Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG FÓR á mjög ánægjulegan fund þriðjudaginn 18. sept- ember sl. þar sem ver- ið var að kynna nýja námskrá tónlistar- skóla. Nýja námskrá sem á eftir að hafa í för með sér töluverðar breytingar á skipulagi tónlistarskóla og gerir kröfur um mikla fag- mennsku tónlistar- skólakennara, sem er þó ærin fyrir. Mennta- málaráðuneytið er bú- ið að eyða í þetta heil- miklum tíma, fjármunum og fyrir- höfn, og sýnist mér að vel hafi tek- ist til og fagmannlega að verki staðið. Markmiðin eru skýr, öll þessi vinna á að skila enn meiri fag- mennsku og samræmingu milli tón- listarskóla sem skilar sér svo í betri og ánægðari nemendum, sem leiðir af sér enn öflugra tónlistarlíf í landinu. Það eina sem skyggði á þennan fund var minningin um fundinn sem ég hafði setið daginn áður. Þar voru komnir saman í sal Félags ís- lenskra hljómlistarmanna yfir 200 tónlistarskólakennarar af höfuð- borgarsvæðinu og voru að ræða sín kjaramál. Það er nefninlega þannig að þrátt fyrir að menntamálaráðu- neytið vilji halda uppi öflugu tón- listarnámi er greinilegt að sveit- arfélögin í landinu eru eitthvað í vafa um það atriði. Laun tónlistar- skólakennara hafa síðustu ár dreg- ist aftur úr launum annarra kenn- ara og með síðustu kjarasamn- ingum framhalds- og grunnskóla- kennara er þessi munur hættur að vera smávægilegur og er orðinn gríðarlegur. Það er ekki verið að tala um nokkra þúsundkalla á mán- uði heldur tugi þúsunda. Og það sem meira máli skiptir, það er verið að tala um muninn á því að geta dregið fram lífið á launum sínum eða ekki. Laun tónlistarskólakenn- ara eru svo lág að enginn lifir á þeim. Í gegnum tíðina hafa menn skrimt með því að vinna mikla aukavinnu, en með einsetningu grunnskólans er klippt á þennan möguleika þar sem ekki er hægt að kenna lengur fyrir hádegi. Tónlistarkennarar eru mjög vel menntað fólk – búið að læra á hljóðfæri síðan á barnsaldri og með háskólamenntun í sínu fagi. Mjög margir hafa stundað framhaldsnám erlendis í fjölda ára og einnig eru margir með doktorspróf. Ekki er það því skortur á menntun sem gæti verið tylliástæða fyrir að borga þeim léleg laun. Skilaboð tónlistarskólakennara á fundinum voru skýr. Við viljum sanngirni, við viljum sömu laun fyrir sömu vinnu. Eru það óraunhæfar kröfur? Því- líka samstöðu hef ég aldrei áður fundið fyrir hjá tónlistarskólakenn- urum og ljóst er að þeir eru ekki á þeim buxunum að láta traðka á sér framar. En hvað er samninganefndin að bjóða? Jú, hún býður uppá að við kennum 126 klukkustundum meira á ári en framhaldsskólakennarar og fáum rúmlega 600 þúsund krónum minna í árslaun (miðað við lok samningstíma árið 2004). Af augljósum ástæðum geta tónlist- arkennarar ekki geng- ið að þessu kostaboði. Ég hef alltaf verið á móti verkföllum og talið þau frekar frum- stæða aðferð við að ná fram kröfum. Enda eru menn hættir að fara í verkföll alls staðar í hinum sið- menntaða heimi nema á Íslandi þar sem of- beldi virðist oft vera eina leiðin til að ná mönnum að samningaborði. Samninganefnd launanefndar sveitarfélaga hefur með viðmóti sínu tekist að gera mig að gallhörðum verkfallssinna. Þeirra vinnubrögð eru engan veg- inn til fyrirmyndar og má síðast telja gjörning þann sem settur er á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem þeir gera til- raun til að útskýra gang mála fyrir sveitarstjórnum landsins. Þar koma fram þvílíkar rangfærslur og rugl að það hálfa væri nóg – gert til þess að sannfæra sveitarstjórnar- menn um að kröfur tónlistarskóla- kennara séu öfgafullar og útí hött. Til dæmis er það gefið í skyn að tónlistarkennarar vinni minna en grunnskólakennarar á ársgrund- velli, en sannleikurinn er þveröfug- ur. Kennsluskylda tónlistarkennara er meiri en bæði grunnskóla- og framhaldsskólakennara og munar þar töluverðu. Þessi vinnubrögð þeirra lýsa ótrúlegum hroka og þvermóðsku og ef ég væri bæjar- fulltrúi með metnað myndi ég ekki vera stoltur af afrekum minna manna. Að mínu mati hafa sveitarstjórn- armenn tvo kosti. Annar er að ganga til samninga við tónlist- askólakennara og sjá til þess að þeir fái sömu laun og aðrir kenn- arar í landinu. Hinn kosturinn er að leggja tónlistarskólana niður, sem myndi hvort eð er gerast ef ekkert verður gert í launamálum kennara. Að vísu myndi þá tónlistarlíf lands- manna leggjast smám saman af, kórarnir deyja út, Sinfóníuhljóm- sveitin myndi kannski endast í 30 ár, Útvarp Saga legðist af, erlend tónlist leikin af geisladiskum yrði spiluð í brúðkaupum og jarðarför- um og svona mætti lengi telja. Því án tónlistarskólanna verða engir tónlistarmenn til, það er voða ein- falt dæmi sem jafnvel mestu þver- hausar launanefndar ættu að skilja. Og þó – þeim yrði líklega treyst- andi til að súmma upp einhverjum prósentureikningsdæmum þar sem sannað væri að þjóðin stórgræddi á þessu menningarleysi. Við hin vit- um betur, við myndum stórtapa... Þeim er kannski vorkunn launa- nefndarmönnum, auðvitað eru þeir ekkert annað en strengjabrúður í höndum sveitarstjórna sem með þessum fyrirmælum sínum til launanefndar eru ekkert annað en að gefa skilaboð um að starf tónlist- arkennarans sé ekki mikils virði. Í ljósi þeirrar staðreyndar að und- anfarin ár hafa verið reistar glæsi- legar byggingar undir tónlistar- skóla víða um land tel ég þó að það hljóti víða að vera skilningur á því að það þurfi einnig að borga kenn- urunum mannsæmandi laun. Því skora ég á þá sveitarstjórnarmenn sem hafa bein í nefinu að styðja baráttu tónlistskólakennara, koma í veg fyrir verkfall og láta sína menn setjast að samningaborði með skýr skilaboð um að ganga að sann- gjörnum kröfum tónlistarkennara. Ef ekki, þá getum við hent nýju námskránni beint í ruslafötuna. Að vinna meira fyrir minna Rúnar Óskarsson Kjarabarátta Sveitarstjórnarmenn hafa tvo kosti, að mati Rúnars Óskarssonar. Annars vegar að ganga til samninga við tónlist- arskólakennara, en hins vegar að leggja tónlist- arskólana niður. Höfundur er tónlistarkennari. EF TIL vill er það ekki á allra vitorði að tónlistarskólakennar- ar um landið allt standa í harðri kjara- baráttu um þessar mundir enda nýbúnir að samþykkja verk- fallsboðun með yfir- gnæfandi meirihluta. Við það tækifæri langar mig að reyna að varpa ljósi á þau kjör sem bjóðast tón- listarkennurum á Ís- landi í dag. Ég er tónlistar- kennari, gift tónlistar- kennara, og móðir fjögurra barna á leikskóla- og skólaskyldualdri. Ég lauk Bach- elor of Music-prófi í klarínettuleik frá vel metnum skóla í New York- borg árið 1985. Að námi loknu þurfti ég að afla mér fastra tekna með skjótum hætti og hóf því starf sem ritari hjá fjármálafyrirtæki þar í borg. Þar sem menntun mín og reynsla voru á öðrum sviðum fékk ég lægstu byrjunarlaun, um USD 1583 á mánuði (ISK 160.000 miðað við núverandi gengi). Auk fastra tekna fékk ég rokkandi „bónus“ greiðslur sem miðuðust af afkomu þeirra sölufulltrúa er ég aðstoðaði. Heildarlaunin voru að meðaltali USD 2000 á mánuði (ISK 202.000 m.v. núverandi gengi). Það verður að hafa það hugfast að þetta voru lægstu byrj- unarlaun í því fyrirtæki – og meðal þeirra lægstu í stéttinni – fyrir 16 árum. Í dag starfa ég sem tónlistar- skólakennari. Ég hef góða mennt- un í faginu og 13 ára reynslu og – þótt það sé hvergi metið til fjár – þyki góður og eftirsóttur kennari. Ég er alls ekki byrjandi; árið er 2001 en ekki 1985. Brúttólaunin mín í dag, lesandi góður, eru mun lægri en launin mín (án bónus- greiðslna) sem algjör byrjandi í ritarastarfi fyrir 16 árum. Slíkur samanburð- ur, jafnvel frá ólíkum stéttum, stöðum og tímum, segir margt um kjör tónlistar- kennara á Íslandi. Fyrst og fremst þóttu þessi laun til hábor- innar skammar á þeim tíma. Það var al- gengt að þrjár ein- hleypar stúlkur slógu saman um íbúð til þess að hafa þak yfir höfuðið á þessum tekjum. Þær áttu ekki annarra kosta völ nema þær væru svo heppnar að búa í föðurhúsum eða eiga vel launaðan maka. Langflestar þeirra entust í starfi rétt nógu lengi til að afla sér einhverrar atvinnureynslu og hurfu til betur launaðra starfa. Í öðru lagi tekur launatalan sem ég nefni – ISK 160.000 – ekki mið af verðbólgu frá 1985 til dagsins í dag. Bandarískur ritari í slíku starfi í dag getur átt von á allt að ISK 340.000 á mánuði í heildar- laun. Sem kunnugt er verður Ís- lendingurinn að þola verðlag sem í mörgum liðum er svipað og (stund- um hærra en) verðlagið í stórborg eins og New York. Og þeir sem Tónlistarkennari í menningarborg Anna Benassí Kjarabarátta Kjarabaráttan snýst því ekki um stolt, sjálfsvirð- ingu eða önnur andleg málefni, segir Anna Benassí, heldur um stærðfræði, þ.e. að láta dæmið ganga upp. kenna íslenskum börnum tónlist eru að hafast við á tekjum sem þóttu fáranlega lágar í þeirri borg fyrir 16 árum. Það er því ótrúlegt að byrjunar- launin sem viðsemjendur bjóða tónlistarkennurum samkvæmt síð- asta tilboði eru ISK 147.000 (nettólaunin um ISK 110.000) – helmingi lægri en bandaríski rit- arinn fær í dag, og um 10% lægri en launin sem þóttu ekki mönnum bjóðandi vestanhafs fyrir 16 árum. Barátta tónlistarskólakennara snýst því ekki um stolt, sjálfsvirð- ingu eða önnur andleg málefni, þótt vissulega sé það gróf árás á stolt og sjálfsvirðingu stéttarinnar að menn skuli kokhraustir bjóða vel menntuðu fagfólki laun sem duga ekki fyrir nauðsynjum. Nei, málið snýst um stærðfræði: Að láta dæmið ganga upp, að standa í skilum. Af framkomu viðsemjenda að dæma skyldi maður ætla að það sé álitið argasti dónaskapur og frekja af hálfu tónlistarkennara að stofna fjölskyldu. Guð vorkenni þeim vit- firringi sem reynir það. Við hjónin erum gott dæmi um slík flón. Við reynum að fæða, klæða og mennta börnin okkar eftir bestu getu, en maturinn einn og sér fyrir slíka fjölskyldu kostar ISK 100-120.000 á mánuði – ein nettókennaralaun samkvæmt tilboðinu góða. Svo á að borga fyrir húsnæði, akstur, barnagæslu og menntun, svo fátt eitt sé nefnt. Staðan er einfaldlega sú að nettógrunnlaun okkar beggja til samans dekka minna en 60% af skuldbindingum okkar. Til þess að brúa bilið höfum gripið til ýmissa ráða: Við kennum yfirvinnu og/eða vinnum í öðrum störfum hvenær sem tækifæri gefst, við áttum ekki einkabíl í 13 ár þrátt fyrir mikið barnalán, og við búum enn í 60 fm íbúð til að geta leigt út hluta af húsnæði okkar. Og við er- um alls ekki einsdæmi. Slíkt gerir tónlistarkennarinn til þess að ná ÞEGAR stórt er spurt verður víst oft fátt um svör. Ágætur frasi sem margir hafa notað áður og ég hef nýtt mér talsvert síð- ustu mánuði. Mér þykir líklegt að stór hópur þeirra sem teljast vera félagar í Bandalagi ís- lenskra sérskólanema viti ekki hvað felst í þeim samtökum. Þess vegna ætla ég að reyna að svara þessari stóru spurningu í nokkrum orðum. Bandalag ís- lenskra sérskólanema (BÍSN) var stofnað 10. nóvember 1979 og er málsvari og hagsmunagæsluaðili ólíkra skóla- félaga á framhalds- og háskólastigi. Tólf sér- og háskólar standa að BÍSN og skipa miðstjórn sem skipu- leggur starf samtakanna á hverjum tíma. Þeir skólar sem standa að BÍSN eru eftirtaldir: Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði, Garðyrkjuskóli ríkisins í Hvera- gerði, Háskólinn í Reykjavík, Kenn- araháskóli Íslands (allar brautir), Listaháskóli Íslands, Viðskiptahá- skólinn á Bifröst, Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Söngskólinn í Reykja- vík, Tónlistarskóli FÍH, Tónlistar- skólinn í Reykjavík, Tækniskóli Ís- lands og Vélskóli Íslands. Þá er Háskólinn á Akureyri með hlutaað- ild. Fjöldi félagsmanna er að jafnaði í kringum 4.000. Bandalagið rekur skrifstofu á Hverfisgötu 105 í Reykjavík ásamt Byggingarfélagi námsmanna (BN). Það hefur verið hlut- verk BÍSN að gæta sameiginlegra hags- muna sérskólanema, með áherslu á lána- sjóðsmál. BÍSN skipar einn af fjórum fulltrúum námsmanna í stjórn Lánasjóðsins en sú stjórn fer með æðsta vald í málefnum sjóðs- ins. Stjórnin er skipuð af menntamálaráð- herra og er háð ákvörð- unum hans og Alþingis sem setur lög um sjóð- inn og ákvarðar fjár- mögnun hans. BÍSN er í raun stétt- arfélag sérskólanema og á þátt í að móta úthlutunarreglur lánasjóðsins og beitir sér fyrir réttlátari skipt- ingu námslána á þeim vettvangi. Á skrifstofu BÍSN er afgreiðsla fyrir Lánasjóðinn þar sem starfs- maður BÍSN aðstoðar námsmenn við að sækja um lán til LÍN með beinlínutengingu við tölvur sjóðsins. Einnig reiknar starfsmaður BÍSN út upphæð námslána m.t.t. tekna og annarra þátta er áhrif kunna að hafa á upphæð námslánsins. Árlega kemur út Málpípan – mál- gagn BÍSN. Í blaðinu er að finna þverskurð af starfi BÍSN og því sem er að gerast í skólunum á hverjum tíma. Síðast en ekki síst, hvað varðar útgáfumál, má nefna heimasíðu BÍSN, www.bisn.is, þar sem finna má helstu fréttir úr starfi félagsins auk símaskrár yfir alla aðildarskóla félagsins. Það er síðan stefnan að fá helstu fréttir frá skólafélögum skól- anna um hvað er helst á döfinni í starfi þeirra og setja inn á síðuna. Starfsemi BÍSN skiptist í tvennt, þ.e. regnhlífarsamtök þessara tólf sérskóla og síðan sem stéttarfélag sérskólanema hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. BÍSN hefur verið til margra ára í alþjóðlegu regnhlífarsamtökunum OBESSU. Á síðasta starfsári var tekin sú ákvörðun að draga BÍSN þaðan út. Með breytingu skólanna sem eru innan BÍSN átti félagið ekki lengur heima inni í þeim samtökum. Síðastliðið vor sótti síðan BÍSN um inngöngu í alþjóðlegu nemendasam- tökin ESIB sem eru samtök nem- endafélaga skóla í Evrópu. Stúd- entaráð Háskóla Íslands hefur verið þar til margra ára og fannst fram- Hvað er BÍSN? Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir Sérskólanemar BÍSN skiptist í tvennt, segir Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, þ.e. regnhlífarsamtök þess- ara tólf sérskóla og síð- an sem stéttarfélag sérskólanema hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.