Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 39 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 BAÐINNRÉTTINGAR Mikið úrval – Gott verð VIÐ undirritaðar erum á útskrift- arári í blásarakennaradeild Tónlist- arskólans í Reykjavík. Við höfum ekki einungis verið að læra þetta fag síðastliðin þrjú ár heldur höfum við verið að búa okkur undir það síðan við vorum sex ára. Okkur langar til að vekja athygli á því sem bíður okkar eftir útskrift og þeim litlu breytingum sem verða á laun- um okkar við það að fá kennararétt- indi. Nú er bráðum ár síðan samn- ingar tónlistarkennara voru lausir, en það var í nóvember á síðasta ári. Höfum við miklar áhyggjur af stöðu tónlistarkennara, margir góðir kennarar eru farnir yfir í önnur störf, sem er ekki skrýtið því eins og staðan er í dag eru laun tónlist- arkennara þessi: Eftir þriggja ára nám á háskóla- stigi í tónlistarskóla fáum við kr. 102.020 í byrjunarlaun fyrir 100% stöðu. Eftir þriggja ára framhaldsnám í háskóla erlendis eru laun tónlistar- kennara kr. 114.825. Þar sem launa- hækkunin er svona lítil sjáum við lítinn tilgang í því að fara utan og afla okkur frekari reynslu og þekk- ingar. Hver sættir sig við kr. 114.825 eftir sex ára háskólanám? Ekki við! Við höfum verið að kenna jafn- hliða náminu og erum við núna með í laun kr. 99.048 fyrir 100% stöðu eftir að vera búnar að kenna í þrjú ár og fyrir það að klára okkar nám hækkum við aðeins um einn launa- flokk, við hækkum um heilar 2.972 krónur. Þeir sem ljúka prófi frá ein- leikaradeildum skólans eru í sama launaflokki og menntaðir tónlistar- kennarar, þrátt fyrir að hafa ekki tekið kennslufræði, sálar- og upp- eldisfræði eða fengið æfingakennslu undir leiðsögn. Ef við aftur á móti útskrifumst einnig úr einleikara- deildum skólans hækkum við samt ekki um launaflokk. Ekki er það mikil viðurkenning á námi okkar. Á sama tíma og verið er að hrekja tónlistarkennara úr starfi vegna lágra launa dásama ráðamenn þjóð- arinnar gildi tónlistar. Í nýútkominni Aðalnámskrá tón- listarskóla ritar Björn Bjarnason mennta- málaráðherra inngang um gildi tónlistar og tónlistarkennslu. Hann segir m.a. að tónlist sé óaðskiljan- legur hluti af menn- ingararfi þjóða. En að- allega vekur önnur málsgrein athygli okk- ar. Þar segir hann: „Gildi tónlistarnáms er margþætt. Mark- visst tónlistaruppeldi miðar að auknum þroska einstaklinga, þjálfar huga og eflir tjáningarhæfni nem- enda. Auk þess veitir gott tónlist- arnám lífsfyllingu og hefur víðtækt félagslegt gildi.“ Í aukablaði Morgunblaðsins um Jazzhátíð Reykjavíkur, hinn 4. sept- ember síðastliðinn, ritar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarp. Þar tekur hún svo vel til orða „… að þangað sem geislar sólarinn- ar nái ekki að skína nái tónlistin“. Ef þetta er viðhorf borgarstjóra til tónlistar skiljum við ekki af hverju það er ekki löngu búið að semja við tónlistarkennara. Hvar væri menn- ingarnóttin, listahátíðin, jazzhátíðin, sinfóníuhljómsveitin og allt tónlist- arlíf á landinu án tónlistarkennara?! Við hvetjum sveitarfélögin til að virða tónlistarkennara vegna fram- lags þeirra til menningarlífs lands- ins og semja strax við þá. Björt framtíð? Dagný Marinósdóttir Kjarabarátta Hvar væri menning- arnóttin, listahátíðin, djasshátíðin, sinfón- íuhljómsveitin og allt tónlistarlíf í landinu, spyrja Dagný Mar- inósdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir, án tónlistarkennara? Höfundar eru nemar í blásara- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Fjóla Dögg Sverrisdóttir Merinó ullarpeysur Persónuleg þjónusta Laugavegi 63, sími 551 4422 Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.