Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 61
Andrea Corr úr The Corrs FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 61 Hryllingshverfið (Terror Tract) Gamanmynd Leikstjóri: Lance W. Deesen. Handrit: Clint Hutchison. Aðalhlutverk: John Ritt- er. Bandaríkin, 2000. Bergvík. (97 mín.) Bönnuð innan 16 ára. HÉR er á ferðinni gamansöm hryllingsmynd sem skiptist í þrjár stuttar sögur innan rammafrá- sagnar, eins og löng hefð er reynd- ar fyrir. Rammafrásögnin í þetta skipti er tilraun heldur ógæfusams fasteignasala að selja ungum hjón- um fasteign. Sök- um heiðarleika og sterks vinnusið- ferðis finnur fast- eignasalinn sig knúinn til að segja hjónunum allan sannleikann um húsin sem þau eru að skoða. Og kem- ur þá í ljós að í fortíð allra fasteignanna búa held- ur óskemmtilegar sögur. Hinir væntanlegu kaupendur eru lítt hrifnir og eftir því sem áhugi þeirra dofnar breytist fram- koma fasteignasalans. Sögurnar sem hann segir eru allar gam- alkunnar úr hryllingshefðinni, ekki illa gerðar en koma vönum hryll- ingsaðdáendum vafalaust lítt á óvart. Þannig er Hryllingshverfið fremur skondin afþreying en hroll- vekjandi. Myndbönd Örvænting fasteigna- salans Heiða Jóhannsdóttir Blood Simple Spennumynd Leikstjórn Joel Coen. Aðalhlutverk Franc- es McDormand, John Getz, Dan Heydan, M. Emmet Walsh. (95 mín.) Bandaríkin 1984. Háskólabíó VHS. Bönnuð innan 16 ára. ÞESSI fyrsta mynd Coen- bræðra var tekin í gegn í fyrra, mynd og hljóð hreinsað upp og klippt betur til eftir höfði höfunda. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gæði þessarar kald- hæðnislegu rökkurmyndar. Hún olli einfaldlega þvílíkum straum- hvörfum í banda- rískri kvikmynda- gerð að leitun er að sambærilegu dæmi á síðustu tveimur áratug- um. Á þar ekki einvörðungu við áður óþekkt efnis- tök og ferskleika sem Coen-bræð- ur kynntu til sögunnar heldur einnig hversu mikil áhrif hún hafði á sjálfan iðnaðinn og þróun hans vestanhafs. Hún átti nefnilega stóran þátt í að gera kvikmynda- gerðarmönnum á tímum gengdar- lauss fjárausturs í Hollywood grein fyrir að það væri vel hægt að gera góða kvikmynd fyrir lítið fé og það án aðstoðar stóru kvik- myndaveranna. Þessi endurútgáfa er og kær- komin því að myndin er löngu orð- in illfáanleg á myndbandaleigum. Hreinsunarstarfið hefur og rennt enn frekari stoðum undir styrk myndarinnar og sýnir fram á að hún á enn fullt erindi við unnendur Coen-bræðra og góðra rökkur- krimma. Skarphéðinn Guðmundsson Blóði drifin snilld SÖNGKONA írska systkinakvartettsins The Corrs, Andrea Corr, hafnaði gullnu tækifæri á dögunum til þess að hasla sér völl í kvikmynda- leik. Henni var boðið að leika aðalkvenhlut- verkið í endurgerð á gömlu stórmyndinni hans Davids Leans, Dr. Zhivago, hlutverkið sem gerði Julie Christie að stjörnu á sjöunda ára- tugnum, og var þar meira að segja tekin fram yfir Kate Winslet. En eftir að hafa lesið handritið hafnaði Corr gylliboðinu kurteislega. Ástæðan er að henni þótti ástarsenur of nærgöngular og gat ekki hugsað sér að þurfa að fækka fötum framan við myndavélarnar. Corr er hins vegar ennþá æst í að fá stóra tækifærið í kvikmyndunum. Hún hefur þegar leikið lítil hlutverk í Evitu og The Commit- ments og vonast til að fá að sýna að henni sé treystandi til að fara með viðameiri hlutverk, hlutverk sem henni líður vel í, en stúlkan er líkt og systkini hennar kaþólikki af heilum hug. Hafnar Dr. Zhivago vegna nektaratriða Hin spéhrædda Andrea Corr baðar út öllum öngum. MEL C er orðin forfall- inn níðþungarokksunn- andi og segist ætla að leita þangað að inn- blæstri fyrir sína aðra sólóskífu. Síðan fyrsta platan, Northern Star, kom út hefur stúlkan fallið kylli- flöt fyrir níðþungarokk- sveitum á borð við Papa Roach, Alien Ant og Linkin Park og mun taka sér þær til fyrirmyndar í framtíðinni. „Ég er hel- tekin af öflugum gít- arhljómum þessa stund- ina þannig að plata númer tvö mun rokka.“ Mel C rokkar rokk Húðflúrið er komið svo að rokkið ætti að fylgja af sjálfu sér. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.