Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 41 SJÚKRALIÐAR standa nú í harðri kjaradeilu. Af þeim fréttum sem berast af gangi viðræðna hjá sáttasemjara virðist sem samninganefndir sjúkraliða og ríkisins hafi nánast ekkert ræðst við fram til þessa og lausn kjaradeilunn- ar því ekki í sjónmáli þegar þetta er skrifað. Verkfallsboðun og verkföll eru altaf nauð- vörn og til þeirra er ekki gripið fyrr en fólki er misboðið. Kjara- samningar sjúkraliða höfðu verið lausir í um ár án þess að efnt væri til viðræðna um nýjan kjarasamning og að mati sjúkraliða voru þessar verkfallsaðgerðir og þær sem boðaðar hafa verið í fram- haldinu eina leiðin til að fá viðsemj- endur að samningaborðinu. Skert heilbrigðisþjónusta Áhrifin af verkföllum sjúkraliða eru veruleg og áhrif þeirra verða við- varandi um nokkurn tíma þó svo að samningar takist á næstu dögum. Hundruð manna bætast á biðlista sjúkrahúsanna, biðlista sem þegar voru orðnir allt of langir á mörgum sviðum. Nú hafa tvö fyrstu verkföllin gengið yfir, verkföll sem náðu til um 800 sjúkraliða sem vinna hjá um tuttugu ríkisstofnunum víða um land og tveimur sjálseignarstofnunum, en til þess að gæta fyllsta öryggis sjúk- linga unnu um 380 sjúkraliðar sam- kvæmt öryggislistum. Mestu erfiðleikarnir hafa verið á hand- og lyflækningadeildum Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Loka þurfti fimm deildum og aðeins var hægt að sinna bráðatilfellum. Starf- semi Landspítala – háskólasjukra- húss komst aldrei í eðlilegt horf eftir fyrsta verkfallið. Höfðu uppsagnir um 100 sjúkraliða þar mest að segja og mun starfsemi sjúkrahússins verða skert svo lengi sem ekki tekst að manna þær stöður. Kvennastétt Uppsagnir sjúkraliða eru mikið áhyggjuefni og við lausn kjaradeil- unnar er nauðsynlegt að líta á fleira en launaþætti. Sjúkraliðar eru nær eingöngu konur. Vinn- an getur verið mjög erfið og eykur stöðug vaktavinna enn frekar á álagið. Flestum sjúkraliðum býðst ekkert annað en vaktavinna sem hlýtur að vera slítandi, enda er mikið brottfall úr starfi eftir fimmtugt. Nýliðun ungra sjúkra- liða er mikið áhyggju- efni því að loknu námi skila þær sér ekki í umönnunarstörfin heldur leita í önnur og betur launuð störf. Hætt er við að fleiri sjúkraliðar segi upp störfum og hverfi til frambúðar úr umönnunar- þjónustunni og mun það hafa viðvar- andi áhrif, bæði á heilbrigðisstofn- unum og í heimahjúkrun. Að meta álag og vinnuframlag Sjúkraliðar hafa borið sig saman við karlastéttir sem hafa sambæri- lega menntun og vinna vaktavinnu, en ef taka á mið af launaþróun karla og kvenna í sambærilegum störfum þá mega kvennastéttir eins og sjúkraliðar býða næstu þrjár kyn- slóðir eftir launajafnrétti. Sjúkralið- ar hafa einnig borið sig saman við hjúkrunarfræðinga og benda á að launamunur milli þessara stétta hef- ur aukist á undanförnum árum. Uppsagnir sjúkraliða eru mikið áhyggjuefni og því verður að vinna að lausn kjaradeilunnar hið allra fyrsta með það í huga að starfið verði aðlaðandi fyrir sjúkraliða á öllum aldri. Verkföll sjúkraliða Þuríður Backman Höfundur er þingmaður VG. Kjarabarátta Ef taka á mið af launaþróun karla og kvenna í sambærilegum störfum, segir Þuríður Backman, þá mega kvennastéttir eins og sjúkraliðar bíða þrjár kynslóðir eftir launa- jafnrétti. „LANDSFUNDUR lýsir sig andsnúinn hugmyndum um að hætta að nota kjör- seðla við almennar al- þingis- og sveitar- stjórnarkosningar. Fundurinn telur að framkvæmd kosninga á Íslandi sé nær hnökralaus og engin rök séu til þess að breyta þeirri aðferð við kosningar, sem hingað til hefur verið notuð. Þvert á móti hafi hún sýnt sig að vera örugg, fljótvirk, traust og auðveld í framkvæmd, bæði fyrir kjörstjórnir og ekki síst kjósendur.“ Þessi tillaga var samþykkt nær mótatkvæðalaust á síðasta lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Enginn talaði gegn henni, en þeir sem tóku til máls lýstu stuðningi við hana. Flutningsmenn voru úr öllum kjör- dæmum landsins og hafa allir mikla reynslu af kosningum. Í hópi þeirra voru kjörstjórnarmenn, sveitar- stjórnarmenn og fyrrverandi og nú- verandi alþingismenn. Á landsfund- um Sjálfstæðisflokksins eru mættir trúnaðarmenn flokksins, sá hópur manna, sem bezt þekkir til um framkvæmd og undirbúning kosn- inga. Sá hópur var sammála tillög- unni. Í Morgunblaðinu 18. október sl. var frétt um, að dómsmálaráðherra hefði nýverið fengið stöðuskýrslu um rafrænar kosningar. Skv. frétt- inni telja skýrsluhöfundar fram- kvæmanlegt að setja upp slíkt kerfi, sem vitanlega verður mjög kostnaðarsamt. Ekki þarf að koma neinum á óvart, að tölvumeistarar vilji sýna snilld sína. Sömu menn telja bráðnauðsynlegt að geta kveikt á eldavél með farsíma sín- um. En þetta mál snýst ekki um tækni, – það snýst um það, að kjós- endur treysti kosningakerfinu og treysti sér til að kjósa samkvæmt því. Í fréttinni eru tekin orðrétt nokkur atriði um, hvaða gagn skýrsluhöfundar telja, að geti verið af raf- rænum kosningum. Ekki sá ég, að neitt yrði á betri veg en nú- verandi kosningakerfi, en hins vegar ýmislegt, sem yrði til hins verra. Augljóst er, að enginn maður með reynslu af framkvæmd kosninga hefur verið í nefndinni, allavega ekki lands- fundarfulltrúi. Í frétt Morgunblaðs- ins segir, að hugsan- legt sé að reyna rafkosningar í ein- hverjum sveitarfélögum í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ég fæ ekki séð, að hægt sé vegna stjórn- arskrárákvæða að vera með mis- munandi aðferðir við kosningar, eftir því hvar menn búa á landi, hvorki í alþingis- eða sveitarstjórn- arkosningum. Slík „tilraun“ verður aukinheldur ekki gerð án breytinga á lögum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig andsnúinn slíkum breytingum. Fæ ég því ekki séð, að slík tilraun verði gerð í bráð nema þá í andstöðu við Sjálfstæðisflokk- inn. Haraldur Blöndal Kosningar Þetta snýst um það, seg- ir Haraldur Blöndal, að kjósendur treysti kosn- ingakerfinu og treysti sér til að kjósa sam- kvæmt því. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og í yfirkjörstjórn annars Reykjavíkurkjördæmisins. Sjálfstæðisflokk- urinn hafnar raf- rænum kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.