Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRN Björnsson vann verðskuldaðan sigur í A-flokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann var með eins vinnings for- ystu fyrir síðustu umferð og tryggði sér sigurinn með því að gera jafntefli við Jón Árna Hall- dórsson í 11. og síðustu umferð mótsins. Sigurbjörn er mikill bar- áttumaður og það hvarflaði ekki að honum að bjóða jafntefli snemma tafls gegn Jóni Árna til þess að freista þess að tryggja sér þannig sigurinn á mótinu. Þess í stað tefldi hann til vinnings, en sást yf- ir sterkan mótleik Jóns Árna eftir að hafa látið vafasamt peðsrán freista sín. Staðan varð mjög vand- tefld og tvísýn, en þegar farið var að saxast verulega á tíma Jóns Árna bauð Sigurbjörn honum jafn- tefli sem Jón Árni samþykkti. Sig- urbjörn hlaut 9 vinninga, vann átta skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði einungis einni skák. Þessi árangur Sigurbjörns þarf ekki að koma á óvart, enda er hann meðal okkar sterkustu skákmanna. Síðast þeg- ar hann tók þátt í Haustmótinu, fyrir tveimur árum, náði hann 2.-3. sæti og á Skákþingi Reykjavíkur í ár varð hann í 1.-2. sæti og fjölda annarra afreka mætti nefna. Einhver ánægjulegustu tíðindi Haustmótsins voru þátttaka Björns Þorsteinssonar í A-flokki og þá ekki síður góður árangur hans, en hann náði öðru sæti á mótinu með 8½ vinning og varð jafnframt skákmeistari TR. Þetta er í fimmta sinn sem Björn hamp- ar titlinum, en hann varð síðast skákmeistari TR árið 1974, auk þess sem hann sigraði 1960, 1961 og 1966. Vonandi verður þessi ár- angur Birni hvatning til enn frek- ari afreka. Það er aldrei að vita hvað gerist þegar hann er kominn í æfingu! Ingvar Jóhannesson varð í þriðja sæti á mótinu með 8 vinn- inga og kemur sá árangur að vissu leyti á óvart, a.m.k. þegar skákstig efstu manna eru skoðuð, en Ingvar er langstigalægstur þeirra skák- manna sem náðu efstu sætum. Á hinn bóginn hefur það ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með Ingvari að hann hefur sýnt skák- inni brennandi áhuga undanfarin misseri, auk þess að setja skemmtilegan svip á skáklífið hér á landi með ýmsum hætti. Haldi hann áfram á þessari braut má bú- ast við enn frekari framförum hjá honum á næstunni. Varðandi frammistöðu annarra þátttakenda þá vekur athygli góð frammistaða hins unga og efnilega skákmanns Dags Arngrímssonar. Dagur er í mikilli framför og stendur sig undantekningarlítið vel í þeim skákmótum sem hann tekur þátt í. Aftur á móti var Sæv- ar Bjarnason heillum horfinn í þessu móti og lenti í 6.-7. sæti, en er vanari því að verma eitt af verð- launasætunum á mótum, þannig varð hann t.d. í 1.-3. sæti á þessu móti í fyrra. Það má segja svipað um Sævar og Björn Þorsteinsson, að þeir eru ófáir ungu skákmenn- irnir sem hafa notið góðs af því að fá að glíma við þessa reynslumiklu skákmenn á ótal skákmótum. Þótt mikil áhersla sé lögð á ungu kyn- slóðina, þá má ekki gleyma því mikilvæga hlutverki sem eldri skákmennirnir gegna í skáklífinu hér á landi. Lokataðan í A-flokki: 1. Sigurbjörn Björnsson 9 v. 2. Björn Þorsteinsson 8½ v. 3. Ingvar Jóhannesson 8 v. 4. Arnar Gunnarsson 7 v. 5. Davíð Kjartansson 6½ v. 6.-7. Dagur Arngrímsson, Sævar Bjarna- son 5 v. 8. Jón Árni Halldórsson 4½ v. 9.-10. Júlíus Friðjónsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson 3½ v. 11. Guðni Stefán Pétursson 3 v. 12. Einar K. Einarsson 2½ v. Halldór Pálsson sigraði í B-flokki, hlaut 8 vinninga. Lokastaðan í B-flokki: 1. Halldór Pálsson 8 v. 2.-3. Jónas Jónasson, Guðmundur Kjart- ansson 7 v. 4.-5. Bjarni Magnússon, Ólafur Kjartans- son 6 v. 6.-8. Páll Gunnarsson, Halldór Garðars- son, Atli Antonsson 5½ v. 9. Kjartan Guðmundsson 5 v. 10.-12. Kristján Ö. Elíasson, Harpa Ing- ólfsdóttir, Valgarð Ingibergsson 3½ v. Í opna flokknum vakti athygli hversu vel stúlkurnar tvær í flokknum stóðu sig. Lokastaðan varð þessi: 1. Aldís Rún Lárusdóttir 10½ v. 2. Hilmar Þorsteinsson 9½ v. 3. Anna Björg Þorgrímsdóttir 8 v. 4. Sturla Þórðarson 7½ v. 5. Aron Ingi Óskarsson 7 v. 6.-8. Örn Stefánsson, Arnljótur Sigurðs- son, Arnar Sigurðsson 6 v. 9.-10. Atli Freyr Kristjánsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5½ v. 11.-16. Trausti Eiríksson, Skúli Mogen- sen, Andrés Kolbeinsson, Ólafur Evert, Ásgeir Mogensen, Hallgerður Þorsteins- dóttir 5 v. o.s.frv. Þátttakendur í opna flokknum voru 21. Íslandsmót skákfélaga um helgina Fyrstu fjórar umferðirnar á Ís- landsmóti skákfélaga verða tefldar um helgina. Keppnin í efstu deild- unum fer fram í Vestmannaeyjum. Helstu tíðindi varðandi keppnina eru mjög vaxandi þátttaka er- lendra stórmeistara í fyrstu deild, Jórvíkurflugsdeildinni. Sér í lagi vekur athygli að Hrókurinn (áður Grand-Rokk) mætir til leiks með 6 erlenda stórmeistara og einungis tvo titillausa Íslendinga, sem reka lestina á tveimur neðstu borðun- um. Miðað við liðsuppstillingu nú er Hrókurinn sigurstranglegastur, Taflfélagið Hellir er með næst- stigahæsta liðið og Taflfélag Reykjavíkur er í þriðja sæti. Það er því útlit fyrir sögulega og spennandi keppni. Skákmót á næstunni SÍ. 19.10. Íslandsm. skákfélaga SÍ. 23.10. Minnm. um Jóhann Þóri SA. 25.10. Hraðskákmót Sigurbjörn Björnsson sigraði á Haustmóti TR Daði Örn Jónsson SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r HAUSTMÓT TR 26.9.-17.10. 2001 SKÁK R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Héraðsmenn! Aðalfundur Átthagafélags Héraðsmanna- verður haldinn í Gerðubergi, sal E, mið- vikuaginn 24. október 2001 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. HÚSNÆÐI Í BOÐI Glæsileg íbúð í Smáranum Glæsileg 3ja herb. „penthouse“-íbúð til leigu við Smáralind. Fyrirframgreiðsla Upplýsingar í síma 861 2319. TIL SÖLU Veiðivörulager og innréttingar Til sölu er lager og innréttingar, þ.m.t. eld- traustur öryggisskápur/peningaskápur (ca 200x140x60 cm), þrotabús Veiði-sports ehf. á Akureyri. Frekari upplýsingar veitir skiptastjóri, Helgi Teitur Helgason hdl., Geislagötu 5, Akureyri, í síma 462 4606. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi fasteign í eigu dánarbús: Silfurtún (áður Hólahreppi), Sveitarfélaginu Skagafirði. Tilboð í ofangreinda eign sendist til skiptastjóra fyrir mánudaginn 29. október nk. kl. 12.00. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sig- urðardóttir, skiptastjóri, í síma 862 0414, fax 464 0403, netf. mms@isl.is . Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 23. október 2001 kl. 13—16 í porti bak við skrif- stofu vora í Borgartúni 7 og víðar: Sjá nánar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is . 1 stk. Land Rover Discovery 4x4 dísel 1997 3 stk. Land Rover Defender 4x4 dísel 1997—98 1 stk. Nissan Terrano II SGX    1 stk. Suzuki Baleno station   1 stk. Subaru Legacy Outback 4x4 bensín 1996 1 stk. Subaru Legacy Gl 4x4 bensín 1993 1 stk. Subaru Impreza            1 stk. Suzuki Vitara   1 stk. Ford Super Cab F-250 4x4  1 stk. Ford Econoline E-350   1 stk. Toyota Hi Lux (úrbræddur)   1 stk. Toyoya Hi Lux m/húsi   1 stk. Toyota Hi Lux     1 stk. Toyota Hi Ace   1 stk. Volkswagen Transporter    1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1993 1 stk. Mitsubishi L-200 (biluð vél)   2 stk. Ford Escort van 4x2 bensín 1996—97 1 stk. Renault Clio 4x2 bensín 1998 1 stk. Mercedes Benz 711D 4x2 dísel 1992 1 stk. Chevrolet 500 (ógangfær) 4x2 bensín 1989 1 stk. Ski Doo Skandic vélsleði bensín 1985 1 stk. snjóblásari m/ dráttarvélatengi 1991 Til sýnis hjá Vegagerðinni á Akureyri: 2 stk. plastbátar 10 manna, lengd 4,96 m - breidd 1,76 m - dýpt 0,76 1978 Til sýnis hjá bílaverkstæði Jóns G. Snorrasonar, Gránu- félagsgötu 47 á Akureyri: 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1991—92 1 stk. Lada Samara 4x2 bensín 1991 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. (ATH. Inngangur í port frá Steintúni). TILKYNNINGAR Auglýsing um skipulag í Kópavogi Hamraborg 7 — breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hamraborgar 7 auglýsist hér með í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja inndregna þakhæð á núverandi byggingu um 300 fm að flatarmáli. Ofangreind tillaga verður til sýnis á Bæjar- skipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9-16 alla virka daga frá 24. október til 21. nóvem- ber 2001. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 10. desember 2001. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Jarðgöng og vegur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á gerð jarðgangna og vegalagn- ingu á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eins og henni er lýst í matsskýrslu framkvæmd- araðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. nóvember 2001. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Pennavinir Viltu æfa tungumálakunnátt- una með bréfaskriftum? International Pen Friends. Sími 881 8181. FÉLAGSLÍF Sunnudagur 21. okt. Farið frá BSÍ kl. 10.30. Fjallasyrpa 10. ferð. Gengið á Þorbjörn og Hagafell. Fararstj.: Margrét Björnsdóttir. Verð kr. 1.500/ 1.700. Selatangar - fjölskyldu- ferð. Fjara og gamlar minjar. Fararstj. Anna Soffía Óskarsdótt- ir. Verð 1.500/1.700. Bað í Bláa lóninu í lok ferðar, ekki innifalið í verði. Munið heimasíðuna www.utivist.is . Sunnud. 21. okt. Blikdalur í Esju. Brottför frá BSÍ kl 10:30 með viðkomu í Mörkinni 6. Um 5 klst. ganga, nokkuð blautlent, en ekki mikil hæðaraukning. Farar- stjóri Ásgeir Pálsson. Verð 1400/ 1700 krónur. Skráið ykkur tíman- lega í hátíðaferðir F.Í., Þórs- mörk á aðventu, Landmanna- laugar um áramót. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.