Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ K omdu í meðferð hjá okkur og þú færð nýju bókina hans dr. Yoho „Nýr lík- ami á einum degi“ ókeypis!“ Þetta er ein af þúsundum aug- lýsinga á Netinu sem eiga að höfða til þeirra sem eru óánægðir með líkama sinn. Það eru eflaust margir sem svara slíkum auglýs- ingum af þeirri einföldu ástæðu að offita er eitt stærsta vandamál í vestrænum samfélögum í dag. Auglýsingar líkamsræktarstöðva beinast að því að komast „í kjól- inn fyrir jólin“ eða í „stuttbux- urnar og hlýrabolinn fyrir sum- arið“. Skömmu fyrir jól og snemma á vorin fyllast líkams- ræktarstöðvar af fólki sem vill ná af sér fimm eða tíu eða fimmtán kílóum, strax! Ótal megr- unarkúrar hafa jafn- framt verið markaðssettir undanfarin ár sem eiga að hjálpa manni að grennast fljótt. „Þessi megrunarkúr er fljótvirk- asta leiðin til að grenna sig. Ég byrjaði á kúrnum fyrir þremur vikum og er þegar búin að missa 10 kíló,“ segir Jana Richdale frá Sacramento í Kaliforníu á einni af megrunarsíðunum á Netinu. Það þarf ekki snilling til að sjá að margar auglýsingar boða skyndi- lausnir. Aðrar og róttækari aðferðir eru jafnframt notaðar til að losna við aukakíló á óheppilegum stöð- um. Í dag er fremur algengt að konum finnist þær vera með of stóran rass eða læri. „Sem betur fer“ eru til skjótvirkar aðferðir til að leysa úr þeim vanda. Lýta- læknar hafa þróað aðferð sem sogar fituna úr rassinum og lær- unum og „á hálftíma eru læra- pokarnir horfnir!“ Aðrir láta breyta meltingarkerfinu með skurðaðgerð í von um að línur lík- amans breytist þeim í hag. Brjóstastækkanir kvenna eru líka alþekktar og vinsælar. Fjöl- margar konur hafa farið í slíkar aðgerðir. Margar segja að þær hafi vonast til að stærri brjóst myndu bæta sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust og því hafi þær látið verða af aðgerðinni. Margs konar lýtaaðgerðir á andliti og öðrum líkamshlutum hafa líka færst í vöxt og nú er svo komið að hægt er að breyta nánast hverju sem er í útliti fólks. Það getur út- rýmt öllu sem því líkar ekki í út- liti sínu á mjög skömmum tíma. Og fólk virðist ekki telja það eftir sér ef miðað er við vinsældir og eftirspurn eftir lýtalæknum. Flest af því sem upp er talið hér að ofan á við um konur. Oft er sagt að þær séu hégómlegi helmingur mannkyns en það er óþarfa stimpill og ósanngjarn. Það er nánast sama á hvaða þjóð- félagshóp er litið, það eru til skjótvirkar lausnir við öllu. Tökum heilbrigðiskerfið sem dæmi. Lyfjanotkun hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Lyf geta ýmist eytt sýkingum og öðr- um kvillum eða haldið þeim niðri. Oft er ekki til lausn á vanda- málinu eða sjúkdómnum svo gefið er lyf til að sjúklingurinn verði fyrir sem minnstum óþægindum. Lyf eru ein stórkostlegasta upp- finning síðustu alda en nú er útlit fyrir að þau séu ofnotuð í miklum mæli í vestrænum heimi. Önnur tegund skyndilausna lýtur að fjármálum. Margir sáu ofsjónum yfir skjótum gróða á hlutabréfaviðskiptum fyrir nokkrum misserum auk þess sem happdrætti og spil af ýmsu tagi gefa von um skjótan gróða. Allt er það sem rakið hefur verið hér að framan af sama meiði. Skyndilausn er svarið sem leitað er að. Skyndilausn við of- fitu, við óhamingju, við fíkn, við fátækt, við leiða, við kvíða, við þreytu og óþægilegum sam- skiptum. Hefur einhver gert sér grein fyrir því hvað skyndilausnir eru útbreiddar í þjóðfélagi nú- tímans? Af hverju getum við ekki verið við sjálf og lifað með kostum okk- ar og göllum? Af hverju ráðumst við ekki að rótum vandamála okk- ar og leysum þau á þann hátt, fremur en að grípa til skyndi- lausnanna sem er beint til okkar úr öllum áttum? Lausnirnar sem við notum til að yfirstíga vanda- mál okkar eru komnar fram yfir öll skynsamleg mörk. Við getum leyst mörg þeirra með skynsem- inni einni saman. En það er alls ekki auðvelt að láta kröfurnar sem gerðar eru til okkar í þessu samfélagi sem vind um eyru þjóta. Það er óeðlilegt að líta ekki vel út, ganga ekki í sæmilega smekklegum fötum, vera ekki í góðu starfi, eiga ekki fallegt heimili, vera ekki full- komnir foreldrar, stunda ekki áhugamál og elda ekki góðan mat. En inni á milli eru svartir sauðir sem láta þessar kröfur ekki hafa áhrif á sig. Guði sé lof fyrir þá. Þeir skera sig úr fjöld- anum og fara sínar eigin leiðir. Þessum svörtu sauðum líður þó sennilega mun betur en öllum hinum sem reyna sem mest þeir mega að uppfylla kröfur sam- félagsins. Og það væri óskandi að þeir væru miklu fleiri. Leikkonan Kate Winslet er svartur sauður vegna þess að hún komst í heims- fréttirnar fyrir viðhorf sitt til holdafars síns. Haft var eftir henni að hún hefði ekki áhuga á að losna við aukakílóin og sagðist stolt af þeim. Það væri óskandi að fleiri hugsuðu eins og hún. Hún hefur vit til þess að vera sátt við sjálfa sig, þótt útlit hennar sam- ræmist ekki viðteknum hug- myndum heimsins um holdafar leikkvenna. Kannski þarf að fara að kenna börnum viðhorf af þessu tagi, sem og að ráðast að rót vandans. Það virðist vera þörf á því svo næstu kynslóðir feti ekki í fótspor okkar. Ógeðfelldasta og hörmulegasta skyndilausnin sem sumir grípa til er enn ótalin, en hún snýr að samskiptum manna. Það gerist æ oftar í Bandaríkjunum og Evrópu að byssumenn ganga berserks- gang og skjóta fjölda saklausra borgara, oft skyldfólk, samstarfs- fólk eða samnemendur. Að drepa náungann er í þeim tilfellum skyndilausn sem þjónar þeim til- gangi að fá skjóta lausn á vanda- máli sem viðkomandi ræður ekki við. Þessi skyndilausn er þó ekki auglýst á síðum á Netinu. Rót vandans „Skyndilausn við offitu, við óhamingju, við fíkn, við fátækt, við leiða, við kvíða, við þreytu og óþægilegum samskiptum.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is ÓTRÚLEGAR fréttir af borgarfyrir- tækinu Línu.Neti ber- ast borgarbúum þessa dagana. Upp er komið að Reykjavíkurborg hef- ur í hyggju að ábyrgj- ast rekstur Línu.Nets næstu fimm árin hið minnsta. Reykjavík- urborg eða borgarfyr- irtækið Orkuveita Reykavíkur hefur dælt a.m.k. milljarði króna í rekstur þessa fyrirtækis. Ekki er séð fyrir endann á þeim fjáraustri. Þeir sem sem bera hag borgarinnar fyrir brjósti hljóta að velta fyrir sér svona vinnubrögð- um. Verði af þessum gjörðum meirihlutans í borgarstjórn skiptir litlu hvernig rekstur Línu.Nets verður næstu fimm árin. Að sjálfsögðu mun fyrirtækið ekki geta gengið í borgarsjóð að vild. En ljóst er að meirhluti borg- arstjórnar er að velta fyrir sér að ábyrgjast reksturinn og mun varla geta vikið sér undan björgunarað- gerðum til handa Línu.Neti næst þegar fé vantar í reksturinn. Enn sem komið er hefur rekstur Línu.Nets engu skilað og í raun enginn sem veit hvern- ig þetta fyrirtæki á að skapa tekjur. Upphaf- leg hugmynd um inter- net í gegnum raflínur er löngu fyrir bí og var svo sem vitað fyrirfram að slíkt væri illa fram- kvæmanlegt. Sá er þessar línur ritar hefur haft mikinn áhuga á starfsemi Línu.Nets og gert margar tilraunir til að nálgast frekari upplýs- ingar um fyrirtækið. Ekki er hægt að fá uppgefið hverjir eru hluthafar í Línu.Net né rekstrar- áætlanir fyrirtækisins, séu þær yf- irleitt til. Ég geri kröfu um að birt- ur verið hluthafalisti Línu.Nets. Er hugsanlegt að borgarfulltrúar meirihlutans eigi persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri Línu.- Nets? Meðan að ekki liggur ljóst fyrir hverjir eiga hlut að Línu.Neti þá mun sú spurning alltaf vera uppi. Tímaskekkja Enn og aftur skal á það bent að opinberir aðilar líkt og Reykjavík- urborg eiga ekki að hafa forgöngu um áhætturekstur á fjarskiptasviði. Til er nóg af fagfjárfestum og áhættufjárfestum sem hæfari eru til að gera slíkt. Það er ótrúlegt hvað útsvarsgreiðendur eru værukærir og hvað borgarbúar sætta sig enda- laust við að verið sé að spila fjár- hættuspil með fé borgarinnar. Væn- legast er að Reykjavíkurborg losi sig hið snarasta við Línu.Net og komi fyrirtækinu í hendur einka- aðila. Tekið skal fram að ég tek ekki afstöðu til tilveruréttar Línu.- Nets. Má vel vera að fyrirtækið eigi framtíð fyrir sér. En tíma kjörinna borgarfulltrúa á ekki að nýta í rekstur á fyrirtæki sem einkaaðilar eru vel færir um að standa að. Steinþór Jónsson Höfundur er bakari. Fjarskipti Vænlegast er að Reykjavíkurborg losi sig hið snarasta við Línu.Net, segir Steinþór Jónsson, og komi fyrirtækinu í hendur einkaaðila. Getur Lína.Net orðið gjaldþrota? NÝJASTI úrskurð- ur siðanefndar Blaða- mannafélags Íslands er skrifaður af snjöll- um heimspekingi sem illu heilli kann ekki blaðamennsku. Úr- skurðurinn er blaða- mennskunni til tjóns og má ekki standa án andófs. Kæruefnið er frétt Sjónvarpsins síðsum- ars um að Norðurljós, sem m.a. reka Stöð 2, stóðu ekki í skilum við erlendan banka og kom til tals, sagði í fréttinni, að skipta fé- laginu upp þannig að einn stærsti hluthafinn, Jón Ólafsson, fengi í sinn hlut Skífuna og eignarhlut Norðurljósa í símafyrirtækinu Tali. Fréttin fór fyrir brjóstið á for- svarsmönnum Norðurljósa sem m.a. gripu til þeirrar óvenjulegu ráðstöfunar að fá yfirlýsingu frá aðalviðskiptabanka sínum, Lands- bankanum, um að í viðræðum við erlenda bankann hefði ekki verið inni í myndinni að skipta Norður- ljósum upp. Fréttastofa Sjónvarps kom með krók á móti bragði og leiddi í ljós með viðtali við yf- irmann Landsbankans að hug- myndin um uppskiptingu Norður- ljósa hafði verið rædd en bara ekki í samningaviðræðum við erlenda bankann. Allt var þetta ágætt fréttaefni upp á íslenska staðla þar sem Sjónvarpið reyndi með hjálp ónafngreindra heimildarmanna að varpa ljósi á stöðu Norðurljósa. Alkunna er að fyrirtækið stendur höllum fæti og hefur svo óskýrar bókhaldsreglur að forstjórinn hef- ur þurft að koma á síður Við- skiptablaðsins til að útskýra hvaða uppgjörsfræði stuðst er við á Lynghálsi. Eina óútskýrða í málinu var hvers vegna Norðurljósamenn voru hvumpnir yfir því að umræð- ur um að skipta félaginu upp skyldu hafa lekið út. Fyrir utan að vera hörundssárir eru for- svarsmenn Norður- ljósa þekkir fyrir kærugleði. Þeir sendu erindi til siðanefndar Blaðamannafélags Ís- lands og hittu þar fyr- ir Þorstein Gylfason, prófessor í heimspeki, sem ráðið hefur ríkj- um í siðanefndinni um langt árabil. Í stað þess að henda erindinu út og biðja fullorðið fólk með mannaforráð að vera ekki að ónáða siðanefnd með titt- lingaskít brá Þorsteinn á leik. Hann fann þá veilu að fréttastofan hafði ekki staðsett rétt þær um- ræður sem fóru fram um uppskipt- ingu Norðurljósa. Umræðurnar fóru ekki fram, eins og sagði í fyrstu fréttinni, í samningaviðræð- um við útlenda bankann heldur á öðrum vettvangi. Sambærilega ónákvæmni er að finna daglega í öllum fréttamiðlum, það veit hver maður sem hefur unnið á fjölmiðli og þarf trauðla þá reynslu til. Blaðamennska hefur ekki fágaða aðferðafræði heldur segir hún frá tíðindum dagsins á hlaupum. Þótt blaðamenn tileinki sér vandaða meðferð heimilda búa þeir í heimi þar sem stundum er reynt að ljúga að þeim. Þeir verða því iðulega að vera á varðbergi og velja heimild- armenn sem þeir treysta að segi satt en forðast lygalaupa. Þorsteinn finnur að því að fréttastofa Sjónvarps hafi ekki borið upphaflegu fréttina undir forsvarsmenn Norðurljósa en seg- ir svo mæðulega að því miður sé ekkert í siðareglum blaðamanna sem mæli fyrir um hverja blaða- menn eigi að tala við. Þorsteinn viðurkennir það sem öllum er aug- ljóst að erfitt sé að koma auga á meintan skaða sem Norðurljós hafi orðið fyrir með fréttaflutningnum. En svo fer heimspekiprófessorinn fram af bjarginu. Hann segir að í ljósi þess að Stöð 2 er keppinautur Sjónvarps- ins hefði fréttastofa Sjónvarps átt að vanda sig sérstaklega en það hafi hún ekki gert með því að láta undir höfuð leggjast að bera frétt- ina undir talsmenn Norðurljósa. Úrskurður Þorsteins, sem aðrir siðanefndarmenn skrifa uppá, er að fréttastofan hafi með ámælis- verðum hætti brotið 5. grein siða- reglna sem kveður á um að blaða- maður skuli forðast að lenda í hagsmunaárekstri, ,,til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasam- tökum þar sem hann á sjálfur að- ild“. Hér er langt seilst í túlkun. Vandséð er að 5. greinin eigi við um mál Sjónvarpsins og Norður- ljósa og hugsunin að baki er frá- leit. Þeir fáu fjölmiðlar sem eftir eru hér á landi eru í innbyrðis samkeppni með einum eða öðrum hætti. Þorsteinn er hér að segja að fjölmiðlar eigi ekki að taka á mál- um annarra fjölmiðla nema þá með silkihönskum. Ef Þorsteinn fylgd- ist með íslenskum fjölmiðlum tæki hann kannski eftir því að þeir standa sig yfirgengilega illa í fjöl- miðlagagnrýni. Það þjónar illa hagsmunum almennings að þessar valdastofnanir í þjóðfélaginu séu „stikkfrí“ fyrir gagnrýni. Úr Babelsturni Þorsteins sést hins vegar lítið til almennings en Norð- urljósin blasa við. Norðurljósin blinda siðanefnd blaðamanna Páll Vilhjálmsson Blaðamennska Þorsteinn fann þá veilu, segir Páll Vilhjálmsson, að fréttastofan hafði ekki staðsett rétt þær umræður sem fóru fram um uppskiptingu Norðurljósa. Höfundur er fjölmiðlafræðingur og blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.