan plastpoka sem loka má með límbandi. Auðvelt á að vera að opna sendinguna inni í loftþéttum plastpokanum, en gera þarf það með ýtrustu varúð svo plastpok- inn rifni ekki. Sé innihaldið með dufti eða torkennilegum skila- boðum skal tilkynna það lög- reglu sem sækir og rannsakar sendinguna. Því er beint til stofnana að öryggisfulltrúar eða aðrir tilgreindir einstaklingar taki afstöðu til mála af þessu tagi. Lögreglan hefur samband við sóttvarnayfirvöld ef þörf krefur. Sé erfitt að opna bréfið skal lög- regla til kölluð og sækir hún þá bréfið. Bregði svo ólíklega við að upp komi grunsamlegt tilvik um mengun er heilbrigðisþjónustan undir það búin að bregðast við, t.d. eru lyf við sjúkdómnum í öll- um byggðum landsins.“ Ólíklegt að miltisbrandur berist hingað UMSÓKNARFRESTUR rann út á mánudag fyrir þá sauðfjárbændur sem vildu selja ríkissjóði sauðfjár- kvóta samkvæmt síðasta búvöru- samningi. Að sögn Guðmundar Sig- þórssonar, formanns Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga, bárust umsóknir frá um 60 bænd- um sem vildu selja ríkinu um 8.400 ærgildi. Umsóknir hafa þá komið um sölu á 43.500 ærgildum en á síð- asta ári seldu nálægt 350 bændur eða greiðslumarkshafar ríkinu ríf- lega 35 þúsund ærgildi. Eftir standa því 1.500 ærgildi en sam- kvæmt búvörusamningnum, sem undirritaður var í mars árið 2000, var miðað við að eftir sölu á 45 þús- und ærgildum myndi ríkið hætta kaupunum og viðskipti með greiðslumark sauðfjár, eða sauð- fjárkvóta, yrðu gefin frjáls. Sauðfjárbændur fá í haust 19 þúsund krónur fyrir hvert ærgildi en í fyrra greiddi ríkið 22 þúsund fyrir ærgildi. Í fyrra greiddi ríkið um 770 milljónir fyrir kvótann og flest bendir til að það greiði um 150 milljónir fyrir kvótann á þessu ári eða samtals um 900 milljónir króna á tveimur árum. Þeir sem ætla að selja á næsta ári fá minna fyrir hvert ærgildi, eða 16 þúsund krón- ur. Hefðu umsóknir borist um sölu á þeim sauðfjárkvóta sem upp á vant- aði á þessu ári, um 10 þúsund ær- gildum, hefðu viðskiptin verið gefin frjáls um næstu áramót. Guðmund- ur Sigþórsson telur litlar sem engar líkur á að þetta uppkaupamarkmið náist, þrátt fyrir að heimilt sé að gera samninga til 15. nóvember nk. Hann sagði að um tíma í haust hefðu verið komnar umsóknir fyrir 10 þúsund ærgildum en þónokkrir greiðslumarkshafar dregið um- sóknir sínar til baka af ýmsum ástæðum. Meðal skýringa má nefna að bændur fengu óvænt heyforða fyrir veturinn sem þeir vildu nýta og sumir vildu selja kvótann öðrum en ríkinu, t.d. með skiptum fyrir mjólkurkvóta. „Miðað við viðbrögðin á síðasta ári, þegar ríkið keypti 35 þúsund ærgildi, bjuggumst við jafnvel við að markmiðið næðist í ár. Að nokkru leyti kemur þessi niður- staða nú okkur á óvart,“ segir Guð- mundur. Af þeim um 410 greiðslumarks- höfum sauðfjár sem selt hafa ríkinu eru fáir bændur sem eru að bregða búi, aðallega eru þetta svonefndir „tómstundabændur“ eða bændur á blönduðum búum sem eru kannski alfarið að snúa sér að nautgripa- rækt eða annarri grein landbúnað- arins. Uppkaup ríkisins á sauðfjár- kvóta klárast ekki í haust Viðskipti með kvóta ekki gefin frjáls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.