Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 49 ✝ Jón KristbergErlendsson fæddist 23. janúar 1920 á Klöpp á Reyðarfirði og and- aðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna Sigríð- ur Olsen frá Klöpp á Reyðarfirði, f. 20.4. 1893, d. 29.9. 1973, og Erlendur Elís Jónsson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 7.8. 1882, d. 27.8. 1955. Systir Jóns er Ásta Aðalheiður í Hólagerði í Fáskrúðsfirði. Jón bjó allan sinn aldur í Hólagerði, fyrst með foreldr- um sínum og síðan með móður svo og systur sinni Ástu. Öll hans skólaganga eftir farskólanám var tvo vetur hálfa við nám í Unglinga- skóla Reyðarfjarðar hjá Sigfúsi Jóels- syni, en Jón var þó flestum betur að sér um fjölmargt. Jón var ókvæntur og barnlaus. Útför Jóns fer fram frá Búða- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Minnisstæður samferðamaður og félagi er nú kært kvaddur. Ég hitti hann Jón í stuttri heimsókn í Upp- sali í sumar sem leið og glöggt þótti mér þá að hverju stefndi. Það er þó gleðiefni nú að hafa mátt eiga með honum þessa stuttu stund. Jón í Hólagerði, en svo er mér tamast að nefna hann, var óvenju góðum gáf- um gæddur, einstaklega fróður um ótalmargt enda las hann mikið um dagana. Skólaganga hans var ekki löng en hún nýttist honum um margt vel, þótt gjarnan hefði maður viljað sjá hann ganga menntaveginn svo auðvelt sem hann átti með allt nám og vel hefði hann sómt sér í ein- hverjum fræðimannsstörfum til gagns fyrir land og lýð. Hans hlut- verk í lífinu varð hins vegar erfiðis- starf bóndans en um leið ræktunar- mannsins og Hólagerði varð lífsvettvangur hans og hlutverk bóndans rækti hann með prýði, þótt hugur stæði alla tíð til bóka og enn meiri fróðleiks á fjölmörgum svið- um, en fáa vissi ég svo fjöllesna og hann, enda átti hann firna gott bóka- safn. Jóni var afar lítt sýnt um að halda fram sínum hlut, en hvar sem hann lagði að liðsemd sína munaði aldeilis um hann. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Skrúðs og þar í stjórn og sinnti ýms- um trúnaðarstörfum hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Austur- lands fyrir sitt félag. Þá þótti Jón sjálfsagður ræðumaður á sumar- samkomum Skrúðs í Víðinesi enda málhagur og málsnjall hið bezta og talaði hreint gullaldarmál. Jón var afar hógvær og hlédrægur maður en hæfileika hafði hann nóga og yfir- gripsmikill fróðleikur hans kom einkar vel fram, þegar hann tók þátt í spurningakeppnum milli byggðar- laga eystra, en þar var ekki að tóm- um kofa komið og þekking hans þar þótti einstök. Jón var alla tíð trúr því heiti ungmennafélaganna að neyta hvorki víns né tóbaks, sannur bind- indismaður og einarður talsmaður hollra hátta alla tíð. Jón hafði fast- mótaðar skoðanir, heill og hrein- lyndur, hlýr og góðviljaður og fylgd- ist einstaklega vel með öllum gangi þjóðmála sem alþjóðamála. Hann var einlægur sósíalisti af sannfæringu og fylgdi ævinlega fast að málum því þjóðmálaafli sem rót- tækast var hverju sinni, hafði lesið sér vel til um stefnur og strauma, kreddulaus hugsjónamaður sem bar fyrst og síðast hag hins vinnandi manns til sjávar og sveita fyrir brjósti. Það var undurgott að vita hann Jón í Hólagerði í liðssveit okkar sós- íalista á Austurlandi og fá notið hans góðu og öruggu fylgdar og vel hefði hann sómt sér þar framarlega, en allt slíkt fjarri skaplyndi hans. Jón var í eðli sínu alvörumaður en kunni þó vel að leika á létta strengi, ef svo bar undir, og undurgaman var að eiga við hann tal, svo víða sem hann var heima. Hann var maður heimakær svo af bar en þau systkini, Ásta og hann, hreinir höfðingjar heim að sækja. Hólagerði var hans veröld kærst, en hugur flaug um veröld víða og veitti fróðleiksfúsum svarafjöld. Jón er kvaddur í kærri þökk fyrir samfylgdina trúu, fyrir einlægni hans og alúð í hverju einu. Systur hans Ástu, þeirri mynd- virku röskleikakonu góðra eiginda, eru færðar frá okkur Hönnu hinar einlægustu samúðarkveðjur. Með Jóni er af heimi horfinn minnisstæður og merkilegur fulltrúi sinnar kynslóðar, hugstæður og kær öllum þeim er honum kynntust. Þar fór vænn drengur, valmenni. Blessuð sé hin hugumkæra minn- ing Jóns Kr. Erlendssonar. Helgi Seljan. Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. (Einar Ben.) Öllum þeim dyggðum sem hér eru taldar var Nonni frændi minn búinn. Engan hef ég þekkt er hreykti sér minna, hugsaði meira og hærra, kvartaði sjaldnar, var betri smæl- ingjum (hvort sem þeir voru tví- eða ferfættir), var orðvarari eða hló lægra en þessi einstaki frændi minn. Jón Kristberg hét hann og var sonur Önnu Sigríðar Ólsen og manns hennar Erlends Elisar Jóns- sonar. Jón fæddist á Teigagerðisk- löpp í Reyðarfirði 23. janúar 1920, en flutti barn að aldri með foreldrum sínum að Hólagerði í Fáskrúðsfirði og bjó þar alla tíð síðan. Mér er afar minnisstætt er ég sá hann fyrst. Þá kom hann á móti okk- ur Ástu út að Ljótunsá til að ferja okkur yfir, en áin var óvæð vegna vorleysinga. Undir sól að sjá var hár hans blásvart og þó frekar blátt og hafði ég aldrei séð slíkt fyrr. Þetta vor hafði ég verið send í sveit að Hólagerði og var mjög feimin og því undirleit þegar hann spurði á hvoru hrossinu ég vildi sitja yfir ána. Mannaði mig þó upp í að benda og segja: „Á þessu.“ Þar fékk ég plús hjá Nonna, því ég hafði bent á Ljúfu sem var merin hans. Eftir það lánaði hann mér hana í hvert sinn sem við Ásta fórum á hestbak, að leita að týndum kálfi eða hvert sem erindið var. Í fyrsta sinn sem hann léði mér Ljúfu heima á hlaði varð Siggu móð- ursystur minni að orði: „Jón, ætlarðu að láta barnið á þessa óðu skepnu?“ „Ljúfa er nú ekki óð, þær klára sig,“ var svarað. En plúsinn sem ég fékk út við Ljótunsá entist ekki lengi, því þegar við komum inn um dyrnar á bænum reis Lubbi upp til hálfs og urraði. Það sagði Nonni mér löngu síðar að þá hefði hann hugsað margt um hverslags barn þetta væri. Þetta var í fyrsta og mér vitanlega eina skipti sem Lubbi urraði að nokkurri mann- eskju. Seinna urðum við Lubbi alda- vinir og mörg sporin sparaði hann mér þegar ég var að reka úr túninu. Hvað á að segja um Nonna? Að hann var allra manna fróðastur, allra manna minnugastur, flestum mönnum betri? Ég heyri hann í anda segja: „Ber það ekki keim af skrumi, Ragnheiður mín?“ Eflaust, en það er bara staðreynd. Minningar mínar eru margar og með ýmsu sniði. Eins og þetta eina sinn sem ég reiddist þar á bæ og rauk niður stigann, skellti lúgunni á eftir mér og hvæsti um leið að ég ætlaði að drekkja mér í Dalsánni. Skellti hurðum niðri og stansaði ekki fyrr en ofan í Drauga- gjótu. Það var austfirsk þoka eins og hún gerist þykkust og ýrði úr. Hæg- ar var gengið um gáttir þegar ég læddist inn og upp stigann, lyfti lúg- unni ofurhægt með höfðinu og gægðist upp í eldhúsið. Hvað sé ég nema Nonna þar sem hann sat, stökk ekki bros en spurði með hægð- inni: „Hvað vantar þig, gæska?“ „Úlpuna mína“ og enn var hvæst – ekki eins illilega þó. „Heldurðu að hún verji þig fyrir bleytunni í Dalsánni?“ Það var ekki laust við að gætti smá hýru í augn- krókunum, en ekki brosti hann þó. Ég sprakk, lagði lúguna að vegg, settist í efstu rimina og hló og hló. Þá hló hann líka, ég held að þetta hafi verið í eina skiptið sem ég sá Nonna hristast af hlátri. Best man ég hann þó sem fræð- ara, hann kenndi mér örnefni og sagði sögur af sérstökum persónum, þjóðsögur og að ég tali nú ekki um öll ljóðin og vísurnar sem hann kenndi mér og var það af ýmsum toga, eins og: Hér er fjós en ekkert ljós hér er vondur vegur. Fögur rós við fjarðarós og margur maður degur. Það var ekki allt eftir stórskáldin. Mikið reyndi hann að kenna mér að meta Einar Ben. en það var eina skáldið sem ég var ekki hrifin af. Áratug síðar eða meira skrifaði ég honum og gat sagt að eitt af mínum uppáhaldsljóðum væri eftir Einar. Það hlaut að koma að því, var svarið í næsta bréfi. Bækur og pólitík voru okkur óþrjótandi uppspretta skoð- anaskipta og ekki vorum við alltaf sammála og alls ekki í pólitík. Má geta nærri að hann hafi oft skemmt sér yfir ungæðishætti mínum. Síðast þegar hann lá á Landspít- alanum í vetur leið gat ég fært hon- um nýútkomna bók um Einar Ben. Mér þótti sárt er hann sagðist vart geta lesið hana, en sjónin var farin að svíkja hann. Þegar ég var 16 eða 17 ára fár- aðist ég einhverju sinni yfir því að hann hefði ekki lært og orðið læknir eða eitthvað annað sem hann hefði langað til. Það stóð ekki á svari. Hann sagðist hafa allt í kringum sig sem hann þurfti, blessaðar skepn- urnar og fagurt umhverfi. – Það væri nú eitthvað annað með mig, gæskuna, að vera suður í henni Sód- ómu (Reykjavík). Aðeins einn stað gat hann hugsað mér verri og það var Keflavíkurvöllinn. Nonni komst næst því að verða mér sá faðir sem ég hafði misst ung. Best sést það á því að elsti sonur minn ber nöfn þeirra beggja og heit- ir Ásmundur Kristberg. Það voru gleðidagar þegar hann sótti okkur heim sumarið 1989. Þá gat ég aðeins grynnkað á skuld minni með því að benda honum á kennileiti og ekið með hann um Borgarfjörð. Í huganum sest ég á Sætamelinn og augun líða yfir ríki hans og Ástu systur hans. Margt væri hægt að tína til en mál er að linni. Hann gaf mér bók sem mér þykir afar vænt um en hún er eftir Þor- stein Valdimarsson. Þar í er ljóðið Æska og hljóða tvö síðustu erindin svo: En aðra stund við straumsins röst þau stara hljóð og kyrr á elfardjúpsins ylgjuköst og af sér vita ei fyrr en hjörtun grípur höfgum seið og hefur burt með sér sú móða er allt á eina leið í iðufangi ber. Nú hefur sú hin mikla móða borið Jón Kristberg að þeirri strönd sem við lendum öll á fyrr eða síðar og bíða mun hann okkar með þeirri ró sem honum einum er lagin. Ásta mín, innilegar samúðar- kveðjur og megi Guð fylgja þér. Ragnheiður Ásmundardóttir. JÓN KR. ERLENDSSON ✝ Steinunn Bjarna-dóttir fæddist í Hátúni á Árskógs- strönd 8. júní 1920. Hún lést á Dvalar- heimilinu Dalbæ á Dalvík 13. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bjarni Pálsson, f. á Ytri-Reistará 27. jan- úar 1886, d. 10. mars 1957, og Guðrún Em- ilía Jónsdóttir, f. í Birnunesi 6. júní 1894, d. 10 ágúst 1979, bændur í Há- túni. Steinunn var næstelst fjög- urra systkina. Þau eru: Hjalti, f. 18. maí 1917, kona hans Gíslína Vigfúsdóttir og eignuðust þau sex börn; Jón Reynir, f. 26. sept- ember 1925, d. 20. janúar 1996; Höskuldur, f. 8. júní 1929, kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir og eign- uðust þau sex börn. Steinunn bjó alla tíð í Hátúni. Hún tók við búskap af for- eldrum sínum og var við búskapinn þar til að hún missti heils- una 1992. Steinunn fór í Húsmæðraskólann á Laugalandi á árun- um 1942-1943 Hún var félagi í Ferða- félagi Akureyrar og í Skóræktarfélagi Árskógsstrandar. Einnig starfaði hún með veðurklúbbnum á Dalbæ. Útför Steinunnar Bjarnadóttur fer fram frá Stærra-Árskógs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Steinunn frænka. Minn- ingar líða um hugann, minningar um hvað við gerðum saman og hvernig líf þitt var. Þú varst ekki allra en þú varst vinur vina þinna. Bræður þínir voru þér dýrmætir, enda þeir einu sem stóðu þér næst og fjölskyldur þeirra. Þú varst mjög heimakær og vildir hvergi annars staðar vera en í Hátúni. Bú- skapurinn var þér allt. En ef þér gafst tækifæri til að fara í dagsferðir og skoða landið þitt, þá greipst þú tækifærið. En þú fórst ekki nema þú gætir séð um fjósið sjálf, því þér fannst óþarfi að fá einhvern til að leysa þig af. Við systkinin, fimm að tölu, vor- um svo lánsöm að alast upp í sama húsi og þú. Það var oft hamagangur á hóli, þegar við systkinin vorum að leik og þá koma upp í huga minn matmálstímarnir. Þeir voru stund- um skrautlegir, og þú, amma og Jón frændi voruð aðeins að reyna að siða okkur til. Það gekk nú svona og svona. En þið voruð alltaf góð við okkur og þú hafðir svo gaman af því að lesa fyrir okkur. Svo fannst þér svo gaman að því að hjálpa mér að læra og þú sagðir mér að þú hefðir verið mjög ung þegar þú varst orðin læs. Þú last mikið um ævina og varst mjög fróð. Þú hafðir mjög gaman af ljóðum og söngst af innlifun við mjaltirnar. Þú dýrkaðir náttúruna, útiveruna og elskaðir dýrin að meðtöldum músunum sem áttu heima í fjósinu hjá þér og þér fannst svo vinalegar. Þér fannst svo sjálfsagt þegar þú þurftir að stjaka við þeim úr fóðurbætinum þegar þú varst að gefa kúnum. Þetta var svo eðlilegt fyrir þér. Þú passaðir líka svo vel upp á fuglana, að gefa þeim á veturna, og á vorin þegar farfugl- arnir komu fylgdist þú vel með í hvaða röð þeir komu og svo þekktir þú alla fugla og vissir upp á hár hver átti hvaða tíst. Ég man svo vel eftir fyrsta skóla- deginum mínum, því að þú vildir endilega fá að fylgja mér út í Ár- skógsskóla. Við fórum fótgangandi þangað. Það var ekki nægilegt fyrir þig. Svo þú fórst heim og komst aft- ur gangandi til að ná í mig eftir skóla. Þér fannst aldrei neitt mál að þurfa að útrétta í sveitinni. Þú fórst fótgangandi allt það sem þú þurftir að fara og kvartaðir aldrei. Þú tókst aldrei bílpróf. En þegar ég fékk bíl- próf og gat boðið þér far, mér fannst þú ganga allt allt of mikið, þá þáðir þú nú ekki alltaf far. Þér fannst oft betra að fara gangandi. Á sumrin þegar við vorum í hey- skap hafðir þú svo gaman af að færa mér sælgæti og ef þú áttir það ekki til, gekkst þú niður á Hauga- nes eftir bolsíu. Ég nýtti mér það oft hvað þú varst létt á fæti. Ef mig langaði í ber, þá var bara að nefna það og þú varst rokin upp í fjall að tína ber. Eins ef ég var að koma úr skólanum á hjóli og nennti ekki að tosa það upp Hátúns-brekkuna, þá skildi ég hjólið eftir niður frá og það þurfti bara eitt orð við þig og þú varst rokin að sækja hjólið. Þú sást aldrei eftir þeim sporum sem þú fórst fyrir sjálfa þig eða aðra, því þú leist á það sem tækifæri til að njóta útiverunnar. Þér fannst mjög gaman að spila. Þið amma voruð búnar að kenna mér svo mörg spil og líka að leggja kapal. Það var alltaf svo gaman hjá mér, þér, ömmu og Emmu systur þegar við lokuðum okkur af niðri í herbergi og spiluðum tímunum saman. Síðustu æviárin þín hafa verið þér erfið. Þú misstir svo mikið þeg- ar amma lést. Þið voruð svo sam- rýndar og mjög góðar vinkonur. Næsta áfall kom 29. júlí 1992 þegar þú varst nýkomin heim úr göngutúr af Kötlufjalli og varst að ná í kýrn- ar og lentir fyrir bíl sem hafði þær afleiðingar að þú fékkst staurhönd. Annað áfall kom svo 30. september 1993 þegar þú varst að vitja kind- anna og fékkst heilablóðfall. Það var þungbært hlutskipti fyrir konu eins og þig að lenda í hjólastól. En þú gast tjáð þig og fylgst vel með öllu sem fram fór. Síðla sumars 1994 fékkst þú herbergi á Dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík. Þér fannst mjög erfitt að þurfa að vera upp á aðra komin, en erfiðast fannst þér að þurfa að fara frá Há- túni. Við ræddum þetta oft og þú vissir að annað var ekki hægt. Þá var líka stutt fyrir mig og börnin mín að heimsækja þig. Í september 1994 lærbrotnaðir þú þegar þú varst að reyna að bjarga þér sjálf. Þú vildir og varst ekki tilbúin að láta í minnipokann. En það glaðnaði yfir þér þegar Freydís dóttir mín fór að vinna á Dalbæ. Þá hafðir þú einhvern náinn hjá þér sem var þér kær. Áfram héldu áföllin fyrir þig, Steinunn mín. Þú misstir bróður þinn í janúar 1996. Þú saknaðir hans mikið og talaðir um að hann og amma kæmu til þín í draumum þínum. Það leið svo ekki nema um mánuður þegar næsta áfall reið yf- ir. Í febrúar 1996 lést bróðir minn sem þér þótti svo afar vænt um í hörmulegum eldsvoða. Þetta voru stór högg á stuttum tíma og tóku stóran toll hjá þér. Síðastliðið ár var þér mjög erfitt, því heilsu þinni hrakaði mikið. Þú greindist með æxli við heilann og fékkst líka blóð- tappa í fótinn. Var ekki komið nóg? Mér fannst orðið erfitt að koma til þín, því þú varst hætt að þekkja mig. En, Steinunn mín, við sjáumst bara hressar þegar ég kem og hitti ykkur fyrir handan. Þangað til lifi ég með góðar og ljúfar minningar um þig. Mig langar til að þakka öllu starfsfólkinu á Dvalarheimilinu Dalbæ innilega fyrir góða umönnun Steinunnar. Og, Steinunn mín, bestu þakkir fyrir hvað þú varst mér og börnunum mínum góð. Megir þú, elsku Steinunn, hvíla í Guðs friði. Þín bróðurdóttir Soffía Kristín Höskuldsdóttir. STEINUNN BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.