Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRN Björnsson vann verðskuldaðan sigur í A-flokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann var með eins vinnings for- ystu fyrir síðustu umferð og tryggði sér sigurinn með því að gera jafntefli við Jón Árna Hall- dórsson í 11. og síðustu umferð mótsins. Sigurbjörn er mikill bar- áttumaður og það hvarflaði ekki að honum að bjóða jafntefli snemma tafls gegn Jóni Árna til þess að freista þess að tryggja sér þannig sigurinn á mótinu. Þess í stað tefldi hann til vinnings, en sást yf- ir sterkan mótleik Jóns Árna eftir að hafa látið vafasamt peðsrán freista sín. Staðan varð mjög vand- tefld og tvísýn, en þegar farið var að saxast verulega á tíma Jóns Árna bauð Sigurbjörn honum jafn- tefli sem Jón Árni samþykkti. Sig- urbjörn hlaut 9 vinninga, vann átta skákir, gerði tvö jafntefli og tapaði einungis einni skák. Þessi árangur Sigurbjörns þarf ekki að koma á óvart, enda er hann meðal okkar sterkustu skákmanna. Síðast þeg- ar hann tók þátt í Haustmótinu, fyrir tveimur árum, náði hann 2.-3. sæti og á Skákþingi Reykjavíkur í ár varð hann í 1.-2. sæti og fjölda annarra afreka mætti nefna. Einhver ánægjulegustu tíðindi Haustmótsins voru þátttaka Björns Þorsteinssonar í A-flokki og þá ekki síður góður árangur hans, en hann náði öðru sæti á mótinu með 8½ vinning og varð jafnframt skákmeistari TR. Þetta er í fimmta sinn sem Björn hamp- ar titlinum, en hann varð síðast skákmeistari TR árið 1974, auk þess sem hann sigraði 1960, 1961 og 1966. Vonandi verður þessi ár- angur Birni hvatning til enn frek- ari afreka. Það er aldrei að vita hvað gerist þegar hann er kominn í æfingu! Ingvar Jóhannesson varð í þriðja sæti á mótinu með 8 vinn- inga og kemur sá árangur að vissu leyti á óvart, a.m.k. þegar skákstig efstu manna eru skoðuð, en Ingvar er langstigalægstur þeirra skák- manna sem náðu efstu sætum. Á hinn bóginn hefur það ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með Ingvari að hann hefur sýnt skák- inni brennandi áhuga undanfarin misseri, auk þess að setja skemmtilegan svip á skáklífið hér á landi með ýmsum hætti. Haldi hann áfram á þessari braut má bú- ast við enn frekari framförum hjá honum á næstunni. Varðandi frammistöðu annarra þátttakenda þá vekur athygli góð frammistaða hins unga og efnilega skákmanns Dags Arngrímssonar. Dagur er í mikilli framför og stendur sig undantekningarlítið vel í þeim skákmótum sem hann tekur þátt í. Aftur á móti var Sæv- ar Bjarnason heillum horfinn í þessu móti og lenti í 6.-7. sæti, en er vanari því að verma eitt af verð- launasætunum á mótum, þannig varð hann t.d. í 1.-3. sæti á þessu móti í fyrra. Það má segja svipað um Sævar og Björn Þorsteinsson, að þeir eru ófáir ungu skákmenn- irnir sem hafa notið góðs af því að fá að glíma við þessa reynslumiklu skákmenn á ótal skákmótum. Þótt mikil áhersla sé lögð á ungu kyn- slóðina, þá má ekki gleyma því mikilvæga hlutverki sem eldri skákmennirnir gegna í skáklífinu hér á landi. Lokataðan í A-flokki: 1. Sigurbjörn Björnsson 9 v. 2. Björn Þorsteinsson 8½ v. 3. Ingvar Jóhannesson 8 v. 4. Arnar Gunnarsson 7 v. 5. Davíð Kjartansson 6½ v. 6.-7. Dagur Arngrímsson, Sævar Bjarna- son 5 v. 8. Jón Árni Halldórsson 4½ v. 9.-10. Júlíus Friðjónsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson 3½ v. 11. Guðni Stefán Pétursson 3 v. 12. Einar K. Einarsson 2½ v. Halldór Pálsson sigraði í B-flokki, hlaut 8 vinninga. Lokastaðan í B-flokki: 1. Halldór Pálsson 8 v. 2.-3. Jónas Jónasson, Guðmundur Kjart- ansson 7 v. 4.-5. Bjarni Magnússon, Ólafur Kjartans- son 6 v. 6.-8. Páll Gunnarsson, Halldór Garðars- son, Atli Antonsson 5½ v. 9. Kjartan Guðmundsson 5 v. 10.-12. Kristján Ö. Elíasson, Harpa Ing- ólfsdóttir, Valgarð Ingibergsson 3½ v. Í opna flokknum vakti athygli hversu vel stúlkurnar tvær í flokknum stóðu sig. Lokastaðan varð þessi: 1. Aldís Rún Lárusdóttir 10½ v. 2. Hilmar Þorsteinsson 9½ v. 3. Anna Björg Þorgrímsdóttir 8 v. 4. Sturla Þórðarson 7½ v. 5. Aron Ingi Óskarsson 7 v. 6.-8. Örn Stefánsson, Arnljótur Sigurðs- son, Arnar Sigurðsson 6 v. 9.-10. Atli Freyr Kristjánsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5½ v. 11.-16. Trausti Eiríksson, Skúli Mogen- sen, Andrés Kolbeinsson, Ólafur Evert, Ásgeir Mogensen, Hallgerður Þorsteins- dóttir 5 v. o.s.frv. Þátttakendur í opna flokknum voru 21. Íslandsmót skákfélaga um helgina Fyrstu fjórar umferðirnar á Ís- landsmóti skákfélaga verða tefldar um helgina. Keppnin í efstu deild- unum fer fram í Vestmannaeyjum. Helstu tíðindi varðandi keppnina eru mjög vaxandi þátttaka er- lendra stórmeistara í fyrstu deild, Jórvíkurflugsdeildinni. Sér í lagi vekur athygli að Hrókurinn (áður Grand-Rokk) mætir til leiks með 6 erlenda stórmeistara og einungis tvo titillausa Íslendinga, sem reka lestina á tveimur neðstu borðun- um. Miðað við liðsuppstillingu nú er Hrókurinn sigurstranglegastur, Taflfélagið Hellir er með næst- stigahæsta liðið og Taflfélag Reykjavíkur er í þriðja sæti. Það er því útlit fyrir sögulega og spennandi keppni. Skákmót á næstunni SÍ. 19.10. Íslandsm. skákfélaga SÍ. 23.10. Minnm. um Jóhann Þóri SA. 25.10. Hraðskákmót Sigurbjörn Björnsson sigraði á Haustmóti TR Daði Örn Jónsson SKÁK T a f l f é l a g R e y k j a v í k u r HAUSTMÓT TR 26.9.-17.10. 2001 SKÁK R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Héraðsmenn! Aðalfundur Átthagafélags Héraðsmanna- verður haldinn í Gerðubergi, sal E, mið- vikuaginn 24. október 2001 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. HÚSNÆÐI Í BOÐI Glæsileg íbúð í Smáranum Glæsileg 3ja herb. „penthouse“-íbúð til leigu við Smáralind. Fyrirframgreiðsla Upplýsingar í síma 861 2319. TIL SÖLU Veiðivörulager og innréttingar Til sölu er lager og innréttingar, þ.m.t. eld- traustur öryggisskápur/peningaskápur (ca 200x140x60 cm), þrotabús Veiði-sports ehf. á Akureyri. Frekari upplýsingar veitir skiptastjóri, Helgi Teitur Helgason hdl., Geislagötu 5, Akureyri, í síma 462 4606. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi fasteign í eigu dánarbús: Silfurtún (áður Hólahreppi), Sveitarfélaginu Skagafirði. Tilboð í ofangreinda eign sendist til skiptastjóra fyrir mánudaginn 29. október nk. kl. 12.00. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sig- urðardóttir, skiptastjóri, í síma 862 0414, fax 464 0403, netf. mms@isl.is . Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 23. október 2001 kl. 13—16 í porti bak við skrif- stofu vora í Borgartúni 7 og víðar: Sjá nánar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is . 1 stk. Land Rover Discovery 4x4 dísel 1997 3 stk. Land Rover Defender 4x4 dísel 1997—98 1 stk. Nissan Terrano II SGX    1 stk. Suzuki Baleno station   1 stk. Subaru Legacy Outback 4x4 bensín 1996 1 stk. Subaru Legacy Gl 4x4 bensín 1993 1 stk. Subaru Impreza            1 stk. Suzuki Vitara   1 stk. Ford Super Cab F-250 4x4  1 stk. Ford Econoline E-350   1 stk. Toyota Hi Lux (úrbræddur)   1 stk. Toyoya Hi Lux m/húsi   1 stk. Toyota Hi Lux     1 stk. Toyota Hi Ace   1 stk. Volkswagen Transporter    1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1993 1 stk. Mitsubishi L-200 (biluð vél)   2 stk. Ford Escort van 4x2 bensín 1996—97 1 stk. Renault Clio 4x2 bensín 1998 1 stk. Mercedes Benz 711D 4x2 dísel 1992 1 stk. Chevrolet 500 (ógangfær) 4x2 bensín 1989 1 stk. Ski Doo Skandic vélsleði bensín 1985 1 stk. snjóblásari m/ dráttarvélatengi 1991 Til sýnis hjá Vegagerðinni á Akureyri: 2 stk. plastbátar 10 manna, lengd 4,96 m - breidd 1,76 m - dýpt 0,76 1978 Til sýnis hjá bílaverkstæði Jóns G. Snorrasonar, Gránu- félagsgötu 47 á Akureyri: 2 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1991—92 1 stk. Lada Samara 4x2 bensín 1991 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. (ATH. Inngangur í port frá Steintúni). TILKYNNINGAR Auglýsing um skipulag í Kópavogi Hamraborg 7 — breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hamraborgar 7 auglýsist hér með í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja inndregna þakhæð á núverandi byggingu um 300 fm að flatarmáli. Ofangreind tillaga verður til sýnis á Bæjar- skipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9-16 alla virka daga frá 24. október til 21. nóvem- ber 2001. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 10. desember 2001. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Jarðgöng og vegur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á gerð jarðgangna og vegalagn- ingu á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eins og henni er lýst í matsskýrslu framkvæmd- araðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 21. nóvember 2001. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Pennavinir Viltu æfa tungumálakunnátt- una með bréfaskriftum? International Pen Friends. Sími 881 8181. FÉLAGSLÍF Sunnudagur 21. okt. Farið frá BSÍ kl. 10.30. Fjallasyrpa 10. ferð. Gengið á Þorbjörn og Hagafell. Fararstj.: Margrét Björnsdóttir. Verð kr. 1.500/ 1.700. Selatangar - fjölskyldu- ferð. Fjara og gamlar minjar. Fararstj. Anna Soffía Óskarsdótt- ir. Verð 1.500/1.700. Bað í Bláa lóninu í lok ferðar, ekki innifalið í verði. Munið heimasíðuna www.utivist.is . Sunnud. 21. okt. Blikdalur í Esju. Brottför frá BSÍ kl 10:30 með viðkomu í Mörkinni 6. Um 5 klst. ganga, nokkuð blautlent, en ekki mikil hæðaraukning. Farar- stjóri Ásgeir Pálsson. Verð 1400/ 1700 krónur. Skráið ykkur tíman- lega í hátíðaferðir F.Í., Þórs- mörk á aðventu, Landmanna- laugar um áramót. FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.