Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 46
KIRKJUSTARF 46 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 15:30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Organisti Pálmi Sigurhjartarson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sigfús Kristjáns- son cand theol prédikar. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Dr. Sig- urbjörn Einarsson prédikar. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari ásamt Vigfúsi Ingvari Ingvarssyni, sr. Vigfúsi Þóra Árna- syni, sr. Gunnþóri Ingasyni og sr. Pétri Þór- arinssyni. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Sönghópur úr Dómkórnum syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í umsjá Bolla Péturs Bollasonar. Æðruleysismessa kl. 20:30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðrabandið sjá um tónlist. (Sjá heimasíðu: www.dom- kirkjan.is) GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altarisganga. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Heiðrún- ar Hákonardóttur og Ástríðar Haraldsdótt- ur. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Kvöldmessa kl. 20:00. Einfalt form kyrrð og hlýja. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Stefán Lárusson messar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Kristið manngildi: Dr. Björn Björns- son, prófessor. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir. Félagar úr Mótettukór syngja. Org- anisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Umsjón sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14:00. Gídeonfélagar heim- sækja söfnuðinn og kynna starfsemi fé- lagsins. Ingólfur Hartvigsson, guðfræðing- ur, prédikar. Organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. María Ágústdóttir messar. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan verður farið í safnaðarheimilið þar sem Gunnar leiðir stundina ásamt Bryn- dísi. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sunnudagaskólinn heldur sínu striki undir handleiðslu sr. Jónu Hrann- ar Bolladóttur, sem sömuleiðis þjónar fyrir altari fram að prédikun, þar sem sr. Bjarni er staddur á Hvammstanga á Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar. Prédikun ann- ast Gunnar Einar Steingrímsson, guðfræði- nemi og starfsmaður í barnastarfi, en Sig- urbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri mun þjóna við altarið eftir prédikun. Fulltrúar lesarahóps Laugarneskirkju flytja ritningar- lestra. Eygló Bjarnadóttir er meðhjálpari og Sigríður Finnbogadóttir annast messkaffið á eftir. Messa kl. 13:00 í dagvistarsalnum Hátúni 12. Gunnar Gunnarsson leikur á pí- anó. Gunnar Einar Steingrímsosn prédikar. Guðrún K. Þórsdóttir stjórnar ásamt hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Fundur með foreldrum fermingarbarna að henni lokinni. Prestar sr. Frank M. Halldórsson og sr. Örn Bárður Jónsson. Organisti Reynir Jónas- son. Molasopi eftir messu. Sunnudaga- skólinn kl. 11:00. 8–9 ára starf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Bjóðum börnin sérstaklega velkomin til skemmtilegrar samveru. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barnasam- vera er samtímis almennu guðsþjónust- unni. Börnin eru með hinum fullorðnu í messubyrjun, en fara síðan upp í safnaðar- heimili og ljúka samveru sinni þar. Barn borið til skírnar. Fermingarbörn athugið síð- asti skiladagur tilnefningar vegna ferða- lagsins okkar næstu helgi ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Sigrún Óskarsdóttir. Organisti Pav- el Manásek. Kirkjukórinn syngur. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma í safnaðarheim- ilinu. Söngur, sögur, fræðsla og leikir. Kaffi og ávaxtasafi eftir guðsþjónusturnar. Prest- arnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Kjartan Jónsson. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir. Kór Digraneskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttar veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Við komum öll saman í kirkjunni, sunnudagaskólinn og hinir eldri. Barnakórinn syngur fyrir okkur og með okk- ur Taize sálma undir stjórn Þórdísar Þór- hallsdóttur. Organisti Lenka Mátéová. Les- in verður saga og sunnudagskólaefnið flutt undir stjórn Elvu Sifjar Jónsdóttur. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son prédikar og þjónar fyrir altari. Organ- isti: Bjarni Þór Jónatansson. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi: Oddný Þorsteinsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktors- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í Engja- skóla. Prestur: Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Ása Björk, Jóhanna Ýr, Hlín og Bryndís. Undirleikari: Guðlaugur Viktors- son. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Unglingakór Sel- fosskirkju kemur í heimsókn. Stjórnandi Margrét Bóasdóttir. Félagar úr kór kirkjunn- ar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13. Tónlistarstund kl. 17. Flutt verða verk eftir Reger, Wolf, Dvorák, Eben o.fl. Flytjendur: Lenka Mátéová, orgel. Margrét Bóasdóttir, sópran. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stundir á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðar- heimilinu Borgum kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11.00. Mikill söngur-saga-límmiði. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Kl. 20.00. Kvöldguðsþjónusta með nýrri tón- list. Ath. Nýjung í safnaðarstarfinu sem boðið verður upp á einu sinni í mánuði. Þor- valdur Halldórsson söngvari leiðir almenn- an söng og syngur. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur hugvekju. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl. 11:00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20:00. Halldóra L. Ásgeirsdóttir predikar. Nokkur orð: Alda og Unnar. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldusam- koma kl. 11. Léttur hádegisverður að sam- komu lokinni. Bænastund kl. 19.30. Sam- koma kl. 20. Teo van der Weele prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega vel- komnir. KLETTURINN: Sunnudag kl. 11. Almenn samkoma fyrir alla fjölskylduna kl. 11. Mik- il lofgjörð og tilbeiðsla. Fimmtudag kl. 19. Alfa-námskeið. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11.00, ræðumaður Ari Guðmundsson. Almenn samkoma kl. 16:30, lofgjörðarhópur Mar- íta leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. „Baráttan hefst“ Ársæll Aðalabergs- son verður með upphafsorð. Páll Skapta- son kynnir Gídeonfélagið. Laufey Geir- laugsdóttir syngur einsöng og Sigurbjörn Þorkelsson talar. Barnastarf á sama tíma. Eftir samkomuna er tilvalið að staldra við og borða saman í kaffiteríunni. Vaka kl. 20:30. „Hjarta sem hlustar“ Kjartan Jóns- son talar. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Allir eru hjartanlega velkomnir á samverur hjá KFUM og KFUK. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30: Messa á ensku kl. 18.00. Laugardaga kl. 14.00: Barnamessa. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Einnig messa kl. 8.00 suma virka daga (sjá nánar á tilkynningablaði á sunnu- dögum). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar- daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðviku-daga: Skriftir kl. 17.30, messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga: Biskupsmessa kl. 11.00. Grundarfjörður: Sunnudaginn 21. október: Biskupsmessa kl. 19.00. Ólafsvík: Sunnudaginn 21. október: Bisk- upsmessa kl. 16.00. Suðureyri: Messa sunnudaga kl. 19.00. Bolungarvík: Messa sunnudaga kl. 16.00. Flateyri: Messa laugardaga kl. 18.00. Ísafjörður: Messa sunnudaga kl. 11.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 barnaguðsþjónusta með miklum söng, leik, sögum og bæn. Kl. 14 messa með alt- arisgöngu. Kl. 20 æskulýðsfundur fellur niður vegna landsmótsins á Hvamms- tanga. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjáns- son, sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Ath. breyttan tíma. Tónlistarmenn- irnir Páll Rósinkrans, Jóhann Ásmundsson og Kristinn Svavarsson syngja og leika ásamt kirkjukór Lágafellssóknar og organ- istanum Jónasi Þóri. Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju í umsjá Þórdísar Ásgeirs- dóttur, djákna, Sylvíu Magnúsdóttur, guð- Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9). Á SUNNUDAGINN kemur pre- dikar dr. Sigurbjörn Einarsson biskup í Dómkirkjunni og fyrir altari þjóna fimm prestar sem Sig- urbjörn vígði til prestsþjónustu fyrir 25 árum. Það var 3. október 1976 að Sigurbjörn vígði stærsta hóp presta í sinni biskupstíð. Prestarnir eru sr. Gunnþór Inga- son, sóknarprestur í Hafnarfirði, sr. Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur, sr. Pétur Þór- arinsson, prófastur í Laufási, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, sókn- arprestur á Egilsstöðum, og sr. Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogi. Einnig vígðist þennan dag sr. Sighvatur B. Emilsson, sem býr í Noregi þar sem hann hefur þjónað í norsku kirkjunni. Við messuna syngur Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar organista og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Messan hefst kl. 11. Verið velkomin. Dómkirkjan BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður kl. 13 í Dómkirkjunni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson annast guðs- þjónustuna. Geirjón Þórisson yfir- lögregluþjónn segir börnunum sögur og fjallar um öryggi þeirra í umferðinni. Dagur hjónabandsins á Akranesi DAGUR hjónabandsins verður haldinn hátíðlegur í Akra- neskirkju á morgun, sunnudag. Er þetta þriðja árið í röð sem guðs- þjónusta að hausti er tileinkuð hjónabandinu sérstaklega og hefst hún kl. 14. Flutt verður stutt pré- dikun um ástina og kærleikann. Kirkjukórinn syngur brúðkaups- sálma og organistinn, Katalin Lör- incz, leikur falleg lög. Guðrún Ell- ertsdóttir syngur einsöng. Að guðsþjónustu lokinni er öllum kirkjugestum boðið til kaffi- samsætis í safnaðarheimilinu Vinaminni. Þetta er guðsþjónusta sem ástfangin hjón á öllum aldri mega ekki missa af. Nú býður þú ástinni þinni til kirkju! Sýnum hjónabandinu þá ræktarsemi sem það á skilið. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Kvöldmessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 21. okt., verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst kl. 20. Í kvöldmessu er lagt upp með ein- falt messuform og létta söngva við píanóundirleik en töluðu orði er stillt í hóf. Þess vegna verður yf- irbragð og andrúmsloft létt og að- laðandi. Messan einkennist af kyrrð og hlýju en færir líka upp- byggingu í samfélagi við Guð og menn. Að messunni lokinni er hressing á borðum. Kvöldmessur eru í Grensáskirkju þriðja sunnu- dag í mánuði frá hausti til vors. Kirkjudagur og kaffisala kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 21. október, er hinn árlegi kirkjudag- ur Fríkirkjusafnaðarins í Hafn- arfirði. Kl. 13 verður hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni og biðjum við fólk að athuga vel breyttan messu- tíma í vetur. Í guðsþjónustunni munu prestar kirkjunnar flytja samtalspredikun en kór kirkj- unnar ásamt organistanum Þóru V. Guðmundsdóttur og Erni Arn- arssyni, söngvara og gítarleikara, flytja fjölbreytta tónlist og stýra almennum safnaðarsöng. Að lok- inni guðsþjónustu hefst hin glæsi- lega kaffisala kvenfélagsins í safn- aðarheimili kirkjunnar á Linnets- stíg 6. Þar mun kór kirkjunnar flytja söngdagskrá með lögum Sigfúsar Halldórssonar, Friðriks Bjarnasonar og hins gríska Theodorakis. Hvetjum allt safn- aðarfólk og velunnara kirkjunnar til að fjölmenna til kirkjunnar á morgun og gleðjast saman. Barna- samkoma er eins og alla sunnu- dagsmorgna kl. 11. Þar eru leikir og leikin biblíusaga, brúður koma í heimsókn, léttir söngvar og barnasálmar sungnir. Barna- samkoman er fyrir börn á öllum aldri og alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir. Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir, prestar safnaðarins. Tvísöngur í tónlist- armessu í Hafn- arfjarðarkirkju FYRSTA síðdegis- og tónlist- armessa í Hafnarfjarðarkirkju nú á haustmisseri fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 17. Þá munu ungir söngvarar, Ragnheiður Sara Grímsdóttir sópran og Kristján Helgason baríton syngja tvísöng. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs og organisti Natalía Chow. Síðdeg- ismessur Hafnarfjarðarkirkju eru stuttar en lögð er þar áhersla á ljúfa tónlist og bænaandrúmsloft. Þær verða haldnar nær alla sunnudaga haustmisseris nema þegar kvöldmessa fer fram. Um morguninn kl. 11 fer svo sem endranær fram árdegisguðsþjón- usta í Hafnarfjarðarkirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Gídeonfélagar heim- sækja Hafnarfjarð- arkirkju NÆSTU sunnudaga munu hafn- firskir Gídeonfélagar heimsækja Hafnarfjarðarkirkju í sunnudags- guðsþjónustunni sem hefst kl. 11. Pétur Ásgeirsson, liðsmaður Gid- eonfélagsins, predikar og Jón B. Jónsson leikur á gítar en hann er einnig Gideonfélagi. Eftir guðs- þjónustuna geta kirkjugestir kynnst nánar starfi Gideonfélags- ins yfir kaffibolla í safnaðarheim- ilinu. Organisti við guðsþjón- ustuna er Natalía Chow og félagar úr kirkjukórnum stýra safn- aðarsöng. Í guðsþjónustunni verða tvö börn borin til skírnar. Prestur er sr. Þórhallur Heim- isson. 12 spora kynning í Hallgrímskirkju MÁNUDAGINN 22. okt. nk. kl. 20 verður kynningarfundur í Hall- grímskirkju (safnaðarsal) um 12 spora hópa, sbr. bókina „12 sporin – andlegt ferðalag“. Helga St. Hróbjartsdóttir og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson stýra fundinum. Slíkir hópar eru ætlaðir fólki sem vill takast á við afleiðingar nei- kvæðrar reynslu eða byggja sig upp andlega með hjálp kristinnar trúar. Hóparnir hittast vikulega. 12 spora hópar eru nú í mörgum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar, enda hefur komið í ljós að margir vilja nýta sér þessa aðferð til að byggja sig upp og eiga náið samfélag í hópi sem viðkomandi getur treyst. Hópastarfið er ókeypis. Allir eru velkomnir á kynningarfundinn án skuldbind- ingar. Fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju nk. sunnudag, 21. október, kl. 10 f.h. mun dr. Björn Björnsson prófessor flytja erindi um kristið manngildi. Um þessar mundir er mikið rætt um þau gildi sem einkenna Vesturlönd og mik- ilvægi þess að standa vörð um þau. Kristin manngildishugsjón er snar þáttur í vestrænni menningu og hefur mótað hana um aldir. Í hverju er hún fólgin? Hefur hún einhverja sérstöðu? Er hún á und- anhaldi? Umræða um kristið manngildi er brýn á þessum um- rótatímum sem við lifum, bæði að því er varðar heimspólitíkina og Dr. Sigurbjörn Einarsson predikar í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.