Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Snorri Sturluson væntanlegur. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Mánu- dagur: Kl. 9 leikfimi, kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 bað og vinnustofa, kl. 14 fé- lagsvist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 5868014 kl. 13–16. Tíma- pöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 5668060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Ganga kl. 10, rúta frá miðbæ kl. 9.50. Á morg- un fer rúta frá Hraun- seli kl. 18.15 á Töfra- flautuna í Óperunni. Á mánudag verður fé- lagsvist kl. 13.30. Á þriðjudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10. Saumar og brids í Hraunseli kl. 13.30. Tréútskurður hefst í Lækjarskóla. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyr- ir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngvaka kl. 20.45 í um- sjón Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Á vegum Fræðslu- nefndar FEB verður farin fræðsluferð í Há- skólann í Reykjavík þriðjudaginn 23. októ- ber. Brottför frá Ás- garði Glæsibæ kl. 13.45. Ath. takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Landssamband eldri borgara og Skálholts- skóli bjóða til fræðslu- daga í Skálholti 29.–31 október með fyr- irlestrum og almennum umræðum. Auk þess verða kvöldvökur, gönguferðir, stað- arskoðun og boðið til tíðasöngs að hætti fyrri tíðar í Skálholtskirkju. Sr. Bernharður Guð- mundsson rektor hefur umsjón með fræðslu- dögunum. Nánari upp- lýsingar og skráning hjá FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Val- garðs Jörgensen opin kl. 13–16.30 laugard. og sunnud. Listamaðurinn á staðnum. Mánudaginn 22. okt.: Kl. 13.30 „Hittumst heil“. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir kemur í heimsókn og syngur lög eftir föður sinn, Ágúst Pétursson, af nýút- komnum geisladiski. Þriðjudagur: Opið hús í Miðbergi kl. 9–12, m.a. borðtennis, snóker og innipútt. Allir velkomnir. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á veg- um ÍTR á mánudögum og fimmtudögum kl. 19.30, umsjón Edda Baldursdóttir íþrótta- kennari. Boccia á þriðju- dögum kl. 13 og föstu- dögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteins- dóttir. Allar veitingar í veitingabúð Gerðu- bergs. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánud. og fimmtudaga. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Dagskrá félagsheimilisins: Í dag, laugardag, bingó kl. 14. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Átthagafélag Stranda- manna heldur hinn ár- lega haustfagnað í kvöld, laugardaginn 20. okt., í Breiðfirðingabúð við Faxafen. Húsið opn- að kl. 22. Hljómsveitin Upplyfting spilar fyrir dansi. Stjórn og skemmtinefnd. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist. Á morgun, sunnudag, er fyrsti dag- ur í fjögurra daga keppni. Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14. Fyrstu verðlaun kvenna og karla hvern dag verða 3.000 kr. og önnur verðlaun 1.500 kr. Auk þess fær sá sem oftast situr við sama borðið svolitlar sárabæt- ur. Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin og miða- verð er 600 kr. Vetr- arfagnaður félagsins verður 27. okt. frá kl. 22–3. Breiðbandið leik- ur. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Minningarkort Kristniboðssambandið. Minningarspjöld fást í skrifstofunni Holtavegi 28 (húsi KFUM & K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótek- um. Gíró- og kred- itkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans í Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700, og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941, gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnu- tíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560- 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333, og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487-8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeið- flöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551-1814, og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Í dag er laugardagur 20. október, 293. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. (Lúk. 21, 32). LÁRÉTT: 1 gulls ígildi, 8 óákveðnu, 9 líkamshlutann, 10 tangi, 11 gremjist, 13 glataða, 15 vatnagangs, 18 vegurinn, 21 nöldur, 22 jarða, 23 endurtekið, 24 spaugs. LÓÐRÉTT: 2 örlaganorn, 3 borgi, 4 tryllist, 5 eyddur, 6 ókjör, 7 setja dæld í, 12 mis- kunn, 14 fiskur, 15 fið- urfé, 16 hugaða, 17 fífl- djarfa, 18 kátínu, 19 nafnbót, 20 líkamshluti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 tuska, 4 kenna, 7 lygin, 8 refil, 9 afl, 11 ausa, 13 maur, 14 gervi, 15 görn, 17 skap, 20 Sif, 22 lesta, 23 leifa, 24 reimt, 25 rotta. Lóðrétt: 1 telja, 2 seggs, 3 Anna, 4 kurl, 5 nefna, 6 allur, 10 forði, 12 agn, 13 mis, 15 gælur, 16 risti, 18 Krist, 19 plaga, 20 satt, 21 flær. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI var ekki fyrr búinnað hella úr skálum reiði sinn- ar á síðum Morgunblaðsins yfir þeirri ósvífni sölumanna að of- sækja blásaklaust fólk með stöð- ugum hringingum að kvöldlagi þegar hann var óþægilega minntur á aðra markaðssetningaraðferð sem virðist ekki síður vera vinsæl um þessar mundir. Það er sá dóna- skapur að senda tölvupóst með upplýsingum til fólks sem ekki hefur beðið um slíka þjónustu né skráð sig á sérstaka lista, þar sem veitt er leyfi fyrir því að slíkar sendingar séu sendar til viðkom- andi. Þannig fékk Víkverji nýlega óumbeðna tölvupóstsendingu frá bílaleigunni AVIS á Íslandi og var sagt í inngangi bréfsins að fyr- irtækið langaði „mikið til að kynna fyrir þér kosti þess að versla við okkur bæði hérlendis og erlendis“. Ekki veit Víkverji hvar AVIS hefur fengið þá ranghugmynd að hann hefði áhuga á að móttaka slíkar upplýsingar né hvar fyrir- tækið gróf upp netfang hans. Reyndar fékk fjöldi vinnufélaga Víkverja sama auglýsingapóst og rennir Víkverja því í grun að löng- un AVIS til að kynna kosti sjálfs sín hafi verið svo yfirþyrmandi að fyrirtækið hafi brugðið á það ráð að senda öllum starfsmönnum Morgunblaðsins póstinn. Þetta er auðvitað ágiskun ein en hitt er víst að niðurstöður skyndikönnunar sem Víkverji gerði á þakklæti við- takendanna yfir því að fá send- inguna sýndu að það var hverf- andi. Raunar virtist sendingin hafa skapraunað viðtakendunum svo, að flestir höfðu orð á því að þeir myndu aldrei versla við fyrirtæki sem þrengdu sér óbeðin upp á fólk með þessum hætti. x x x ÖNNUR og enn undarlegri aug-lýsing varð á vegi Víkverja á dögunum. Sú dúkkaði upp undan rúðuþurrkunni á fjölskyldubifreið- inni sem stóð á bílastæðinu utan við fjölbýlishúsið þar sem Víkverji býr. Við fyrstu sýn var að sjá sem einhver aflögufær náungi hefði stungið fimm dollara seðlum undir rúðuþurrkurnar á öllum bílunum á planinu og var ekki laust við að Víkverji táraðist yfir gjafmildinni á þessum síðustu og verstu eig- inhagsmunatímum. Aukinheldur gat Víkverji ekki annað en dáðst að þeirri fyrirhyggju að lauma aurunum að fólki í erlendum gjald- miðli, eins og gengi krónunnar hefur nú verið að undanförnu. En, nei, þegar betur var að gáð kom í ljós að um eftirlíkingu af dollaraseðli var að ræða og það svo sérstaka að við hliðina á stoltu andliti Lincolns blasti við áritunin „The United Kingdom of God“. Þótti Víkverja heldur mikið í lagt að kenna Lincoln gamla við sjálft almættið þótt vissulega hafi hann verið voldugur herra. Ekki varð undrun Víkverja minni þegar hann sneri blaðinu við og í ljós kom texti með yfirskrift- inni „Dauði og skattar“. Var þar fullyrt að lítið væri hægt að gera til að breyta skattinum en hægt væri að losna algerlega við alla hræðslu vegna dauðans. Var les- andinn hvattur til að taka við fyr- irgefningu Guðs, játa syndir sínar fyrir honum og gefa honum líf sitt. Undir pistilinn skrifaði síðan „LÆKUR – lifandi vatns“ og fylgdi með símanúmer. Víkverji er kannski bara svona vitlaus en hann er ennþá að bisast við að reyna að skilja samhengið! Egilshús MIG langar til að leiðrétta þann þráláta misskilning að Egilshús í Stykkis- hólmi heiti Egilsenshús. Ég sá þessa villu síðast í nýjasta hefti Breiðfirð- ings. Húsið átti og byggði Egill Egilsson, sonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors. Börn Sveinbjörns voru Þuríður Kúld, Bene- dikt Gröndal yngri, Egill alþingismaður og Þor- steinn, útgerðarmaður í Hafnarfirði. Egill og Þor- steinn skrifuðu sig Egils- son og sama gerði Svein- björn, ritstjóri Ægis, sem var sonur Þorsteins. Ég vona að Hólmarar og aðr- ir taki þetta til greina. Með þökk fyrir birt- inguna. Sigurborg Skúladóttir. Þörf skrif um nagladekk Í UMRÆÐUNNI föstu- daginn 12. okt. var verið að skrifa um nagladekk. Finnst mér þetta þörf skrif og vil þakka fyrir greinina. Miðað við skað- semi dekkjanna hefur allt of lítið verið skrifað um þetta mál. Ökumaður. Tekur ekki afsláttarkort LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi fá að vita hvenær Krabba- meinsfélagið hætti að taka við afsláttarkortum frá Tryggingastofnun? Segist lesandi hafa getað notað þau þar áður. Eins varð lesandi hissa á því að vera spurður af hverju hann væri með afsláttarkort. Tapað/fundið Hjólið mitt er horfið! HJÓLIÐ mitt (rauðfjólu- blátt Pelican Diamond stelpuhjól með beinu stýri) hvarf föstudaginn 12. október frá Goðheim- um 2. Ef þú hefur séð það eða veist hvar það er, viltu þá láta mig vita í síma 553 1110. Kristín Lilja. Þrífótur í óskilum ÞRÍFÓTUR fannst í ná- grenni Reykjavíkur. Upp- lýsingar í síma 566-6041. Gullhringur fannst í Smáralind GULLHRINGUR fannst sl. laugardag í Smáralind. Upplýsingar í síma 483 4065 eða 863 2865. Dýrahald Páfagaukurí óskilum PÁFAGAUKUR fannst í Rimahverfi sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 588 7112 eða 865 7112. Herkúles er týndur HERKÚLES er svartur og hvítur fress, áberandi stór. Hann er ómerktur og ólarlaus og týndist í Norð- urmýrinni. Þeir sem hafa séð hann vinsamlegast láti vita í síma 697 8490. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í VELVAKANDA Morgunblaðsins 12. október spyr Íslendingur, búsettur í Danmörku, hvort einhverjir fróðir menn þekki ekki seinnipartinn við eftirfarandi rímþraut: Seint munu fyllast Són og Boðn, seint munu Danir vinna Hveðn … Undirritaður þekkir einn botn sem fer hér á eftir: Ekkert minnkar Ásgeirs loðn’ olíublettir sjást á Héðn’. Ekki er mér kunnugt um höfund en finnst sennilegt að kveðskapurinn sé frá fjórða áratug síðustu aldar. Þarna er fjallað um tvo stjórnmálamenn sem mjög komu við sögu á þeim tíma, Ás- geir Ásgeirsson, síðar forseta, og Héð- in Valdimarsson, sem var formaður Dagsbrúnar og róttækur sósíalisti samhliða því að vera forstjóri Olíu- verslunar Íslands. Hið síðasttalda er efalaust tilefni þeirrar umsagnar sem hann fær í vísupartinum. Á þessum tíma var stjórnmálabar- átta hérlendis mjög harðvítug og ekki spöruð stóryrðin. Ásgeir Ásgeirsson skar sig úr að því leyti að vera maður sátta og málamiðlunar. Þess vegna var honum brugðið um að vera loðinn í afstöðu sinni til manna og málefna og sú einkunn festist nokkuð við hann í umtali manna á milli. Þrátt fyrir umsögnina hér á undan hefi ég eina tillögu um höfund án þess að geta nokkuð fullyrt þar um. Sá er Bjarni Ásgeirsson, þingmaður Mýra- sýslu á þeim árum, lipur hagyrðingur og alls ekki gersneyddur kímnigáfu. Guðmundur Gunnarsson, Vanabyggð 17, Akureyri. „ …seint munu Danir vinna Hveðn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.