Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 53 ✝ Andrés H. Gísla-son var fæddur á Hólum í Stokks- eyrarheppi 10. nóv- ember 1909. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðfinna Sig- urðardóttir, f. 5.6. 1885, d, 28.10. 1944, og Gísli Jóns- son, f. 26.10. 1883, d. 26.12. 1962. Þau eignuðust tíu börn, átta náðu fullorð- insaldri, en tvö dóu í æsku. Systkini Andrésar sem náðu full- eyri bjó hann til ársins 1942 er hann fluttist að Suðurgötu 62 í Hafnarfirði og bjó þar til ársins 1967. Eftir það bjó hann í Smárahvammi 15 í Hafnarfirði. Síðustu árin dvaldi hann á Sól- vangi. Andrés stundaði ýmis störf, en aðallega starfaði hann við sjó- mennsku og byggingarvinnu. Hann byrjaði á línuveiðaranum Andey árið 1931. Síðan var hann nokkur ár á bv. Rán og á bv. Maí frá 1939 og öll stríðsárin. Nokk- ur ár var hann á bv. Júlí og á bátum frá Hafnarfirði. Einnig stundaði hann sjómennsku um árabil á eigin trillu og með öðr- um. Síðar stundaði hann aðal- lega byggingarvinnu, fyrst hjá Þorvarði Magnússyni og síðan hjá Herði Þórarinssyni. Útför Andrésar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 19. október. orðinsaldri eru: Sig- urður Guðni, f. 9.7. 1905, d. 20.11. 1976; Þórður, f. 28.4. 1911, d. 7.5. 1989; Margrét, f. 19.8. 1912, d. 15.4. 1995; Ragnar, f. 21.3. 1917, Guðmundur Óskar, f. 21.2. 1921, d. 25.8. 1967, Guðný, f. 20.8. 1923, Bergur Hafsteinn, f. 13.7. 1926, d. 16.3. 1981. Andrés fluttist frá Stokkseyri að Ey- vindarstöðum á Álftanesi og þaðan að Vesturkoti, á Hvaleyri við Hafnarfjörð, árið 1915. Á Hval- Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Það er margs að minnast þegar horft er yfir farinn veg. Andrés frændi, eins og hann var jafnan nefndur okkar á milli, var hugljúfi hvers manns og vinur vina sinna. Þær eru margar endurminningarnar frá því að við vorum yngri og rerum með honum á trillunni hans og spjöll- uðum saman. Andrés var hjálpfús með afbrigðum og taldi ekki eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Hann var eftirsóttur til vinnu enda var vinnusemi hans og dugnaður eftir- tektarverður. Minni hans var við- brugðið og kunni hann frá fjölmörg- um sögum að segja frá því er hann var til sjávar og sveita. Hann mundi nöfn og ártöl vel og fylgdist af áhuga með málefnum líðandi stundar alveg fram í lokin. Íþróttir voru meðal áhugamála hans og fram á síðustu ár fylgdist hann með knattspyrnunni í sjónvarpinu. Frá 1942 til 1967 bjó hann í Suð- urgötu 62, í húsi okkar, og kynntumst við honum því vel. Oft var setið sam- an og talað um allt milli himins og jarðar. Það vakti jafnan aðdáun hjá okkur að hlusta á frásagnir hans af sjónum eða þegar hann var í Herdís- arvík. Andrés var annáluð aflakló og var það oft svo þegar hann sást leggja á haf út að aðrir trillukarlar töldu þá að von væri á fiski og fylgdu í kjölfarið. Það var gaman að fylgjast með Andrési hvernig hann staðsetti bát- inn áður en rennt var fyrir fisk. Hann fylgdist með fugli, hafði föst mið í landi, ef sást til lands, og jafnframt einhverja innri eðlisávísun. Ef Andr- és fiskaði ekki voru ekki miklar líkur á að aðrir fiskuðu. Það rifjast upp að eitt sinn er hann sást sigla út úr Hafnarfjarðarhöfn, að einn af trillukörlunum sá til hans og fór á eftir honum. Ekki varð hann var við Andrés allan daginn fyrr en hann kom til baka, en þá sá hann trillu Andrésar vera komna á þurrt land suður í Hvaleyrartjörn, en þar ætlaði Andrés að hreinsa botninn á trillunni áður en haldið yrði í næsta róður. Flestir muna eflaust eftir Andrési á reiðhjóli. Hann fór allra sinna ferða hjólandi hér fyrr á árum. Seinni árin sem hann var á ferðinni leiddi hann hjólið og notaði það sér til stuðnings. Andrés heimsótti fjölskyldu okkar daglega meðan heilsan leyfði. Hann lét sér mjög annt um börn og hafði mjög gaman af heimsóknum barna okkar og ræddi mikið við þau. Á Sólvangi leið honum vel og var hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi. Þar er hans sárt saknað. Starfsfólki Sólvangs viljum við þakka fyrir góða umönnun. Andrési þökkum við samfylgdina og kveðjum kæran vin með söknuði. Guð blessi minningu Andrésar Gíslasonar. Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðfinnur Gísli Þórðarson, Bjarni Rúnar Þórðarson, Hrafnhildur Þórðardóttir. ANDRÉS H. GÍSLASON Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjurnar byrja að ólga og brotna við naust. Af liminu fýkur laufið. Börnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. Í festar toga hin friðlausu skip... Ég lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið, – og hafið kallar. – Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn sem flýgur, skipið sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ég kem, og ég fer. (Davíð Stefánsson.) Látinn er bróðir minn og mágur eftir erfið veikindi, sárt er hans saknað. Við fráfall hans er stórt skarð komið í fjölskyldu okkar. Samleið okkar var alla tíð góð en aðeins tvö ár voru á milli okkar og strax í æsku urðum við samrýndir þó að hin síðari ár höfum við haft meiri tíma fyrir okkur eftir að árin færðust yfir. Ungur þurfti Hörður að sjá sér farborða og frá unga aldri var hann á bænum Höfn í Melasveit hjá frú Þórunni Sívertsen. Árin sem fjölskylda okkar bjó í Innsta-Vogi var góður tími fyrir okkur, þá vorum við báðir innan við fermingu og vor- um í skóla en flest sumur var hann á bænum Höfn sem síðar varð hans annað heimili. Ungur þurfti hann að axla ábyrgð og snemma var farið að vinna fyrir sér. Hörður kynntist ungur konuefni sínu henni Lillý frá Leirárgörðum í sömu sveit. Lillý hefur staðið við hlið hans í gegnum tíðina og verið honum góður lífs- förunautur. Börnin komu eitt af öðru og urðu sjö þrír drengir og fjórar stúlkur sem öll bera foreldr- um sínum gott vitni, myndarfólk. Hörður var mikill og góður fjöl- skyldufaðir og fjölskyldan var hon- um allt. Fljótlega festu þau kaup á jörð- inni Lyngholti og hafa með þraut- seigju og dugnaði byggt upp jörðina sem í dag er eitt fallegasta býli landsins og snyrtilegasta. Þau hafa hlotið viðurkenningar fyrir góða framleiðslu á mjólk. Kindurnar hans Harðar voru honum hugleiknar en hann átti aðallega mórautt fé. Stundum fengum við bræðurnir að heyra það að við værum ullarbræð- ur og höfðum við gaman af því skepnur hafa átt stóran hlut í okkur alla tíð. Laxveiði átti hug Harðar og var farið á hverju sumri vestur í Dali til veiða með sömu veiðifélögunum í gegnum tíðina, þetta var hans áhugamál. Ekkert vissi hann betra en að standa út í á á góðum degi og renna fyrir fisk. Hörður var í kirkju- kór til fjölda ára og var söngur hans líf og yndi og oft tók hann lagið á góðri stundu og söng gamanvísur á HÖRÐUR RAGNAR ÓLAFSSON ✝ Hörður RagnarÓlafsson fæddist á Akranesi 5. nóvem- ber 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 21. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 28. sept- ember. mannamótum. Fjölskyldu okkar var hann alla tíð mjög kær og börnum okkar var hann góður frændi. Alltaf sýndi hann áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og hvatti þau áfram. Það var sama hvenær til hans var leitað, allt- af var hann boðinn og búinn að hjálpa. Sam- gangur var góður við þau hjónin og vel tekið á móti okkur í Lyng- holti. Alltaf vildi hann vita hvernig gengi og vildi fylgjast með þeim, hringdi og spurði frétta og einnig eftir að hann veiktist þá var hugurinn hjá okkur er við hitt- um hann. Á síðari árum höfum við bræðurn- ir ferðast um landið ásamt konum okkar og átt margar ánægjulegar stundir saman á þeim ferðum sem geymdar verða sem perlur í minn- ingasjóði okkar. Árið 1990 byggðum við hjónin okkur sumarbústað í Öl- veri. Þegar þangað var farið var oft- ast komið við í Lyngholti á leið okk- ar. Vorum við drifin inn í mat þegar þannig stóð á og oft komu þau til okkar í Ölver. Þar áttum við góðar stundir saman. Hin síðari ár hafði Hörður tök á að ferðast og vera lausari við búskapinn eftir að sonur hans Hafþór tók að mestu við bú- skapnum, en hin síðari ár bjuggu þeir félagsbúi í Lyngholti og var gaman að koma þangað þegar þeir feðgar voru á fullu í heyskapnum. Gaman var að sjá hvað hlutirnir gengu vel fyrir sig og kraftinn og dugnaðinn í þeim. Þegar litið er yfir farinn veg er okkur efst í huga þakk- læti fyrir alla tryggðina sem hann sýndi okkur. Elsku Lillý, börnum, tengdabörnum og afabörnunum sem voru honum svo kær sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa ykkur. Blessuð sé minning Harðar Ólafs- sonar. Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín, og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa við lindina, sem minnir á bláu augun þín. (Davíð Stefánsson.) Ólafur og Lilja. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta 1         %      %         %      @8 @   "   * A7 #"' "$ /  8)  *( + B$2%)  + B  %)  /  @% "( *'"#% $ $           %   ;58 . 4    %    ( &' (  (%  " #      <  CA #"' " &  2      0 % )3! ! 4            !    ;*(   2'  (%%)   1(  %)  5   %)   # 4)(*(  0 ( %)  *2 ( 2($ 1       %   -   %            %     /4  + 3 /0 0 .&- --  /   77 #"' "$    ( %*( & * & '(%)     2 ( 2(*2 ( 2 ( 2($ 1                     %-                %      -  @ . /  D<0 3 --     E #"' "$  ((  $ (( *( & (-* (( %)  (#$-* /' (( %)     $ 1*( 2 ( 2(*2 ( 2 ( 2($ 1           %       %         %      4 3+      (   #"' "$ "&             (    ! )  ')(%)   (( 4)(*( / %  ')(*(  (%(     ')(*( & (  %)          2(* (  2($
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.