Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eigum eftir að smella saman, segir Alfreð Gíslason / B4 Martröð markvarðanna á Old Trafford / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r20. o k t ó b e r ˜ 2 0 0 1 www.mbl.is Morgun- blaðinu í dag fylgir ,,Ónáðið ekki“ – spjald frá Stöð 2. ÍSLENSKA lyfjafyrirtækið Delta hf. framleiðir sýklalyfið ciprofloxacin sem er samheitalyf CIPRO sem notað er gegn miltisbrandi. Lyfið er meðal annars selt á Þýska- landsmarkaði þar sem velta þess hef- ur margfaldast og fer að öllum lík- indum um 600 milljónir fram úr áætlunum fyrirtækisins á þriðja fjórðungi ársins 2001. Róbert Wessman, framkvæmda- stjóri Delta, segir sóknina inn á Þýskalandsmarkað hafa gengið fram- ar björtustu vonum og fyrirtækið sé nú með um 50% markaðshlutdeild samheitalyfsins í Þýskalandi. Róbert segir söluna hafa aukist ört og í ágúst- lok hafi verið gert ráð fyrir að salan á ciprofloxacin yrði að verðmæti 900 milljónir í ár. Hann vill þó ekki tengja söluaukninguna miltisbrandsumræðu liðinna vikna. „Lyfið er fyrst og fremst notað við einhverju öðru en miltisbrandi því það er sjúkdómur sem menn hafa ekki glímt við í háa herrans tíð. Ég efast um að spurn eftir sýklalyfjum sem vinna á miltisbrandi hafi aukist í Evrópu enn sem komið er, hins vegar er ekkert ólíklegt að miltisbrandur hafi áhrif á söluna á komandi mán- uðum ef sýkingarhættan færist yfir til Evrópu,“ sagði Róbert. Nú starfa um 450 manns hjá Delta en í árslok 1998 voru starfsmenn um hundrað. Velta gæti enn aukist í Þýska- landi Lyf frá Delta gegn miltisbrandi TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefði getað sparað 140 milljónir króna á liðnu ári ef stofnunin hefði í öllum tilfellum greitt fyrir ódýrasta lyfið af fjórum, í flokki tauga- og geð- lyfja, sem eru sögð klínískt sambæri- leg í flestum tilvikum. Um er að ræða lyfin flúorxetín, cítalópram, paroxetín og sertalín, en um 10% af öllum lyfjakostnaði TR eru vegna þessara lyfja. Fram kemur í aðfaraorðum Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar í Staðtölum al- mannatrygginga árið 2000, sem birt- ar voru í gær í tilefni af ársfundi stofnunarinnar, að ef lyfin eru borin saman með tilliti til heildarkostnað- ar, verð fyrir hvern dagskammt og notkun, hefði kostnaðurinn numið 292 milljónum í stað 430 milljóna. „Það er að vísu óraunhæft að segja að allir geti notað ódýrasta lyfið, en flestir geta það, að mati sérfræðinga. Það hlýtur að vera krafa stjórnvalda að fá sem mest fyrir þá fjármuni sem lagðir eru í meðferð. Þannig eru meiri líkur á að hægt verði að taka í notkun ný lyf sem raunverulega bæta lýðheilsu,“ segir ennfremur í aðfaraorðunum. Lyfjakostnaður stóð í stað Lyfjakostnaður TR í heild stóð nærfellt í stað milli áranna 1999 og 2000 að því er fram kemur í staðtöl- unum eftir að hafa aukist jafnt og þétt árin þar á undan. Lyfjakostn- aður er tæpur þriðjungur af útgjöld- um sjúkratrygginga og nam rúmum 4,7 milljörðum króna í fyrra. Þar af voru rúmir fjórir milljarðar kr. vegna kaupa á lyfjum í lyfjabúðum og tæpar 700 milljónir vegna kostn- aðar á göngudeildum sjúkrahúsa. Þegar skoðuð er skipting lyfja- kostnaðarins í lyfjabúðum eftir lyfja- flokkum kemur í ljós að mestur hluti kostnaðarins er vegna kaupa á tauga- og geðlyfjum eða 27,3%. hjarta- og æðasjúkdómalyf eru næst með 19,4% og meltingar- og efna- skiptalyf með 16,2% heildarkostnað- arins. Öndunarfæralyf eru síðan 12,8% en hlutfall annarra lyfjaflokka er innan við 10%, hvers um sig. Verulegur sparnaður ef ódýr- ustu lyfin verða fyrir valinu GALAXY-hreystikeppni fer fram í dag í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Tólf karlar og jafn- margar konur keppa þar til úrslita í greinum, s.s. arm- beygjum, hraðaþraut og fleiru. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og fór forval í kvennaflokki fram í Smáralindinni í gær. Morgunblaðið/Palli Forval í hreystikeppni SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu Landsvirkjunar að mats- áætlun um Norðlingaölduveitu sunn- an Hofsjökuls. Skipulagsstofnun fellst á tillög- urnar með þeim athugasemdum m.a. að í matsskýrslu verði gerð skýr grein fyrir öllum fyrirhuguðum vegaframkvæmdum á framkvæmda- svæðinu og áhrifum þeirra á um- hverfið. Einnig komi fram í mats- skýrslu fyrirhuguð lega jarðstrengs frá Sigöldustöð og mat á umhverfis- áhrifum vegna lagningar hans. Þá verði gerð grein fyrir hvort og þá hvaða áhrif af framkvæmdinni í heild eru óafturkræf. Skipulagsstofnun vill að í mats- skýrslu verði gerð grein fyrir tengslum framkvæmdarinnar og framkvæmdakosta við hugsanlegan 6. áfanga Kvíslaveitu, hvort og þá hvaða áhrif framkvæmdin kann að hafa á þá veitu. Þá verði í mats- skýrslu gerð grein fyrir afstöðu sveitarstjórnar Gnúpverjahrepps og samstarfsaðila hennar til stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum og áhrif- um framkvæmdarinnar á þau áform. Skipulagsstofnun vill þá að í mats- skýrslu verði gerð grein fyrir ýmsum atriðum varðandi lífríki með tilliti til friðlandsins í Þjórsárverum og að- liggjandi svæða sem framkvæmdin hefur áhrif á. Í matsskýrslunni verði þá fjallað um framtíðarmöguleika í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð- inu með og án Norðlingaölduveitu. Fallist á tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveita sunnan Hofsjökuls FYRRI hluti sveitakeppni Íslands í skák, 1. og 2. deild, var settur í gær- kvöld í Höllinni í Vestmannaeyjum. Nokkur seinkun varð á setningu mótsins vegna röskunar á flugi til Eyja sökum þoku en byrjað var að tefla kl. 22 og gert ráð fyrir að tefla fram eftir nóttu. Að sögn Sigurjóns Þorkelssonar, formanns Taflfélags Vest- mannaeyja, er mikill fengur að mótinu fyrir skákáhugamenn í Eyj- um, en mótið er talið sterkasta Ís- landsmót í skák til þessa og hafa skákmennirnir samtals 35 þúsund ELO-stig. Á mótinu tefla sterkustu skák- menn Íslands, m.a. stórmeistararnir Helgi Ólafsson, sem keppir nú á heimavelli, Jóhann Hjartarson, Mar- geir Pétursson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson. Einnig tefla flestir af efnilegustu skákmönnum lands- ins. Þá státa sum liðin af erlendum stórmeisturum. Ivan Sokolov, sem er 31. á heimslistanum með 2.660 ELO-stig, leikur á fyrsta borði hjá taflfélaginu Hróknum. Fleiri erlend- ir stórmeistarar taka þátt í mótinu, m.a. Jan Ehlvest með 2.625 ELO- stig, Hendrik Danielsen og danski stórmeistarinn Lars Szhandorf. Teflt fram á nótt vegna þokunnar Morgunblaðið/Sigurgeir Frá undirbúningi skákmótsins sem hófst í gær. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af um 12 milljóna króna skaðabótakröfu manns, sem var bar- inn af öðrum fanga í gæsluvarð- haldsvist í Síðumúlafangelsi í júní 1994. Maðurinn var á svokölluðum „lausagangi“, þar sem fangar eru vistaðir án sérstaks eftirlits og geta haft samneyti sín á milli. Annar fangi réðst að honum og barði hann m.a. í andlit með kaffikönnu. Fanginn hélt því fram að gæsla samfangans hefði verið óverjandi og til þess fallin að valda sér tjóni. Yf- irvöld hefðu mátt vita að maðurinn væri stórhættulegur umhverfi sínu. Hæstiréttur taldi ekki að geðheil- brigðisrannsókn hefði borið með sér að nauðsynlegt hefði verið að vista árásarmanninn í einangrun vegna hættu á ofbeldi af hans hálfu og framkoma hans fyrir árásina hefði ekki heldur gert það. Ekki bætur vegna árás- ar í fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.