Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 55 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ – til minn- ingar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur og til styrktar rannsóknum á heila- himnubólgu – verður haldin á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, laug- ardag, kl. 15. Hafdís Hlíf Björns- dóttir lést 21. júní sl., þá tæplega 11 ára gömul, úr bráðri heilahimnu- bólgu. Fjölskylduhátíðin er haldin að til- hlutan félaga í Félagi íslenskra leikara, en allir sem á einn eða ann- an hátt koma að skemmtuninni leggja málefninu lið og gefa vinnu sína. Ágóði af fjölskylduhátíðinni verður látinn renna óskiptur í minningarsjóð Hafdísar Hlífar Björnsdóttur, sem stofnaður var sl. sumar í því skyni að efla rann- sóknir á heilahimnubólgu. Meðal þeirra sem koma fram eru Gunnar og Felix, Solla stirða úr Latabæ og Gleðiglaumur frá Bláa hnettinum. Flutt verða atriði úr söngleikjunum „Sungið í rigning- unni“ og „Wake me up before you go go“ og sýnd dansatriði frá List- dansskóla Íslands og Ballettskóla Sigríðar Ármann. Þá verða flutt nokkur söngatriði þar sem koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir og Örn Árnason ásamt Jóhanni G. Jó- hannssyni, Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir, Selma Björnsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Kór Hofstaðaskóla og hljómsveitin Sign. Kynnir hátíðar- innar verður Margrét Vilhjálms- dóttir. Miðaverð er kr. 1.000. Þeim sem ekki sjá sér fært að sækja skemmt- unina í Þjóðleikhúsinu, en vilja láta sitt af hendi rakna, skal bent á Minningarsjóð Hafdísar Hlífar Björnsdóttur sem varðveittur er í Landsbankanum Smáralind, númer 0132-26-18000, kennitala: 521001- 3130. Samkoma til að efla rann- sóknir á heila- himnubólgu GENGIÐ verður um Blikdal, sem gengur inn í Esju að vestanverðu, sunnudaginn 21. október á vegum Ferðafélags Íslands. Þetta er áætluð um 5 klst. ganga en ekki er mikil hæðaraukning, þó nokkuð blautlent. Brottför frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Fararstjóri Ásgeir Pálsson. Verð 1.400 eða 1.700 krónur. Gengið um Blikdal Í INGUNNARSKÓLA við Maríu- baug 1 í Reykjavík verður haldið námskeið um frið, fyrir foreldra og börn þeirra fædd 1994/1995. Nám- skeiðið hefst 25. október kl. 20 og lýkur 9. nóvember. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust, sjálfsaga og jákvæð samskipti einstaklinga, segir í frétta- tilkynningu. Námskeið um frið 7. RÁÐSFUNDUR II. ráðs ITC á Íslandi verður haldinn í dag, laug- ardag, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi frá kl. 12-17. Í ITC gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig í mannlegum samskiptum, efla sjálfstraustið, læra fundarsköp, skipulag og stjórnun, segir í frétta- tilkynningu. Fundurinn er öllum opinn. ITC – þjálfun í samskiptum GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.