Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti dagur sérpantana fyrir jól er 27 okt. exó húsgaganvaerslun Fákafeni 9 108 Reykjavík sími 568 2866 fax 568 2866 www.exo.is exo@exo. is Opið mánudaga - föstudaga frá 10:00 til 18:00 laugardaga frá 10:00 til 16:00 R E Y K J A V Í K - O S L Ó Upplýsingar og tímapantanir vegna einkaviðtala í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, við ráðgjafa frá Foreldrahúsinu í Reykjavík nk. laugardag, eru í símum 462 5319, 847 6334 og 695 3769. FORELDRAR ATHUGIÐ FYRIRTÆKIÐ Stoðtækni – Gísli Ferdinandsson ehf. hefur starfað í Ólafsfirði í tæpt ár. Hjá fyrirtækinu starfa fjórir einstaklingar í þremur stöðugildum. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir allt að 20 störfum. Þegar farið var af stað með fyrirtæk- ið var hugmyndin að setja upp til- raunaverksmiðju í framleiðslu á meðferðarskóm, en af því hefur ekki orðið enn. Meginframleiðslan hefur verið léttir skór af ýmsu tagi. Það sem hefur tafið framgang fyrirtæk- isins í Ólafsfirði, er að það hefur tek- ið miklu lengri tíma að safna hlutafé heldur en menn gerðu ráð fyrir. Þar valda mestu, að sögn Andrésar Pét- urssonar, fjármálastjóra Stoðtækni, aðstæður á markaði, en þær hafa verið sprota-fyrirtækjum einstak- lega erfiðar. Bæjarstjórinn ósáttur við íslensku sjóðina Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, er afar ósáttur við framgöngu íslensku sjóðanna, ekki síst Byggðastofnunar, og segir hann að vegna framtaksleysis hennar sé framtíð fyrirtækisins jafnvel í hættu. Stoðtækni og erlendir samstarfsaðil- ar fyrirtækisins fengu árið 2000 styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að rannsóknar- og þróunar- starfi tengdu hugmyndinni. Það hefði að flestra mati átt að duga til að íslenskir fjárfestar kæmu að fyrir- tækinu, en sú varð ekki raunin. Stoð- tækni tók sjálf 15 milljóna króna lán í síðustu viku til að borga inn á þær vélar sem á að kaupa til starfsem- innar, en tíminn til að kaupa þær var að renna út. Lánið var tekið í Spari- sjóði Ólafsfjarðar. Eignarhaldsfélag Alþýðubankans ákvað í vikunni að leggja nokkra tugi milljóna í hlutfé til verkefnisins. Nýsköpunarsjóður hafði gefið 25 milljón króna hluta- fjárloforð, gegn því að aðrir kæmu inn með sambærilegt hlutafé. Rætt hefur verið við nokkra sjóði, meðal annars Framtakssjóð Landsbank- ans og Tækifæri, um að leggja hlutafé í fyrirtækið og má búast við að þeir sjóðir svari erindinu innan skamms. Byggðastofnun hefur haft málefni fyrirtækisins á Ólafsfirði til meðferð- ar í langan tíma en ekki gefið nein ákveðin svör um stuðning. Sótt var um 15 milljón króna lán og var svar sjóðsins á þá leið að ef fleiri fjár- festar kæmu að verkefninu myndi stofnunin taka málið upp aftur. Ef ekki tekst að fjármagna fyrirtækið á Ólafsfirði er líklegt að starfseminni verði hætt í bænum og fyrirtækið flytji eitthvert annað. Þess má geta að viðskiptaáætlun sem Stoðtækni gerði fyrir fram- leiðsludeildina í Ólafsfirði fékk sér- stök verðlaun í keppni sem Nýsköp- unarsjóður stóð fyrir. Fyrirtækið fékk 3. verðlaun og kallast þau út- flutningsverðlaun sjóðsins. Þrjú fyrstu verðlaunaverkefnin hafa verið send til Brussel í sérstök úrslit og þar á að kynna þau fyrir fjárfestum. Hugmyndin að byggja upp smáiðnað í Ólafsfirði „Hugmyndin snýst um að byggja upp smáiðnað hér í Ólafsfirði, og renna þannig fleiri stoðum undir at- vinnusköpun í byggðarlaginu. Þetta mál sem hér er á ferðinni snýst um nýja aðferðafræði við smíði á bækl- unarskóm. Það verður því ekki fram- leitt mikið á lager sem eftir á að selja, heldur er varan seld fyrst, og síðan framleidd. Vonir standa til að með hinni nýju tækni verði fram- leiðslan það hagkvæm að með tíð og tíma geti hinn almenni neytandi látið smíða á sig skó, sem henta viðkom- andi eins og best getur orðið,“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. „Við í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar styðjum þetta framtak hér eins vel og við mögulega getum, því það er mikið atriði fyrir okkur að þessi störf sem hér um ræðir verði til í bænum. Ég vil líka minna á stjórn- málaályktun á nýafstöðnum lands- fundiSjálfstæðisflokksins, en þessi uppbygging sem hér er um að ræða fellur mjög vel að hugmyndinni um nýsköpun og uppbyggingu á lands- byggðinni sem þar varsamþykkt ein- róma,“ segir Ásgeir Logi . Lengri tíma tekur að safna hlutafé en áætlað var Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, og Kolbeinn Gíslason, eigandi Stoðtækni, í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir sunnan. Ólafsfjörður FORELDRA- og kennarafélag Su- zuki-nemenda og Foreldrafélag pí- anó- og harmonikkudeildar við Tón- listarskólann á Akureyri hafa sent frá sér ályktanir þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur tónlistarkenn- ara í kjarabaráttu þeirra. Lýst er vanþóknun á vinnubrögð- um og seinagangi í samningamálum launanefndar sveitarfélaga við tón- listarkennara og fram kemur ótti við að starfi tónlistarskólanna sé stefnt í hættu komi til verkfalls tónlistar- kennara. „Tónlistarnám byggist á stöðugri ástundun og er öll röskun til mikils skaða. Yfirvofandi verkfall er því mikil ógnun við tónlistarnám barnanna,“ segir í ályktun foreldra Suzuki-nemanna. Skorað er á launanefndina að semja strax við tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrir kennarar hafa. Foreldrafélög nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri Styðja tónlistarkenn- ara í kjarabaráttu AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í safnaðarheim- ili. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju kl. 17 í kapellu. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld í safnaðarheimili. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bæna- efnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag, fyrirbænir. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Kvöldsam- koma fellur niður vegna sameiginlegrar samkomu í Sunnuhlíð kl. 20.30. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálpar- flokkur kl. 20 á miðvikudag. Unglingasam- koma kl. 20.30 á fimmtudag. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.11 á morgun, sunnudag. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Guðsþjónusta verður á sunnudaginn kl.14. Kór Stærra-Árskógskirkju mun syngja negrasöngva. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Vakningarsamkoma kl. 16.30 sama dag. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbæna- þjónusta, barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laug- ardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KFUM og K: Sameigigleg samkoma Hjálp- ræðishersins, KFUM og KFUK og Sjónar- hæðasafnaðarins kl. 20.30 í Sunnuhlíð. Skúli Svavarsson kristniboði predikar. Fundur í yngri deild KFUM og K fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára kl. 17 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Grundarkirkju á sunnudag kl. 13.30 Pre- dikunarefni: Hryðjuverk. Væntanleg ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra velkomin. Guðsþjónusta á Kristnesspítala er síðan kl. 15. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa verð- ur í Glæsibæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Biblíulestur verður fyrir allt prestakallið á prestssetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudagskvöldið 22. október kl. 21. Kirkjustarf NÝ ferðaskrifstofa hefur verið stofn- uð á Akureyri en hún mun taka við rekstri Ferðaskrifstofu Íslands við Ráðhústorg 1. janúar næstkomandi. Hluthafar í hinni nýju ferðaskrifstofu eru Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Mjallar og stjórnarformaður Hörpu Sjafnar, Steingrímur Péturs- son, framkvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar á Akureyri, en báðir eiga 35% hlut og Ferðaskrifstofa Ís- lands sem á m.a. ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn og dótturfyrirtækið Plúsferðir, en hlutur hennar er 30%. Nýja ferðaskrifstofan verður rekin á sama stað og Úrval-Útsýn/Plúsferð- ir við Ráðhústorg á Akureyri og verð- ur starfsfólki skrifstofunnar boðið að starfa hjá nýja fyrirtækinu. Markmið hinna nýju eigenda er að sækja fram í ferðaþjónustu á Akur- eyri og í nágrannabyggðum, enda hafi svæðið upp á mikla möguleika að bjóða jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Ferðaskrifstofan mun annast alla almenna þjónustu sem slíkar ferða- skrifstofur veita. Hun mun hafa með höndum umboð fyrir Flugleiðir, Úr- val-Útsýn og Plúsferðir. Boðið verður upp á alla almenna þjónustu vegna ferða Íslendinga inn- anlands og til útlanda og áhersla verður lögð á að fjölga erlendum jafnt sem innlendum ferðamönnum á Eyja- fjarðarsvæðinu, sem og öðrum svæð- um á Norðurlandi til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu í fjórðungnum. Ný ferðaskrifstofa á Akureyri HIN árlega spurningakepppni Bald- ursbrár hefst á morgun, sunnudaginn 21. okt., kl. 20.30 í safnaðarsal Gler- árkirkju. Átta lið mæta til keppni, þau eru Aksjón, Norðlenska, lögreglan, prestar, Síðuskóli, símamenn, Slipp- urinn og ÚA. Aðgangseyrir er 700 kr. og gildir miðinn sem happdrætt- ismiði. Óvænt uppákoma verður í hléi. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindan glugga í Glerárkirkju. Spurningakeppni Baldursbrár JEPPABIFREIÐ valt út af vegin- um við Rauðuvík í Arnarneshreppi snemma í gærmorgun og skemmdist mikið. Tveir menn voru í bílnum og sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvilið- inu á Akureyri var annar mannanna hugsanlega með háls- og bakáverka en hinn slasaðist minna. Bílvelta við Rauðuvík Morgunblaðið/Kristján Nemendur í Brekkuskóla á leið heim úr skólanum í þokunni í gærdag. SVARTAÞOKA lá yfir Akureyri og næsta nágrenni í gærdag sem m.a olli því að samgöngur í lofti rösk- uðust. Einnig urðu vegfarendur bæði gangandi og akandi að sýna sérstaka aðgæslu þar sem einnig var hálka á götum bæjarins í gær- morgun. Svartaþoka yfir Akureyri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.