Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 22
KRISTINN Þ. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Goða frá síðasta ári, mun taka við starfi framkvæmda- stjóra Skjás eins um næstu mán- aðamót. Kristján Ra. Kristjánsson, einn af stofnendum Skjás eins, læt- ur þá af störfum fjármálastjóra en mun sitja í stjórn Íslenska sjón- varpsfélagsins sem rekur Skjá einn. Þetta var ákveðið á hluthafafundi í Íslenska sjónvarpsfélaginu í gær. Þar komu saman gamlir hluthaf- ar og þeir nýju hluthafar sem komu að 200 milljóna króna endurfjár- mögnun Íslenska sjónvarpsfélags- ins og tilkynnt var um fyrir viku. Á Breytingar hjá Skjá einum Kristján Ra. í erlend verkefni og Kristinn Geirsson verður framkvæmdastjóri fundinum var einnig samþykkt að fjölga stjórnarmönnum úr þremur í fimm og í kjölfarið voru eftirtaldir kjörnir í stjórn: Gunnar Jóhann Birgisson hrl. verður stjórnarfor- maður, Jón Pálmason, Björgólfur Guðmundsson og Hjörtur Nielsen, auk Kristjáns Ra. Varamenn voru kjörnir Páll Kr. Pálsson og Örn Valdimarsson. Kristján Ra. segir um starfslok sín: „Nú er endurfjármögnun fé- lagsins lokið og nýir og sterkir fjár- festar búnir að bætast í hópinn. Á þeim tímapunkti tel ég að búið sé tryggja framtíð félagsins og hlut- verki mínu því lokið á því sviði sem það hefur legið. Mín bíða spennandi verkefni á erlendri grundu sem þróast hafa hratt upp á síðkastið og því er tímabært að snúa sér að þeim fljótlega.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján ótímabært að greina nánar frá erlendu verkefnunum. Kristinn Þ. Geirsson verður framkvæmdastjóri og mun starfa við hlið Árna Þórs Vigfússonar, sjónvarpsstjóra Skjás eins. Í sam- tali við Morgunblaðið segir Kristinn starfið leggjast vel í sig og að ráðningin hafi átt sér töluverðan aðdrag- anda. Aðspurður seg- ist hann þeirrar skoð- unar að framtíð Skjás eins hafi verið tryggð með 200 milljóna króna endurfjármögn- uninni sem tilkynnt var um síðustu helgi. „Fyrirtækið hefur ver- ið í miklum vexti. Ég mun reyna að festa í sessi þann árangur sem félagið hefur náð og koma á stöðug- leika,“ segir Kristinn. Kristinn Þ. Geirsson lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MBA prófi frá Whar- ton Business School í Bandaríkj- unum árið 1995. Hann starfaði hjá Samskip hf. 1989-2000, síðast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs 1996-2000. Kristinn hefur verið framkvæmdastjóri Goða hf. frá árinu 2000. Kristinn er kvæntur Thelmu Víglundsdóttur og eiga þau tvær dætur. Kristinn Þ. Geirsson Kristján Ra. Kristjánsson VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Norður- landabúar drekka meira kók SALA á kóki í Danmörku jókst um 5,9% á þriðja fjórðungi ársins sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Markaðshlutdeild Coca Cola er þar með komin í 36,5% á gosdrykkja- markaðinum í Danmörku. Þorsteinn Jónsson, forstjóri Vífilfells, segir að hér á Íslandi hafi einnig verið um söluaukningu að ræða á milli ára. Vöxturinn sé þó heldur minni en í fyrra en menn séu engu að síður sáttir við árangurinn og hafi ekki undan neinu að kvarta. Þorsteinn segir að staða kóks sé miklum mun sterkari á Íslandi en í Danmörku, þar sé mikið um sérstök kólamerki auk þess sem töluvert sé um að menn flytji inn drykki frá Þýska- landi. Aukin sala Coca Cola í Danmörku skiptir Carlsberg Breweries máli en með sameiningunni við byggingasvið Orkla tók Carlsberg við rekstri Coca Cola í Danmörku og Finnlandi. Carlsberg varð hins vegar að láta af hendi markaðina í Noregi, Svíþjóð og Íslandi til þess að fá samrunann samþykktan. Sala á kóki í Finnlandi, mæld í seldum einingum, jókst um 2,3% á þriðja ársfjórðungi, um 5,4% í Nor- egi og 10,4% í Svíþjóð. Á heimsvísu hefur sala Coca Cola aukist um ríf- lega 4% milli tímabila þannig að Norðurlandabúar eru greinilega að herða sig í kókdrykkju umfram aðr- ar þjóðir. VERÐBRÉFASTOFAN hf. metur Íslandssíma hf. á um 5,1 milljarð og gengi hlutabréfanna samkvæmt því um 5,22. Lokagengi hlutabréfa Ís- landssíma á Verðbréfaþingi Íslands í gær var 2,80. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Verðbréfastofunnar um samkeppnisaðstæður á íslensk- um fjarskiptamarkaði. Þar býst Verðbréfastofan jafnframt við að Ís- landssími eigi að geta gengið talsvert á markaðshlutdeild Landssímans. Við verðmatið var stuðst við 19% ávöxtunarkröfu við núvirðingu á framtíðartekjustraumum, að því er fram kemur í skýrslu Verðbréfastof- unnar. „...áætlanir [Íslandssíma] og væntingar gera ráð fyrir miklum og hröðum vexti og framtíðarhagnaði, sem eðli máls samkvæmt getur verið mikil óvissa um. Ávöxtunarkrafa hlutafjár verður því mjög há,“ segir í skýrslunni. Í áætlun Verðbréfastofunnar er farið eftir væntingum um veltuaukn- ingu og framlegð á árunum 2002 til 2005 að mestu leyti. Tekið er tillit til þess að forsvarsmenn Íslandssíma gera ráð fyrir að heildartekjur fé- lagsins á árinu 2001 verði um 10% undir áætlunum. Verðbréfastofan gerir einnig ráð fyrir töluvert hærra fjárfestingahlutfalli eða 14%, en áætlanir félagsins ganga út frá, m.t.t. þess hvað önnur sambærileg félög áætla í fjárfestingaþörf. Verðbréfastofan bendir á nokkra óvissuþætti, m.a. að um það hvernig félaginu muni takast að ná fótfestu í sölu á virðisaukandi þjónustu í far- símakerfinu ríki óvissa. Einnig sé framvinda þriðju kynslóðar farsíma háð mikilli óvissu. Gert ráð fyrir 13% árlegum með- alvexti fjarskiptamarkaðarins Verðbréfastofan býst við að Ís- landssími eigi að geta gengið talsvert á markaðshlutdeild Landssímans, þar sem Íslandssími sé eina fyrir- tækið fyrir utan Landssímann sem býður upp á alhliða símaþjónustu. Áætlanir Íslandssíma gera ráð fyrir 8% markaðshlutdeild á árinu 2001 og 20% í árslok 2005. Í meðfylgjandi töflu má sjá spá Verðbréfastofunnar um markaðshlutdeild íslensku fjarskiptafyrirtækjanna til ársins 2005. Árlegur meðalvöxtur á íslenskum fjarskiptamarkaði verður um 13% á næstu fimm árum, að mati Verð- bréfastofunnar. Árleg meðalaukning á símamarkaði innanlands hefur ver- ið 15% undanfarin fimm ár en heldur meiri síðustu tvö ár. „Varasamt er að gera ráð fyrir sömu aukningu í fjar- skiptaþjónustu og verið hefur und- anfarin ár...“ og „..ólíklegt [er] að veruleg aukning verði fyrr en þriðja kynslóð farsíma lítur dagsins ljós,“ segir í mati Verðbréfastofunnar. Verðbréfastofan telur markaðsvirði Íslandssíma 5,1 milljarð og hæfilegt gengi 5,22 Markaðshlut- deild Íslands- síma vaxandi                                       HAGNAÐUR Línu.Nets fyrir af- skriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) nam 115 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en í heild varð 151 milljónar króna tap af tímabilinu. Eiríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Nets, segir rekstur fé- lagsins í heild samkvæmt áætlunum, utan fjármagnsliði þar sem gengis- felling íslensku krónunnar vegur þungt. „Tekjurnar í heild eru að þróast eins og við bjuggumst við. Vöxturinn er verulegur í gagna- flutningstekjum, sem er í samræmi við áætlanir okkar og mánaðarlegu þjónustutekjurnar tvöfölduðust frá fyrri ársfjórðungi. Það má segja að við höfum náð ákveðnum tímapunkti í rekstrinum því að fastar mánaðartekjur eru nú orðnar hærri en rekstrargjöld.“ Rekstrartekjur Línu.Nets á fyrstu þremur ársfjórðungunum voru 453 milljónir króna, þar af er um helmingur vegna mánaðarlegra þjónustugjalda, og rekstrargjöld án afskrifta námu 338 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam því 115 milljónum króna. Afskriftir félagsins voru 144 millj- ónir króna og fjármagnsgjöld námu 232 milljónum króna, sem Eiríkur segir fyrst og fremst skýrast af gengisfellingu krónunnar í sumar. Reiknuð tekjuskattsinneign, sem nemur 49 milljónum króna, er tekju- færð. Tilgangur Línu.Nets tvíþættur Aðrar tekjur, umfram 453 millj- óna króna rekstrartekjur félagsins, segir hann samanstanda annars veg- ar af söluhagnaði af hlutabréfum í Tetralínu og hins vegar af gjald- færðri viðskiptavild vegna Lands- nets. „Söluhagnaður Tetralínu til Orkuveitu Reykjavíkur var veruleg- ur enda hafði Tetralína verið afskrif- uð að fullu úr bókum Línu.Nets á síðasta ári.“ Viðskiptavild sem gjald- færð er að fullu vegna Landsnets nemur um 80 milljónum króna en Eiríkur segir það samkvæmt stefnu félagsins að vera ekki með umtals- verða viðskiptavild eignfærða í bók- um félagsins. Samtals nema aðrar tekjur félagsins 61 milljón króna á tímabilinu og tap tímabilsins nemur 151 milljón króna. Ákveðið hefur verið að gefa ekki upp stöðu á efna- hagsreikningi félagsins utan eigin- fjárhlutfallið sem er 25%. Eiríkur segir að tilgangur fyrir- tækisins hafi verið tvískiptur. Ann- ars vegar að auka gagnsemi fyrir- tækja og einstaklinga af upplýsingatækninni. Hins vegar að skila eigendunum nægilegri arðsemi af þessari fjárfestingu. Um hið fyrra segir hann að töluverður árangur hafi náðst enda hafi verð á gagna- flutningum verið á hraðri niðurleið. „Það hefur að meðaltali verið u.þ.b. 40% lækkun á gagnaflutningsgjöld- um og meira að segja er Landssími Íslands farinn að reka gagnaflutn- ingskerfi sitt með töluverðu tapi þar sem þeir hafa þurft að fylgja þessu eftir.“ Um hinn þáttinn segir hann að þar sé um langtímamarkmið að ræða sem tekur mið af líftíma gagnaflutningskerfanna. „Það er hægt að líkja þessu kerfi við hita- veitukerfi eða annað veitukerfi þar sem gert er ráð fyrir langtímafjár- festingu sem skilar sér á mjög löngum tíma og ekkert bendir til annars en að það gangi eftir.“ Eiríkur segir að uppbyggingu fjarskiptakerfa félagsins sé lokið og ljósleiðarakerfið nái nú um allt höf- uðborgarsvæðið auk helstu þétt- býlisstaða á Suðurlandi. Heildar- kostnaðinn af uppbyggingu kerfisins segir hann nú vera rúmlega 2 millj- arða króna en stærstur hluti þess kostnaðar liggi í ljósleiðarakerfinu og svokölluðu IP-Borgarneti sem sett hefur verið upp á ljósleiðaranet- ið oghægt er að tengjast með ljós- leiðaratengingu, örbylgjutengingu og í gegnum rafmagnslínur á ákveðnum svæðum í borginni. Yfir IP-Borgarnetið býður Lína.Net að- gang að internetgátt og símaþjón- ustu,“ að sögn Eiríks. „Við veitum einungis grunnþjónustu yfir gagna- flutningsnet og stefnum ekki að því að fara ofar í þjónustukeðjuna. Starfsmenn Línu.Net eru einungis 18 talsins en meginhluta daglegs reksturs er úthýst (e. outsource) til annarra aðila.“ Tap Línu.Nets 151 milljón fyrstu níu mánuði ársins Reksturinn í heild í samræmi við áætlanir Morgunblaðið/Ásdís Eiríkur Bragason framkvæmda- stjóri Línu.Nets.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.