Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 35 Á ÁRSFUNDI Trygginga-stofnunar í gær sagði JónKristjánsson heilbrigðis-ráðherra að með einka- tryggingum væri verið að leggja grunninn að tvískiptu kerfi, að fyrstu og annarri deild í heilbrigð- isþjónustunni. Jón sagði að rúmlega helmingur þeirra sem lentu á spítala og rúmlega helmingur þeirra sem nú leita til einkalæknastofa væru aldr- aðir, öryrkjar og börn. „Halda menn að tryggingafélögin séu áfjáð í að tryggja þessa hópa? Það held ég ekki,“ sagði Jón. Ráðherrann sagði að á milli 70 og 90% þeirra sem væru á of löngum biðlista eftir mjaðma- og hnéskipta- aðgerðum væru á aldrinum 60 til 90 ára en fólk í þeim aldurshópum get- ur ekki keypt sér einkatryggingar í nágrannalöndunum. „Allar erfiðustu og þyngstu að- gerðirnar, öll dýru lyfin, endurhæf- ingin, hin erfiðu og langvinnu veik- indi, sem oft eru samfara slæmri félagslegri stöðu – halda menn að tryggingafélögin muni koma sterk inn gagnvart þeim hópum sem þjást af svona sjúkdómum? Ég dreg það í efa af því að ég hef fyrir mér dæmin erlendis frá. Tryggingafélögin í ná- grannalöndunum bjóða ekki upp á heilsutryggingar fyrir þá sem eru 65 ára og eldri svo dæmi sé tekið, en er það ekki einmitt sá aldurshópur sem hefur hvað mesta þörf fyrir heil- brigðisþjónustu? Ég veit ekki betur. Tryggingar eru í þessu sambandi bara „bissniss“ og því miður sýnist mér sumt í einkarekstri samfélags- þjónustunnar snúast um það sem kallað er á fagmálinu „cream- skimming“, eða það sem á íslensku heitir, að fleyta rjómann af ein- hverju,“ sagði Jón. Heilbrigðisráðherra sagði að ým- islegt benti til þess í augnablikinu að flokkspólitískar átakalínur væru að færast yfir í velferðar- og heilbrigð- ismál. Jón sagðist þó halda að þetta væru tímabundnar hræringar vegna þess að þegar grannt væru skoðaðir almannahagsmunir og einkahags- munir þá teldi hann að áfram muni ríkja breið sátt um þann siðferðilega grundvöll sem velferðar- og heil- brigðiskerfið hvíldi á: Að þeir njóti forgangs sem mesta þörf hafi fyrir þjónustuna og að félagsleg staða manns ráði því ekki hvort viðkom- andi eigi kost á þjónustunni eða ekki. Biðlistar verði tæki til forgangsröðunar Jón beindi næst athygli fundar- gesta að biðlistum í heilbrigðiskerf- inu og hvatti til þess að biðlistar yrðu samræmdir og þeir þannig úr garði gerðir að þeir gætu orðið tæki heil- brigðisyfirvalda til forgangsröðun- ar. Ráðherra sagði að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið hefði sett fram skýr markmið í þessum efnum hefði enn lítið þokast. Jón benti á að ef menn notuðu bið- lista sem röksemdir fyrir einkavæð- ingu, þá væri líka hægt að tefla að- gerðafjölda á hverja 100 íbúa sem rökum fyrir þeirri vönduðu og um- fangsmiklu almennu opinberu þjón- ustu sem veitt er. „Einkarekstur er talsverður í heilbrigðisþjónustunni og víða hafa menn þróað prýðilegar lausnir undir merkjum einkarekstrar og skila á því sviði góðu verki. Enginn skyldi þó skilja orð mín svo að ég vildi gera einhverjar grundvallarbreytingar á því kerfi, sem við höfum þróað hér á Íslandi. Og ég get sagt það líka að ég útiloka ekkert í þessum efnum, svo lengi sem starfsemin byggist á þeim siðferðilegu áherslum sem ég gerði að umtalsefni hér á undan, og svo lengi sem rétturinn til heilbrigðis- þjónustu er almennur. Ég leggst hins vegar gegn deildaskiptri vel- ferðarþjónustu almennt og heil- brigðisþjónustu sérstaklega,“ sagði Jón Kristjánsson. Biðlistar dýrir heilbrigðiskerfinu Aðalumræðuefni Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, sneri að biðlistum í þjóðfélaginu og hvort einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins væri tál- sýn eða töfralausn. Karl Steinar sagði í ávarpi sínu að margir teldu skort á fjármagni ráða því að biðlistar mynduðust frekar en skortur á rými og starfsfólki eins og talið væri helsta rót biðlista á hinum Norðurlöndunum. Hann sagði starfsmenn Trygg- ingastofnunar oft telja sig verða vara við áhrif biðlista á verkefni sín og á fjárhag stofnunarinnar. „Al- mennt þýðir biðlisti að sjúklingar bíða heima og nýta bráðabirgðaúr- ræði á kostnað Tryggingastofnunar og eigin kostnað. Þessi bráðabirgða- úrræði felast í lyfjakostnaði og kostnaði við verktakagreiðslur lækna. Það hlýtur líka að vera um- hugsunarefni hve margir sjúklingar þjást við þessar aðstæður,“ sagði Karl Steinar og benti á að ef það væri bið eftir þjónustu í heilsugæslu þá sýndi það sig að fólkinu væri beint að kvöld- og helgarþjónustu sérfræðilækna sem sinntu þá meira og minna heimilislæknaþjónustu á verktakataxta en Tryggingastofnun greiddi þá þjónustu sem veitt væri eftir venjulegan vinnutíma. Karl Steinar sagði að biðlistarnir væru sovéskt fyrirbrigði og finna þyrfti leiðir án fordóma til úrbóta fyrir fólkið í landinu. Hann bætti við að hjá sjúkrahúsum væru biðlistar sem kæmu niður á sjúku fólki sem ella gæti verið úti í atvinnulífinu en það væri augljóst að ef of seint væri gripið inn í sjúkdóm kostaði með- ferðin margfalt meira fé. Endurhæf- ing yrði einnig erfiðari og kostnaðar- samari og hann teldi áreiðanlegt að þess væru dæmi að fólk hefði lent á örorkubótum vegna þess að það hefði ekki fengið tilhlýðilega með- höndlun á eðlilegum tíma. Sparnaður í dag getur jafngilt auknum útgjöldum síðar „Við getum ekki treyst því að markaðurinn finni bestu lausn, nema sá sem þiggur þjónustuna meti saman gæði og verð, og að sá sem býður fram þjónustuna vegi saman kostnað og gæði. Báðir aðilar þurfa að eygja hagnaðarvon af ábatasömum viðskiptum. Þetta þýð- ir þó ekki að einkaframtakið og markaðskraftarnir eigi ekkert er- indi inn í rekstur velferðarþjónustu og almannatryggingar. Við eigum að leita allra leiða til að bæta gæði al- mannatrygginga og skoða allar leið- ir til árangurs,“ sagði Karl Steinar. Hann lagði áherslu á að aldrei mætti missa sjónar á því markmiði en markmiðið mætti hins vegar aldr- ei verða að markaðsvæða. „Mark- miðið verður að vera að tryggja há- marksárangur fyrir viðráðanlegt verð og hér er ekki nóg að líta til skamms tíma. Verð og gæði þarf að vega saman í víðara samhengi, því við þekkjum það öll að sparnaður í dag getur þýtt stórkostleg útgjöld í framtíðinni. Á sama hátt geta út- gjöld í dag þýtt sparnað í framtíð- inni.“ Bolli Héðinsson, formaður trygg- ingaráðs, talaði einnig um kosti og galla einkavæðingar í sambandi við biðlista. Hann sagði staðreyndina vera þá að margt af því sem nú væri gert innan sjúkrahúsa mætti allt eins gera utan þeirra og öfugt. „En hvað ræður því hvaða aðgerðir og meðhöndlun sjúklinga fer fram? Er þar horft til þess að aðgerðir séu framkvæmdar þar sem þær eru ódýrastar þannig að sem flestir fái notið? – Eða eru helberar tilviljanir látnar ráða? Aðeins þannig að leitað sé ódýrustu leiða eru líkindi til að biðlistar styttist, fleiri aðgerðir séu gerðar, enda annað ekki forsvaran- legt en að einskis sé látið ófreistað til að fá sem mest fyrir þá takmörkuðu fjármuni sem eru til ráðstöfunar,“ sagði Bolli. Hann sagði að vegna tvískiptingar á formi greiðslu frá ríkinu þá yrði misbrestur á að sú regla væri í heiðri höfð, að reynt væri að fá sem mest fyrir peningana, óháð því hvar þjón- ustan væri veitt eða hver veitti hana. Bolli sagði að einföldustu og skjót- ustu viðbrögð við þessu væru að heimila Tryggingastofnun að semja einnig við spítala um þau læknisverk og aðgerðir sem Tryggingastofnun er aðeins heimilt nú að semja um við sérfræðilækna utan sjúkrahúsanna. Heilbrigðisráðherra á ársfundi Tryggingastofnunar Leggst gegn einkatryggingum í heilbrigðiskerfi Morgunblaðið/Þorkell Einkavæðing heilbrigðiskerfisins og biðlistar sjúkrahúsa voru helstu umræðuefni á ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins í gær. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sagði á ársfundi Trygginga- stofnunar í gær að ekki kæmi til greina að láta einstaklinga kaupa sér svonefndar einkatrygg- ingar, eins og hægt er í ýmsum öðrum löndum, sem standi síðan undir hluta kostnaðar við að- gerðir á einkaspítala eða einkastofum. æri, í um-si mál og ttra borg- jónarmiði mi, ef það væri hlut- uðu þjóð- Þessum sætisráð- þau ein- viðfelldin. Það er m.ö.o. orðið óviðfelldið að hafa áhyggjur af hernaðaraðgerð- um í Afganistan og lífi óbreyttra borgara þar.“ Ekki heilbrigðisráðuneytið Steingrímur kom í ræðu sinni einnig inn á efnahagsmálin og sagði m.a. að „skattapakki ríkis- stjórnarinnar,“ eins og hann orðaði það væri í samræmi við það að við völd sæti hægri stjórn. „Skatta- pakki ríkisstjórnarinnar er eins og við mátti búast í ljósi þess að við völd situr hægri stjórn og leggur þ.a.l. áherslu á að lækka skatta á hátekjufólki, eignamönnum og gróðafyrirtækjum. Hin almennu skattleysismörk, sem hvergi nærri hafa fylgt þróun verðlags og þaðan af síður launa undanfarin ár og ekki á að hrófla við samkvæmt skattapakkanum, liggja hins vegar svo neðarlega að meira að segja elli- og örorkulífeyrisþegar á há- marksbótum borga umtalsverðan skatt.“ Steingrímur kom einnig inn á byggðamál og sagði að staðreyndin væri sú að stjórnarstefnan undan- farin ár hefði með sinni „einkavæð- ingu og stórskertri samfélagsþjón- ustu“ leikið landsbyggðina mjög illa. „Hagstjórnarmistök og gríð- arleg þensla hér á suðvesturhorn- inu á einnig sinn þátt í því hversu þungur fólksstraumurinn af lands- byggðinni hefur verið undanfarin ár. Það er fjölbreytni sem er lyk- ilorðið, fjölbreytni í sömu víðtæku merkingu og við notum hér á fund- inum.“ Síðar sagði Steingrímur að áform ríkisstjórnarinnar um „eitt stykki álver“ gætu aldrei orðið inn- legg til lausnar í hinum almenna atvinnu- og byggðavanda. Því næst fjallaði Steingrímur um tillögur „hins svokallaða meirihluta endurskoðunarnefndar sjávarút- vegsráðherra“, eins og hann komst að orði. „Það er öllum ljóst að því fer fjarri að um þær niðurstöður geti skapast nokkur sátt og í reynd þýða þær ef ríkisstjórnin ætlar að keyra þær í gegn að menn eru aft- ur á byrjunarreit ef ekki verr staddir. Stjórnarandstaðan hefur nú sameinast um tillögu, eins kon- ar lokatilraun til að taka stjórn- arflokkana á orðinu sem lofuðu sáttagjörð um þessi mál fyrir síð- ustu kosningar. Þeir hafa síðan þvælt málinu áfram og virðast nú vera að safna í sig kjarki til að lög- festa til frambúðar óbreytt og jafn- vel verra en óbreytt kerfi í skjóli málamyndagjaldtöku.“ Gangi bjartsýnir til verka Undir lok ræðu sinnar sagði Steingrímur að Vinstrihreyfingin – grænt framboð bæri fram skýran valkost við stefnu núverandi rík- isstjórnar. „Ég hef stundum hugs- að um það einmitt undanfarnar vikur hvernig staðan væri í um- fjöllun um t.d. atburði á sviði utan- ríkismála, skattamála, umhverfis- mála o.s.frv. ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð væri ekki til staðar nú í íslenskum stjórnmálum.“ Síð- ar sagði hann: „Og ég segi fyrir sjálfan mig og ég veit að ég tala þar fyrir munn margra og ekki bara okkar sem hér erum saman komin heldur þúsunda og tugþús- unda úti í þjóðfélaginu, guði sé lof fyrir það, að Vinstrihreyfingin – grænt framboð er þó til og tryggir þá breidd í umfjöllun um mál sem raun ber vitni.“ ræns framboðs haldinn um helgina reyting- málanna Morgunblaðið/Kristinn ihreyfingarinnar – græns framboðs. r fram- lífi og nýjan að stefnu atvinnu- á móti g þing- vera á ldi það okkinn að tvinnu- var við fyndist rlandi n ætti að m flutning i. Rás 2 töðin í standa álum. Reykja- hvað og í landsmálapólitíkinni að þar þyrfti flokkurinn að setja upp alveg klár stefnumið, sem hann stæði og félli með, alveg burtséð frá því hvort flokkurinn færi fram með R- listanum eða sér. Málefnin ættu að ráða. Þá væri ekki hægt að ganga til liðs við þann R-lista sem nú væri starfandi í Reykjavíkurborg. Það yrði að breyta samsetningu hans. Sá sem væri með þessa nefnd í dag yrði með aðra á morgun og svo öf- ugt. Sigurgeir Jónsson, Reykjanesi, sagði að VG væri eini flokkurinn sem væri vinstriflokkur í dag. Það væri enginn annar kostur fyrir vinstrimenn. Hann gerði síðan byggðamálin að umtalsefni og sagði að landsbyggðin virtist stundum vilja gleyma sjálfri sér. Ef fyrningarleið væri farin í sjávar- útvegi væri hann þeirrar skoðunar að allar aflaheimildirnar myndu enda sitt hvorum megin við Sel- tjarnarnesið. Þar væri stærsti og verðmætasti fiskurinn og fjármagn til að komast yfir aflaheimildirnar. Björk Vilhelmsdóttir, Reykjavík, sagði að flokkurinn yrði að vera trúverðugur og öflugur málsvari í velferðarmálum. Það væru gríð- arlegar andstæður í efnahags- legum aðstæðum fólks hér innan- lands og milli þjóða og það þyrfti að rétta þann halla af. Birna Þórðardóttir, Reykjavík, sagði að aðalstyrkur VG væri að hægt væri að treysta því sem flokkurinn segði og sagðist skoða sveitarstjórnarkosningarnar fram- undan í því ljósi og meta þá kosti sem væru fyrir hendi hér í Reykja- vík. Sér fyndist framsóknar- og kratasængin ekkert aðlaðandi. Hún gæti að minnsta kosti ekki séð hana í augnablikinu sem vænlegan kost. iginlegt framboð utan það í hug að m ég er di ekki ig ef ð á prenti eðveik kki enn tæðu eða gja hon- er ekki meina l alltaf að m okkar n svo kert í hug o að því gum er alltaf eðveiki, gjast með að láta eðveik, ví mestu mér, allt í m bróður sinn en má ég ekki skrifa um mig, svona einlægt og blátt áfram og spilin á borðið, er ég ekki systir mín, enginn skrifar um mig nema ég, að skrifa um einhvern er að hugsa um hann, átta sig á mál- unum, láta hlutina skýrast, ég er alltaf að gæta þess að fara ekki í maníu, eðlilegt, en ég passa það rosalega vel, alveg rosalega, þetta er banvænn sjúkdómur en mér finnst ég samt hugsa of mikið um þetta...“ Síðar sagði hún.: „Kannski fæddist ég svona og það er dásam- legt að því leyti að það hefur kennt mér hvers konar baráttuvilji býr í mér, hvað ég á góða að, það kennir mér á heilbrigða partinn í mér, það kennir mér um það sem er heilbrigt í mér því það er þessi heilbrigði partur sem ég stóla á og gaman er að kynnast honum, hann er uppáfinningasamur, varkár, djarfur, óþekkur, fyndinn, trúað- ur...“ mig nema ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.