Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á Alþingi Íslendinga gerist það stundum að skemmtileg álitamál skjóta óvænt upp kollinum við hefð- bundnar umræður og draga að sér alla athyglina. Þetta á ekki síst við umræður um fjárlög og fjáraukalög fjármálaráðherra hverju sinni, en í þeim er ekki óalgengt að frjó um- ræða og fjörug spinnist út frá ein- stökum kostnaðarliðum. Getur slík orðræða orðið hin forvitnilegasta og segja má að sú hafi einmitt orðið raunin fyrsta þingdag í síðustu viku í umræðu um fjáraukalög. Það var þá sem þingheimi varð ljós óvæntur kostnaður við móttöku gjafar frá frændum vorum Norðmönnum. Það var einn fulltrúi Samfylking- arinnar í fjárlaganefnd, Einar Már Sigurðarson af Austurlandi, sem benti á kostnaðarlið í fjáraukalög- unum upp á 10 milljónir kr. vegna merkrar gjafar til íslensku þjóð- arinnar, Auðunarstofu að Hólum í Hjaltadal. Benti hann á að skýringar við kostnaðarliðinn fælust m.a. í breyttu gengi og vaxtakostnaði. „Það er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvernig slíkt getur verið skýring á gjöf frá Norðmönnum til okkar, þ.e. hvernig gjöfin geti verið háð gengisbreytingum sem slík. Og hvaða vaxtakostnaður hefur fallið á þessa merku gjöf?“ spurði Einar Már og sagði „alveg óhjákvæmilegt“ að þingheimi yrði gerð grein fyrir því hvernig þessir hlutir hefðu orðið til. Þar með var forvitni blaðamanns vakin og meðan Einar Már og fleiri þingmenn gerðu fjölmarga aðra liði í fjáraukalagafrumvarpinu að umtals- efni, gluggaði hann í þingskjölin til þess að rýna í fyrirliggjandi upplýs- ingar um þessa merku gjöf Norð- manna. Eftir nokkra leit lágu þær upplýsingar fyrir að á Hólum hafi verið unnið að smíði Auðunarstofu; gjöf frá Félagi skógareigenda í Harðangri. Fólst gjöfin í mestöllu timbri í húsið, sérvöldu timbri sem valið var í skógi og síðan þurrkað og unnið í Noregi til uppsetningar. Á sínum tíma mun hafa verið ákveðið af hálfu íslenskra stjórnvalda að taka við þessari gjöf og koma húsinu upp. Á fjárlögum 1999 voru ákveðn- ar 12 milljónir kr. vegna Auð- unarstofu, sama upphæð ári síðar og alls 33 milljónir kr. fyrir árið 2001. Samtals gera þetta 57 milljónir kr. og er þá gert ráð fyrir að eftir standi 22 milljónir af kostnaði við húsið. Er ætlunin að það fé komi af fjárlögum 2002 og frá biskupsstofu. Auk lið- arins af fjáraukalögum 2001 upp á 10 milljónir er því ljóst að kostnaður við móttöku gjafarinnar frá vinum vorum í Harðangri nemur ekki undir 89 milljónum kr.! Væntanlega hafa íslensk stjórn- völd ekki séð fyrir hin miklu útgjöld við móttöku gjafarinnar. Allt að einu kom Geir H. Haarde fjármálaráð- herra um síðir í umræðunni að þess- um lið sem Einar Már hafði óskað nánari skýringa á. „Hér er um það að ræða að aðilar í Noregi færðu Íslendingum gjöf. Það er alveg rétt að þessi gjöf er þeim annmörkum háð að viðurinn í þetta hús sem kemur frá Noregi er gefinn Íslendingum sem tré úti í skógi í Noregi. Það kostar sitt í norskum krónum að gera sér mat úr þeim efnivið,“ sagði Geir og sýndist blaða- manni nú áhugi þingheims á þessu máli hafa vaxið um allan helming. „Vissulega er þetta allt heldur óvenjulegt mál. Vegna þess hvernig það er í pottinn búið hafa því miður fallið til ótrúlega miklir og stórir kostnaðarliðir vegna verkefnisins. Mér finnst það afskaplega leiðinlegt, ég verð bara að viðurkenna það. Hún er undarleg og óvenjuleg sagan sem tengist þessu húsi. En þetta hús verður að klára að byggja fyrst að á því var byrjað. Norðmenn gáfu okk- ur efnivið sem notaður verður til að byggja upp þetta fornfræga mann- virki. Við verðum auðvitað að manna okkur upp í að klára þetta verk,“ sagði fjármálaráðherrann. Nokkur umræða spannst enn um Auðunarstofu og sagði Einar Már glaðbeittur að ráðherrann hefði svo sannarlega hitt naglann á höfuðið með því að orða þetta svo að Norð- menn hefðu gefið okkur efnivið. Lokaorðin átti þó fjármálaráð- herrann, sem er, eins og kunnugt er, af norskum ættum: „Það gaukaði því að mér einn þingmaður hvort við gætum nú ekki fundið eitthvað skemmtilegt til að senda Norð- mönnum svona í vináttuskyni, en ég veit ekki um það.“ Já, hvað skal nú gefa frændum vorum?      Hvað skal nú gefa frændum vorum? EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is EKKI stendur til að ráðast í lest- arsamgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins á næstunni en kostnaðurinn við það er svip- aður og framlag ríkisins til umferð- armannvirkja á höfuðborgarsvæð- inu og tvöföldun Reykjanesbrautar næstu 12 árin. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, segir mikilvægt að fólk átti sig á því að áform ríkisins séu að tvöfalda Reykjanesbraut og lestarsamgöngur á milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins séu ekki á dagskrá á næstu árum. Greint var frá því á fimmtudag að tekjur af hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur myndu standa undir rekstrarkostnaði lest- arinnar en eftir stæði um 24 til 30 milljarða króna framkvæmda- kostnaður, samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykja- víkur og borgarverkfræðinginn í Reykjavík. Sturla Böðvarsson segir ljóst að með tvöföldun Reykjanesbrautar aukist afkastageta hennar. Þegar tvöföld Reykjanesbraut anni ekki lengur umferðinni hljóti að verða tekið til skoðunar hvort lest sé sá kostur, sem eigi að velja, fremur en að breikka brautina. Á þetta þurfi að leggja kalt mat vegna þess að tekjur af lest standi einungis undir föstum rekstrarkostnaði og greiði væntanlega ekkert í vexti eða af- borganir af stofnkostnaði, eins og fram hafi komið í kynningu á skýrslunni, sem unnin hafi verið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og borgarverkfræðinginn í Reykjavík. Þessi fjárhæð, um 24 til 30 millj- arða kostnaður við lest, sé svipuð og gert sé ráð fyrir að ríkið leggi í umferðarmannvirki á höfuðborgar- svæðinu og tvöföldun Reykjanes- brautar næstu 12 árin. Allir verði að gera sér grein fyrir hvað lest sé mikil fjárfesting og þess vegna þurfi að meta mjög rækilega hvort lest sé sá kostur sem sé þjóðhags- lega hagkvæmur. Fyrsti áfangi skýrslunnar sýni ekki fram á það og þess verði að gæta að gefa fólki ekki einhverjar falskar vonir um lausn sem felist í lest. Fámennið geri það að verkum að hagstæðasti kosturinn verði að verða fyrir val- inu á þessari leið eins og öðrum. Lestarsamgöngur ekki á dagskrá á næstunni Áformin eru að tvöfalda Reykjanes- braut, segir samgönguráðherra INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist líta á stofnkostn- að við byggingu járnbrautarlestar á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur á sama hátt og annan kostnað vegna framkvæmda ríkis og sveitarfélaga við samgöngumann- virki. Í því sambandi sé nauðsynlegt að meta þjóðhagslega hagkvæmni þegar ákveðið verður hvort af fram- kvæmdinni verði. „Ég rökstyð það með sama hætti og gert er í öllum öðrum löndum þar sem sett eru upp slík samgöngutæki þar sem ríki og sveitarfélög hafa yf- irleitt staðið undir fjárfestingunni. Við gerum það líka með vegina og þetta er bara hluti af stofnbrauta- kerfinu og eðlilegt að það komi inn í þá heildarmynd,“ segir borgarstjóri. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er ekki dregið í efa, þegar talað er um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæð- inu til næstu 25 ára, að ríki og sveit- arfélög eigi að standa undir allt að 60 milljarða fjárfestingu í stofnbraut- um og segist hún ekki líta stofn- kostnað við uppsetningu járnbraut- arlesta öðrum augum. „En ég tel hins vegar mjög mikilvægt, þegar um svona framkvæmd er að ræða eins og aðrar í þessu stofnbrauta- kerfi, að menn reyni að meta arð- semina og hinn þjóðhagslega hag af framkvæmdinni.“ Gæti stuðlað að því að flytja allt flug á einn stað Borgarstjóri segir að meta þurfi m.a. hagkvæmni þess að nýta inn- lenda orku í stað innfluttra orku- gjafa og einnig komi umhverfismál inn í myndina. Slysum myndi líklega fækka og möguleikar aukast á að draga úr fjárfestingum annars stað- ar. Þá bendir Ingibjörg Sólrún á að vitað sé að landverð hækki þar sem ráðist sé í framkvæmdir við járn- brautarlestir, bæði við endastöðvar og meðfram slíkum brautum. „Það er ekki búið að taka þessa þætti inn í útreikninga á hagkvæmni lestar en það verður gert í næsta fasa, það er að meta hinn þjóðhagslega ávinning andspænis stofnkostnaðinum,“ segir borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún segist ekki geta lagt á það mat á þessari stundu hvort lest sé hagkvæmari kostur en upp- bygging vegakerfisins milli Reykja- víkur og Keflavíkur, en bendir á að lest sé bæði fljótvirkari aðferð og væntanlega mun hættuminni. Þá gæti tilkoma lestar orðið þáttur í því að færa allt flug á einn stað. „Ef það yrði ákveðið núna að fara út í athug- un á þessum þjóðhagslega ávinningi, þá væri hægt að ljúka því verki í febrúar eða mars á næsta ári,“ segir borgarstjóri. Meta þarf þjóðhagslega hagkvæmni KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hug- myndir um framkvæmdir við járn- brautarlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur óraunhæfar þar sem ljóst sé að tekjur muni ekki standa undir stofnkostnaði. Jafnframt telur hann þær forsendur, sem koma fram í áfangaskýrslunni og gefa til kynna að tekjur muni standa undir rekstr- arkostnaði, hæpnar. „Þessi skýrsla er mjög athyglis- verð að mörgu leyti og ég held að niðurstaða hennar sýni best hve kostnaðurinn yrði gífurlega mikill og ekki minni en 24 til 30 milljarðar króna. Þannig að mér finnst skýrsl- an algerlega sýna að slíkur kostur mun ekki standa undir sér, engan veginn,“ segir Kjartan. Gæluverkefni og skattgreiðendur Hann segir hugmyndir borgarfull- trúa R-listans um járnbrautarlest til Keflavíkur sýna vel þá tilhneigingu margra stjórnmálamanna að tala digurbarkalega um stórframkvæmd- ir og hvað þeir gangi langt í rök- semdafærslu fyrir því að velta kostn- aði við „gæluverkefni“ yfir á skattgreiðendur. „Ég satt að segja botnaði ekkert í þeim orðum borgarstjóra að með þessari skýrslu hefðu líkur á að af framkvæmdinni gæti orðið aukist. Það liggur í fyrsta lagi ekkert fyrir um hvernig staðið verður undir þess- ari gífurlegu fjárfestingu. Ég teldi mjög óeðlilegt að borgin veitti fjár- magn til verksins, því hér er um að ræða samgöngur á milli landshluta og þá ætti í raun bróðurparturinn eða allt verkið að lenda á ríkinu, eðli málsins samkvæmt,“ segir Kjartan og bætir því við að ríkisvaldið muni tæpast vilja standa undir þessum kostnaði. Þá bendir Kjartan á að með tvö- földun Reykjanesbrautar styttist ferðatíminn milli Keflavíkur og Reykjavíkur og það muni styrkja bíl- inn sem ferðamáta. Einnig telur Kjartan óvíst að fólk velji lestina um- fram flugrútuna, eins og gert sé ráð fyrir í skýrslunni, þar sem flugrútan veitir m.a. þá þjónustu að sækja ferðalanga á hótel í bænum og aka þeim beint á flugvöllinn. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Hugmyndir um lest óraunhæf- ar vegna kostnaðar Soroptimistaklúbbur Árbæjar veitti Klúbbnum Geysi styrk í gær að upphæð 100 þúsund krón- ur. Klúbburinn Geysir er vett- vangur einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi að stríða og var stofnaður hér á landi árið 1997 en starfsemin hófst af alvöru tveimur árum seinna. Frá þeim tíma hafa samtökin stækkað hratt og eru nú um 80 virkir félagar í klúbbnum, sem er hluti alþjóðahreyfingarinnar Fountain House. Hugmyndafræði Fountain House gengur út á að líta ekki á félaga sem sjúklinga heldur ein- staklinga sem taka ábyrgð á eig- in lífi og reka þeir klúbbana á eigin forsendum þar sem allar ákvarðanir eru teknar af fé- lagsmönnum sjálfum. Morgunblaðið/Ásdís Anna S. Valdimarsdóttir hjá Klúbbnum Geysi tekur við styrknum frá Elínu Aðalsteinsdóttur formanni, Torfhildi Samúelsdóttur varafor- manni og Sigríði Marteinsdóttur í Soroptimistaklúbbi Árbæjar. Soroptimistar styrkja Klúbbinn Geysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.