Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 31 Lagersala á Laugavegi 67 17. okt.–17. nóv. 2001 Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Pils Toppar Skór Í LIÐINNI viku afhenti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, fulltrúum 20 háskóla í Ont- ario, bókasafna og skólanefnda bóka- pakka með Íslendingasögunum að gjöf í móttöku á vegum Íslensk-kan- adíska félagsins í Toronto. Winnipeg- háskóli og borgarbókasafnið í Calg- ary fengu sams konar bókapakka að gjöf um svipað leyti og sömu sögu er að segja af bókasafninu í Riverton í Manitoba. Í fyrra voru 1.000 ár liðin frá því að Leifur Eiríksson kom til Ameríku og af því tilefni gaf ríkisstjórn Íslands, fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, Kanadamönnum 500 bókapakka með Íslendingasögunum í enskri þýð- ingu. Íslensk fyrirtæki og stofnanir lögðu sitt af mörkum en bókaútgáfan Leifur Eiríksson gaf bækurnar út. Bækurnar í báðum háskólunum í Winnipeg Dreifing gjafanna hófst í febrúar sem leið og fékk Manitoba-háskóli í Winnipeg fyrsta pakkann en 11. október sl. fékk Winnipeg-háskóli sams konar fimm bóka gjöf þegar Neil Bardal, kjörræðismaður Ís- lands í Manitoba, og Eiður Guðna- son, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, heimsóttu skólann og af- hentu bækurnar en Eiður afhenti Sigrid Palsson bókaverði sams konar pakka í Riverton um helgina. Const- ance Rooke, prófessor í ensku og rektor Winnipeg-háskóla, tók við gjöfinni fyrir hönd háskólans en þess má geta að árin 1901 til 1926 var ís- lenska kennd við Wesley College sem síðar varð Winnipeg-háskóli. Rooke þakkaði góða gjöf en um 7.000 nem- endur eru við skólann og hafa þeir sem og allt starfsfólk aðgang að bók- unum. Fyrir alla í Calgary Gwen Mann, forseti Íslendinga- félagsins í Calgary, The Leif Eiriks- son Icelandic Club, og Keith Sveins- on gjaldkeri afhentu borg- arbókasafninu í Calgary bóka- pakkann við hátíðlega athöfn. Gerry Burger-Martindale, framkvæmda- stjóri borgarbókasafnsins í Calgary, tók við gjöfinni og sagði við það tæki- færi að nú gætu allir íbúar Calgary kynnt sér sögurnar. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, kom í fyrsta sinn til Toronto í opinberum erindagjörðum og af- henti bókapakkana 20 í móttöku á vegum Íslensk-kanadíska félagsins í Toronto, The Icelandic Canadian Club of Toronto. Hann sagði m.a. að með þessari þýðingu Íslendinga- sagna á ensku vonaði íslenska þjóðin að æ fleiri Kanadamenn kynntu sér sögurnar og gjöfin yrði til þess að auka áhuga á þeim. Garry Oddleifson, stjórnarmaður Ontario í Þjóðræknisfélagi Íslend- inga í Vesturheimi, gerði grein fyrir mikilvægi Íslendingasagna í heims- bókmenntunum og Carol McGirr rifjaði upp Laxdæla sögu en auk þess gerðu Kanadamenn af íslenskum ættum ýmislegt þessa kvöldstund til þess að vekja athygli á íslenskri menningu. Listamennirnir Katrina Koven, Tom Bjarnason, Thorsteinn Helf og Gudrun Sigursteinsdottir Girgis sýndu verk sín, tónlistar- mennirnir Sig Martin frá London, Ontario, og Lindy frá Toronto léku á hljóðfæri og djasspíanistinn Steve Koven spilaði með þeim. Barnakór- inn Bifröst átti síðasta orðið með „Vínartertusöngnum“ eftir Brenda Bjarnason, stjórnanda kórsins. Gail Einarsson-McCleery, fyrr- verandi formaður Íslensk-kanadíska félagsins í Toronto og nú umsjónar- maður viðburða hjá félaginu, segir að bókasöfn í Ontario séu mun ríkari eftir að hafa fengið þennan dýrmæta fjársjóð að gjöf frá Íslandi og bendir á orð fulltrúa eins viðtakandans í því sambandi: „Auk þess að fá Íslend- ingasögurnar í heild í bókasafn okkar lærði ég mjög mikið um Ísland, um Íslendinga í Kanada og um sögurnar sjálfar.“ Íslendingasögunum dreift á bókasöfn víða í Kanada Hjálmar W. Hannesson sendiherra aftast fyrir miðju, með viðtakendum bókanna í móttöku Íslensk-kanadíska félagsins í Toronto. Frá afhendingu bókanna í Winnipeg-há- skóla. Frá vinstri: Neil Bardal, Constance Rooke rektor og Eiður Guðnason. Gerry Burger-Martindale, framkvæmda- stjóri Borgarbókasafnsins í Calgary, á milli Gwen Mann, forseta Íslendingafélagsins í Calgary, og Keith Sveinson gjaldkera, sem afhentu Íslendingasögurnar.     Ljósmynd/Kathleen McDermott FARANDSÝNINGU Stefáns og Ollu Stefánson um landnám Íslendinga í Nýja Íslandi í Manitoba, The New Iceland Saga, lauk í Calgary í liðinni viku. Sýn- ingin fékk góðar viðtökur í Calgary, en hún stóð þar yfir frá 21. júlí sl. og voru seldir tæplega 14.000 aðgöngumiðar auk þess sem margir boðsgestir sóttu hana. Stefán Stefánson í Gimli gerði gamlan draum að veruleika með uppsetningu sýn- ingarinnar og tileinkar hana Ollu, eigin- konu sinni, sem lést 20. janúar 2000, en hjónin unnu ötullega að því að varðveita heimildir um flutninga Íslendinga til Nýja Íslands. „Hennar fólk var í fyrsta hópnum sem kom hingað og hún átti þetta skilið,“ segir Stefán, sem er 86 ára, en í kvöld er fagnaður í Gimli til að minnast atburð- anna fyrir 126 árum. Hann segir að þau hjón hafi lengi rætt um hvernig hægt væri að koma þessum fróðleik til skila og að- koma ýmissa sérfræðinga að málinu hafi gert drauminn að veruleika. „Þetta er sýning sem sýnir hvernig Íslendingar höfðu það þegar þeir komu hingað til Gimli, hvernig aðbúnaður þeirra var hér og hvernig Nýja Ísland er núna,“ segir Stefán. Sagan er m.a. sögð í tæplega stundarfjórðungs langri kvikmynd og segir Stefán að erfitt hafi verið að koma henni til skila á svo fáum mínútum. Enn- fremur eru sýndar myndir á veggspjöld- um frá Nýja Íslandi. „Þetta átti vel við mig,“ segir Stefán um uppsetninguna. Sýningin var í Vesturfarasetrinu á Hofsósi í fyrrasumar og var síðan sett upp í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Gimli, The New Iceland Heritage Mu- seum, þegar það var formlega opnað 21. október í fyrra, en þá voru 125 ár frá því Íslendingar settust að við Winnipeg-vatn. Þar var hún þar til farið var með hana til Markerville í Alberta í maí sem leið en þaðan lá leiðin til Calgary. Íslendingafélagið í Calgary, The Leif Eiriksson Icelandic Club, hafði umsjón með sýningunni í Calgary og segir Gwen Mann, formaður félagsins, að henni hafi verið mjög vel tekið og gestir hafi skráð lofsamleg ummæli í gestabók. Gestir víða að Hún segir ennfremur að gestir hafi komið víðs vegar að og ekki aðeins frá Kanada og Bandaríkjunum heldur m.a. frá Frakklandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Finn- landi, Hollandi, Sviss, Bólivíu, Kólumbíu, Brasilíu, Póllandi, Belgíu, Spáni, Portú- gal, Úkraínu, Austurríki, Íslandi, Hong Kong, Japan, Bahamaeyjum, Indónesíu og Suður-Afríku. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við sýningunni og eins hafa möppurnar um sögu félags okkar vakið mikla athygli,“ segir Gwen Mann. Félagar, einkum Iris Torfason, Freda Abrahamson og Margaret Grisdale, tóku saman efni og settu í möppur en í einni eru sögu Íslendingafélagsins í Calgary gerð skil, önnur er tileinkuð eldri borgurum í til- efni árs aldraðra 1999 og í þeirri þriðju er greint frá sögu Íslands og íslenskum mönnum, sem hafa náð langt á ýmsum sviðum. Haustfagnaður félagsins var tileinkaður umræddri farandsýningu og góðum viðtök- um en þar var margt til skemmtunar. Farandsýning Stefáns og Ollu Stefánson Góðar viðtökur í Calgary Sigrid Stefanson á sýningunni með afa sínum Stefan Stefanson, en hún talaði fyrir hönd fjölskyldunnar við opnunina í Calgary.UM helgina var þess minnst í Riverton í Manitoba að Líkn- ar- og kvenfélagið Djörfung hefur starfað í 100 ár og mættu rúmlega 300 manns á skemmtun í félagsheimilinu af þessu tilefni og eins því að íslenska byggðin í Riverton er 125 ára í ár. Hljómsveitin The Musical Mates lék fyrir dansi og tók fólk á öllum aldri fullan þátt í dansinum. Í hljómsveitinni eru þrjú systkini af íslensk- um ættum á áttræðisaldri auk þriggja yngri fjölskyldu- meðlima. Um tíma skipuðu fimm systkini hljómsveitina, en tveir bræður eru látnir. Ruth Anna Furgala, ritari Djörfungar, segir að félagið safni peningum til að styrkja fólk í nauð og margvísleg málefni í Riverton. Fund- argerðir hafa verið ritaðar frá upphafi, lengst af á ís- lensku en á ensku undanfarna áratugi, og vinnur Margret Lovisa Wishnowski, fjall- konan í ár, að því að þýða ís- lensku fundargerðirnar á ensku. Aldarafmæli Djörfungar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.