Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 43 Á miðvikudaginn kemur reka fram- halds- og iðnskóla- nemar smiðshöggið á verkefnið Íslenskt dagsverk 2001 sem hefur verið í undir- búningi frá því í febrúar. Það eru Iðnnemasamband Íslands og Félag framhaldsskóla- nema í samvinnu við Hjálparstarf kirkj- unnar sem að verk- efninu standa. Verndari þess er hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og ríkis- stjórn Íslands styrkir framkvæmd- ina með 1.500.000 króna framlagi. Síðast var verkefnið skipulagt og unnið árið 1997, en þá söfnuðu um 6.000 námsmenn 5.000.000 krónum sem varið var til námsuppbyggingar á Indlandi. Síðustu tvö árin hafa meira en 300 Dalítar notið góðs af þeim verkefnum sem byggð voru upp fyrir þetta framlag námsmanna á Íslandi. Í þessu verkefni verður stuðningi við verkefnin á Indlandi haldið áfram. Íslenskt dasgverk er stundum kallað samstöðuverkefni og megin- markmið þess er tvíþætt: 1. Að efla umræðu og meðvitund um fátækt í heiminum, slaka stöðu þróunarlandanna og önnur hnatt- ræn vandamál. Íslenskt dagsverk leggur ríka áherslu á að hvetja fólk – sérstaklega ungt fólk – til þess að íhuga málefnið vandlega og taka í kjölfarið upplýsta og rökstudda af- stöðu. Til þess að stuðla að því er nauðsynlegt að veita aðgang að gögnum og umræðu sem er vel til þess fallin að örva gagnrýna og sjálf- stæða hugsun um þau vandamál sem við er að etja. Það má ef til vill segja að fræðsluþátturinn sé hjarta Ís- lensks dagsverks og það sem gefur fjáröflunarhlutanum líf. Þetta er ekki spurning um að friða sam- viskuna um skamma hríð heldur vinna að raunverulegri hugarfars- breytingu. 2. Að afla fjár til þess að styðja verkefni á sviði menntunar sem unn- in eru, skipulögð og stjórnað af frjálsum fé- lagasamtökum í fátækum löndum suðursins. Slag- orðið er „Menntun til frelsis“ og grunnhug- myndin sú að ungt fólk sem býr við allsnægtir og gnótt tækifæra í norðrinu sýni jafnöldrum sínum, sem búa við lítil tækifæri og fátækt í suðrinu, sam- stöðu og leggi sitt af mörkum svo að þeir geti nýtt sér réttinn til mennt- unar. Með því að tryggja þann rétt aukast mögu- leikarnir á því að fólk fái notið annarra mannréttinda sem eru forsendur þess að blómstra sem manneskja og lifa lífinu sjálfráður og öðrum óháður. Fjáröflunin fer þann- ig fram að námsmenn helga jafn- öldrum sínum á Indlandi einn skóla- dag – hinn 24. október næstkomandi – yfirgefa skólastofurnar og fara út að vinna eða taka þátt í öðrum fjár- aflandi verkefnum. Sú upphæð sem safnast þannig verður notuð til þess að byggja upp iðnnám í tveimur hér- uðum á Indlandi í samvinnu við tvenn mannúðarsamtök sem heita Social Action Movement og Samein- aða indverska kirkjan. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil átt far- sælt samstarf við þessi samtök. Nítján skólar víðsvegar á landinu taka að þessu sinni þátt í Íslensku dagsverki. Hinn 24. október verða nemendur þessara skóla á ferðinni og taka að sér að sinna hverskyns verkefnum gegn greiðslu sem renn- ur í söfnunina – ég hvet einstaklinga og fyrirtæki eindregið til þess að hafa samband við næsta framhalds- skóla sem er aðili að verkefninu, eða skrifstofu dagsverksins í Hinu hús- inu, og panta nemendur til starfa. Þannig má koma frá verkefnum sem hafa kannski setið á hakanum um leið og frábæru málefni er lagt lið. Íslenskt dags- verk – Menntun til frelsis Anna Lára Steindal Hjálparstarf Ég hvet einstaklinga og fyrirtæki til þess að hafa samband, segir Anna Lára Steindal, og panta nemendur til starfa. Höfundur er verkefnisstjóri Íslensks dagsverks 2001. FYRIR nær tveim áratugum beitti Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri Reykja- víkur, sér fyrir því að Bæjarútgerð Reykja- víkur yrði seld til einkaaðila. Fram að þeim tíma þurftu skattgreiðendur í Reykjavík að greiða háar upphæðir með fyrirtækinu. Miklar deilur urðu um þessa einkavæðingu en eftir á voru nær allir sam- mála um að skynsam- legt hefði verið að sveitarfélagið Reykja- vík drægi sig út úr þessum sam- keppnisrekstri og sneri sér frekar að því að sinna hefðbundnu hlut- verki sveitarfélags. Engar áætlanir hafa verið uppi um það hjá þeim pólitísku fylkingum sem hafa boðið fram í borgarstjórn frá þessum tíma að borgin fari út í sambæri- legan áhætturekstur. Það kom því nokkuð á óvart þegar að R-listinn með borgarstjóra í broddi fylking- ar ákvað að láta borgina hella sér út í fjarskiptarekstur með því að setja á stofn fyrirtækið Lína.Net. Keypt upp einkarekin fyrirtæki Í upphafi var talað um að setja hlutafé allt að 200 milljónir í þetta verkefni. Markmið verkefnisins var að gera borgarbúum kleift að not- ast við raflínur til þess að tengjast Net- inu og senda önnur rafboð sín á milli. Snemma var bent á hversu ófýsileg leið þetta væri og á dag- inn kom að upphafleg- ar hugmyndir borgar- stjórnarmeirihlutans yrðu ekki að veru- leika. Tók þá Lína.- Net til við að kaupa upp einkarekin fyrir- tæki í sambærilegum rekstri. Illa gekk að flytja boð í gegnum raflínur og Lína.Net fór að kaupa upp einkarekin fyrirtæki sem voru í samkeppni við Línu.Net eða í svip- uðum rekstri. Kostnaður skattgreiðenda Nú er svo komið að borgin er búin að leggja 1.100 milljónir í fyr- irtækið í formi hlutfjár og yfirtöku á skuldum. Nýlega var fjallað um fjármál Línu.Net í fréttum RÚV þar kom fram að skuldir Línu.Nets væru rúmlega 2 milljarðar og þar af voru skammtímaskuldir 1,2 milljörðum hærri en veltufjármun- ir. Miðað er við að þessar tölur séu að minnsta kosti jafn háar til að greiðslustaða fyrirtækja teljist við- unandi. Einnig kom fram að við ,,sölu“ Línu.Nets á Tetra-línukerfi félagsins til Orkuveitunnar ,,lagað- ist“ staðan um 600 milljónir króna. Sérfræðingar fréttastofunnar töldu samt sem áður stöðuna vera mjög slæma og þessar björgunaraðgerð- ir Orkuveitunnar dygðu ekki til. Augljóst er að markmið borgar- stjórnarmeirihlutans með stofnun fyrirtækisins hafa ekki gengið eftir og sömuleiðis er ljóst að kostnaður borgarinnar verður meiri af þessu ævintýri áður en yfir lýkur. Hvað er borgin að gera á þessum markaði? Stjórnarformaður Línu.Nets og Orkuveitunnar heldur því fram í Morgunblaðsgrein sl. laugardag að sparnaður fyrirtækja borgarinnnar hafi verið 400 milljónir vegna til- komu Línu.Nets, þar sem tilkoma fyrirtækisins hafi lækkað fjar- skiptagjöld. Því er til að svara að fjarskiptagjöld hafa lækkað um all- an heim vegna tæknibreytinga og aukinnar samkeppni og hefur þró- unin orðið áþekk í flestum þróuð- um borgum, jafnvel þótt þær borg- ir hafi ekki notið atorku og framsýni stjórnarformanns Orku- veitu Reykjavíkur. Á Íslandi er gríðarlega hörð samkeppni á þessum markaði og er borgarfyrirtækið í samkeppni við einkafyrirtæki og ríkisfyrirtæki sem verið er að einkavæða. Með öðrum orðum það er ekkert sem bendir til þess að borgin hafi þurft að hasla sér völl á þessu sviði enda er fyrirtækið ekki að gera neitt annað en það sem önnur fyrirtæki eru nú þegar að gera. Það má meira segja færa rök fyrir því að fyrirtækið hafi dregið úr sam- keppni með því að kaupa upp einkarekin fyrirtæki sem voru á þessum markaði. Guðlaugur Þór Þórðarson Lína.Net Nú er svo komið, segir Guðlaugur Þór Þórð- arson, að borgin er búin að leggja 1.100 milljónir í fyrirtækið í formi hlutafjár og yfirtöku á skuldum. Höfundur er borgarfulltrúi. Lína.Net – ný bæjarútgerð BROSTE - HAUST 2001 Blómasmiðja Hildu Huggulegt heima.... er heitast í dag MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.