Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Enn fjölgar í hópi horfinna samferða- manna. Úlfar Krist- mundsson, vinur minn, starfsbróðir til margra áratuga og oft og einatt útivistarfélagi á skíða- og gönguferðum, er genginn á vit eilífð- arinnar og á fund þess guðs sem hann trúði á og hafði menntað sig til að þjóna. Eftir standa ótal minningar um góðan dreng sem hér er hvorki rúm né tími til að rifja upp né rekja – að- eins flytja þeim hugheilar samúðar- kveðjur og hluttekningu, sem nú eiga að sjá á bak látnum ástvini, en þakkir til hans sem nú er ekki lengur – en genginn þeirrar ferðar sem allra bíð- ur að loknu ævistarfi. Hér er raunar miklu og góðu ævistarfi lokið. Úlfar Kristmundsson hafði að loknu stúd- entsprófi valið sér guðfræðinám að hætti sumra frænda sinna og vissu- lega hefði hann sómt sér vel sem höf- uðklerkur í einhverjum öndvegis- brauðum þessa lands, ekki síst til sveita, hefðu forlögin búið honum það hlutverk sem ævistarf. En hann gerð- ist kennimaður á öðrum vettvangi, – fræðsla – kennsla ungra og upprenn- andi kynslóða varð aðalævistarf hans, – starf sem hann gekk að með þeim alhug, ánægju og dugnaði sem löngu er alkunnur, ekki einungis meðal hinna fjölmörgu nemenda hans, held- ur einnig þeirra, sem láta sig þau mál skipta sem varða framtíð og heill ís- lenskrar menningar. Við vinir hans höfðum það stundum að spaugsorði að Úlfar ynni það til um langt skeið að reka í hjáverkum arðbært innflutn- ingsfyrirtæki til þess að hafa efni á að stunda áhugamál sitt – kennslu, sem af heimskum yfirvöldum hefur lengi verið metið sem e.k. snautlega launað hobbí! Margt ótrúlegra hefur verið spaugað um en þetta því Úlfar, sem var öllum hnútum viðskiptalífsins vel kunnur, hefði á þeim vettvangi unnið sér auðveldlega gott lífsviðurværi (og gerði reyndar um eitt skeið) hefði hann kosið svo lítils háttar ævistarf. Dr. Jón Gíslason, skólastjóri Verslun- arskóla Íslands, var hinsvegar ekki seinn að seilast eftir Úlfari til starfa enda oft ótrúlega naskur og laginn við að tryggja skóla sínum hæfa starfs- krafta og undir stjórn hans, sem ein- kenndist af festu, prúðmennsku og hyggindum, undu menn sér vel. Við þessa stofnun starfaði Úlfar til ævi- loka af þeim áhuga og hörkudugnaði sem einkenndi hann að hverju sem hann gekk. Höfundur þessara lína tel- ur viðeigandi þótt rúm sé takmarkað að greina hér frá tveim atvikum sem hvort fyrir sig bregða aðeins ljósi á hvern mann Úlfar Kristmundsson hafði að geyma og hversu hann rækti sitt starf. Svo vildi til að fyrsta starfs- vetur hans í VÍ kenndi hann raun- greinar í byrjendabekk sem undirrit- aður hafði umsjón með og var eftir inntökuprófseinkunnum ekki talinn vænlegur til stórátaka, enda linnti ekki í fyrstu kvörtunum við umsjón- ar- og trúnaðarmann yfir þessum hat- aða harðstjóra, illmenni og fanti! eins og það hét hjá þeim skapstærri, sem væri að berja þau vægðarlaust til bók- ar í þungum raungreinum, stærð- fræði og efnafræði. Undirrituðum bauð í grun í fyrstu að hér hefði Úlfar e.t.v. gerst sekur um að reiða of þung- ar klyfjar á folöldum en hann brosti einfaldlega og bað mig vera óhrædd- an. Þessir krakkar gætu meira en þau teldu sjálf. Eftir því sem leið á vet- urinn fækkaði enda þessum klögu- málum og kvörtunum. Og að vori, að loknum prófum, sýndi Úlfar mér broshýr gullpennasett af vönduðustu gerð sem hinn sami bekkur hafði fært honum í þakklætisskyni fyrir „fanta- skap“ frábærrar kennslu og góðan ár- ÚLFAR EINAR KRISTMUNDSSON ✝ Úlfar EinarKristmundsson fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1929. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 19. október. angur. Á ég von á að þessir nemendur minn- ist hans hlýlega enn í dag. Annað atvik sýnir kannski enn betur þann karakter og góð- mennsku gagnvart lítil- magnanum sem ein- kenndi Úlfar Krist- mundsson. Eitt sinn kom hann til mín að loknu miðsvetrarprófi og kvað mig hafa sýnt tilteknum nemanda ósanngirni á prófinu. Nú er það ekki venja að kollegar skipti sér hver af annars störfum enda svaraði ég víst einhverjum ónotum í þá veru að hann gæti fengið að sjá úrlausn viðkomandi ef hann vildi. Slíkt varðaði Úlfar engu heldur tilkynnti mér að þetta væri greindarpiltur eins og hann ætti kyn til en hinsvegar teldi hann sig vita, kannski af tilviljun, að þessi piltur væri svo einmana og illa staddur efna- hagslega að hann ætti vart fyrir mat og alls ekki peninga til að borga rán- dýr gleraugu, sem væru honum alger nauðsyn til þess að geta lesið og fylgst með námstarfinu. Þessi piltur var Úlfari persónulega algerlega óvið- komandi, að öðru leyti en því að hann þekkti, að mig minnir, eitthvað til langafa hans. Ég komst að því að hann gaf piltinum andvirði gler- augnanna úr eigin vasa og leit síðan til með námi hans þar til því lauk með allgóðri frammistöðu og það vissum við báðir seinna að þessi pasturslitli, umkomulausi piltur fann sér starf sem hentaði hæfileikum hans og áhugamálum og er þar vel metinn. Við Úlfar urðum þeim mun betri vinir sem kynni okkar urðu meiri og lengri; oft háðum við þó grimmilega hildi við skákborð þar sem engin grið voru gefin! – vorum einatt ósammála um ýmis málefni og mannleg vanda- mál og áttum þá til að deila svo tæpi- tungulaust að lá við að hendur væru látnar skipta; fundum þó báðir jafnan þegar upp var staðið að ævilöng vin- áttubönd voru öllum ágreiningi og ólíkum lífsviðhorfum traustari. Slíkra manna hljóta menn í senn að sakna þegar þeir hverfa af þessum heimi og minnast með djúpum trega. Þessum fáu og fátæklegu orðum fylgja hér að lokum innilegar samúð- arkveðjur til hinna nánustu sem nú kveðja hinstu kveðju merkan mann og góðan dreng. Egill J. Stardal. Kær vinur minn og samtarfsmaður til margra ára, Úlfar Kristmundsson, kennari við Verzlunarskóla Íslands hefur kvatt þennan heim. Fréttin um lát hans kom mér á óvart þótt ég vissi að hann væri alvar- lega veikur. Ég hafði talað við hann viku fyrr og þá hafði hann verið hress í tali og gert að gamni sínu. Það var líka Úlfars háttur að vera glaður í bragði og láta sér fátt um smámuni og hégóma finnast. Áföllum lífsins hafði hann tekið af karlmennsku og öll hans framganga einkenndist af bjartsýni og dugnaði. Úlfar var góður samstarfsmaður. Hann taldi aldrei eftir sér nokkurt verk og ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann kvarta um þreytu þótt vinnudagur hans væri oftar en ekki langur og strangur. Ég leitaði oft ráða hjá mínum góða vini viðvíkjandi kennslunni og ráð hans reyndust mér ætíð holl enda var hann einstakur kennari. Hann hvessti sig að vísu stundum við krakkana en þeir voru fljótir að fyrirgefa honum og fundu að í brjósti hans sló hlýtt hjarta og að umhyggja hans fyrir þeim var heil og sönn. Úlfar kenndi nemendum sínum fleira en það sem í námsbókinni stóð, hann kenndi þeim einnig stundvísi, heiðarleika og vinnusemi. Nemendur Úlfars báru mikla virð- ingu fyrir honum og sýndu honum það á ýmsan hátt. Fáir kennarar voru kvaddir á vorin með eins hlýlegum orðum og sérstökum smágjöfum eins og Úlfar. Honum þótti vænt um það og hann var óþreytandi í því að fylgj- ast með nemendum sínum löngu eftir að þeir höfðu útskrifast. Úlfar bar ekki aðeins umhyggju fyrir nemendum sínum. Fjölskylda hans var honum ofarlega í huga og oft sagði hann mér að ekkert skipti hann eins miklu máli og barnalánið. Úlfars verður saknað á kennara- stofunni. Hann var alla tíð áhugasam- ur um menn og málefni og ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós. Nærvera hans var góð og glettnin smitandi. Ég votta Þóru, börnum þeirra og barnabörnum innilega samúð. Svava Þorsteinsdóttir. Hluta þess að verða fullorðinn og að verða að manni á maður að þakka foreldrum sínum og góðum læri- meisturum. Munurinn á kennara og lærimeistara er aðeins einn í mínum augum. Kennarinn kennir bókstafinn, lærimeistarinn gæðir bókstafinn lífi. – Sínu eigin lífi. Lærimeistarinn getur jafnvel hoppað hæð sína af ákafa og vanþóknun þegar nemandinn sýnir þá ósvífni að dotta í tíma en hann ger- ir það líka af hreinni ást á viðfangs- efninu. Úlfar var strangur lærimeistari sem hótaði mér eftir fyrsta stærð- fræðiprófið mitt í VÍ að senda mig á Grænuborg. Nokkrum árum síðar stóðum við fyrir utan Háskólabíó ný- útskrifaðar vinkonurnar og Úlfar kallaði á mig, tók í höndina á mér og óskaði mér innilega til hamingju og sagðist eiga hluta í mér og þannig leit hann vissulega á nemendur sína. Úlfar lagði allt í kennsluna, hann var strangur og krafðist einskis minna en þess besta frá nemendum sínum og var tilbúinn að leggja allt á sig til að fá því framgengt. Úlfar var maður með stærra hjarta en flestir. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun eflaust aldrei kynnast jafn mark- verðri manneskju og Úlfari enda tel ég mig mjög heppna að hafa haft hann sem lærimeistara þau fjögur ár sem ég var í VÍ. Verkstjórinn (Úlfar) er farinn og ég þakka honum innilega fyrir allt, minning hans mun lifa að ei- lífu. Öllum sem þótti vænt um Úlfar sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd stelpnanna í bekknum, Saga Ýrr Jónsdóttir. Við vorum svo heppin að fá Úlfar sem stærðfræðikennara á öðru skóla- ári okkar í Verzló og kenndi hann okkur þar til við útskrifuðumst nú síð- astliðið vor. Úlfar er sá kennari sem er eftirminnilegastur frá skólagöngu okkar. Við urðum öll dauðhrædd þeg- ar hann gekk inn í stofuna okkar í fyrsta stærðfræðitímanum okkar á öðru árinu, því hann var þekktur sem mikill harðstjóri. Hann lét okkur strax vita að hann væri verkstjóri og við værum í vinnu hjá honum. Það var eins gott að vinna vel enda vorum við nýkomin af Grænuborg. Ótti okkar var óþarfur því hann reyndist vera sauður í úlfsgæru og varð blíðari með hverjum deginum. Í 5. bekk vorum við í náðinni hjá fæstum kennurum skólans og stöðugt umræðuefni á kennarastofunni. En Úlfar stóð upp á móti þeim og tók upp hanskann fyrir okkur. Þannig komumst við að því að honum þótti vænna um okkur en við héldum. Við vitum nú að aginn sem hann beitti okkur var ekki illa meint- ur heldur nauðsynlegur til að halda okkur við efnið og tryggja okkur góða einkunn. Við urðum þess heiðurs að- njótandi að fá að bjóða Úlfari með okkur út að borða og þáði hann það með þökkum og skemmti hann sér konunglega sem og við. Úlfar var besti kennari sem hægt var að ímynda sér. Kennsla hans var með eindæmum og hann var alltaf tilbúinn til að fórna frítíma sínum í auka- kennslu þegar próf voru á næsta leiti. Þótt þú sért farinn mun minning þín sem kennarans með prikið lifa að eilífu. Þess vegna viljum við þakka þér fyrir samfylgdina sem við áttum með þér á þessari jörð. Þú kenndir okkur ekki aðeins stærðfræði heldur kenndir þú okkur heilmikið um lífið sjálft. Megi Guð blessa þig og varðveita þig um aldir alda. Fyrir hönd 6-E, 2001, Andri, Kolbeinn og Þórður.                                    ! " # $          % & '(%)  *'"#% $ "    +  ,-. /0  --.   ! #         !  1(  2%)  ((   2%)    %   2*($ $      %    & .-3 & .-45  --.       0#   67" #  &'   (  %  )*! ! (   "%)  & '(8$9((   (%  "*( +  % + (1%)  )  & '( "*(    *2 ( 2($ $      %      . 0 0  /*  (66   2: &+ %,   (  % ).! ! 4)(;*( ; # )%)  < % ;*( .( 2'  (%%)   (%= +  2 .(  +  2 8)   *( & ( +  2 5( )  *( ;4 "*2+  2 .( 2'( %)  ) ( 4)(*( 8) ((3 %)  4)(;4)(*( 3 8) %)    (%  < % *( .( < % %)  * ( 2($ /         % -        0. 3& - + 4    "  (( 99  &  %    (   0       % ).! !    4)(%)  2(*'"#% >  $ /     03/0-0 --.  ') 6? #"' " & % )*! !  0# (% 0((( 0# (%   0# (%$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.