Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 Tilboð á hreinlætistækjum o.fl. 20%-50% afsláttur LUNDAVEIÐIMENN rekast á hverju ári á nokkra sérkennilega lunda. Lundinn hefur sterk einkenni og því stinga þeir í stúf sem hafa annan lit en hinn hefðbundni „prófastur“. Á lundavertíðinni í Vest- mannaeyjum í ár veiddust m.a. þessir tveir fuglar. Björn Sigursteinsson situr með lundaprins sem pabbi hans, Sigursteinn Leifsson, veiddi í Siggaflesi í Álseyjum. Hin mynd er af furðufugli sem er með fjaðrabolta á hálsinum. Það er engu líkara en þessi „prófastur“ sé með hökutopp. Það var Ingi Sigurjónsson, fugla- og dýra- uppstoppari, sem setti fuglana upp. Þess má geta að um síðustu helgi var haldið lundaball í Vestmannaeyjum og þar með má segja að lundavertíðinni hafi formlega lokið. Fjölmennt var á ballinu og mættu m.a. margir af fastalandinu til að fagna eftir velheppnaða vertíð. Morgunblaðið/Sigurgeir Furðufuglar í Eyjum OPINN kynningarfundur um til- lögu að aðalskipulagi fyrir sveitar- félagið Austur-Hérað var haldinn í vikunni. Um er að ræða fyrstu til- lögu að skipulagi fyrir árin 2002 til 2017. Grunnvinnu við skipulagstillög- una er lokið og kynningarferillinn að hefjast. Hún verður þó áfram til umfjöllunar hjá nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Tillagan verður til afgreiðslu í umhverfisráði A-Héraðs á næstu dögum og fljótlega til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þar verður væntan- lega tekin ákvörðun um að senda hana áfram til Skipulagsstofnunar, sem hefur fjórar vikur til að skila athugasemdum. Eftir það verður tillagan auglýst og hafa íbúar sex vikur til að senda inn skriflegar at- hugasemdir. Vonast er til að unnt verði að samþykkja aðalskipulag sveitarfélagsins á fyrstu mánuðum ársins 2002. Eyþór Elíasson, formaður um- hverfisráðs og forseti bæjarstjórn- ar, kynnti aðdraganda og ferli að- alskipulagsvinnunnar á fundinum. Í máli hans kom fram að markmið skipulagsins er m.a. að styrkja ímynd svæðisins og gera það að fýsilegum kosti til búsetu. Gera á aðkomuleiðir að þéttbýlinu Egils- stöðum aðlaðandi. Hesthúsabyggð í þéttbýlinu, sem hefur verið ýmsum þyrnir í augum, verður fundinn nýr staður og bregðast á við vaxandi lóða- og þjónustueftirspurn, vegna hugsanlegrar uppbyggingar á raf- orkuframleiðslu og stóriðju á að- liggjandi svæðum. 2.500 manna íbúðarbyggð til suðurs Þrjú þéttbýli eru skilgreind á Austur-Héraði og eru það Egils- staðir, Hallormsstaður og Eiðar. Í tillögunni fyrir Egilsstaði er gert ráð fyrir að byggðin þróist í aðal- atriðum til suðurs, þar sem gert er ráð fyrir allt að 2.500 manna íbúð- arbyggð, auk atvinnustarfsemi, þjónustukjarna og skóla. Er svæðið talið gott byggingarland með við- ráðanlegu jarðvegsdýpi, en það hef- ur verið nokkurt vandamál við byggingu nýrra húsa norðvestan til í þéttbýlinu. Ef mikið lóðaframboð þarf á næstu árum vegna virkj- unarframkvæmda og stóriðju gera bæjaryfirvöld ráð fyrir að umrætt svæði verði opnað. Þá er í tillögunni sett fram þétt- ing byggðar í núverandi byggðar- kjarna. Þar er um að ræða íbúð- arbyggð fyrir 400–500 íbúa, sem duga mun í næstu framtíð ef ekki kemur til verulegra fólksflutninga inn á svæðið. Stofnbrautir í þéttbýli Egilsstaða verða fyrst um sinn með óbreyttum hætti frá gildandi að- alskipulagi. Í dreifbýli er byggt á samþykktu skipulagi Hvað dreifbýlið varðar er tillagan að mestu byggð á samþykktu svæð- isskipulagi Héraðssvæðisins og verða minni háttar breytingar frá því. Þar er helst að nefna staðsetn- ingu sumarhúsasvæða, breytingu á kafla þjóðvegar 1 um Skriðdal og á Borgarfjarðarvegi um Eiða. Hverf- isverndarákvæðum er beitt á fjall- lendi sveitarfélagsins, en þau eru almenns eðlis og ekki ætluð til að takmarka eðlilega nýtingu landsins. Þá er hverfisvernd einnig beitt á ýmsar búsetuminjar. Gestir fundarins gerðu ýmsar at- hugasemdir við framsetta upp- drætti og má nefna sem dæmi teng- ingu Borgarfjarðar- og Seyðisfjarðarvega, ásamt vegteng- ingum við þjóðveg 1. Vinna aðalskipulagstillögunnar hefur verið í höndum Sigbjörns Kjartanssonar, arkitekts hjá Glámu-Kím, Þráins Haukssonar, landslagsarkitekts hjá Landslagi ehf., og Þórhalls Pálssonar, arki- tekts og forstöðumanns umhverf- issviðs Austur-Héraðs. Kynningarfundur á aðalskipulagi Austur-Héraðs fyrir árin 2002–2017 Hluti af tillögu að aðalskipulagi Austur-Héraðs sem tekur til þéttbýlis á Egilsstöðum. Sjá má að gert er ráð fyrir útþenslu byggðar til suðurs. Búið í haginn vegna virkj- ana og stóriðju Egilsstaðir MANNLAUS bíll valt nánast ofan í Varmá í fyrra kvöld, sem rennur í gegnum Hveragerði. Eftir því sem vitni segja rann bíllinn mannlaus að ánni og valt síðan niður kamb rétt of- an við árbakkann. Verið er að byggja göngubrú rétt ofan við fossinn Reykjafoss og var bíllinn þess vegna svo nálægt ánni. Fljótlega var bíllinn hífður upp og fjarlægður. Engin slys urðu á fólki. Bílvelta í Hveragerði Hveragerði Morgunblaðið/Magnús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.