Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „KÍNAFERÐIN árið 1955 var lærdómsrík, mikil uppbygging stóð þá yfir og gerir ennþá og Kínverjar eru gestrisnir með afbrigðum og það fannst mér ekkert hafa breyst núna en það sem hafði breyst var yfirbragð stór- borganna, mér fannst ég allt eins geta verið staddur í borg í Evrópulandi,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið er hann var beðinn að bera saman Kína fyrr og nú en hann fór þangað nýverið í annað skipti. Ferðafélagi hans í síðari ferðinni var Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrverandi sendiherra, sem kvaðst ekki hafa komið til Kína fyrr, en hann sagði það áhugavert land. Stefán Gunnlaugsson kveðst hafa verið í fimm manna hópi sem boðið var að heim- sækja Kína árið 1955. „Þetta var á dögum kalda stríðsins en þá kepptust bæði aust- antjaldsríki og Bandaríkin við að bjóða til sín sendinefndum til að kynna sér málefni landa sinna,“ sagði Stefán og lét þess getið að þeg- ar hann fékk boðið hefði hann heyrt að þeir, sem ferðuðust til Kína eða ríkja austan tjalds, fengju í framhaldi af því ekki að koma til Bandaríkjanna og kvaðst hann hafa haft af þessu eilitlar áhyggjur. „Þær voru þó óþarfar því nokkrum vikum eftir að ég kom heim úr Kínaferðinni var mér boðið í hliðstæða ferð til Bandaríkjanna.“ Mikil uppbygging á sjötta áratugnum Stefán sagði einungis eitt atriði hafa farið svolítið fyrir brjóstið á sér en það var hvernig viðhorf Kínverja var til Vesturlanda, þeir hefðu ekki haft mikið álit á þeim en í ferðinni hittu þeir meðal annarra utanríkisráðherra landsins. Einnig sagði hann greinilega hafa andað nokkuð köldu í garð Japana. „Ferðin til Kína tók 30 tíma í flugi frá Moskvu þar sem við urðum að gista á leiðinni. Við fórum vítt og breitt um landið og urðum ekki varir við skort eða atvinnuleysi á ferðum okkar. Mikil uppbygging var greinilega hafin í landinu og allt horfði í rétta átt hjá þeim í efnahagslífinu,“ sagði Stefán og hann sagði allan aðbúnað ferðalanganna hafa verið góð- an og þeir hefðu líka kynnst matarvenjum Kínverja sem honum hefði líkað ágætlega. „Mér fannst því mjög áhugavert að komast aftur til Kína vegna þessara fyrri kynna og sjá hvað gerst hafði í landinu þennan tíma. Eitt af því, sem ég tók til dæmis strax eftir, var að annar hver maður var í svonefndum Maóbúningi í fyrri ferðinni en í dag sést hann ekki. Þá voru litlu vagnarnir, sem menn hlupu með, líka algengir en í dag eru notuð hjól til að draga þá áfram þar sem þeir eru notaðir en annars fer bílum mjög fjölgandi í landinu.“ Fljótlegt og þægilegt ferðalag í dag Eins og fyrr segir var Páll Ásgeir Tryggvason, fyrrverandi sendiherra, með Stefáni í ferðinni á dögunum. „Ég tók boðinu fegins hendi,“ sagði Páll Ásgeir en hann var um árabil sendiherra í þáverandi Sov- étríkjum og fylgdu embættinu einnig nokkur lönd í Asíu, meðal annars Mongólía. „Það fór þó þannig að ég komst aldrei til Mongólíu og ég hafði ekki heldur komið til Kína sem er mjög áhugavert land og ferðin var fljótleg og þægileg í beinu flugi frá Stokkhólmi á 10–11 tímum. Að sögn Stefáns og Páls Ásgeirs var skipu- lögð fyrir þá viðamikil dagskrá. „Við byrj- uðum á að taka þátt í hátíðarkvöldverði kvöldið fyrir þjóðhátíðardag Kínverja, hinn 1. október,“ sagði Páll Ásgeir, „en þar voru meðal annars allir helstu fyrirmenn landsins á borði stutt frá okkur, til dæmis þeir Jiang Zemin og Li Peng og þar hittum við líka sendiherra Íslands, Ólaf Egilsson.“ Þeir félagar heimsóttu einnig Shanghai þar sem þeir dvöldu í þrjá daga, einnig Hangzhou en alls stóð ferðin í 7 daga. „Hangzhou hjá þeim er eiginlega svipuð og Þingvellir hjá okkur, þetta er gróðursæl sveit og mikill ferðamannastaður og þangað er far- ið með alla helstu gesti sem heimsækja landið og þar í sveit átti Maó formaður til dæmis sumarhús,“ sagði Stefán. Greið umferð í stórborgum Páll Ásgeir sagði það hafa verið eftirtekt- arvert í stórborg eins og Shanghai hversu umferð gekk vel. „Þarna eru 13 milljónir íbúa og þar liggur sérstök hraðbraut um borgina og tók nánast enga stund að aka hana þvera og endilanga eftir þeirri braut. Þeir virðast líka hafa verið óhræddir við að rífa niður gamlar byggingar til að rýma til fyrir nýjum og stærri og hvar sem við fórum mátti sjá miklar framkvæmdir þar sem verið var að reisa ný hús, umferð- armannvirki og skýja- kljúfa.“ Stefán og Páll Ásgeir sögðu líka greinilegt að mikil uppbygging væri framundan vegna Ól- ympíuleikanna í landinu árið 2008. Kínverjar ætluðu sér að gera vel í þeim efnum og standa undir öllum væntingum. Vaxandi gjaldeyristekjur Í áðurnefndri mót- töku vegna þjóðhátíð- ardags Kínverja sögðu þeir að forsætisráð- herra landsins, hefði sagt í ræðu sinni að allt stefndi í rétta átt varð- andi efnahag landsins og hagvöxt. Ríkisfjár- málin væru í góðu lagi og gjaldeyristekjur færu vaxandi. „Það er greinilegt að Kínverjar vilja vax- andi samskipti við umheiminn og koma vel út í augum annarra þjóða. Þeir kunna að meta þann vilja annarra þjóða, sem þeir eiga sam- skipti við, að auka við þá viðskipti og önnur samskipti. Í haust verður þess minnst að 50 ár eru frá því Ísland og Kína tóku upp stjórn- málasamband og þeir vilja greinilega leggja rækt við samskipti við smáþjóð eins og Ís- lendinga,“ sagði Stefán. Í því sambandi minnist Stefán þess að þeg- ar Li Peng kom hér í opinbera heimsókn í fyrra hafi það komið í hlut Guðmundar Árna Stefánssonar, sem staðgengils forseta Al- þingis, að standa fyrir móttöku fyrir Li Peng sem haldin var í Perlunni. Þar bauð Li Peng Guðmundi Árna í heimsókn til Kína og segir Stefán að í kínverskum fjölmiðlum hafi verið sagt frá því og fleiru úr heimsókninni og jafn- framt verið spurt hvenær Guðmundur Árni kæmi til Kína. Þá hafi einnig verið sagt frá því að Halldór Blöndal hafi komið í slíka heimsókn, ásamt eiginkonu sinni, þegar hann gegndi embætti samgönguráðherra. Stefán Gunnlaugsson og Páll Ásgeir Tryggvason nýkomnir úr Kínaferð Maó-búningar sjást ekki lengur Morgunblaðið/Kristinn Kínafararnir, Stefán Gunnlaugsson (t.h.) og Páll Ásgeir Tryggvason, létu vel af viðkynningu sinni við Kínverja. „VIÐ erum orðin þreytt á neikvæðri umræðu um bílinn þar sem honum hefur verið kennt um meng- un, viðskiptahallann og að of stór hluti ráðstöf- unartekna fjölskyldunnar fari í bílinn. Hann á ekki skilið þetta neikvæða álit því það er svo margt sem við eigum bílnum að þakka í daglegu lífi og fæst komumst við af án hans,“ segir Erna Gísladóttir, formaður Bílgreinasambandsins, um herferð gegn neikvæðri umræðu um bílinn sem nú stendur yfir. Að herferðinni standa regnhlífarsamtök Bíl- greinasambandsins, bílaumboða, tryggingafélaga og lánafyrirtækja og vilja þau vekja athygli á mik- ilvægi bílsins í samfélaginu og hafa áhrif á for- dóma og misskilning varðandi notkun og eignar- hald hans. „Sem dæmi um neikvæða ímynd sem bíllinn er settur í má nefna að með fréttum af viðskiptahalla, ofþenslu eða miklum vaxtakostnaði heimilanna birtast iðulega myndir af bílaflota á hafnarbakk- anum. Þetta hefur áhrif og kemur inn þeirri hug- mynd að kenna megi bílnum um nánast allt sem illa fer hjá okkur sem er vitanlega tómur misskiln- ingur.“ Hún segir ekki hægt að kenna bílnum um stóran þátt í viðskiptahallanum því síðustu sjö ár hafi hlutur bílar verið 5,8% af heildarinnflutningi landsmanna. Samdráttur nálægt 50% Erna segir að samdráttur í innflutningi fólksbíla verði nálægt 50% á árinu og er talið að nú verði fluttir inn um 7.400 fólksbílar. „Þetta er miklu meiri samdráttur en bílaumboðin bjuggust við. Flestir áttu von á 20 til 30% samdrætti í mesta lagi og þessi mikli samdráttur þýðir að meðalald- ur bílaflotans hækkar. Við þurfum að flytja inn um 15 þúsund bíla til að anna eðlilegri endurnýjun og meðalaldur bílaflotans er í dag um 8,8 ár og stefnir í að verða 10 ár. Það er hærra en í öðrum Evrópulöndum þar sem hann er 7,6 ár sem er sambærilegt við það sem hann var hér árin 1988 til 1991. Samdrátturinn er líka mun meiri hér en í öðrum Evrópulöndum þar sem hann er að með- altali 3-4% í ár þótt hann sé hærri í einstaka landi eins og t.d. Svíþjóð þar sem hann er 17-18%.“ Þá segir Erna einnig oft mikla sveiflu í sölu bíla á bílaleigurnar en síðustu árin hafi hún verið vax- andi og leigurnar keypt nærri þúsund bíla árlega. Nú sé nokkur óvissa framundan í ferðamálum eft- ir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og spurning hvort það þýði samdrátt hjá íslenskri ferðaþjón- ustu eða hvort litið verði á Ísland sem öruggt land og það muni hafa áhrif á stöðu bílaleiganna. Formaður Bílgreinasambandsins bendir líka á að hagstæðast sé að endurnýja bílinn reglulega, sé því skotið of lengi á frest verði það dýrara. „Menn mega því ekki skammast sín fyrir að end- urnýja fjölskyldubílinn því það er bara jákvætt og menn eiga að vera stoltir af því.“ Þá segir Erna miklar sveiflur jafnan óþægileg- ar fyrir bílaumboðin, best væri ef salan gæti verið nokkuð stöðug. „Við höfum búið við þessar sveifl- ur lengi og fyrirtækin laga sig auðvitað að þeim að vissu marki og fækka fólki þegar samdráttur verður,“ segir hún og nefnir að sum umboðin hafi sagt upp starfsfólki en aðrir reyni að fækka með því að ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Einnig grípa umboðin til hagræðingar, draga úr breidd í bílaframboðinu og reyna á ýmsan hátt að ná niður kostnaði. Þá segir hún gengisþróun hafa verið óhagstæða undanfarin misseri, gengið hafi hækk- að kringum 20% en bílverðið um 11-12%. Bílgreinin skiptir máli í samfélaginu Erna segir að fyrirtæki í bílgreininni skili um 30 milljörðum í ríkissjóð að meðtöldum gjöldum bíleigenda af eldsneyti og skipti bílgreinin því miklu máli í samfélaginu. Sér formaðurinn fyrir sér bullandi bílasölu ef mögulegt verður að snúa almenningsálitinu við með herferð sem þessari? „Við sjáum ekki endilega fram á bullandi bíla- sölu en við viljum helst hafa hana nokkuð jafna frá ári til árs og reyna að jafna sveiflurnar sem mest, því það er heldur ekkert betra þegar salan rýkur upp úr öllu valdi. En við viljum reyna að snúa um- ræðunni við, viljum ekki viðhafa neinn barlóm heldur er ætlunin að benda á jákvæða ímynd bíls- ins og síðan ætla umboðin að efna til sameiginlegs sölu- og kynningarátaks um næstu helgi. Hvert umboð sýnir á sínum stað, menn setja fram ýmis tilboð og bjóða uppákomur en þetta verður kynnt sameiginlega næstu daga og þannig verður reynt að fá eina góða sölutörn fyrir árslok. Við viljum að menn horfi jákvætt á bílinn því við erum á því að kostir bílsins vegi margfalt upp ókosti hans.“ Formaður Bílgreinasambandsins vill snúa við neikvæðri ímynd bílsins Eigum bíln- um margt að þakka í daglegu lífi Morgunblaðið/Þorkell Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri B&L og formaður Bílgreinasambandsins. DAGINN sem Smáralind var opnuð var aðsókn í Kringluna 9% minni en sama dag fyrir ári. Í vikunni sem Smáralind var opnuð var aðsókn að meðaltali 12% minni en í sömu viku í fyrra. Það sem af er þessari viku er aðsókn í Kringluna 8% minni en sömu viku í fyrra, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: „Fyrirfram höfðu forráðamenn og kaupmenn Kringlunnar búið sig undir að aðsókn mundi minnka mun meira fyrstu dag- ana vegna opnunarhátíðar Smára- lindar. Nú er ljóst að áhrif keppinaut- arins í Kópavogi urðu alls ekki þau sem búist var við hvað þetta varðar. Aðsókn í Kringluna hefur verið mæld með sama hætti í mörg ár. Sjálfvirkir teljarar skrá umferð inn á bílastæðin og er fjöldi gesta í húsinu reiknaður út frá meðalfjölda í bíl. Þessi skráningaraðferð hefur reynst mjög vel og gefið góða og samfellda mynd af gestafjölda Kringlunnar.“ Aðsókn að Kringlunni 8% minni í þessari viku RAUÐI kross Íslands og Hjálpar- starf kirkjunnar bjóða öllum sem vilja leggja íbúum Afganistans lið að fjölmenna við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík kl. 12.15 á morgun, sunnudag. KK og Ellen Kristjánsdóttir syngja, lesið verður ljóð eftir afg- anskan dreng og framkvæmdastjór- ar Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins tala. Með því að hringja í 907 2003 legg- ur fólk 1.000 krónur af mörkum. Minnast fólks sem þjáist í Afganistan ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.