Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞANNIG spurði ég þegar ég heyrði fyrst talað um Sunnuhlíð í Kópavogi og datt mér helst í hug sumardval- arheimili fyrir börn, en að það væri hjúkr- unarheimili fyrir aldr- aða hvarlaði ekki að mér, nafnsins vegna. Þetta var áður en ég flutti í Kópavog og settist að við sömu götu og Sunnuhlíð er. Eftir að ég kom í ná- grenni Sunnuhlíðar og fór að kynnast starf- inu þar fór ég að skilja nafnið, því þetta heimili hefur veitt birtu og yl til fjölda aldraðra einstaklinga, verið þeim sannkölluð Sunnuhlíð. Sunnuhlíð tók til starfa sem hjúkrunarheimili fyrir aldraða fyr- ir tæpum tuttugu árum, en þá hafði undirbúningur og fram- kvæmd staðið í nokkur ár. Það voru félagasamtök í Kópavogi, sem höfðu líknar- og góðgerðarmál á stefnuskrá sinni, sem tóku sig saman um að koma þessu heimili upp og mun það vera einsdæmi í sögunni að slíkt heimili sé byggt að tilhlutan og af slíkum samtök- um, en svona samtök eru sennilega hvergi til nema í Kópavogi. Það er ótrúlegt en þessi félög hafa haldið sambandi og samvinnu áfram síðan undir nafninu Sunnu- hlíðarsamtök og hafa þau alla tíð fylgst með, stutt og hjálpað við reksturinn með kaupum á áhöldum og tækjum sem skort hefur hverju sinni. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð leysti úr miklum vanda, sem hafði skapast vegna skorts á hjúkrunar- rými fyrir aldraða og hefur það verið ómetanlegt fyrir eldri Kópavogsbúa að hafa átt kost á að komast þar inn þegar kraftar hafa gefið sig og fólk átt erfitt með að sjá um sig sjálft og oft hafa það verið tímabundnir erfiðleik- ar. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð er ekki sjúkrahús í venjuleg- um skilningi, heldur er það heimili fyrir aldraða, sem ekki geta eða eiga þess kost að sjá um sig sjálfir og þurfa því að- stoð. Á þessum tuttugu árum síðan Sunnuhlíð var byggð hefur Kópa- vogur stækkað mikið og hjúkrun- arheimilið orðið of lítið og þörf orðin mikil á að stækka það og stefnt er að því að gera það heim- ilislegra með því fjölga einbýlis- tofum og hætta með þriggja manna stofur. Félagasamtökin, sem standa að Sunnuhlíð hafa því byrjað framkvæmdir við að byggja við, stækka og breyta hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð og hafa ákveðið að efna til fjáröflunar 20. október nk. en nokkurt fé vantar enn til að hægt sé að ljúka verk- efninu. Félag eldri borgara í Kópavogi gekk í fyrra í hóp þeirra félaga, sem standa að Sunnuhlíð- arsamtökunum, og á fulltrúa þar í fulltrúarráðinu og höfum við fullan hug á því að veita þessu máli lið, því það eru félagar okkar og vinir, sem koma til með að dvelja í Sunnuhlíð. Sú hugmynd kom fram að við eldri borgarar gætum hjálp- að til með því að leggja fram vinnu við fjáröflunina og vil ég koma þeirri hugmynd áfram til félaga minna. Hugmyndin er sú að á fjár- öflunardaginn 20. október verði farið í hús og safnað framlögum og loforðum um framlög og gerður raðgreiðslusamningur við þá sem vilja leggja fram fé í áföngum. Til þess að koma þessu í framkvæmd þarf töluvert margt fólk og er þess vænst að félagar úr öllum félögum, sem standa að Sunnuhlíð, taki þátt í þessu verkefni. Ég vil hvetja alla eldri borgara í Kópavogi og aðra borgara, sem hafa heilsu og getu til að ganga í hús, að koma og aðstoða okkur laugardaginn 20. október og mæta í safnaðarheimili Digraneskirkju milli kl. 9 og 16. Hugmyndin er að alltaf verði tveir og tveir saman. Nú er komið að því að þörf sé á að allir Kópavogsbúar sameinist í þessu átaki og láti eitthvað af hendi rakna til þessa málefnis, því með sameiginlegu átaki var Sunnuhlíð byggð og með sameig- inlegu átaki getum við haldið upp- byggingunni áfram og höfum það í huga, að enginn veit hver þarf næst á Sunnuhlíð að halda. Sunnuhlíð, hvað er það? Karl Gústaf Ásgrímsson Fjársöfnun Það hefur verið ómet- anlegt fyrir eldri Kópa- vogsbúa, segir Karl Gústaf Ásgrímsson, að hafa átt kost á að kom- ast inn í Sunnuhlíð þeg- ar kraftar hafa gefið sig. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Kópavogi. SEM kunnugt er hafa Náttúru- vernd ríkisins, fuglafræðingurinn sem gerði skýrsluna fyrir verktakana um áhrif landfyllingar í Arnarnesvogi á fuglalíf svæðisins, íbúarnir við Arn- arnesvog og fleiri aðilar lagst gegn áformum um landfyllingu með tilvís- un til alvarlegra umhverfisáhrifa hennar. Skipulagsstofnun ríkisins hefur nú í úrskurði sínum frá 20. september sl. tekið skýrt og skilmerkilega undir öll meginatriði í málflutningi þessara að- ila. Engin rök með, öll á móti Stofnunin segir m.a.:  „Skipulagsstofnun telur að land- fyllingin muni skerða varanlega grunnsævi, sem svari til stærðar hennar, sem sé hluti af dvalar- og fæðuöflunarsvæði fugla í voginum og að fuglar verði fyrir töluverðu ónæði á framkvæmdatíma… Óbein áhrif landfyllingar vegna íbúða- byggðar á fugla og íbúa við voginn, einkum vegna ónæðis, verða tölu- verð. […]  Með tilkomu landfyllingar mun verða varanleg skerðing á hluta af dvalar- og fæðuöflunarstöðum æð- arfugls, gráandar og hávellu og hún mun þrengja að bú- og fæðu- öflunarsvæðum ýmissa fuglateg- unda, m.a. margæsar.  […] Með tilkomu bryggjuhverfis mun varp á svæðinu vestan núverandi iðnaðarhverfis leggjast af.  […] Með tilkomu bryggjuhverfis mun hljóðstig við voginn breytast til frambúðar. […]  Fram hefur komið að Arnarnes- vogur er meðal fárra lítt raskaðra fjörusvæða á höfuðborgarsvæðinu en flestum þeirra hefur verið spillt með uppfyllingum og hafnarfram- kvæmdum. Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð landfylling, sem taki yfir mun stærra svæði en núver- andi landfylling muni breyta tölu- vert ásýnd vogsins og rýra þannig gildi hans til útivistar innan þétt- býlis. […]  Hætta er á því að við gerð hennar berist mengunarefni úr sjávarseti í núverandi skipakví út í vatnsmass- ann. […]  Skipulagsstofnun vekur athygli á því að við umfjöllun þessa máls hafi komið fram ábendingar í umsögn- um og athugasemdum varðandi sjónræn áhrif byggðar á landfyll- ingunni sem taka þurfi tillit til og fjalla um í skipulagstillögum fyrir svæðið. […]  Fram hafa komið ábendingar um að heimild Garðabæjar til landfyll- ingar í Arnarnesvogi takmarkist við 115 m frá stórstraumsborði. Skipulagsstofnun vekur athygli á áliti félagsmálaráðu- neytisins dags. 19. október 2000 þess efnis að lögsagnar- umdæmi sveitarfé- laga nái á haf út innan netlaga, þ.e. 115 m frá stórstraumsfjöru- borði.“ Skipulagsstofnun segir ýmislegt fleira en í niðurstöðum hennar er hvergi að finna eitt ein- asta atriði sem mælir með því að af landfyll- ingu verði. Það stingur illa í stúf við forsendur úrskurðarins að niður- staða stofnunarinnar skuli vera sú að heimila landfyll- inguna. Niðurstaðan er ekki rökstudd með því að það skorti byggingarland í Garðabæ, ekki með því að uppfylling- in fegri eða yfirleitt á nokkurn hátt verði til að betrumbæta voginn. Með samþykki sínu velur Skipulagsstofn- un að ganga gegn eigin rökum án þess að leitast við að skýra af hverju. Byggingarland án bygginga? Skipulagsstofnun telur að sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum beri henni að afmarka úr- skurð sinn í þessu máli við mat á áhrifum uppfyllingarinnar sem slíkr- ar án bygginga og án tillits til áhrifa af höfn og umferð. Þessi niðurstaða Skipulagsstofnunar kemur á óvart þar sem landfyllingin er ekki sjálf- stæð framkvæmd. Henni er ætlað það eina hlutverk að verða byggingarland og forsenda fyrir tæplega 2.000 manna íbúðarbyggð og í ljósi þess hlýtur að verða að meta landfyll- inguna. Úrskurðurinn er hins vegar í hróp- legu ósamræmi við þau rök sem fram koma í niðurstöðum Skipulagsstofn- unar, jafnvel þótt umhverfisáhrif landfyllingarinnar einnar, án hafnar og bygginga, séu metin og þannig fylgt þrengsta skilningi stofnunarinn- ar. Landfylling spillir voginum Landfyllingin mun þekja meira en sjöunda hluta vogsins og valda var- anlegu tjóni á fuglalífi. Um það er ekki deilt. Náttúruvernd ríkisins seg- ir í umsögn sinni annars vegar að hún geti ekki fallist á að Arnarnesvogi sem sé hluti af svæði á náttúruminja- skrá verði raskað fyrir íbúðarbyggð á landfyllingu. Hins vegar segir Nátt- úruvernd að víst sé að um Arnarnes- vog verði fjallað í náttúruverndar- áætlun sem lögð verður fyrir Alþingi næsta haust en í henni skuli vera upp- lýsingar um náttúruminjar sem ástæða sé til að friðlýsa. Heimild til framkvæmdar nú mundi koma í veg fyrir þessa umfjöllun. Skipulagsstofn- un telur að landfyllingin muni breyta töluvert ásýnd vogsins og rýra gildi hans til útivistar innan þéttbýlis og dregur jafnframt í efa að sveitarfélag- ið hafi rétt til að leyfa framkvæmdir utan við núverandi hafnarsvæði, þ.e. umfram 115 metra frá stórstraums- fjöruborði. Ábyrgðinni varpað á sveitarfélagið Eins og kemur fram hér á undan tekur Skipulagsstofnun undir öll meginatriði í athugasemdum and- stæðinga landfyllingar í Arnarnes- vogi. Stofnunin telur hins vegar greinilega að umhverfisspjöll fram- kvæmdarinnar séu að mestu afleiðing af þeim byggingum sem rísa munu á landfyllingunni og þeirri starfsemi sem þar muni fara fram. Þær fram- kvæmdir og sú starfsemi falli ekki innan ramma þeirra laga sem hér er byggt á heldur verði að fjalla um þær í skipulagsáætlun fyrir svæðið. Með þessari afstöðu varpar Skipulags- stofnun í raun allri ábyrgð á sveitarfé- lagið. Veganestið sem sveitarfélagið fær er hins vegar skýrt og afdrátt- arlaust það að stofnunin telur óráð að fara í þá framkvæmd sem verktak- arnir vilja ráðast í. Bæjarstjórn Garðabæjar getur lesið það af um- fjöllun Skipulagsstofnunar, að stofn- unin muni leggjast gegn nýju aðal- skipulagi ef það felur í sér að farið verði að hugmyndum verktakanna. Niðurstaðan kallar á kæru Í úrskurði sínum dregur Skipu- lagsstofnun fram ótal rök sem mæla gegn landfyllingu en engin rök sem mæla með henni. Skipulagsstofnun sendir þann kal- eik til bæjarstjórnar Garðabæjar að undirbúa nýtt aðalskipulag vitandi það að stofnunin mun ekki samþykkja byggð út fyrir núverandi hafnar- svæði. Framkvæmdaraðilar eru sett- ir í erfiða stöðu ef þeir fá samþykki fyrir landfyllingu en skýr skilaboð um að ekki megi byggja á henni. Íbúarnir við voginn búa áfram við óöryggi um það hvað verður úr. Hvernig sem á er litið er úrskurð- urinn afleitur. Hann er órökréttur og gefur ekki endanleg svör við því sem raunverulega er spurt um og því hlýt- ur að verða að kæra hann til umhverf- isráðherra og fá honum hnekkt. Skipulagsstofnun tekur undir rök gegn landfyllingu í Arnarnesvogi Ásmundur Stefánsson Náttúruvernd Úrskurðurinn er afleit- ur, segja Tómas H. Heiðar og Ásmundur Stefánsson, hann er órökréttur og gefur ekki endanleg svör við því sem raunverulega er spurt um. Höfundar eru íbúar við Arnarnesvog. Tómas H. Heiðar ÉG HELD að allar starfsgreinar hafi að minnsta kosti ein- hvern tíma verið í verkfalli síðan ég flutti til Íslands fyrir tveimur árum. Eru Ís- lendingar verkfalls- glöð þjóð eða eru launin í flestum starfsgreinum ekki í samræmi við þá vinnu sem unnin er? Núna eru sjúkraliðar í verk- falli og tónlistarkenn- arar hafa boðið verk- fall frá og með 22. október. Biðlistar, sem hafa myndast við marga tónlistarskóla, sýna hversu mikinn áhuga folk hef- ur á starfsemi þeirra. Í tónlistar- skóla starfa tónlistarkennarar sem hafa margra ára nám að baki. Kröfur til þeirra eru ekki litlar. Þeir þurfa ekki aðeins að kunna á hljóðfærið sitt til þess að kenna nemendum réttu handtökin heldur þurfa þeir líka að kunna að hvetja, hrósa, gagnrýna, leiðrétta og styðja á þann hátt að nemendur læri aga, sjálfstraust, færni, laga villur, læra að koma fram og ekki síst að hafa gaman af þessu. Og allt þetta þarf að vera sniðið að þörfum hvers og eins því engir nemendur eru eins. Það er ekki ætlast til þess af tónlistarkennur- um að þeir gefi þessa miklu vinnu. Menning er jú dýr en hún er afar dýrmæt. Ég var eitt sinn í tónlistarskóla í Þýskalandi í nokkur ár. Núna lang- aði mig að læra á annað hljóðfæri. Ég fékk pláss í Tónlistarskóla Garðabæjar og er að læra á víólu. Þrátt fyr- ir að vera alveg ný- byrjuð tel ég starfsemi þessa skóla frábæra. Ég er viss um að ég mun eiga góðar stund- ir í þessum tónlistar- skóla í framtíðinni og langar mig á þessum stað að senda þeim ungu kennurunum Þórarni Má Baldurs- syni (fiðla/viola) og Heiðari Inga Þor- steinssyni (tónfræði) bestu þakkir fyrir frá- bæra kennslu hingað til. Það er aldrei gott fyrir neinn þegar til verkfalls kemur almennt. Það gildir líka fyrir verkfall tónlist- arkennara ef til þess kemur. Hvet ég þá aðila sem koma að þessum málum að semja. Kröfur tónlistar- kennara eru ekki ósangjarnar og alveg í samræmi við launahækkun í öðrum kennslugreinum. En ef það tekst ekki að semja og til verkfalls kemur, þá hafið þið, góðir tónlist- arkennarar, minn stuðning og skilning í ykkar baráttu! Súsanne Ernst Höfundur er efnaverkfræðingur. Verkföll Það er aldrei gott fyrir neinn, segir Súsanne Ernst, þegar til verk- falls kemur almennt. Menning er dýr en dýrmæt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.