Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ öðru jöfnu sækir UglaEgilsdóttir nám í 10. bekkLaugalækjarskóla. Enþennan dag fékk hún frí til að fara í tvö viðtöl vegna frumsýning- arinnar. Ugla segir að námið gangi bærilega, en fari þó eftir árstíma. „Maður er duglegastur fyrst á vet- urna, fær þá 9 og 10, en svo getur hallað undan fæti þegar á skólaárið líður. Ég missti að vísu af byrjun vetrarins núna því ég var með vin- konu minni í fimm vikur í Lyon í Frakklandi þar sem mamma er í rannsóknarleyfi frá háskólanum. Það var rosalega gaman.“ Hún kveðst vera best í málfræði og bókmenntum, enda þyki henni þau fög skemmtilegust. Ég er léleg í fögum sem mér þykir leiðinleg, eins og að læra utanbókar staðanöfn í landafræði. Ég bara get ekki munað svoleiðis.“ Eru krakkarnir í skólanum með- vituð um að í þeirra hópi núna er kvikmyndaleikkona? „Já, flest.“ Þekkja þau bókina Mávahlátur? „Ég veit það ekki. Sjálf las ég hana ekki fyrr en ég frétti af leikprufunni. Mér fannst hún frábær þegar ég var komin áleiðis inn í hana, ekki kannski alveg fyrst, en svo lá ég í hláturskasti yfir mörgum kaflanna.“ Lestu yfirleitt mikið? „Ég gerði það. Núna les ég í köst- um. Stundum eina bók á dag, þrjá daga í röð. Svo kemur leshlé.“ Hvernig bækur lestu? „Alls konar. Skáldsögur, unglinga- bækur, fræðslubækur um tauga- sjúkdómafræði, barnabækur, stjörnuspeki...“ Fræðslubækur um tauga- sjúkdómafræði? „Ég fékk áhuga á henni þegar ég greindist með vægt „Tourette synd- rome“ og fannst það svo æðislegt að ég vildi fræðast um það efni.“ Sól í vatnsbera Áttu uppáhaldsbók? „Lína langsokkur, Peð á plánet- unni Jörð eftir Olgu Guðrúnu Árna- dóttur, Oliver Sacks og stjörnuspeki- bækurnar mínar. Og Mávahlátur, bæði bók og handrit.“ Trúirðu á stjörnuspeki? „Ég er ekki búin að ákveða það. Mér finnst það heldur ekki skipta öllu máli. Það er bara gaman að þessu.“ Í hvaða stjörnumerki ertu? „Ég er t.d. með sól, tungl, Merkúr með Venus og Júpíter í vatnsbera, Venus í vatnsbera og 8. húsi, Mars í bogmanni. Svo eru Satúrnus og Úr- anus kynslóðaplánetur, sem eru mjög atkvæðamiklar. Ég er mikið með átt- unda hús og rísandi ljón!“ Hvað þýðir þetta? „Það er svo rosalega margslungið. Vatnsberinn er fjarlægur, en ekki bogmaðurinn og ljónið, svo ég taki dæmi. Allir eðlisþættir eru í öllu fólki, bara í misstórum skömmtum. Þetta eru skemmtilegar sálfræðipælingar, sem eru góðar fyrir mann þótt þær séu ekki endilega réttar.“ Hefurðu lengi haft áhuga á leiklist? „Já. Ég hef leikið í nokkrum aug- lýsingum og í einhverjum kristileg- um þáttum í barnasjónvarpinu. Þá trúði ég reyndar ekki á guð, þannig að ég hafði frekar takmarkaðan áhuga á umfjöllunarefninu. Þá var ég að pæla í að gerast ásatrúar.“ Trúirðu núna á guð? „Já, en ekki endilega eins og Bibl- ían er oft túlkuð.“ Hvað olli því að þú skiptir um skoð- un? „Ég fékk leið á ásatrúnni og fann ekki fleiri bækur um hana. Þá fór ég að lesa Biblíuna.“ Öskraði og öskraði og öskraði En þú varst búin að lesa Mávahlát- ur áður en þú fékkst hlutverkið. Hvernig bar það að? „Ég var á skrá hjá Casting, sem er fyrirtæki á sviði leikararáðninga. Það var hringt í mig og ég beðin að koma í prufu þar sem ég átti að segja frá sjálfri mér fyrir framan myndavél. Þá fór ég að lesa bókina. Tveimur mánuðum seinna var ég beðin að koma í aðra prufu, þar sem Ágúst var og bað mig að lesa úr handritinu. Viku seinna var hringt og sagt að ég fengi hlutverkið.“ Langaði þig mikið í hlutverkið? „Já, rosalega, bæði vegna almenns áhuga á leiklist og þess að mér þótti eftir lestur bókarinnar vænt um hana og persónur hennar. Ég var búin að pæla svo mikið í henni.“ Varðstu þá mjög glöð þegar þú fékkst hlutverkið? „Já, ég öskraði og öskraði og öskraði.“ Hvað fannst foreldrum þínum? „Þau voru mjög fegin að Ágúst var leikstjórinn, því hann er góður og til- litssamur.“ Hafðirðu pælt mikið í persónu Öggu? „Já. Hún er svolítill einfari, á ekki marga vini, er frekar fjarlæg gagn- vart fólki og fylgist með því og finnst ofsalega fyndið að koma fólki úr jafn- vægi, sérstaklega Freyju (frænku sinni sem snýr heim að utan). Hún hefur ekki mikla trú á Freyju.“ Hvað finnst þér um Freyju? „Hún er skrýtin persóna, skemmd úr barnæsku, held ég, kannski vegna eineltis. Þegar fólk gerir á hennar hlut sér hún ekki aðra leið en hefna sín og jafnvel drepa viðkomandi.“ Finnst þér þið Agga eiga eitthvað sameiginlegt? „Sumt. En hún er mun jarðbundn- ari og afdráttarlausari en ég; sér um- hverfið meira sem gott-vont, svart- hvítt. Og henni finnst allt í lagi að gera vesen og stressar sig ekki út af því.“ Ert þú ekki þannig? „Ja, minna eftir að hafa leikið svona eins og Agga.“ Hefur þá persónan haft slík áhrif á þig? „Allt hefur áhrif á mann, sérstak- lega þegar maður er 15 ára!“ Hægt á heilastarfseminni Hélstu að það væri öðruvísi að leika í bíómynd en raun varð svo á? „Ég hafði heyrt að þetta væri ofsa- lega mikil bið, kalt á tökustöðum og svoleiðis ýkjur. En þegar ég þurfti að bíða hægði ég bara á heilastarfsem- inni svo ég fann ekki fyrir henni! Þeg- ar mér var sagt að nú þyrfti ég að bíða sagði ég bara: Ókei, þá fer á aft- ur á klósettið!“ Hvernig hægir maður á heilastarf- seminni? „Borða mikið nammi og fara oft á klósettið. Það er mjög skemmtilegt þegar maður hefur ekkert að gera. Þá hægist sjálfkrafa á öllu. Annars var þetta svo þægilegt vinnuum- hverfi, allir svo góðir og skemmtileg- ir. Mikil áhersla lögð á að öllum liði vel, enda vinnudagarnir langir. Við vorum eins og ein stór fjölskylda. Þetta var óskaplega skemmtilegt. Og eftir svona langan samfelldan tíma í undirbúningi og tökum, sem stóðu í sjö vikur, var erfiðast að kveðja alla og fara aftur í skólann.“ Eignaðistu vini í hópnum? „Jájá, bæði fullorðna og hina stelp- una, Diljá, sem leikur í myndinni. Á tökustað hékk uppi listi fyrir hina fullorðnu til að skrá sig á ef þeir vildu bjór með matnum. Okkur fannst ofsalega gaman að skrá nöfnin okkar þar og óska eftir 60 bjórum. Þá var skipt um lista og hengt upp blað með nöfnum allra nema okkar, svo við gát- um ekki meir.“ Kynntistu eitthvað Þjóðverjunum sem unnu við myndina (Heino Ferch, sem leikur Björn Theodór og Peter Krause tökumanni)? „Jájá, þeir voru yfirmáta skemmti- legir.“ Kanntu þýsku? „Ég lærði eina setningu: Du bist mein freund.“ Fannst þér þú læra af þessari reynslu? „Já. Þetta hefur staðið yfir í eitt ár, frá því ég var ráðin 13. október í fyrra og þar til núna. Ég lærði mikið um kvikmyndir og fullt af proffamáli.“ Til dæmis? „Til dæmis: Varíkonið mýkir rast inni á filmunni og síðan eftirá er þetta náttla sent í labb í blíts bæpass og þar er það svo unnið til baka.“ Tilhlökkun og kvíði Langar þig til að gera eitthvað þessu líkt aftur? „Ef tækifæri gefst. Ég hefði áhuga á að læra eitthvað sem snýr að leik- list, leikhúsi, kvikmyndum og tón- list.“ Ferðu mikið í leikhús og á bíó? „Já, eins mikið og ég get. Sérstak- lega hef ég gaman af alls konar söng- leikjum, bæði í leikhúsi og bíói. En annars bara öllu. Ég var mjög hrifin til dæmis af Vitleysingunum í Hafn- arfjarðarleikhúsinu, Dancer In the Dark, The Grinch Who Stole Christ- mas og Brother Where Art Thou? í bíó og svo fullt af íslenskum mynd- um.“ Þú hefur ekki aðeins áhuga á söng- leikjum – þú ert sjálf í söngleikja- námi? „Já, hjá Margréti Eir í söngleikja- deild Domus Vox. Ég hætti að læra á fiðlu og langaði að prófa þetta.“ Ertu þá hætt við fiðluna? „Neinei, ég ætla að kaupa mér raf- magnsfiðlu og reyna að komast í hljómsveit; er reyndar með fjögur hljómsveitarplön í gangi en ég veit ekki hvað verður úr. Ég get spilað svolítið á flest hljómahljóðfæri, píanó, harmonikku o.s.frv.“ Hvernig tónlist er skemmtilegust? „Ég er alæta – Bach, djass, söng- leikjatónlist, popp, grísk tónlist, rokk og rapp. Held upp á Vanessu May, Lauren Hill, Theodorakis, Ellu Fitz- gerald o. m. fl.“ Semurðu tónlist? „Já, ég á bunka af lögum. Stundum sem ég lög og ætla að semja texta við og svo sem ég texta og ætla að semja lög við en það er erfitt að koma hvoru tveggja saman.“ Þú skrifar þá líka? „Já, ég skrifa alls konar texta. Á 70 úskrifaðar bækur af bulli, nokkrar sögubyrjanir upp á eina síðu og fullt af ljóðum.“ Um hvað skrifarðu? „Bara fólk, sem ég bý til.“ Og svo dansarðu steppdans líka? „Já. Á ég að steppa fyrir þig?“ Ugla rís úr sæti sínu í veitingasal Hótel Borgar og hefur fimlegan steppdans fyrir framan barinn. Í lok- in setur hún upp óhugnanlega fótaæf- ingu, þar sem báðir snúa aftur en ekki fram. Þegar hún er sest kveðst hún hafa lært að steppa af sjálfri sér með því að horfa á Singing In the Rain og hlusta á steppið í söngleikjum sem hún finnur á Netinu. Þannig að þú getur farið að leika í dans- og söngvamyndum eins og ekk- ert sé? „Ekki eins og ekkert sé.“ En hvernig líður þér núna fyrir frumsýninguna? „Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir. Mest kvíði ég fyrir að sjá sjálfa mig svona fyrirferðarmikla á tjaldinu. En það verður gaman að hitta fólkið aft- ur.“ Myndirðu vilja gera kvikmyndir sjálf? „Það gæti alveg verið. Þá gæti ég gert bíómynd sem sameinaði allt sem mér finnst skemmtilegt.“ Bíómynd með tónlist, dansi, tauga- sjúkdómafræði, málfræði, stjörnu- speki, tónfræði, hljómfræði og fólki, sem hún býr til sjálf. Sem sagt: Það yrði óvenjuleg kvikmynd. En Ugla Egilsdóttir er líka óvenjuleg stúlka. Ugla er Agga – og miklu meira Morgunblaðið/Ásdís Lokaatriði steppdans: Ugla snýr báðum fótum aftur. Ugla Egilsdóttir, 15 ára, gengur í skóla eins og flestir jafnaldrar hennar. Hún leikur á píanó og fiðlu, dansar steppdans, er í söng- námi, er áhugamanneskja um stjörnuspeki, taugasjúkdómafræði, málfræði, tónfræði og hljómfræði, öfugt við flesta jafnaldra sína, skrifar Árni Þórarinsson. Og hún leikur forvitnu stúlkuna Öggu, annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Mávahlátur. Ágúst Guðmundsson frumsýnir Mávahlátur í Háskólabíói í kvöld ath@mbl.is TÍMAMÓT verða í safnastarfi á Ís- landi í dag þegar Listasafn Reykja- víkur kynnir til sögunnar GSM-leið- sögn um Erró-sýninguna í Hafnarhúsinu. GSM-leiðsögnin hef- ur verið þróuð í nánu samstarfi við Íslandssíma, sem er aðalsamstarfs- aðili Listasafns Reykjavíkur. Leiðsögninni má líkja við hljóð- leiðsögn („audio-guide“) sem er al- geng víða í söfnum erlendis, en hún byggist þó á annarri tækni eins og nafnið gefur til kynna. Gestir safns- ins hringja í ákveðið númer úr far- síma sínum og geta þar hlýtt á kynningu um Erró-sýninguna og hvernig best sé að fara um hana til að fá heildstæða mynd af þeirri þró- un sem orðið hefur á ferli lista- mannsins. Þá er hægt með ákveðn- um skipunum að velja um ellefu umsagnir um verk Errós og ákveðin tímabil í lífi hans, sem íslenskir listamenn og listfræðingar hafa samið og lesið inn. Þetta nýstárlega samspil tækni og listar í Listasafni Reykjavíkur verður í framtíðinni þróað áfram með öðrum sýningum bæði hvað varðar framsetningu og tækni. Fyrst um sinn verður GSM-leið- sögnin gestum safnsins að kostnað- arlausu. Í tilefni þessara tímamóta verður ókeypis aðgangur fyrir alla gesti Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsinu í dag og boðið upp á ýmsa skemmtan fyrir fjölskylduna. M.a. verður yngri gestum safnsins boðið upp á myndlistar- og tónlistar- smiðju þar sem unnið verður í anda verka Errós. Börnin verða aðstoðuð við að búa til stórt vegglistaverk úr klippimyndum, og hljóð- og tölvu- maðurinn Bibbi leikur og vinnur með börnunum að gerð hljóðverks sem unnið er upp úr teiknimyndum. Í útiportinu verður boðið upp á leiki og ýmsa afþreyingu. Heimasíða Listasafns Reykjavík- ur hefur verið endurgerð og verður opnuð formlega í dag, en þar er m.a. að finna sýndarferð um Erró-sýn- inguna í Hafnarhúsinu sem fyrir- tækið Landmat hefur unnið í sam- starfi við Listasafn Reykjavíkur. Slóð síðunnar er www.listasafn- reykjavikur.is. Dagskrá Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi stendur kl. 14–18. GSM-leiðsögn í Hafnarhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.