Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Spurning: Hvað er „snus“ og hvers vegna er það bannað hér á landi? Er þetta einhver venjuleg tegund af munntóbaki – eða eitt- hvað allt annað? Tilefni spurningar er að ég sá nýlega frétt um þetta í sjónvarpi og þar með að snus væri flokkað til fíkniefna. Svar: Tóbak inniheldur nikótín sem er eitt allra öflugasta fíkniefni sem þekkist. Fíkn í nikótín mynd- ast mjög fljótt við notkun, verður sterk á stuttum tíma og erfitt er að venja nikótínfíkla af fíkninni. Reykingar og notkun neftóbaks og munntóbaks eru verulegt og vax- andi heilbrigðisvandamál sem kostar samfélagið, um allan heim, stöðugt meiri fjármuni vegna veik- inda og ótímabærs dauða neyt- endanna. Það er af þessum ástæð- um sem heilbrigðisyfirvöld reyna að takmarka tóbaksnotkun þótt hvergi í heiminum hafi verið stigið það skref að banna hana. Vegna þess hve erfitt er að hætta tóbaks- notkun er forvarnastarf mikilvægt og sérstaklega það sem beinist að börnum og unglingum. Á síðustu áratugum hefur notkun á reyk- lausu tóbaki (neftóbaki og munn- tóbaki) farið minnkandi hér á landi þó að það hafi gengið í nokkrum bylgjum. Upp úr 1980 fór að bera á fínkornóttu nef- og munntóbaki í Evrópu sem reynt var að markaðs- setja meðal barna og unglinga. Vegna þess að tóbakið er fínkorn- ótt berst nikotínið hratt út í blóðið í miklu magni og efnið er því mjög ávanabindandi. Þetta tóbak hefur verið kallað snus (skandinavíska) eða snuff (enska), það inniheldur allt að fjórum sinnum meira nikótín en reyktóbak og er því mjög hættu- legt. Sums staðar var notkunin orð- in veruleg meðal grunnskólanema og var því mikilvægt að berjast gegn þessari þróun. Vitað er að notkun munntóbaks meðal ung- menna leiðir oft til reykinga síðar. Ástæður þessa faraldurs voru ýms- ar, þetta er reyklaust efni og þess vegna hægt að neyta þess víða, auglýsingar framleiðenda beindust að ungu fólki í Evrópu (tóbaks- auglýsingar hafa lengi verið bann- aðar hér á landi), frægir íþrótta- menn voru notaðir sem fyrirmynd og breiddur var út sá misskilningur að reyklaust tóbak væri hættulaust eða a.m.k. hættuminna en sígar- ettur. Staðreyndin er aftur á móti sú að reyklaust tóbak er álíka hættulegt og sígarettur. Gamal- dags neftóbak höfðar ekki til ung- menna en munntóbak gerir það ef áðurnefndri sölumennsku er beitt. Ný könnun hefur leitt í ljós að 8% framhaldsskólanema á Íslandi á aldrinum 18–19 ára hafa neytt munntóbaks oftar en 20 sinnum og er það áhyggjuefni. Afleiðingar munntóbaksnotkunar eru að tenn- ur gulna og skemmast, tannhold bólgnar og gómar rýrna en við það verður tannlos og andfýla. Bragð og lyktarskyn minnkar, slímhúð í munni þykknar og þar getur mynd- ast krabbamein. Svipað gerist í nefi og nefkoki þeirra sem taka í nefið. Til að berjast gegn þessu var sett reglugerð hjá Evrópusam- bandinu árið 1992 sem takmarkaði sölu munntóbaks og á Íslandi var sett árið 1997 reglugerð um bann við sölu á munntóbaki og fínkorn- óttu neftóbaki. Samkvæmt þessari reglugerð er eina reyklausa tób- akið sem heimilt er að selja hér á landi gamaldags, grófkornótt nef- tóbak og skrotóbak sem er tuggið í bitum eða laufum. Allt fínkornótt tóbak er bannað og einnig munn- tóbak í grisjum. Samkvæmt tölum frá ÁTVR seldust 11 kg á árinu 1999 og einungis 6 kg á árinu 2000 en grunsemdir eru um töluvert smygl. Það er ánægjuleg þróun að sala á öllu tóbaki fer minnkandi en við verðum að halda vöku okkar vegna þess að tóbaksframleið- endur leita sífellt nýrra leiða til þess að koma vöru sinni á markað. Oft eru þessi ráð óvönduð og óheið- arleg og oftar en ekki beinast þau að ungu fólki. Hvað er snus? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Eitt öflugasta fíkniefnið  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. MEGRUNARLYFIÐ orlistat, sem er markaðssett undir heitinu Xeni- cal, virðist skila góðum árangri og hjálpa notendum bæði að léttast og forðast að aftur sæki í sama farið eftir þyngdartap. Á vefsíðunni MDHealth (webmd.com) var nýlega sagt frá tveimur skýrslum um áhrif lyfsins sem kynntar voru á ráðstefnu um offitu (North American Associ- ation for the Study of Obesity) sem haldin var í Quebec-borg í Kanada. Samkvæmt upplýsingum á vefsíð- unni netdoktor.is segir að lyfið Xen- ical sé notað „ásamt hitaeininga- skertu fæði, fyrir þá sem þurfa að léttast, oftast sem meðferð hjá of- fitusjúklingum þegar óskað er eftir frekara þyngdartapi en náðst hefur eftir öðrum leiðum“. Ólíkt megrun- arlyfjum sem hafa áhrif á svengd- artilfinningu og draga úr matarlyst hefur Xenical áhrif á upptöku fitu í meltingarveginum. Blóðþrýstingur og mittismál Fyrri rannsóknin náði til 430 karla og kvenna sem tóku lyfið tvisv- ar á dag. Helmingur hópsins minnk- aði daglegan matarskammt sem nam 500 hitaeiningum en hinn helm- ingurinn sem nam 1.000 hitaeining- um. Að sögn Hermanns Toplak, við Karl-Franzens háskólann í Graz í Austurríki, náðu 83% þátttakenda marktækum árangri á fyrstu 12 vik- um meðferðar og léttust a.m.k. sem nam 5% líkamsþyngdar. Að loknum þessum 12 vikum var þyngdartap þáttakenda að meðaltali 7% af upp- haflegri líkamsþyngd. Léttingin hafði einnig góð áhrif á blóðþrýsting og var breytingin ör til hins betra á fyrstu fjórum vikunum. Batinn jókst eftir því sem á meðferðina leið. Þá sagði Toplak að mittismál þátttak- enda hefði minnkað að meðaltali um rúma 6 sentimetra. Önnur rannsókn var gerð til að at- huga hvort notkun lyfsins kæmi í veg fyrir að þeir sem höfðu grennst bættu aftur á sig aukakílóum. Aila Rissanen við háskólasjúkrahúsið í Helsinki í Finnlandi stjórnaði rann- sókninni sem náði yfir tveggja ára tímabil. Fylgst var með hópi ein- staklinga sem ýmist áttu við of- þyngd (overweight) eða offitu (obes- ity) að stríða. Helmingur þátttakenda í rannsókninni neyttu Xenical og hinir fengu gervilyf auk þess að halda sig við eilítið hitaein- ingaskert mataræði. Þeir sem tóku lyfið höfðu lést um 11% líkamsþyngdar á árunum tveimur. Rannsóknin sýndi einnig góð áhrif lyfsins á hjarta- og æða- kerfið. Kólesteról minnkaði um 9% og blóðþrýstingur lækkaði, að sögn Rissanen. Árangursríkt megrunarlyf Reuters Yfirþyngd og offita er vaxandi vandamál víða um heim, bókstaflega sagt. Þybbnum börnum fjölgar ekki síður en fullorðnum og má til dæmis nefna að 13 af hundraði barna í Hong Kong eru talin of feit. NOKKUR virt vísindarit á sviði læknisfræði tilkynntu nýlega um að- gerðir til að hamla gegn áhrifum lyfjafyrirtækja á rannsóknaniður- stöður, að því er segir á heimasíðu CNN. Að- gerðir þess- ar eiga að sporna við því að fyrir- tæki sem kosta rannsóknir geti hagrætt nið- urstöðum eða falið niðurstöður sem þykja vera þeim í óhag. Um er að ræða tólf virt læknavís- indarit í átta löndum. Þeirra á meðal eru Journal of the American Med- ical Association, New England Journal of Medicine, Lancet og Annals of Internal Medicine. Vísindaritin hafa kynnt sam- ræmdar kröfur sem gerðar verða um niðurstöður rannsókna sem ósk- að er birtingar á. Þetta á að tryggja að þeir sem fjármagna rannsóknir virði vísindalegt sjálfstæði þeirra sem vinna að rannsóknunum og leit- ist ekki við að hagræða niðurstöðum lyfjaframleiðslu sinni í hag. Tímarit- in birtu forystugreinar í byrjun september þar sem m.a. kom fram að styrktarfyrirtæki hafi getað sett skilyrði um þátttöku í tilraunum, skilyrði sem hafa ekki alltaf verið sett með tilliti til hagsmuna þeirra sem vinna að rannsókninni, þátttak- enda í rannsókninni eða framfara í vísindum almennt séð. Í vissum til- vikum hafi þeir sem unnu rannsókn- ina haft lítið eða ekkert um það að segja hvernig rannsóknin var skipu- lögð, ekki haft aðgang að frumgögn- um og takmörkuð áhrif á túlkun gagna. Í skrifum ritstjóra vísindarit- anna segir m.a.: „Jafnvel þótt þeir sem rannsóknina vinna hafi haft töluvert um tilhögun rannsóknar- innar og túlkun gagna að segja, kunna rannsóknarniðurstöður því miður að vera faldar fremur en kynntar séu þær neikvæðar fyrir framleiðsluvörur stuðningsaðilans.“ Sum vísindaritanna munu krefj- ast þess að vísindamenn, sem senda rannsóknaniðurstöður til birtingar, undirriti yfirlýsingu þar sem þeir axla alla ábyrgð á niðurstöðunum og lýsi því yfir að þeir hafi haft aðgang að gögnum og haft áhrif á þá ákvörðun að birta niðurstöðurnar. Lyfjafyrirtæki eru veigamiklir bak- hjarlar rannsókna í læknavísindum. Þau þarfnast þess að niðurstöður slíkra rannsókna birtist í virtum læknavísindaritum, því læknar taka mið af því sem þar birtist við ávísun lyfja. Tímarit um læknisfræði sporna við áhrifum lyfjafyrirtækja Morgunblaðið/Arnaldur Linoleum gólfdúkar Ármúla 23, sími 533 5060 Glæsilegir samkvæmiskjólar og dress, stærðir S-XXXL. Telpusparikjólar, drengjaspariföt. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. 10—14. Ný sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.