Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 51 Nú kveð ég þig, mín kæra vin- kona, að sinni, um endurfundi efast ég ekki. Ég læt hugann reika aftur í tímann og það er margs að minnast, við kynntumst í Reykjanesskóla ár- ið 1960 og urðum strax góðar vin- konur. Þú varst ekki allra, en þeim mun tryggari þeim sem þú tókst. Þú varst alltaf svo yfirveguð og skorti aldrei skilning, ráð eða þol- inmæði sem þú virtist eiga óþrjót- andi, allt þetta hefur létt þér göng- una sem ekki hefur verið átakalaus síðustu árin. Þú eignaðist góðan förunaut og þrjár fallegar og efnilegar dætur. Þá elstu misstir þú í blóma lífsins og eflaust tekur hún fagnandi á móti þér nú. Þú eignaðist fyrsta barnabarnið fyrir níu árum og ber hún nafnið þitt. Annað barnabarn þitt fæddist á þessu ári. Það er fátt dýrmætara en að eiga góða og sanna vini, með þeim verð- ur maður ríkur og það er ríkidæmi í mínum huga. Við höfum átt margar samverustundir og notið gestrisni ykkar Gústa sumar eftir sumar í Súðavík. Við viljum þakka gengin spor með þér og biðjum Guð að geyma þig, elsku besta vinkona. Elsku Sigga, Gústi, Sigga Jóna, Hjördís, Addi, Anna Margrét, litli Þráinn Ágúst og aðrir aðstandend- ur, við samhryggjumst ykkur. Megi Guð styrkja ykkur og styðja. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart í sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Þóra B. Jónsdóttir, Kristján H. Albertsson. mikilli list, sem við nutum góðs af. Þótt tími mömmu og Harðar hafi verið allt of stuttur notuðu þau tím- ann vel og ferðuðust víða og nutu samvista hvort við annað eins oft og þau gátu. Það verður stórt tóm í lífi okkar allra og þó sérstaklega mömmu þar sem hún missir ekki bara maka sinn heldur einnig sinn besta vin og sálufélaga. Þökkum við Herði fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og minnumst hans sérstaklega fyrir hans léttu lund, stóra hjarta og miklu rödd. Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgrímur Pétursson.) Börn, tengdabörn og barnabörn Báru. Þegar vinur minn og svili, Hörður Snævar Jónsson, kveður svo snögg- lega koma minningarnar upp í hug- ann hver af annarri. Ég minnist þess tíma er við stóðum hlið við hlið í úr- greiðslu á þilfarinu á Bergi VE-44 en hann var þá nýútskrifaður frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og orð- inn stýrimaðurinn um borð, þótt ungur væri. Það vafðist ekki fyrir neinum hver stjórnaði á dekkinu og, sem betra var, að allir báru virðingu fyrir þess- um unga manni. Hann vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi og kom óskum sínum á framfæri án nokkurs rósamáls. Hörður var nýfluttur til Eyja, staðráðinn í því að setjast hér að og snúa sér að skipstjórn þegar til kæmi. Með honum kom verðandi kona hans, hún Sjöfn Guðjónsdóttir, og komu þau sér fyrir á Sólhlíð 8, þar, sem þau bjuggu sér fyrst heimili. Vertíðin leið og sumarið og síldin tóku við. Við vorum að landa síld á Siglu- firði þegar löndunarkraninn stansaði snögglega og allir litu upp að lest- aropinu til að fá að vita hvers vegna. Andlit kom í lúguna og kallað var niður: „Hörður, hún Sjöfn er búin að eiga… hún átti tvíbura … tvær hraustar stelpur, öllum heilsast vel.“ Þarna var Hörður allt í einu kom- inn með fjögurra manna fjölskyldu, sem þurfti að sjá fyrir. Dæturnar voru skírðar Alda og Hrönn, seinna kom svo sonurinn Ey- þór og síðast Katrín. Allt fór eins og til var stofnað, næstu vertíð var Hörður tekinn við skipstjórn á vertíðarbáti og upp frá því var hans hlutskipti að sækja sjó- inn sem skipstjóri, fyrst hjá öðrum, en seinna á Andvara, sem hann keypti með félaga sínum Jóhanni Halldórssyni. Síðustu árin var hann skipstjóri á Álsey fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Herði fórst skipstjórnin einkar vel og er hann örugglega í röð allra far- sælustu Eyjamanna í þeirri grein. Á þessum árum byggðu þau Sjöfn og Hörður sér hús númer 80 við Kirkjuveg og börnin komust upp og lögðu út í lífsbaráttuna eins og geng- ur. En líf Harðar var ekki bara dans á rósum, hann hafði vanist því að standa af sér mótlætið með dugnaði sínum og útsjónarsemi, þegar sorgin barði að dyrum hinn 20. sept 1993, þegar Sjöfn lést skyndilega 54 ára gömul. Nú dugðu ekki gömlu ráðin, myrkrið tók völdin og í garð gekk langur kaldur vetur. En vorið kom og seinna kynntist Hörður mágkonu minni, Báru Jóneyju Guðmundsdótt- ur, yndislegri konu, sem líka var ein með fjölskyldu. Þau ákváðu að ganga saman, sem þau gerðu svo sannarlega og áttu nokkur dásamleg ár, en bara allt of fá. Þau giftu sig 1. febrúar 1997. Nú lágu leiðir okkar Harðar aftur saman, vinskapur okkar varð enn nánari og við hittumst oftar en áður. Nú var lífsbaráttan ekki eins hörð og áður og við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar, stjórnmál, ljóð og tónlist og síðast en ekki síst gátum við sungið saman eins og forðum. Nú var oft hlegið dátt og ekki minkaði gamanið þegar Óli, Beddi og Viðar komu í hópinn og Hafsteinn eða Lalli léku undir. Við viðruðum skoðanir okkar á dægur- málunum og dáðist ég að þeirri leikni Harðar að skilja kjarnann frá hisminu og að mildi hans í dómum um menn og málefni. Hann lúrði þó ekki á skoðunum sínum, en setti þær fram í stuttu en hnitmiðuðu máli. Síðustu misserin var oft rætt um Kiwanisklúbbinn okkar og verkefnin framundan þar, en Hörður var vara- forseti og þess vegna væntanlegur forseti klúbbsins starfsárið 2002–3. Þessi tími er liðinn og kveðju- stundin runnin upp, langur vetur í vændum. Mér hættir til þess að tengja minn kæra vin ýmsum text- um í lögunum, sem við spreyttum okkur á að syngja saman. Á þessari stundu koma upp í hugann eftirfar- andi hendingar úr einu laganna: Flest, sem fagurt var, frægð og heiður bar, farið er úr sínum skorðum. Sókn og sigur eins sýnist ei til neins að sigurlaunum tómið eitt. Ekkert lengur ber alveg sama lit og forðum. Leitar hugur minn lítið þó ég finn, sem líkist því er áður var. (J.F.) En vonandi verður veturinn ekki eins langur og nú sýnist og vorið milt og við syrgjendur getum yljað okkur við minningu um einstakan eigin- mann, föður, afa og vin. Við Halla þökkum samfylgdina og sendum Báru, börnunum hennar, börnum Harðar og fjölskyldum þeirra allra okkar dýpstu samúðarkveðjur með þessum hendingum úr laginu fær- eyska, sem við Hörður höfðum verið að hlusta á í haust eftir Færeyjaferð- ina í sumar. Ofta vit halda at lívið er tungt, ja, sorgin kann týna mangt lívið so ungt. Men tíðin kann lekja mangt blöðandi sár og tá kemur aftur eitt vár. (N.J.) Elías Baldvinsson. Félagar Kiwanisklúbbsins Helga- fells í Vestmannaeyjum kveðja í dag traustan félaga og góðan vin, Hörð Snævar Jónsson. Hann var búinn að starfa með okkur í tæp 30 ár, gerðist félagi 1972 og hafði nýlega tekið sæti í nýrri stjórn klúbbsins sem kjörfor- seti, það er sá er leiða skyldi okkur félagana í starfi og leik, að ári liðnu. Hörður var heill og duglegur í starfi sínu fyrir klúbbinn, en naut þess jafnframt að bregða á leik í góðra vina hópi. Það þurfti ekki að nefna hlutina tvisvar þegar að sinna þurfti hinum ýmsu verkefnum Kiw- anishreyfingarinnar eða félagsstörf- um fyrir Helgafell. Hörður brást æv- inlega vel við og lauk öllu því sem hann tók að sér, þannig að til fyr- irmyndar var. Með þessum fáu línum kveðjum við Hörð Jónsson með þakklæti og virðingu í huga. Hans verður sárt saknað í félagsstarfinu, en minning- in um góðan dreng og kraftmikinn félaga lifir áfram. Við sendum Báru og öllum öðrum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Helgafellsfélagar. Skammt er stórra högga á milli, svo ótrúlega stutt síðan við kvöddum ástkæra fyrrverandi eiginkonu þína, Sjöfn Guðjónsdóttur, sem dó jafn snögglega og óundirbúið og þú. Lífið er hverfult og er erfitt að horfa á eft- ir vinum sínum sem óvenju margir hafa kvatt á þessu ári. Kynni okkar Harðar má rekja allt til þess er ég var lítill drengur og hann var í skiprúmi hjá föður mín- um, Kristni Pálssyni. Á þeim tíma bjuggu Sjöfn og Hörður í húsi for- eldra minna og á þeirra vinskap bar aldrei skugga. Ég var stoltur þegar ég fékk að passa tvíburana Öldu og Hrönn þegar þær voru litlar, en einnig átti ég skjól hjá ykkur ef for- eldrar mínir fóru til útlanda. Vin- skapurinn sem þarna var myndaður var sannur, hlýhugurinn, lífsgleðin og kærleikur ykkar er ógleymanleg- ur. Síðustu árin sem faðir minn lifði sinnti Hörður honum einstaklega vel þar sem hann var sjúklingur og gat ekki notið fullra lífsgæða. Hörður kom til hans og ræddi um gamla tím- ann og samveruna. Þessar stundir voru ómetanlegar fyrir pabba og okkur sem að honum stóðum. Hörður eignaðist nýjan lífsföru- naut, Báru Guðmundsdóttur, og leið þeim vel saman þau fáu ár sem þeim voru gefin. Sér hún nú á eftir góðum og traustum eiginmanni og biðjum við góðan Guð að styðja hana í sorg- inni. Börn Harðar, tengdabörn og barnabörn þurfa aftur að horfast í augu við svo óvæntan og erfiðan missi. Við biðjum góðan Guð að styðja þau í sorgarvinnunni sem framundan er, með gott veganesti og lífssýn föður síns að leiðarljósi. Mér finnst sárt að geta ekki fylgt vini mínum síðasta spölinn, þar sem ég verð erlendis, en vil hér þakka fyrir góðu minningarnar um hann sem við eigum í hjarta okkar. Magnús Kristinsson og fjölskylda. Það var okkur félögum í GV harm- fregn að heyra að Hörður á Andvara væri fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Hörður var ekki innfæddur Vest- manneyingur heldur settist hér að, atvinnu sinnar vegna, og var fljótur að samlagast lífinu í Eyjum. Líklega var hann meiri Eyjamaður í sér en margir þeirra sem hér eru bornir og barnfæddir. Hörður var sjómaður, lengst af skipstjóri bæði hjá eigin útgerð og hjá öðrum, síðast á Álsey VE. Oftast var hann kenndur við bátinn And- vara sem hann var hvað lengst með og átti í félagi við aðra. Hörður og Sjöfn Guðjónsdóttir, eiginkona hans, voru bæði virkir fé- lagar í Golfklúbbnum, stunduðu golf sér til ánægju og heilsubótar og ekki síst vegna félagsskaparins við aðra. Atvinnu sinnar vegna gat Hörður þó ekki sinnt golfinu nema í fríum en fríin voru líka vel notuð til að slá hvíta boltann. Sjöfn lést í blóma lífs- ins, árið 1993. Það varð Herði mikið áfall enda voru þau hjón einkar sam- rýnd, ekki bara í heimilislífinu held- ur einnig í sameiginlegu áhugamáli sínu, golfinu. En Hörður kvæntist á ný, Vestmanneyingnum Báru Jón- eyju Guðmundsdóttur og tókst að vekja með henni áhuga á þeirri góðu íþrótt, golfinu. Það var alltaf sérlega ánægjulegt að lenda í holli með Herði á Andvara, þar með var tryggt að hringurinn yrði skemmtilegur. Hörður hafði nefnilega glöggt og gott auga fyrir því skemmtilega í golfinu, það er að segja mistökunum, ekki hvað síst eigin mistökum. Hann fór ekki í fýlu þótt illa gengi heldur hló að öllu sam- an og þessi jákvæðni smitaði út frá sér; það var ekki nokkur leið að vera í illu skapi ef maður var í holli með Herði á Andvara. Mér er sérlega minnisstæður einn hringur með Herði fyrir nokkrum árum þegar ég fékk að kenna á grá- glettni hans og skemmtilegum húm- or. Þetta var eitt af stórmótunum og með okkur í holli var sá ágæti kylf- ingur og ljúfmenni, Skúli Ágústsson frá Akureyri. Skúli var að spila skín- andi vel, mörgum gæðaflokkum fyrir ofan okkur Hörð en hvorugur okkar var að spila gott golf þennan dag. Á einum teignum, meðan við biðum eftir að slá, komumst við Skúli að því að við værum jafnaldrar, yrðum gjaldgengir í öldungaflokkinn árið eftir. Þegar það var uppvíst sagði Hörður stundarhátt: „Já, Sigurgeir minn, þið eruð jafngamlir, þú og Skúli og þar með er líka upptalið það sem þið eigið sameiginlegt í þessari íþrótt.“ Eitt var það golfmót þar sem Hörður lét sig aldrei vanta. Það var Sjómanna- og útvegsmannamótið en hann var potturinn og pannan í skipulagningu þess móts, ásamt öðr- um góðum félögum í GV. Líklega grunaði engan að Sjómannamótið í sumar yrði síðasta mótið hans. Fé- lagar í Golfklúbbi Vestmannaeyja kveðja góðan félaga, eftir sitja minn- ingar um marga skemmtilega hringi sem þakkað er fyrir. F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja, Sigurgeir Jónsson. Mig langar til að minnast ágæts félaga míns, Harðar Jónssonar skip- stjóra, sem lést svo óvænt laugar- daginn 13. október síðastliðinn. Þegar ég á árinu 1988 hugðist hrinda af stað rannsóknum á ýsu við suðurströndina og færði það í tal við Hörð var hann strax til í að taka þátt í þeim á skipi sínu án allra skuld- bindinga en með samþykki síns ágæta útgerðarmanns Sigurðar Ein- arssonar. Í 10 ár, tvisvar til þrisvar á ári, fór ég ásamt félaga mínum á vegum Hafrannsóknastofnunar með Herði og skipshöfn hans á Álsey VE til rannsókna á ýsu í kringum Vest- mannaeyjar og við suðurströndina. Herði var mjög umhugað um að vel færi um okkur um borð og að að- staða til rannsókna væri sem best. Hann var hreinskiptinn maður, við- ræðugóður og afar fljóthuga eins og títt er um marga dugnaðarmenn. Það var því gaman að fylgjast með honum þegar fiskirí var gott, hvern- ig hann spenntist upp og var alveg á tánum þegar trollið var tekið inn og ekki í rónni fyrr en aflinn var komið inn fyrir. Við vorum ekki alltaf sammála um íslenskar fiskirannsóknir og niður- stöður þeirra en ég leyfi mér að full- yrða að við lærðum margt hvor af öðrum. Það var gott að leita til hans um ýmsa hluti sem vörðuðu þessar rannsóknir, ekki síst hvað varðar fiskgengd og breytingar í umhverfi. Enda bar ekki skugga á samstarf okkar. Hörður var einnig félagi minn í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vest- mannaeyjum. Ég kynntist honum eiginlega fyrst þegar við vorum sendir saman upp í kranalyftu til að slá utan af Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum, báðir hálflofthræddir. Í klúbbnum áttum við ánægjuleg samskipti í ýmsum störfum og það var víst að ef Hörður tók eitthvað að sér þá gerði hann það með sóma. Á árunum 1998 til 2000 stofnuðum við fimm félagar í klúbbnum sönghóp sem kom fram á skemmtunum félagsins. Flestir þessara manna höfðu aldrei stigið á svið áður en þráð það í leynum eins og við göntuðumst stundum með okkar í milli. Hörður var einn af máttarstólpum þessa hóps með sína góðu rödd. Og víst er að skemmti- legri söngæfingum hef ég varla verið á, því margt var þar látið fjúka sem ekki kom beinlínis söngnum við. Kæri vinur. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir allt gott. Ástvinum þínum sendum við Hildur okkar hlýjustu kveðjur. Hafsteinn G. Guðfinnsson. Kveðja frá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Látinn er langt um aldur fram far- sæll aflaskipstjóri Hörður Jónsson eða Hörður á Álsey eins og hann var alltaf kallaður hjá Ísfélaginu. Hörður fór snemma að stunda sjó- inn, fyrst sem stýrimaður á Berg ár- ið 1959 með Kristni Pálssyni og er þar til ársins 1966. Þá tekur Hörður bátinn Blátind VE og er þar skip- stjóri til ársins 1968. Eftir það fer hann í eigin útgerð með Jóhanni Halldórssyni og gera þeir út And- vara VE 100. Þeir kaupa síðan stál- bátinn Hrönn VE 366 og gera hann einnig út. Árið 1981 ræður Hörður sig til Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja en þá er Sigurður Einarsson fram- kvæmdastjóri þar. Hörður var einn af farsælustu og fengsælustu skip- stjórum sem unnu hjá Sigurði. Náðu þeir að vinna vel saman. Eftir að Hörður kemur til HV 1981 er hann með Suðurey VE en tekur síðan Álsey á síldarvertíð um haustið 1982. Eftir það haust er hann með Heimaey VE og verður aflakóngur eftir netavertíð vorið 1983. Síðan er hann með Heimaey VE og Álsey VE til skiptis þangað til um vorið 1985 að hann tekur alfarið við Álsey VE og er með „gömlu Áls- ey“ til vors 1992. Sama ár sameinast Hraðfrystistöð VM og Ísfélag Vest- mannaeyja og tekur þá Hörður við skipstjórn á „nýju Álsey VE“ sem áður var Halkion, skip Ísfélagsins, og er Hörður með þetta skip þar til því var lagt í nóvember 2000. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu átti Hörður langan og farsælan skipstjórnarferil. Ávallt var um- gengni Harðar um skip og veiðar- færi til fyrirmyndar. Með þessum kveðjuorðum eru Herði þökkuð mikil og góð störf í þágu Hraðfrystistöðvar Vestmanna- eyja og Ísfélags Vestmannaeyja. Við þökkum Herði samfylgdina. Guð blessi minningu Harðar Jóns- sonar og kveðjum við hann með eft- irsjá og virðingu. Við sendum eiginkonu Harðar, börnum hans og fjölskyldum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Ísfélags Vestmannaeyja. Fallinn er í valinn langt um aldur fram Hörður Snævar Jónsson skip- stjóri og útgerðarmaður til margra ára. Kynni okkar Harðar spanna yfir 60 ár. Vorum við báðir fæddir og uppaldir á Eyrarbakka. Hörður fór snemma að heiman því 17 ára gamall fór hann til Vestmannaeyja. Þar byrjaði hann að róa með Oddi heitn- um í Dal á Jötni og Sigrúnu. Síðar gerðist hann stýrimaður á Berg og var þar frá 1959-1962. Síðan tók hann Gylfa og var með hann vertíð- ina 1963 og Gulltopp vertíðina þar á eftir. Eftir það fór Hörður í útgerð með Jóhanni Halldórssyni og voru þeir saman í útgerð til ársins 1980. Þá tók hann við Ísfélagsbátunum Suðurey og síðar Álsey og var skip- stjóri hjá fyrirtækinu til ársins 1999. Eftir það vann hann almenn störf til sjós og lands. Hörður var ákaflega fengsæl skipstjóri enda maðurinn af- skaplega kappsfullur við allt sem hann gerði. Gæti ég haft mörg orðin um það en Hörður vinur minn hefur örugglega ekki viljað heyra neitt hrós um sig og á ég það því með sjálfum mér. Hörður minn, þú fórst allt of snemma og áttir margt ógert. Kallið sem við ráðum ekki við kom of snemma. Þegar ég kom til þín síðast, 7. þessa mánaðar, þá eins og ævin- lega fórum við að rifja upp gamla tíma um menn og málefni og það síð- asta sem þú sagðir var að ég ætti endilega að koma til þín í kaffisopa er ég ætti leið um. Að lokum vil ég þakka þér, kæri vinur, fyrir góða vináttu í gegnum árin. Vil ég votta aðstandendum öll- um mína dýpstu samúð. Sigurður Birnir Kristinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.