Morgunblaðið - 17.10.2001, Page 44

Morgunblaðið - 17.10.2001, Page 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR VEIT svo sem ekki hvað hefði þurft að ganga á til þess að slá á áhuga íslenskra bíógesta á fram- haldsnámskeiðinu í bandarískri kökugerð. Nýtt bíó gætt fimm nýjum sölum, hverjum öðrum betri. Tveir nýir lúx- ussalir með glansandi fínum og fið- urmjúkum leðursætum. Fimm frum- sýningar, þar af ein umtalaðasta og um leið rómaðasta mynd ársins og í ofanálag önnur sem boðar byltingu í tölvutækni kvikmyndanna. Americ- an Pie 2 stóð af sér allan atganginn og það af allnokkru öryggi. Alls lögðu um 5 þúsund manns leið sína á myndina yfir helgina og hljóða allra nýjustu heildaraðsóknartölur upp á 24 þúsund manns. Vel af sér vikið það og enn eitt merkið um að vand- ræðagangur á rúmstokknum selur grimmt. Hver man ekki eftir vin- sældum Porky’s-myndanna sígildu sem Bíóhöllin sýndi fyrir fullu húsi á fyrri hluta níunda áratugarins? Af þeim fimm myndum sem varp- að var í fyrsta sinn á hvíta tjaldið um helgina gekk aðalopnunarmynd Smárabíós, Moulin Rouge, best. Að sögn Guðmundar Breiðfjörð, mark- aðsstjóra kvikmyndadeildar Norður- ljósa, sóttu hana yfir 3.300 manns um helgina, frá föstudegi til sunnudags, en myndin var frumsýnd á miðviku- daginn. Síðan þá hafa í heild um sex þúsund manns séð myndina en að sögn Guðmundar hefur verið uppselt á allar sýningar kl. 8 og 10 og á öllum sýningartímum í lúxussalnum, sal 3. Guðmundur segist sannfærður um að myndin eigi eftir að ganga lengur en gengur og gerist. Komi þar tvennt til; annars vegar spyrjist hún ein- staklega vel út og fái afburðadóma og hins vegar sé þetta mynd sem fólk vill sjá oftar en einu sinni: „Þetta er einfaldlega ekki mynd sem er frum- sýnd með látum en deyr svo út jafn- harðan.“ Hin opnunarmynd Smárabíós, Final Fantasy, fór einnig ágætlega af stað. Um helgina sáu hana yfir 2.500 manns en frá því að hún var frumsýnd á miðvikudeginum og fram til þriðjudags hafa um fimm þús- und séð hana, sem Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar- innar, segist vera mjög sáttur við. Aðrar nýjar myndir fóru af stað með heldur minni látum en þó ber að gefa gaum óvæntri en ávallt kærkominni inn- komu Filmundar gamla í heiðurs- sætið enda á hann heiður skilinn fyr- ir framlag sitt til bættrar bíómenn- ingar á Ísalandi.                                                               ! "     # $ !  %   &   '%(#                            !     "###  $ !  %    & '    (  )*) + ,  +   !  )))       -   ./ ( 0& $ 1                        ) # # * + # , - # . / 0 )1 )+ 2 )) ). )- +1 #   + 3 3 + + 3 + , 3 / )* - . , - * )- )1 +/ 3 45678 #9 45 :(48 &  8 ;<5"45 <"458  97 "458 "45 &  <"458 : "458 "45 &  8 #93"45 :(4 <"458 ="8 "45 &  $ <"458 #9 45 :(4 $ <"458 <"458 "45 45678 45" 45678 : "458 &  8 ;<5"45 45678 #9 45 &  45678 45"8 : "458 &  8 >(97  45678 : "458 #9 45 :(48 ;<5"458 ? $ <"458 ="8 #9 45 :(4 45678 45"8 &  97 "458 >(9 "45 ;<5"458 : "45 <"458 =" ;<5"45 $ <"458 @  9 4567 ;<5"45 American Pie 2 heldur efsta sætinu þrátt fyrir stóraukna samkeppni Nýtt bíó og fimm nýjar myndir Kvikmyndarýnirinn Roger Ebert lýsti (jákvæðri) upplifun sinni á Moulin Rouge þannig að hún væri eins og að vera fastur í lyftu með heilum sirkusi. skarpi@mbl.is HARALDUR Guðni Bragason á sérstakan stað í hjarta mér. Geisladiskur hans sem út kom seint á árinu 1999 og kallaðist Embla var sá diskur sem ég tók síðast undir dóm þá vertíðina og er mér í fersku minni hvað hárin risu þægilega á höfði mér. Tónlist- in sem þar er að finna er nefnilega sannarlega ein- stök, eða eins og segir í uppruna- legum dómi: „Tónlistin hljómar eins og … samsuða af 20. aldar tónskáldinu Charles Ives, Captain Beefheart, Frank Zappa, frjálsum djassi Johns Zorns og bandarísku hljómsveitinni Residents…“ (Mbl., 11. jan. ’00). Því var það af lævi blöndnum spenningi sem ég læddi Aski, nýjustu hugarsmíð Haralds, undir geislann. Á Aski er Haraldur búinn að skrúfa nær alfarið fyrir „rosaleg- heitin“ sem var að finna á Embl- unni, er hér í einhvers konar „við kertaljós“-stuði og lögin líða ljúf- lega í gegn á undarlega rómantísk- an hátt. Askur veldur þó síður en svo vonbrigðum. Rammur skemmtara- bragurinn gefur plötunni þessa yndislegu en um leið hrollvekjandi áru sem einkenndi fyrri plötuna er best lét og Haraldi tekst ætíð að gefa hverju lagi sitt einstaka og furðukennda sérkenni. Sjá t.d. „Bangsasöng“ sem er brotið upp með skrýtnu og skemmtilegu gelti. Umslagshönnun Haralds er yf- irmáta ótrúleg. Leturgerð, sam- setning, uppsetning; þetta er hreint út sagt engu líkt og ég hefi aldrei séð annað eins á ævinni! Hugtök eins og ljótt/fallegt ná ein- faldlega ekki yfir það sem á borð er borið hér. Ég ætla ekki í grafgötur með það að ég bíð spenntur eftir næstu útgáfu Haralds enda hefur hann sýnt og sannað að það er hiklaust allt betra en að vera eins og sauð- svartur almúginn. Á meðan á bið- inni stendur ætla ég að brjóta heil- ann um það hvort Haraldur er að gera þetta af grunleysi eða af þaulskipulagðri innsýn og anda- gift. Því sem fyrr er ég í raun engu nær. Í þessu felst snilld Har- alds Guðna Bragasonar. Tónlist Askur kallar jörð Haraldur Guðni Bragason Askur Haraldur gefur sjálfur út Askur, annar geisladiskur Haralds Guðna Bragasonar. Lögin eru samin og leikin af Haraldi á hin ýmsu tæki og tól. 28,07 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen                               !"  " #$% && <     <+   ' (  ) *  ' +  '  " 2%   =     <:>    '&    )* &     " ,- .  '  *       " /0  12# 1$$" 333"'" Blástur fimmtudaginn 18. október kl. 19:30 í Háskólabíói föstudaginn 19. október kl. 19:30 í Háskólabíói Grænáskriftaröð AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Sergej Prokofjev: Klassíska sinfónían Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfonia Concertante K. 297 Antonin Dvorak: Sinfónía nr. 8 Það verður sannkölluð hátíðarstemmning í Háskólabíói á fimmtudag og föstudag því þá heldur Blásarakvintett Reykjavíkur upp á 20 ára starfsafmæli sitt. Og tónskáldin eru ekki af verri endanum: Prokofjev, Mozart og Dvorak. Góða skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Blásarakvintett Reykjavíkur M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN    ' ) 4 ?    <+   ? 566/7 +    <   ? 9:; /<8    % <   <+ 566/7 <    <)   8 566/7 *   % < '  <+ =5/ /<8 #    * '  ? =5/ /<8 :   % ? '  <+ =5/ /<8      '  8 =5/ /<8 =8>"       0  @6  &  %  :!?                !     &  +!? '  /0  ? 1#$$                      !"#$%&'%#()$$*+()"$*, BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Frums. Lau 20. okt kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI 2. sýn. su 21.okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nóv kl. 14 - UPPSELT Su 4. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fi 18. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 19. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK Frumsýning fi 25.okt. kl. 20 - UPPSELT 2. sýn fö 26. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett 2. sýn fi. 18. okt. kl. 20 - UPPSELT 3 sýn fö 19. okt. kl 20 - UPPSELT 4. sýn lau 27. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 5. sýn su 28. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fi 18. okt. kl. 20 - UPPSELT Fö 19. okt. kl. 20 - UPPSELT 20/10 og 21/10 í Vestmannaeyjum Fi 25. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt. á Sauðárkróki Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.