Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 20.10.2001, Síða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 55 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ – til minn- ingar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur og til styrktar rannsóknum á heila- himnubólgu – verður haldin á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, laug- ardag, kl. 15. Hafdís Hlíf Björns- dóttir lést 21. júní sl., þá tæplega 11 ára gömul, úr bráðri heilahimnu- bólgu. Fjölskylduhátíðin er haldin að til- hlutan félaga í Félagi íslenskra leikara, en allir sem á einn eða ann- an hátt koma að skemmtuninni leggja málefninu lið og gefa vinnu sína. Ágóði af fjölskylduhátíðinni verður látinn renna óskiptur í minningarsjóð Hafdísar Hlífar Björnsdóttur, sem stofnaður var sl. sumar í því skyni að efla rann- sóknir á heilahimnubólgu. Meðal þeirra sem koma fram eru Gunnar og Felix, Solla stirða úr Latabæ og Gleðiglaumur frá Bláa hnettinum. Flutt verða atriði úr söngleikjunum „Sungið í rigning- unni“ og „Wake me up before you go go“ og sýnd dansatriði frá List- dansskóla Íslands og Ballettskóla Sigríðar Ármann. Þá verða flutt nokkur söngatriði þar sem koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir og Örn Árnason ásamt Jóhanni G. Jó- hannssyni, Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir, Selma Björnsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Kór Hofstaðaskóla og hljómsveitin Sign. Kynnir hátíðar- innar verður Margrét Vilhjálms- dóttir. Miðaverð er kr. 1.000. Þeim sem ekki sjá sér fært að sækja skemmt- unina í Þjóðleikhúsinu, en vilja láta sitt af hendi rakna, skal bent á Minningarsjóð Hafdísar Hlífar Björnsdóttur sem varðveittur er í Landsbankanum Smáralind, númer 0132-26-18000, kennitala: 521001- 3130. Samkoma til að efla rann- sóknir á heila- himnubólgu GENGIÐ verður um Blikdal, sem gengur inn í Esju að vestanverðu, sunnudaginn 21. október á vegum Ferðafélags Íslands. Þetta er áætluð um 5 klst. ganga en ekki er mikil hæðaraukning, þó nokkuð blautlent. Brottför frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Fararstjóri Ásgeir Pálsson. Verð 1.400 eða 1.700 krónur. Gengið um Blikdal Í INGUNNARSKÓLA við Maríu- baug 1 í Reykjavík verður haldið námskeið um frið, fyrir foreldra og börn þeirra fædd 1994/1995. Nám- skeiðið hefst 25. október kl. 20 og lýkur 9. nóvember. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust, sjálfsaga og jákvæð samskipti einstaklinga, segir í frétta- tilkynningu. Námskeið um frið 7. RÁÐSFUNDUR II. ráðs ITC á Íslandi verður haldinn í dag, laug- ardag, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi frá kl. 12-17. Í ITC gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig í mannlegum samskiptum, efla sjálfstraustið, læra fundarsköp, skipulag og stjórnun, segir í frétta- tilkynningu. Fundurinn er öllum opinn. ITC – þjálfun í samskiptum GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.