Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR af því að Félag tónlistarskóla- kennara hafi boðað verkfall frá 22. októ- ber næstkomandi hafa ekki verið háværar. Enda ekki um að ræða þrýstihóp sem lamar hjól atvinnulífsins eða veldur hruni á verð- bréfamörkuðum. Engu að síður veldur þessi verkfallsboðun áhyggjum hjá fjöl- mörgum foreldrum, nemendum og tónlist- arkennurum sjálfum. Fyrir þá sem eiga börn sem stunda tón- listarnám og fylgjast með störfum tónlistarkennara er það ömurleg til- hugsun að til verkfalls þurfi að koma. Bæjaryfirvöld hafa á seinni árum sýnt mikinn metnað í tónlist- arkennslu víða um land og öflug for- eldrasamtök orðið til. Tónlistar- kennarar hafa hins vegar dregist aftur úr í kjörum í samanburði við grunnskólakennara. Eðlilegt er að bera þessa hópa saman, því til að geta talist tónlistarkennari þarf fimm ára sérnám að loknu stúdents- prófi. Um 140 nemendur í Skólahljóm- sveit Kópavogs eru hluti þeirra sem verða af kennslu ef verkfallið kemur til framkvæmda. En Skólahljóm- sveitin er ein af þeim fjölmörgu fræðslumiðstöðvum og tónlistar- skólum víðsvegar um landið sem tónlistarkennarar starfa við. Skóla- hljómsveit Kópavogs hefur hlotið viðurkenningar af ýmsu tagi vegna þróttmikils starfs og afbragðs ár- angurs. Enda eru stöðugt biðlistar eftir að fá inngöngu í hljómsveitina. Grunnurinn að þessari velgengni er tónlistarkennararnir. En nú þykir okkur foreldrum sem hið 35 ára uppbyggingarstarf Skólahljómsveit- arinnar sé í verulegri hættu. Stutt er að minnast þess að kenn- ari við Skólahljómsveit Kópavogs hætti störfum og lýsti í áhrifamikilli grein hér í Morgunblaðinu ástæðum uppsagnarinnar. Kristrún H. Björnsdóttir segir í grein sem birtist 1. september sl.: ,,Ég er ein margra tónlistar- kennara, sem hrakist hafa frá kennslu sökum slakra kjara. Þó hefur það starf veitt mér ómælda ánægju í gegn- um árin, þ.e. vinnan með ungu fólki. Að styðja við bak þess og hvetja það. Að leiða það áfram í gegnum leyndardóma þess að ná árangri. Að geta miðlað áfram þeirri ánægju og lífsfyllingu, sem tónlistin hefur veitt mér frá unga aldri. Það að sjá árangur þegar vel gengur og jafnvel finna þakklæti og hlýhug fyrrver- andi nemenda. Það hlýjar mér um hjartarætur og margar góðar minn- ingar á ég frá þeim 30 árum sem lið- in eru síðan ég hóf minn tónlist- arferil, fyrst sem nemandi, síðar kennari og skólastjóri.“ Þessi vitnisburður á við um marga, ef ekki flesta tónlistakenn- ara landsins. Þeir sem leggja fyrir sig tónlistarkennslu verða hvorki ríkir né frægir. Þeir leggja hins vegar grunnurinn að öflugu tónlist- arlífi í landinu, þroska börnin okkar og eru kveikjan að því menningarlífi sem við viljum geta státað okkur af. Gildi tónlistarfræðslu fyrir börn er óumdeilt. Við sem störfum í For- eldrafélagi Skólahljómsveitar Kópa- vogs krefjumst þess að samningsað- ilar stilli saman strengi sína og komi í veg fyrir verkfall tónlistarkennara. Emil B. Karlsson Tónlistarkennarar Gildi tónlistarfræðslu fyrir börn, segir Emil B. Karlsson, er óumdeilt. Höfundur er formaður Foreldra- félags Skólahljómsveitar Kópavogs. Tónlistarverkfall Í LEIÐARA Morg- unblaðsins laugardag- inn 13. október tekur Morgunblaðið undir með Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL, þar sem hún bendir á að búið sé að virkja til raf- orku um 17% af hag- kvæmri nýtanlegri vatnsorku og lýkur leiðaranum með því að segja að það sé ,,tíma- bært að reyna að leiða umræður um nýtingu fallvatnanna og vernd- un náttúrunnar inn í nýjan og uppbyggilegri farveg en þessar um- ræður hafa verið í.“ Þarna hittir leiðarahöfundur nagl- ann á höfuðið. Hingað til hefur um- ræðan verið um einstök verkefni Landsvirkjunar, en ekki um nýtingu vatnsaflsins í heild, hvaða vatnsföll, fossa eða svæði beri að vernda og nýta til annarra hluta en raforku- framleiðslu og úr hvaða vatnsföllum eigi að beisla raforku. Ég hef í nokkrum greinum bent á þetta, seinast í Morgunblaðinu 21. ágúst sl. Núverandi stefna Lands- virkjunar hefur verið sú að bjóða einungis upp á einn virkjunarkost í einu. Þannig hefur stjórnvöldum og stofnunum ríkisins ítrekað verið stillt upp við vegg: ekki hefur verið boðið upp á valkosti, heldur hefur umræða og ákvarðanataka verið ein- angruð við eina virkjun í hvert sinn. Í Noregi kom upp svipuð staða á átt- unda áratugnum og var ákveðið að flokka vatnsföll með tilliti til nýting- ar, verndunar og annarra nytja og setja til hliðar þau vatnsföll sem höfðu mest verndargildi, virkja önn- ur sem minnst náttúruverndargildi höfðu og skoða aðra kosti betur og finna heppilegustu leiðina við nýt- ingu þriðja flokksins. Á vordögum 1999 settu íslensk stjórnvöld af stað rammaáætlun um nýtingu vatnsfalla og jarðvarma til að ná sömu markmiðum fram. Vinnuhópar á vegum áætlunarinnar hafa starfað núna í bráðum tvö ár og haft til skoðunar um 15 virkjunarmöguleika af rúmlega 100 sem eru hagkvæmir (2/3 í vatnsafli og 1/3 í jarð- varma). Það skýtur því óneitanlega skökku við að meðan á þessari vinnu stendur leggur Landsvirkjun ofur- áherslu á að kaffæra svæði sem talin eru hafa mest verndunar- gildi og hafa verið frið- lýst samkvæmt nátt- úruverndarlögum. Eitt slíkt dæmi eru Þjórs- árver, þar sem fyrir- huguð Norðlingaöldu- veita mun kaffæra 32,5 ferkílómeta af landi Þjórsárvera, fara inn á frið- landið, en skapa aðeins orku sem er um 1,3% af enn óbeislaðri raforku í landinu, eða 2% af þeim virkjunar- möguleikum sem eru núna hag- kvæmir. Áður var búið að skerða náttúruverndargildi Þjórsárvera með lónum og skurðum sem settu gróðurlendi undir vatn og skáru af austasta hluta veranna með neti skurða og lóna sem samtals þekja 30 ferkílómeta lands. Samkomulag hafði þó náðst um þær framkvæmd- ir. Landsvirkjun sækir nú fast að virkja strax í Þjórsárverum og taka þau þannig út úr þeirri forgangs- röðun virkjunarkosta sem verið er að vinna með rammaáætlun. Enn eina ferðina eru stjórnvöld beðin um að taka ákvörðun undir tímapressu og með hætti sem ekki samrýmist áður samþykktu ferli um ákvarðana- töku. Slík leið er ekki farsæl og lík- leg til að valda enn frekari deilum og sundrungu meðal þjóðarinnar um virkjunarmál. Alvarlegast er þó að í húfi er það svæði hálendisins sem mikilvægast má telja líffræðilega, svæði sem hefur verndargildi á heimsvísu. Þjórsárver njóta alþjóð- legrar viðurkenningar og verndar sem eitt af mikilvægum votlendis- svæðum jarðar. Þau eru aðalvar- pland heiðagæsar og geta skipt sköpum fyrir framtíð þeirrar teg- undar. Þjórsárver eru stærsta gróð- urvin miðhálendisins en jafnframt ein sú einangraðasta. Verin eru að öllum líkindum tegundaauðugasta svæði miðhálendisins sem er ekki síður athyglisvert í ljósi þess hvað auðnirnar umhverfis eru gróður- snauðar. Þjórsárver eru stærsta freðmýri landsins og þar er að finna gróskumikil flæðiengi sem annars finnast aðeins á örfáum stöðum á há- lendinu. Loks skal geta þess að Þjórsárver er sú gróðurvin hálend- isins sem ber minnst merki búfjár- beitar og þar eru algengar ýmsar blómfagrar jurtir sem beit hefur haldið niðri eða útrýmt annars stað- ar. Það má því spyrja: Er það verj- andi, á meðan 83% af hagkvæmum virkjunarmöguleikum eru ónýttir, að taka það svæði sem mesta sér- stöðu hefur og er líffræðilega dýr- mætast? Væri ekki nær að starfs- hópar rammaáætlunar ríkisstjórn- arinnar geri bráðabirgðaflokkun á öllum virkjunarmöguleikum á næstu vikum og taki frá þau svæði og vatnsföll sem samstaða næst um að nýta til raforkuframleiðslu? Allar líkur eru til þess að þá næðist sam- staða með þjóðinni um virkjanakosti til næstu ára meðan beðið er nið- urstöðu rammaáætlunarinnar. Nýting vatnsafls Gísli Már Gíslason Raforkuframleiðsla Flokka þyrfti alla virkj- unarmöguleika, segir Gísli Már Gíslason, og taka frá þau svæði og vatnsföll sem samstaða næst um að nýta. Höfundur er prófessor í vatna- líffræði, formaður Þjórsárvera- nefndar og á sæti í vinnuhópi um náttúruvernd og menningarminjar í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. ÍSLENDINGAR eru veiðiþjóð sem met- ur verðmæti fyrst og fremst í krónum og e.t.v. bráðum evrum eða einhverju ennþá nærtækara, þ.e. þorskígildum eða megawöttum. Þjóðfélagsumræðan endurspeglar líka þessa afstöðu því allir fjölmiðlar eru uppfullir af umfjöllun um nýt- ingu náttúruauðlinda, s.s. fiskistofna eða virkjun fallvatna. Öll- um er ljóst að þetta eru málefni sem hafa mikil áhrif á afkomu þjóðarinnar. Svo langt hefur þessi umræða gengið að maður gæti haldið að til þess að kom- ast að afkomumögu- leikum þjóðarinnar væri nóg að deila með íbúafjöldanum í öll megawöttin og þorsk- ígildin og þá hefðum við afkomuna á hreinu. Þetta er auðvitað ekki svona einfalt sem betur fer. Í allri um- ræðu hagspekinga og stjórnmálamanna gleymist oft að taka með í myndina okkar mikilvægustu auðlind sem er fólkið sem byggir þetta land. Nægir þar að nefna að margar þjóðir búa við ágæt lífskjör án þess að ráða yfir nokkrum auðlindum öðrum en fólk- inu. Með þetta í huga ætti það að vera eitt að brýnustu verkefnum í upphafi nýrrar aldar að fjalla um hvernig við viljum standa að uppeldi og menntun komandi kynslóða og hvers konar samfélag við viljum skapa. Allir hljóta að vilja byggja samfélagið á einstaklingum sem hafa náð að þroska alla manneskjuna, líkama, sál, tilfinningar, skynsemi, skynjun og afstöðu, mótaða af samfélagsleg- um og menningarlegum arfi. Þannig er hægt að bregðast við og skapa mótvægi við hið tæknilega flókna samfélag þar sem menn hugmynda- fræðilega virðast standa gjaldþrota gagnvart hinum tryllta hrunadansi í kringum „gullkálfinn“; „hinn frjálsa markað“. Ef hægt er að sameinast um þetta markmið álít ég að tónlistarskólar á Íslandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Tónlistarskólar hér eins og reyndar annars staðar í Evrópu eiga sér skamma sögu og hafa verið í örri þróun undanfarin ár og áratugi. Þrátt fyrir skamma sögu er það hafið yfir allan vafa að tónlistarskólar hafa sannað gildi sitt. Þeir standa vörð um margt það jákvæðasta í vest- rænni menningu til mótvægis við margt það versta, t.d. takmarka- lausa græðgi og efnishyggju. Sem svar við þessum spurningum má benda á þá staðreynd að ljóst er að tónlistarnám er langt frá því að vera gagnslaust tómstundagaman. Að sögn uppeldisfræðinga og vís- indamanna örvar tónlistarnám t.d. greind og sköpunarhæfileika ein- staklinga, eykur einbeitingu og þol- inmæði við að leysa úr vandamálum. Einnig örvar tónlist tjáningargetu og bætir þannig hæfileika hjá fólki á öllum aldri sem þarf að lifa í heimi þar sem ofbeldi, eiturlyf og önnur ógn verður æ sýnilegri. Af ofan- greindu má sjá að tónlistarnám skil- ar sér á mjög jákvæðan hátt út í sam- félagið. Tónlistarkennarar geta haft mikil áhrif á námsárangur nemenda sinna. Í einstaklingskennslu tengjast kenn- arar og nemendur oft sterkum bönd- um. Fyrir marga nemendur, börn jafnt sem unglinga, getur tónlistar- kennari haft afgerandi áhrif á per- sónuleikamyndun og andlegt at- gervi. Að fá fulla og óskipta athygli kennara í einstaklingskennslu er mörgum mikils virði. Hér gegnir tónlistarkennarinn veigamiklu hlut- verki. Oftar en ekki verður hann fyr- irmynd og leiðtogi nemenda sinna og jafnvel í foreldrahlutverki. Ég álít að uppbygging tónlistar- skóla sé einn sá merkilegasti og besti árangur sem náðst hefur á undan- förnum árum í íslensku samfélagi. Bylting í menntun þjóðarinnar. Á þeim erfiðu tímum, sem greinilega eru framundan í rekstri margra sveitarfélaga, er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þennan árangur. Það eru reyndar ýmsar blikur á lofti um þessar mundir því það virð- ist vera ljóst að sveitarfélögin í land- inu ætla ekki að leiðrétta kjör tón- listarkennara til samræmis við það sem þau hafa samið um við aðra kennara. Á undanförum árum og áratugum hafa tónlistarkennarar auðvitað notið sambærilegra kjara og bæði grunn- og framhaldsskóla- kennarar. Nú er verið að reyna að þvinga þá til að sætta sig við mun lakari kjör eða sem nemur tugum prósenta. Tónlistarkennarar hafa fram til þessa verið ákaflega sundurlaus hópur sem hefur dreifst í mörg stétt- arfélög. Er það arfur frá liðnum tíma. Samstaða tónlistarkennara nú um boðun verkfalls er stórmerkileg- ur áfangi í sögu stéttarinnar og er vonandi til merkis um það að þeir eru nú loksins tilbúnir að takast á við nýja tíma. Eins og ágætur maður hefur bent á eigum við Íslendingar a.m.k. eitt heimsmet, en það er heimsmet í verkföllum. Þetta er auðvitað ljóður á okkar samfélagi og til vitnis um það hversu vanþróað það er. Það viðhorf hefur borist frá við- semjendum tónlistarkennara að þeirra staða í samningunum núna sé veik samanborið við grunnskóla- kennara, þar sem þeir hafi ekkert að „selja“ eins og grunnskólakennarar gerðu. Er þar fyrst og fremst átt við ákvæði sem þeir náðu fram í samn- ingum 1995 eftir langt verkfall og 1997 en gáfu eftir núna. Eins og kunnugt er fóru tónlistarkennarar þá ekki í verkfall og sátu eftir með sárt ennið og lélegri samninga. Með öðrum orðum eru viðsemjendur tón- listarkennara að segja: „Þið náið ekki fram eðlilegri leiðréttingu launa nema að fara í verkfall.“ Það er fjarstæða að búast við því að tónlistarkennarar geti sætt sig við verri kjör en aðrir kennarar. Það er óbilgirni að halda því fram að tónlist- arkennarar séu með kröfur við launanefnd umfram aðra kennara. Staðreyndin er sú að það er ný og óréttlát krafa af hendi launanefndar sveitarfélaga þegar hún reynir að þvinga tónlistarkennara til þess í fyrsta skipti að sætta sig við verri kjör en aðrir kennarar hafa. Að samþykkja slíkt er aðför að stéttinni. Við skulum vona að ís- lenskt samfélag nái að þroskast það að það þurfi ekki að eiga heimsmet í verkföllum. Á meðan það gerist ekki er nauðsynlegt að standa vörð um þetta heimsmet. Verðmætasköpun í íslensk- um tónlistarskólum Árni Sigurbjarnarson Tónlistarkennarar Það er fjarstæða, segir Árni Sigurbjarnarson, að búast við því að tónlistarkennarar geti sætt sig við verri kjör en aðrir kennarar. Höfundur er skólastjóri við Tónlistarskóla Húsavíkur. RIFJÁRN PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Rifjárn fyrir parmesan, hnetur, súkkulaði o.fl. Verð 1.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.