Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GULLENGI – BÍLSKÚR. Falleg og rúmg. 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérverönd, ásamt 23 fm bílskúr. Þvottahús í íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi. Verð 10,4 millj. 1795 HJARÐARHAGI – ÚTSÝNI. Falleg og talsvert endurnýjuð 4ra herb. íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli með útsýni í þrjár áttir. Tvær stofur og tvö svefnherb. Parket. Beykiinnrétting í eldhúsi. Baðherbergi allt nýstandsett og flísalagt. Tvennar svalir. Stærð 98 fm. 1779 HRAUNTEIGUR. Mjög góð efri sérhæð í nýstandsettu fjórbýli. Tvö svefnherb. og tvær stofur. Gott eldhús. Flísalagt baðherb. Parket. Stærð 114 fm. Hús í mjög góðu ástandi. Gler, þak og rennur endurnýjaðar. Verð 15,5 millj. Mjög góð staðsetning. Bílskúrsréttur. 1781 GRETTISGATA. Mjög góð 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð í fjögurra íbúða stigagangi. Stærð 130 fm. Vandaðar eikarinnréttingar. Tvær saml. stofur, tvö rúmgóð svefnherb. Þvottahús og búr í íbúð. Nýstandsett baðherb. Suðursvalir. Laus flótlega. Verð 14,9 millj. 1697 VEGHÚS – BÍLSKÚR. Rúmgóð og vel skipulögð 123 fm íbúð á 2. hæð ásamt 27 fm bílskúr. 3 góð svefnherb. Góð stofa. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innrétt. Suðursvalir. Áhv. 5,9 m í Byggsj. rík. Verð 14,9 millj. Góð staðsetning. Gott hús. 1703 BARÐASTAÐIR - ÚTSÝNI. Nýbbyggt einbýlishús á einni hæð ásamt innb. tvöföldum bílskúr. Gert er ráð fyrir 3 svefnherb. og 2 stofum. Húsið er fokhelt að innan, fullbúið að utan, ómálað. Stærð 218,5 fm samtals. Góð staðsetn. m. fallegu sjávarútsýni. Ávh. 8,2 millj. Verð 18 millj. 1401 OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 12-14 ÖRLAGANORNIR spinna vef sinn fyrir nemendur 10. bekkja Hagaskóla í hverri viku þetta árið. Örlögin eru ýmist neikvæð eða jákvæð, allt eftir því hvernig nemend- urnir sinna heimanáminu í nýju námsgreininni þjóð- félagsfræði og nútímasaga. Hluti námsefnisins felst nefni- lega í því að nemendur spila hlutverkaleikinn Raunveru- leik, tilraunaverkefni, sem miðar að því að kynna fyrir nemendum hvernig er að komast af á Íslandi nútímans. Í þessum hlutverkaleik eru hvorki drekar né dýflissur mesta ógnin heldur verðbólga, atvinnuleysi, verðhækkanir og annars konar útgjalda- aukning. En það er ekki ein- tómt svekkelsi í gangi, því ver- ið getur að leikmaður detti í lukkupottinn og hlotnist happ- drættisvinningur, betur laun- uð vinna eða jafnvel að góð- viljuð amma reki á fjörur hans með fulla vasa af peningum. Ungt fólk á leið út í lífið Hugmyndasmiður Raun- veruleiks er Ómar Örn Magn- ússon, kennari við skólann. Þar sem þjóðfélagsfræði og nútímasaga er ný námsgrein liggur enn ekki fyrir námsefni og því brá hann á það ráð að freista þess að höfða til nem- enda eftir þeirra leiðum; í gegnum líflegan og skemmti- legan leik. Í upphafi standa allir þátt- takendur jafnfætis, eru tví- tugir á leið út í lífið, eftir að hafa lokið framhaldsskóla og eru með 250 þúsund krónur í vasanum. „Ég held síðan bókhald um hvern nemanda, en markmið- ið er að komast af og í gegnum spilið kynnast þau smám sam- an ýmsum þáttum íslensks þjóðfélags,“ segir Ómar. „Þau geta ráðið hluta af útgjöldum sínum, en ákveðnir útgjalda- liðir eru fastir, svo sem húsa- leiga, kaup á fatnaði og ákveð- inni matvöru.“ Þátttakendur geta valið hvar þeir kjósa að búa, ef þeir búa á höfuðborgarsvæðinu er leigan há en ef þeir ákveða að flytjast búferlum út á land er leigan lægri en á móti koma aðrir kostnaðarliðir. Þá er þeim t.d. frjálst að velja hvort þeir vilja hafa farsíma, net- tengingu, drekka gos og borða sælgæti, reka bíl og hvað þeir gera í tómstundum. „Þessir frjálsu útgjaldaliðir tengjast örlögum þeirra, nemendur þurfa að svara spurningum úr námsefninu og draga síðan ör- lagaspjald. Ef þau svara rétt fá þau jákvæð örlög, ef svarið er hins vegar rangt, fá þau neikvæð örlög.“ Tannpína og fýlupúkar Örlögin geta verið margs- konar: „Þú varst í fýlu út í vini þína megnið af síðasta mánuði af því að þér var ekki boðið í afmæli eins þeirra. Því lækkar símakostnaður þinn um 50%“ er dæmi um jákvæð örlög. Neikvæð örlög geta hins veg- ar verið „þú fékkst tannpínu í síðasta mánuði og þurftir að fara til tannlæknis. Þetta kostaði 15.000 krónur“. Einn- ig er hægt að draga örlög sem hafa áhrif á alla í bekknum, t.d. „húsaleiga hækkar um 10% á öllu höfuðborgarsvæð- inu“ eða að ný verslunarkeðja er opnuð sem lækkar matar- innkaup allra um ákveðna upphæð. „Spilið snýst því að vissu leyti um peninga. Þess vegna er til dæmis það að eignast barn neikvæð örlög,“ segir Ómar brosandi, „einfald- lega af því það er útgjaldaauk- andi.“ Þá er hægt að draga þau örlög að eignast sambýlis- mann/konu og segir Ómar að miklar umræður hafi skapast um það meðal unglinganna hvort það væri neikvætt eða jákvætt. „Flestir strákarnir eru nú á því að það séu nei- kvæð örlög, því það hljóti að auka útgjöldin að eignast kærustu.“ Kynning á íslensku þjóðfélagi Einn tilgangur leiksins er að fá þau til að undirbúa sig vel svo þau geti svarað spurn- ingum Ómars rétt og fengið jákvæð örlög að launum. „Annar tilgangurinn er hins vegar að leyfa þeim að kynn- ast því hvernig íslenskt þjóð- félag gengur fyrir sig. Leik- urinn er þó ekki síst til þess gerður að hafa gaman í kennslustundum. Við full- orðna fólkið gerum kröfur um að það sé skemmtilegt í vinnunni hjá okkur og nem- endur eiga ekki síður rétt á því að námið sé skemmtilegt.“ Unglingarnir hafa þegar gert sér grein fyrir því að í líf- inu skiptast á skin og skúrir, verðbólgan getur haft gríðar- leg áhrif og verkalýðsbarátta gæti borgað sig. „Ég reyni að tengja leikinn námsefninu. Við vorum til dæmis að lesa um atvinnu- og verkalýðsmál á stríðsárunum um daginn og þá reyndi ég að koma á svolít- illi verkalýðsstemmningu í leiknum.“ Ómar segir að leikurinn og allt námsefnið sé enn í þróun. „Ég vissi auðvitað ekkert í upphafi hvort eða hvernig þetta myndi virka, en þetta hefur gengið nokkuð vel. Að- algallinn sem ég sé nú þegar er að börnin verða ekki nógu fátæk,“ segir Ómar kankvís á svip. „Það safnast bara upp peningar hjá þeim, en það er auðvelt að stjórna því.“ Nám eða vinna? Til stuðnings Raunveru- leiknum notar Ómar neyslu- könnun frá Hagstofunni á meðalútgjöldum 18 ára ung- menna. Hann segir misjafnt hvaða leiðir nemendurnir fara. Sumir kjósa að búa úti á landi en flestir þó í Reykjavík. Ákveðnir hópar innan bekkj- anna hafa ákveðið að vinna áð- ur en farið er í nám og safna sér fyrir náminu, en aðrir kjósa að skella sér beint í skóla og fá námslán meðan á því stendur. Þá eru þau flest með farsíma svo að leikurinn endurspeglar raunveruleik- ann á vissan hátt. Í fjármála- legu tilliti jafngildir einn mán- uður í spilinu einum mánuði í lífi þátttakenda en um einu ári í öðru tilliti. Þeir sem hefja t.d. fimm ára nám í upphafi vetrar útskrifast því ef allt gengur eftir fljótlega eftir jól. Ómar segir ýmislegt hafa komið sér á óvart í framvindu leiksins. Hann segir til dæmis að nemendurnir hefðu ekki reynt að leika á leikinn. „Þau hafa valið sér raunhæfar leið- ir. Það er svo sem hægt að spila sig frá öllu og safna pen- ingum. En þau hafa reynt að lifa sig svolítið inn í þetta.“ En hvernig kemur leikur- inn til með að enda? „Leikurinn er hluti af vetr- areinkunn og verða áhuga- semi, þátttaka í tímum og vinnusemi þeirra metin – en ekki hversu mikla peninga þau eiga í lok skólaársins.“ Hlutverkaleikurinn Raunveruleikur er hluti af nýju námsefni 10. bekkinga í Hagaskóla Leikur sem speglar raun- veruleikann Morgunblaðið/Þorkell Steinþóra og Ólafur eru ánægð með Raunveruleikinn sem Ómar kennari þeirra útfærði. Vesturbær STEINÞÓRA Jónsdóttir og Ólafur Már Ólafsson eru bæði í 10. V í Hagaskóla og eru á einu máli um að hlut- verkaleikurinn Raunveru- leikur sé skemmtilegur og lærdómsríkur. „Það er gam- an að brjóta námsefnið upp og gera eitthvað annað en að lesa og vinna hefðbundin verkefni,“ segir Steinþóra. Ólafur segir að þau séu betur farin að gera sér grein fyrir ýmsum kostnaði sem fylgi því að halda heimili og sjá um fjármálin upp á eigin spýtur. „Þetta er greinilega svolítið öðruvísi en að búa bara heima hjá mömmu og pabba,“ segir hann. Þau eru sammála um að það sem mest hafi komið sér á óvart sé hveru dýrt það sé að búa á Íslandi. „Það er til dæmis fáránlega dýrt að leigja húsnæði,“ segir Stein- þóra sem valdi þá leið í leiknum að flytja til Ak- ureyrar og fara í framhalds- nám. „Það er líka mikill munur á því að búa út á landi eða í Reykjavík.“ Ólafur segist hafa orðið að sæta grimmum örlögum, sem því miður höfðu áhrif á alla bekkjarfélaga hans. „Ég gat ekki svarað einni spurn- ingu og fékk því neikvæð ör- lög sem varð til þess að hækka húsaleiguna hjá öll- um á höfuðborgarsvæðinu en lækka hana úti á landi. En ég er samt ekki enn þá farinn á hausinn.“ Steinþóra segist ekki hafa gert sér grein fyrir því áður en hún fór að spila leikinn hversu flókið það væri að byrja að búa. Hún er ekki viss um að hún passi betur upp á sumarhýruna eða vasapeningana eftir að hafa kynnst raunveruleikanum á þennan hátt en Ólafur er á öðru máli. „Kannski pælir maður aðeins meira í því í hvað peningarnir fara, án þess að vita samt af því.“ Passa vasapen- ingana betur DÓMNEFND á vegum samráðs- nefndar um skólabyggingar hefur samþykkt tillögu hönnuða arkitekta- stofunnar Arkþings ehf. um viðbygg- ingu Langholtsskóla. Efnt var til samkeppni meðal fjögurra aðila um hönnun viðbyggingarinnar og þótti tillaga Arkþings hógvær og aðlaðandi og falla smekklega að núverandi byggingum. Í áliti dómnefndar kem- ur ennfremur fram að „höfundi takist að mynda miðrými eða skólatorg á sannfærandi hátt. Tengsl milli salar, skála og skólasafns eru góð.“ Þá þótti innra rými skólans tengjast óþvingað við aðra hluta lóðarinnar í tillögunni og kostnaður innan viðmiðunar- marka. Á næstunni munu hönnuðir fara í frekari útfærslur á tillögunni og vonast er til að framkvæmdir við við- bygginguna geti hafist á næsta ári. Hreiðar Sigtryggsson, er tók við stöðu skólastjóra í Langholtsskóla í ágúst á þessu ári, er ánægður með þá tillögu sem varð fyrir valinu. „Með þessari fyrirhuguðu viðbyggingu skapast hjarta eða miðja í skólahús- inu og það var einmitt það sem var leitað eftir. Einnig næst í tillögunni að tengja vel saman þær álmur sem fyrir eru. Hringformið hentar vel í það hlutverk sem byggingin á að gegna.“ Í viðbyggingunni verður hátíðar- salur skólans en hingað til hafa nem- endur orðið að gera sér að góðu að safnast saman í anddyri skólans við sérstök tækifæri, þau tæplega fimm- tíu ár sem hann hefur verið starfandi. Þá verður þar einnig eldhús og mötu- neytisaðstaða. „Auk viðbyggingar verður ráðist í að lagfæra gömlu skólabygginguna en þeim fram- kvæmdum hefur hingað til verið sleg- ið á frest. Bókasafninu verður þá fundinn nýr staður svo eitthvað sé nefnt.“ Hreiðar segir verkefnið að- kallandi og vonast til að framkvæmd- ir við nýju bygginguna geti hafist strax á næsta ári. Tillaga um hringlaga viðbyggingu samþykkt   Langholtshverfi Teikning/Arkþing ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.