Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÍSLENDINGAR hummuðu og kváðu í gegnum aldirnar. Það komu þeir tímar að ekki mátti spila á hljóðfæri eða vera með tón- list af nokkru tagi á takteinum. Þá hummuðum við bara í hjásetunni og teignum. Í dag er staðan blómleg, við höf- um haft gæfu til að koma á legg góðu tónlistarlífi í landinu. Ef ætti að þakka einhverjum væri erfitt um vik því margir hafa lagt hönd á plóginn og ekki öllum verið hamp- að fyrir þeirra störf. Nú eru tónlistarkennarar komn- ir í kjarabaráttu og búnir að boða verkfall 22. október næst komandi. Mér ljúft og skylt að koma að því máli á einhvern hátt. Tónlist er einn af uppbyggilegri þáttum í barnauppeldi. Byggi þessa fullyrð- ingu á reynslu. Hvað helst? Samhæfing huga og handa. Þetta er mikil þjálfun og kemur til góða við aðra námsþætti. Það hef- ur verið sýnt fram á það með rannsóknum að tónlistarnám örvar og styrkir nám í öðrum greinum. Agi. Í tónlistarnámi gengur ekki að slugsa, þú verður að setjast nið- ur og æfa, þetta er mikið heima- nám því aðeins er boðið upp á tvo til þrjá tíma á viku í flestum tón- listarskólum. Er ekki alltaf verið að tala um agaleysi barna og ung- linga? Gleði. Að læra eitthvað sem verður til gleði bæði fyrir þig og aðra. Tónlistin gæti verið örlítið mótvægi gegn stríðsæsingum ráðamanna og/eða sífellt auknu þunglyndi þjóðarinnar. Veitir af á þessum síðustu og verstu? Sjálfstraust. Börnin koma fram á tónleikum og spila fyrir fjölda manns. Það þarf töluvert til, en æfingin skapar meistarann. Þann- ig venjast þau þeirri tilhugsun að þau séu að gera eitthvað merki- legt, séu góð í einhverju. Ég hef fylgst með mörgum börnun í gegn- um árin og séð gífurlegar breyt- ingar á þeim frá ári til árs hvað varðar framkomu. Virðing. Í tónlistarnámi læra börnin að bera virðingu fyrir hljóðfærinu sem þau spila á og hirða um. Þau læra að bera virð- ingu fyrir sköpun annarra með því að vanda sig sem best við flutning tónverka og þau læra að bera virð- ingu fyrir þeim sem koma til að hlýða á tónlistina. Þetta smitar út frá sér, viðhorf til annars fólks fylgir óhjákvæmilega með. Tónlistarnám er byggt upp á 8 stigum. 7. og 8. stig eru lánshæf hjá LÍN sem segir töluvert um kröfurnar sem gerðar eru því LÍN lánar ekki út í loftið. Misjafnt er bæði eftir nemendum og hljóðfær- um hversu langan tíma hvert stig tekur. 3ja ára sérnám þarf til að verða tónlistarkennari. Í heild er þetta talið 12-15 ára skóli. Byrj- unarlaun hjá nýútskrifuðum tón- listarkennara eru nú 102.000, já hundrað og tvö þúsund. Hlerað hef ég að krafa tónlistar- kennara hljóði upp á sömu kjör og framhaldsskólakennarar hafa nú. Það ku hafa verið svo, þar til fyrir 3-5 árum að halla tók undan fæti hjá félagi tónlistakennara. Hvað gerðist? Voru þeir ekki nógu frek- ir? Fóru þeir ekki í nógu mörg verkföll? Eða er þetta bara vont fólk? Það er afleitt að dragast aftur úr í launabaráttunni, hvaða sakir sem liggja að baki, ekki síst vegna þess að alltaf er einblínt á pró- sentutölur sem segja svo lítið þeg- ar einn er með helmingi hærri krónutölu en annar í laun. Af gamalli reynslu veit ég að samninganefndir ríkis og bæja hafa yfirleitt ekki umboð til að taka stór skref í kjarabaráttunni, því beini ég máli mínu til Ingi- bjargar Sólrúnar sem er höfuð- paurinn í mínu sveitarfélagi, er þörf á verkfalli? Ef svo, gæti ég þá fengið nánari skýringar. Eru það óheyrilegar kröfur að vilja það sama og fólk með sambærilega menntun? Er sveitarfélagið mitt svo fátækt að það geti ekki stutt við tónlistarkennslu á sómasam- legan hátt? ARNA A. ANTONSDÓTTIR, meinatæknir. Hvers virði er tónlistarnám? Frá Örnu A. Antonsdóttur: EF MINNST er á virkjanafram- kvæmdir til uppbyggingar og bættrar lífsafkomu á Austurlandi veldur það að mati Ólafs F. Magnússonar læknis og fleiri gífurlegum náttúruspjöllum. Auðvitað eru það alltaf náttúruspjöll þegar hróflað er við móður jörð, sama hvar er. En hvers vegna heita það náttúrufórnir ef á að virkja á Austur- landi? Hvers vegna er svona góð sátt um virkjanakosti á Suðurlandi? Fylgja ekki þeim virkjunum náttúru- spjöll? Eru Þjórsárverin og nágrenni þeirra ekki þjóðargersemi? Þar sem Ólafi F. Magnússyni lækni er svona umhugað um Austurland og veit svona vel hvað okkur er fyrir bestu skora ég hér með á hann að sækja um stöðu læknis í Fjarðabyggð og flytja til okkar. Ef hann vill það ekki ætti hann að fara að líta sér nær, t.d. á Hengilssvæðið, og láta okkur í friði. Hann má athuga að aðgát skal höfð í nærveru sálar, við erum líka fólk. Virðingarfyllst, ÁLFHEIÐUR HJALTADÓTTIR, Ásgerði 6, Reyðarfirði. Virkjanir á Austurlandi Frá Álfheiði Hjaltadóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.