Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Gísladóttirfæddist á Siglu- firði á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, 1949. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Ísafjarðar- bæjar að morgni 11. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigríður Krist- jana Vagnsdóttir, sem enn er á lífi, og Gísli Bjarnason. Fóst- urfaðir hennar frá barnsaldri og jafn- framt eiginmaður Sigríðar var Jón Ebenesersson. Þeir eru báðir látn- ir. Anna átti þrjá bræður, þá Bjarna Gíslason, maki Jenný Hlín Kristinsdóttir, Halldór Vagn Jóns- son, maki Þorbjörg Elfa Hauks- dóttir, og Sölva Steinar Jónsson, maki Björk Bjarnadóttir. Anna giftist Þráni Ágústi Garð- arssyni árið 1967 og eignuðust þau þrjú börn. Elst var Margrét Helga, f. 1966, d. 1984, næst Sigríður Jóna f. 1968, og yngst Hjördís, f. 1981, maki Arnaldur Sæv- arsson. Átti Anna tvö barnabörn, þau Önnu Margréti, f. 1992, og Þráin Ágúst, f. 2001. Anna bjó með for- eldrum sínum að Fremri-Bakka í Langadal til fimm- tán ára aldurs er hún fer að heiman. Hún sest svo að í Súðavík þar sem hún kynnist eig- inmanni sínum og býr hún með honum þar alla ævi ef undanskilin eru fjögur ár sem þau bjuggu í Hafnarfirði. Anna vann alla sína starfsævi við fisk- og rækjuvinnslu í Súðavík. Útför Önnu fer fram frá Súða- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú í dag kveðjum við úr fjarlægð góða vinkonu okkar, hana Önnu. Þrátt fyrir að hún hafi verið fársjúk svo mánuðum skipti var fregnin um andlát hennar reiðarslag og við fylltumst söknuði yfir því að eiga ekki framar eftir að njóta nærveru hennar. Fyrir hugskotssjónum svífur mynd af hæglátri konu sem hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Það eru margar góðar stundir sem koma upp í hugann þegar við hugs- um til Önnu og heimilis hennar og Gústa. Góðar stundir sem við mun- um varðveita með okkur um ókomin ár. Þeir voru ófáir sunnudagsbílt- úrarnir sem enduðu með því að annað okkar sagði: „Kíkjum í kaffi til Önnu og Gústa.“ Ávallt var heim- ili þeirra sá staður sem manni var tekið opnum örmum og fann svo innilega að maður var velkominn. Staður þar sem léttur andi sveif yf- ir vötnum þó að Anna og hennar fólk fengi svo sannarlega að takast á við erfið veikindi innan fjölskyld- unnar og síðan sáran missi. Hjá Önnu og Gústa var alltaf tími til þess að setjast niður, spjalla, og segja sögur sem allar höfðu það markmið að draga fram hinar spaugilegu hliðar tilverunnar. Þrátt fyrir að erfið veikindi hafi markað lífsbaráttu Önnu var það ekki hennar siður að kvarta yfir sínu hlutskipti, heldur var hún mun meira upptekin af því er aðrir, vinir hennar og kunningjar, áttu við erf- iðleika að stríða. Það var því gott að ræða við Önnu ef manni lá eitthvað á hjarta, hún var góður og skiln- ingsríkur hlustandi og alltaf fór maður ríkari af hennar fundi en maður kom. Það ber kannski vott um eigin- girni þegar maður hugsar um það að næst þegar að við komum til Súðavíkur verður engin Anna sem við hittum, en svona er það nú samt, og það er líklega einnig eig- ingirni þegar að við söknum þess að vera ekki í Súðavík í dag. En hugur okkar er þar hins vegar, hjá ykkur, elsku Gústi, Sigga, Hjördís, Anna Margrét og Þráinn Ágúst. Guð veri með ykkur og styrki. Baldur og Ragna, Þrándheimi. Ég var stödd á heilsustofnuninni í Hveragerði þegar Þóra systir mín hringdi og sagði mér að þú værir dáin. Guð hafði leyst þig frá þraut- unum. Ég átti von á þessu en aldrei er maður tilbúinn þegar fréttin kemur. Ég fann sárt til þess að hitta þig aldrei meir hérna megin, en um endurfundi efast ég ekki þegar minn tími kemur. Ég kynntist þér í gegnum Þóru systur, þið voruð æskuvinkonur frá því í barnaskóla og aldrei veit ég til að þar hafi borið skugga á. Þið Gústi bjugguð í Hafnarfirði í nokkur ár þegar dóttir ykkar var veik en fluttuð vestur aftur eftir lát hennar, sem var ykkur fjölskyld- unni mikill harmur. Ég veit að nú ertu búin að hitta hana aftur, elsku Anna mín. Þú varst trúuð og góð manneskja og aldrei mun ég gleyma hve gott var að leita til þín þegar ég stóð á vissum punkti í lífi mínu fyrir fjór- um árum. Þú varst svo sönn og góð, og hafðir svo mikinn kærleika að gefa og alltaf mátti ég leita til þín. Þín stærsta gæfa í lífinu var mað- urinn þinn, hann Gústi, sem alltaf sat við sjúkrabeðinn þinn þar til yf- ir lauk, það sýnir best hversu góður hann er, enda talaðir þú oft um það. Það er mikil sorg fyrir manninn þinn, dætur, aðra ættingja og vini að missa þig í blóma lífsins en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Elsku Gústi, dætur, aðrir ætt- ingjar og vinir – ég bið góðan Guð að hugga ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Ég hefði viljað fylgja þér, kæra vinkona, síðasta spölinn en kemst því miður ekki. Guð blessi minningu þína og vaki yfir þér ævinlega. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hólmfríður Jónsdóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Já, svona er lífið. Anna okkar blessuð, farin í blóma lífsins. Með henni er gengin ákaflega góð og sérstök manneskja. Í fyrirrúmi hjá henni var fjölskyldan. Ég minnist þess er ég sá Önnu fyrst, þá unga konu, hjá Þóru systur á Jófríðar- staðaveginum. Það var gaman og gagnlegt að kynnast Önnu og hennar góðu kost- um, alltaf var hún boðin og búin að gera öðrum greiða af svo frjálsum vilja og innilegheitum sem aldrei er hægt að gleyma. Ég vil þakka Önnu þær ánægju- stundir sem við áttum saman og er dýrmætt að geyma. Ég veit að Guð hefur tekið þig í arma sína og leiðir þig um nýjar slóðir. Ég vil votta fjölskyldu Önnu mína dýpstu samúð. María E. Jónsdóttir. ANNA GÍSLADÓTTIR ✝ Hörður SnævarJónsson, skip- stjóri og útgerðar- maður, fæddist 7. júní 1937. Hann lést á heimili sínu 13. október síðastliðinn. Foreldrar Harðar voru Elínborg Guð- jónsdóttir sem var búsett í Svíþjóð frá 1939 og Jón Björns- son, fv. loftskeyta- maður frá Akureyri. Hálfsystkini hans sammæðra eru Guð- rún Möller sem bjó í Svíþjóð, látin, og Kurt Wenne- berg, búsettur í Svíþjóð. Hálf- systkini hans samfeðra eru Björn, Sævar Ingi, Ingibjörg, Atli Örn og Jón Már. Hörður kvæntist 1959 Sjöfn Guðjónsdóttur, f. 16.4. 1937, d. 20.9. 1993. Börn þeirra eru: 1) Hrönn bankastarfsmaður, f. 22.7. 1961, gift Gretti Inga Guð- mundssyni sjómanni. Börn þeirra eru Hörður Orri, Sara Sjöfn og Arnar Gauti. 2) Alda skrifstofu- kona, f. 22.7. 1961, gift Jónasi ólfur Jóhannesson kerfisfræðing- ur, f. 27.8. 1976, í sambúð með Fjólu M. Róbertsdóttur skrif- stofukonu. 4) Bryndís Jóhannes- dóttir verkamaður, f. 22.7. 1981. Hörður stundaði sjómennsku nær allan sinn starfsferil, byrjaði að stunda sjómennsku 17 ára gamall og gekk í stýrimannaskól- ann í Reykjavík um tvítugt. Eftir námið reri hann frá Vestmanna- eyjum alla tíð ef undan er skilið gosárið 1973. Hann hóf útgerð á sjöunda áratugnum og gerði út Andvara VE, með Jóhanni Hall- dórssyni, til ársins 1981. Þá hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. hjá Sigurði Einarssyni, sem síðar sameinaðist Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Þar var hann skipstjóri á Suðurey, Heimaey og síðar Álsey VE til loka ársins 2000. Hann varð afla- kóngur Vestmannaeyja á And- vara VE 1971 og síðar á Heimaey VE 1983. Hörður var félagi í Kiw- anisklúbbnum Helgafelli í um 30 ár og einnig félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hann var heið- ursfélagi í skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Verðanda í Vest- mannaeyjum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þessi félög. Útför Harðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jónassyni flugmanni. Börn þeirra eru Hörður Snævar, sem Alda átti fyrir með Jóni Snorrasyni, og Sandra Björk. 3) Ey- þór rafmagnstækni- fræðingur, f. 11.6. 1963, kvæntur Lauf- eyju Grétarsdóttur fiskvinnslukonu. Börn þeirra eru Aníta Ýr og Grétar Þór. 4) Katrín íþróttakenn- ari, f. 4.12. 1969, gift Aðalsteini Ingvars- syni golfvallarstjóra. Barn þeirra er Eva. Hörður kvæntist Báru Jóneyju Guð- mundsdóttur skrifstofukonu, f. 6.11. 1946. Börn Báru frá fyrra hjónabandi eru: 1) Ása S. Jóhann- esdóttir hárgreiðslunemi, f. 15.9. 1966, gift Andrési Þ. Sigurðssyni skipstjóra. Börn þeirra eru Egill og Hlynur. 2) Guðmundur I. Jó- hannesson verslunarstjóri, f. 9.10. 1972, í sambúð með Soffíu Bald- ursdóttur dagmóður. Börn þeirra eru Sylvía og Alexander. 3) Ing- Alla okkar ævi er okkur kennt að eignast en ekki missa. Síðan þegar sorgin kveður dyra hellist þessi hræðilegi sársauki skyndilega yfir. Þá skipta litir haustsins, veðurfar og framtíðaráform skyndilega engu máli. Þessi orð voru rituð í minningar- grein um móður mína fyrir átta ár- um og eiga einnig vel við í dag. Því einhvern vegin finnst manni skyndi- legt fráfall pabba óneitanlega vera eins og endurtekið efni frá 20. sept- ember 1993. Hvernig stendur á því að svona heilbrigðum manneskjum að því er virðist, hressum, kátum og lífsglöðum er kippt frá ástvinum sín- um eins og hendi sé veifað. Eflaust fáum við aldrei svör við því. Svona er víst lífið og minnir okkur lifendur á að nýta tímann vel því aldrei veit maður hvenær kallið kemur. En góði Guð, var ekki nóg að þú varst búinn að fá mömmu, þurftir þú pabba líka? Þig hefur eflaust vantað góðan skipstjóra og það get ég sagt þér að þann besta hefurðu nælt þér í. Hann var líka svo góður maður. Allt- af hress og orðheppinn með afbrigð- um svo ekki sé nú minnst á dugn- aðinn. Einn af hans dýrmætari kostum var sá að hann hallmælti aldrei nokkrum manni, fann alltaf eitthvað jákvætt við alla. Elsku pabbi, það er sárt að þurfa að kveðja, eins og við áttum margt eftir að gera saman. Minninguna um yndislegan mann mun ég geyma í hjarta mínu um ókomin ár. Þín dóttir Katrín. Nú þegar sumri er tekið að halla og sólin lækkar á lofti gengur haust- ið í garð. Dagurinn styttist ört og skammdegið fer að ná yfirhöndinni. Stundum er sagt að hausti snemma en í mínum huga kom ekkert haust, heldur ískaldur veturinn með sínar köldu og hrjúfu krumlur. Hann ruddist framfyrir í einni svipan svo ekkert varð að gert. Máttur manns- ins má sín lítils þegar æðri máttar- völd hafa tekið sína ákvörðun. Eftir stöndum við hin með ótal ósvaraðar spurningar sem kastað er fram en týnast í endalausu tómi tilverunnar og enginn veit hvort nokkurn tímann fást svör við. Veruleikinn getur verið beiskur og óréttlátur. En eitt sinn verða allir menn að deyja. Tengdapabbi minn, Hörður Snæv- ar Jónsson, sat í mestu rólegheitum og horfði á sjónvarpið með konu sinni þegar kallið kom. Svo snöggt var það að eiginkonan hugsaði með sér að nú hefði Hörður aldeilis verið snöggur að sofna. Hann var farinn. Já, þetta var alveg í hans stíl. Klára bara málið fyrst svona var komið. Þegar ég kynntist Herði sumarið 1994 voru erfiðir tímar hjá honum og fjölskyldunni hans. Fyrri konan hans, Sjöfn, hafði látist mjög skyndi- lega haustið áður og voru allir að reyna að vinna á þeirri sorg. Hörður var þeim eiginleikum gæddur að vera með létta og góða lund. Ekki er það nokkur vafi í mínum huga að það hjálpaði bæði honum og börnum hans í gegnum lífið. Hann gat alltaf fengið fólk til að brosa þó ekki væri nema út í annað. Hörður var á besta aldri, fullur af lífsþrótti og ekki degi eldri en 25 kannski 26 eins og hann sagði við mig einu sinni. Hann var allra og manni leið strax vel í návist hans. Hnyttin tilsvör hans léttu manni strax lund. Við áttum nokkrar góðar stundirnar á kvöldin er við sátum og köstuðum fram fyrripört- um á hvor annan. Við vorum stór- skáld í okkar huga, en við kviðum því mest að þetta fréttist út og við yrð- um beðnir að troða upp á skemmt- unum. Hvorugur okkar sá fram á að hafa tíma til slíks. Ekki er ég viss um að margir karl- menn af hans kynslóð hafi verið eins liðtækir í heimilisstörfum og hann. Ætíð þegar hann kom í land á morgnana skellti hann sér í snögga sturtu, vatt sér síðan að ryksugunni og ryksugaði alla íbúðina, setti í þvottavél og þurrkara, fór síðan út í búð að versla og restina af tímanum fyrir hádegi notaði hann til að kíkja í blöðin eða slá garðinn ef það var sumar. Já, Hörður var ótrúlegur. Núna stend ég á tímamótum. Leiðir okkar Harðar liggja ekki saman lengur. Hann hefur tekið aðra stefnu og ég verð að trúa því að þörfin fyrir hann hafi verið meiri hinum megin heldur en hér í lifanda lífi. Sendi ég öðrum ástvinum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að vaka yfir okkur öllum og styrkja á þessari erfiðu stundu. Jónas Jónasson. Margs er að minnast, margs er að sakna nú þegar afi minn Hörður Jónsson hverfur úr þessu lífi eins og hendi sé veifað. Það eru ótal minn- ingar sem koma upp í huga minn þegar ég lít svona rétt til baka. Eins og sumarið 2000 þegar ég fór mína fyrstu alvöru sjóferð sem háseti á Álsey, þar sem afi var skipstjóri til margra ára. Minning sem ég á aldrei eftir að gleyma. Hann spilaði einnig golf og hann og amma mín heitin byrjuðu að taka mig með á völlinn þegar ég var um sjö ára aldur og sú golfbaktería hefur enn ekki slokkn- að. Þessum minningum og öllum hin- um á ég aldrei eftir að gleyma. Guð blessi minningu þína, elsku afi. Hvíl þú í friði. Hörður Orri Grettisson. Elsku afi, þú ert besti afi sem hægt er að eiga. Það var alltaf svo gaman þegar þú sóttir mig og Arnar Gauta og við fórum og keyptum ís. Svo þegar maður kom til þín fékk maður alltaf gúmmíkalla. Svo var svo gaman þegar við komum á jól- unum. Ég á eftir að sakna þín rosa- lega mikið og þú átt alltaf eftir að vera í hjarta mínu. Sara Sjöfn. Maður á eftir að sakna svo margs nú þegar afi er dáinn, t.d var mig farið að hlakka til að fara í golf- keppni við afa, Alla og Hörð Orra. Afi var nefnilega alltaf að skora á okkur í golfkeppni en ekki bjóst ég við því að afi færi svona fljótt frá okkur. Svo gleymi ég aldrei þegar afi og pabbi minnkuðu golfkylfu handa mér þegar ég var lítill. Afi gaf mér líka fyrsta golfsettið mitt. Svona gæti ég haldið endalaust áfram því að ég á ekkert nema góðar minn- ingar um hann afa. Blessuð sé minn- ing hans. Grétar Þór Eyþórsson. Elsku afi minn, ég er mjög leiður yfir því að þú sért dáinn. Þú sem varst alltaf svo góður og skemmti- legur. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið og ég mun alltaf muna eftir þér. Ég mun aldrei gleyma því þegar við mamma bjuggum hjá þér í tvö ár. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til þegar þú varst á leiðinni í land, þá fékk ég oft frí á leikskólanum og við vorum saman. Guð geymi þig, elsku afi minn, Þinn Hörður Snævar Jónsson. Hörður kom inn í líf okkar fyrir tæpum 6 árum þegar hann kynntist mömmu okkar. Tókst með þeim mik- ill vinskapur, gagnkvæm virðing og ást sem endaði með giftingu 1. febr- úar 1997. Hörður var dugmikill og drífandi maður og ekki var lognmollan í kring um hann. Það sem hægt var að gera í dag var ekki geymt til morguns. Þar sem Hörður átti 4 börn með sinni fyrri konu og erum við 4 systkinin, sem erum frá fyrra hjónabandi mömmu, þá var oft mikið fjör á Kirkjuveginum. Stóð Hörður sína plikt við hlið mömmu í eldhúsinu og töfraði fram allskyns kræsingar af HÖRÐUR SNÆVAR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.